Alþýðublaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 11
Sunnudagur 5. október 1958 &lþl«nbia«il U Hreinsum góifteppi, dregla og' mottur úr ull og cocus o. fl. Gerum einnig við. Gólfíeppagrðin Skúlagötu £1 Sími 17-36! Sundæfingar hefjast í Sund. höllinni þriðjudaginn 7. októ ber og verða sem hér segir: Börn: Þriðjudaga og fimmtu- daga kl. 7 e. h. Fullorðnir: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 7,30 e. h. og föstudaga kl. 7 e. h. Þjálfari er Helga Haralds- dóttir. Stjómin. SKIPAUTGCRB RIKjfSINS 'jiS i M.s Sfejaldbreið til Ólafsvíkur, Grundarfjarð- ar, Stykkishólms og Flateyjav á Breiðafirði hinn 9. þ. m. Vörumóttaka á morgun. Farseðiar seldir á miðviku- dag. LEIGUBILAR Bifreiðasíöð Steindórs Sími 1-15-80 BifreiðastöS Reykjayíkur SímÍ 1-17-20 Bókhi&ðustíg 7 Sími 19-168. .. Yfir 400 bifreiðar til sölu hjá okkur. Ávallt stærsta úrVal og hröð- ust sala. Nýir verðlistar komu fram í dag. Kynnið yður haustverðið. • R. J. : Nr.ll deyr aldreg: an Bókhföðustíg 7 Sími 19-168. Í! á hönd brúðarmóður. Þá voru minni drukkin og skálar tæmd ar og blaðaljósmyndarar setn virðast hafa eitthvert óskiljan- legt hugboð um það hvort brúðurin sé fögur eða ekki, höfðu þyrpzt þarna að og tóku myndir í ergi og gríð. Þetta var líka frétt út af fyrir sig, — háttsettur hermaður í liði Frjálsra Frakka gengur að eiga stúlku af ensk-frönskum upptuna. Og þar sem Etienne gat aðeins mælt við bláða- mennina á frönsku, sagði Vio- iéttá þeim með stolti í rödd af öllum afrekum hans og svað- ilförum, sárum hans og heið- ursmerkjum. Etienne gaf Vio- iettu gullarmband fagurt í brúðkaupsgjöf. Ekki gat hjá því farið, að hveitibrauðsdagarnir yrðu heldur í styttra lagi. Þeim eyddu ungu brúðhjónin í gisti- húsi einu litlu skammt fyrir utan Aldershot. Og fáum dög- um síðar sigldi Etienne með herdeild sinni, en Violetta settist að heima í Brixton hjá foreldrum sínum, 5. KAFLI. Skömm heimadvöl. Fyrir hina hröðu rás atburð- anna síðustu vikurnar hafði allt viðhorf Violettu breytzt í einni svipan, — hugsanir henn- ar, útlit, lífið sjálft var allt í einu gerbreytt orðið. En sá, sem valdið hafði öllum þessum breytingum, var allur á bak og burt og allt tómt og þögult eftir. Nú var ekki lengur um skjót bréfaskipti að ræða, ekki við því að búast að hringt heyrðist dyrabjöllunni og hann stæði úti fyrir með rósavönd í höndum; ekki framar til í málinu að hún yrði að hraða sér sem mest hún mátti til að skreppa með honum í strætis- vagni eða brautarlest. Það var staðreynd, sem ekki varð móti mælt, að hver dagurinn sem leið fjarlægði þau hvort öðru, ofurseldi þau hvort um sig þeim örlögum, sem þau fengu ekki í ráðið. Etienne var á siglingu mörg þúsund mílur, fyrir Cape Horn, síðan norður með austurströnd Afríku, þar sem ekki var leng- ur unnt að sigla um Miðjarð- arhaf. Mussolini, sem skorizt hafði í styrjaldarleikinn þann 10. júní, þegar örlög Frakk- lands virtust að fullu ráðin, hafði nú tekið að vinná að því að rætast mætti sá .stoltar- draumur hans að korra á fót rómversku keisaradænú -r réði ríkjum fyrir botni M: 'ijarðar- hafs. Hann hafði þc heri mikla, reiðubúna til á 3 breyta þeim draumi í veruu ». -— í Abbesíníu, Eritreu, Sömail- landi og við egypzku landamsES? in, og það var honum uigjan- legt öryggi að vita að nú gæti ekki franskur her ráðist á fylkingararm hans frá Túnis. Herflugvélar hans og nazista, réðu nú lögum og lofum á Mið-I jarðarhafinu. Nokkru áður en Etienne lét farnir að láta til sín taka á þessum slóSum, en hvort þang- að hinar frönsku hersveitir yrðu sendar varð ekki vitað. Hann reit konu sinni löng bréf, skrifaði á kort til tengdafor- eldra sinna og Roys, en þess hafði verið vandlega gætt a3 hvergi sæust nein staðanöfn á bréfum hans eða kortum, svo ekki yrði unnt að fá neina hug- mynd um það, hvert hersveit- irnar værn að halda. En loks var þeim skipað á land í Astn- ara, og loks héldu þær suður á bóginn gegn itölsku hersveit- unum í Abbesíníu. En þeSsi strjálu þréf og kört voru Yiolettu ekki næg hugg- un, — hún varð að fylla hið mikla tóm, sem myndast hafði umhverfis hana, er hann hélt á brott, með því að vinna, — og þó hafði Etienne einmitt sagt henni, er hann kvaddi, að hann vildi ekki að hún færi að leggja á sig mikla vinnu. Hann barðist, en vildi vita hana lifa rólegu og virðingarverðu lífi, svo sem bar konu fransks liðs- foringja. Laun þau, sem franski herinn greiddi henni, — fimm sterlingspund á viku, — áttu líka að nægja henni til þess., Hún reyndi eftir því sem hún gat að fara að óskuip hans, — já, svo sannarlega var það fast- ur ásetningur hennar, þegar leiðir þeirra skildu, að fara bókstaflega eftir þeim, — en þegar frá leið var henni það með öllu óþolandi að sitja auð- um höndum og ofurselja hugs- un sína áhyggjum og kvíða. Því var það, að eftir nokkrar vik- ur frá brottför hans fór hún að vinna sem símastúlka í nýrri stöð, skámmt frá Sankti Páls dómkirkjunni. Þetta var um sama leyti og loftárásirnar á Lundúnir hófust fyrir alvöru. Var það ásetningur þýzku hernaðaryfirvaldanna að leggja höfuðborgina í auðn, og lama þar með allt brezkt hversdags- líf, én þessar glæpsamlegu á- rásir hófust snemma í septém- ber, og var borgin öll ger- myrkvuð um -leið og árásirnar hófust, — raunar kom það líka fj'Tir að sprengjufluvélarnar kæmu líka yfir borgina um há- bjartan dag. Violetta sat kyrr við starf sitt á hverju sem gekk. Hún fékkst aldrei til a5 leita skjóls í loftvarnabyrgi, og hún gekk um göturnar heirn til sín eins og ekkert væri um að vera'- þegar sprengjuregnið dundi 'haröast á boTginni. Oft sótti hún kvikmyndasýningar, venju léga í fylgd með Winnie, vin- stúlku sinni, og oft sátu þær lengi kvölds í veitingahúsum og skemmtistöðum, sem' sóttir' voru af hermönnum, hlýddu á söng frægustu skemmtikráfta og dönsuðu og drukku með hermönnunum, og tókst þá stundum a5 draga úr mesta sársaukanum og leiðindunum, og sökum loftárása og sam- göngutruflana gat svo farið að þær yrðu að dveljast nætur- langt á skemmtistaðnum ásamt hermönnunum, eða í loft- úr höfn voru herir Mussolinisvarnarbyrgjum í grennd við hann. Winnie minnist einnar slíkrar nætur. Hún segir að Violetta hafi setið og reykt, þegar sprengjuregnið var sem ákafast, og þegar eldar tóku að brenna víðsvegar í næsta nágrenni, hafi hún beðið þjón- inn að færa þeim meira kaffi og drukkið.það hægt og rólega, rétt eins og ekkert hefði í skor- izt. Svo að segja á hverjum morgni höfðu bætzt við stórir flekkir í borginni, þar sem hús voru hrunin og brunnin eftir sprengjuregn næturinnar, en björgnarflokkar leituðu særðra og fallinna í rústunum og sjúkrabílarnir voru sífellt á ferðinni. Desembermorgun nokkurn, þegar þær gengu eft- ir Stockwellstíg á heimleið úr næturgleði, sáu þær hópa manna umhverfis gamla skól- ann. Var hann hruninn að miklu leyti, og herbergiS, þar sem Violetta hafði setið barn yfir lærdómsbókunum, var' í þeim hluta, sem fallinn var. Þrem vikum síðar, á aðfara- nótt sunnudagsins 29. desem- ber, var vinnustaður hennar og hverfi það lágt í rústir af sprengjúm nazistanna, og virt- ist þa3 aðeins fyrir kraftaverk að St. Páls dómkirkja skyldi sleppa ósköddum. Þá nótt voru heilar götur lagðar í auðn. Violettu og starfsstúlkunum, sem með henni unnu, var veitt leyfi frá stöðvum í nokkrar vikur, eða þangað til símstöð hafði verig komið upp í stað hinnar föllnu. Henni var loks valinn staður í köldurn og rök- um kjallara og urðu stúlkurn- ar oft að sitja flötum beinum á steinlögðu, ísköldu gólfinu við starf sitt, svo klukkustund- um skipti, en allar héldu þær áfram starfinu eins og ekkert hefði í skorizt þrátt fyrir það. Violetta var nú ákveðnari í því en nokkru sinni fyrr að láta skrásetja sig . í herinn, en móðir hennar nauðaði sífellt á því að hún mætti ekki gera það án þess að spvrja Etienne, eig- inmann sinn leyfis. Hann hafði látið mótbárulaust að hun ynni við símastörfin, en ekki varð beinlínis sagt að hann leyfði það. En hvorki Violetta sjálf né móðir hennar voru í minnsta vafa um að hann mundi bein- línis ganga af göflunum ef hann vissi það, a5 hún vrði oft áð sitfa klukkustundúm sam- an, oft meira að segja nætur- langt, flötum beinum á ísköldu 'og röku, steinlögðu kjallaragólf inu, án bess áð hafa svo mikið sem fjöl uiidir sér. Og hvað þa3 snerti að hún gengi í ein- hverja af' kvennasveitum hers- ins, — hann hafði svo að segja látið þannig um mælt í bróf- um sínum, að hann mundi fá leyfi til að skreppa heim það sumar, og móðir Violettu sag5i að hún mætti vita það, að það yrðu honum þung vonbrigði ef hún væri þá öll á bak og burt með hersveit sinni. Engu að síður skrifaði Violetta honum það í næsta þréfi, að hún teldi Bretland eiga heimtingu á að hún legði enn meira í sölurn- ar fyrir það á þessum örlaga- tímum, og vildi hún því taka beinan þátt í sjálfri styrjöld- inni. Það væri að sínum dómi, sagði hún, ekki aðeins heilög skylda sín, heldur og það eina. sem gæti forðað því að hún sál - aðist úr leiðindum. Og það væri einlæg von sín að hún þyrfti ekki að gera það án hans leyfis. Á meðan hún toeið svars hans, fór hún til frænku sinn- ar í Hereford til að losna við slæman og þrálátan hósta, sem kjallarasetan hafði valdið henni. Þégar þangað kom var hún svo heppin að einn af kunningjum hennar, Norman, var heima í hvíldarlieyfi, og skemmtu þau sér konunglega. Hann átti bifhjól, og þeysti á því um allar jarðir með hana fyrir aftan sig, og hvarvetna bauðst þeim hin bezta skemmt un. Hún var einmitt að koma heim úr einni slíkri ferð, þeji' ar hennar beið símskeyti, sem komið hafði þá daginn áður. Það var frá Liverpool, og til- kynnti henni að eigmmaður hennar væri kominn þangað i rúmlega viku leyfi. Hún tók saman pjönkur sínar og hrað- aði sér sem mest hún mátti til Liverpool. Endurfundum þeirra var ekki unnt að lýsa. Hin skyndi lega heimkoma hans, án þess að um nokkra kveljandi bið hefði verið að ræða, varð til að auka enn meira á yndi þeirra. Eftir að hafa barist í heilt ár undir eyðimerkursól- :nni var Etienne orðinn kol- brúnn á hörund og hraustleg- ur, og karlmennska hans meiri en jafnvel fyrst, er þau kynnt- ust. Hann hafði barist í Abbe síníu þetta ár. Háð margar og sigursælar orustur og ekki einu sinni hlotið skrámu. En leyf- ið sem hann hafði til umráða, var aðeins ein vika. Nú vildi hvorugt þeirra um styrjöldina hugsa. Etienne var kunnugur í Liverpóol þar sem hann hafði verið þar við her- æfingar eftir að hann kom fá Narvík. Hann tók á leigu hið bezta herbergi í gistihúsi þar í borginni, og þar hófust nú þeirra seinni hveitibráuðsdag ar. Þau snæddu niðri ■ í mat- salnum, sóttu leikhús og kvik- myndasýningar og dönsuðu fram á hótt. Og fyr en varði kom kveðjustundin. Etienne lagði af stað m'eð flugvél til Kairó, cn áður en þau kvödd ust hafði hún haft sitt fram, — hann hafði gefið henni leyfi til að ganga í hsrinn. Og flug vél hans var varla horfin sjón um þegar hún hraðaði för sinni til Lundúna td skrásetningar. Styrjöldin var nú orðin grimmilegri en nokkru sinni fyrr. Og það var orðið henni um leið nærstæðara en nokkru sinni fyrr fyrir það, að ástvin ur hennar dvaldist hjá henni um stund, en síðan hafði styr jöldin krafizt hans aftur. Þati

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.