Morgunblaðið - 27.11.1976, Side 1

Morgunblaðið - 27.11.1976, Side 1
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1976 25 Leynisjúkdómur Pompidous r r Alslandi blasti hann fyrst við öllum FRANSKA blaðið l'Expres hefur að undanförnu birt greinaflokk, úr- drætti úr nýútkominni bók eftir Pierre Accoce og dr. Pierre Rentchnick, sem nefnist ..Sjúkling- arnir, sem stjórna okkur". Fjallaði fyrsti úrdrátturinn um Píus páfa 6., sem mun hafa verið sjúkur mestall- an þann tíma sem hann var páfi, en önnur greinin er um Frakklandsfor- seta og nefnist „Leyndardómurinn um veikindi Georges Pompidous." Þar segir að þau fimm ár, sem Pompidous var forseti Frakklands, hafi hann ekki gengið heill til skógar og fengið meðferð við öðrum sjúk- leika en hrjáði hann. Segir í formála í l'Expres, að þessi skrif séu særandi og óþægileg, en óhjákvæmileg, þegar litið sé á hina miklu ábyrgð, sem stjórnendur beri í nútíma þjóð- félögum. í greininni, sem ekki verður rekin hér, segir að Pompodous hafi byrjað að finna til þreytu, sem var upphaf veikindanna í árslok 1968, þegar hann þurfti mest á öllu sínu að halda eða um þær mundir sem hann var að búa sig undir átökin til að verða eftirmaður de Gaulles. Næstu ár ágerist lasleikinn, sem ekki er þó tekinn alvarlega. Um jólin 1972 er orðið áberandi, að forsetinn þarf að setjast og hvíla sig í móttöku, og er kennt um eftirstöðvum af flensu, og reynt að fela veikindin fyrir almenn- ingi. Þaðersvoekkifyrrenáfundin- um, sem Pompidous forseti átti með Nixon forseta í Reykjavík 30. mal til 1. júní'1 972, að við öllum blasir að Pompidous forseti er sjúkur maður. Það sér öll heimspressan, þegar hann gengur út úr flugvélinni I Keflavik. Frá þvi segir í greininni á eftirfarandi hátt: Þann 24. maí hættir Pompidous forseti við að opna flugsýninguna á Bourget flugvelli og afboðar mót- töku gesta á mæðradaginn. Tals- maður stjórnarinnar, Monsieur Le- cat, fer hálfgert hjá sér þegar hann afsakaði það enn einu sinni með flensu. En auðvitað var þetta miklu alvarlegra. Meðalið kortison, sem forsetinn fær, setur sífellt í ríkara mæli merki sitt á útlit líkamans, sem það er að grafa um sig í. Varnir líkamans láta sig smám saman og sýking af bakterium og veirum verð- ur sífellt tíðari. 28. mai fær forsetinn hitasótt. Myndatökutæki eru flutt með hraði til Elysée hallar. Þrátt fyrir leyndina, fer orðrómurinn sem elding um Paris, ýktur og afbakaður. Tækin verða þar að geislunartækjum til að vinna á illkynjuðu æxli, að því er haft er eftir þeim, sem gerst eiga um að vita. Lungnamyndirnar sýna læknunum í raun einhvern tor- tryggilegan upphleyptan roða neðst við vinstra lungað. Berklar? Brjóst- himnubólga? Læknarnir telja skyn- samlegast að láta Georges Pompi- dous hvíla sig og hætta um skeið öllum störfum. Því neitar hann al- veg. Hann á stefnumót við Richard Nixon eftir tvo daga í Reykjavík á Pompidous forseti við komuna til íslands, þeg- ar menn sáu hve veikur hann var, stirður i gangi, brúnn af kortisonnotkun og þrútinn af bjúgi. íslandi. Læknarnir leggja hart að honum, og stinga upp á að fundi forsetanna verði aflýst. Það er til einskis. Hlaðinn antibíótiskum með- ulum og skjálfandi af kuldahrolli stígur forseti Frakklands upp í flug- vélina og leggur af stað til íslands. Frá 30. mai til 1. júni elta menn Pompidous með augunum. Hann kemst ekki undan. Menn virða hann fyrir sér. Piskra. Velta málinu fyrir sér. Samt sem áður gengur hann til móts við Nixon dúðaður, bólginn af bjúg, með afmyndaða andlitsdrætti, brúnn i framan af kortisonnotkun- inni og óöruggur í spori. Og engin lausn fæst á mismunandi túlkum Bandaríkjamanna og Frakka á sam- bandi þjóðanna beggja megin Atl- antshafsins. „Þessi forseti á hvort sem er ekki langt eftir", segir banda- ríski forsetinn í trúnaði við sina menn, þegar hann kemur til Washington. Pompidous heldur samt áfram að standa á móti, en varla að vinna eða stjórna. Og hver getur undrast það? Maður furðar sig mest á því hvernig hann hefur getað þrjóskast við að falla saman, eftir þetta siðasta áfall og vel vitandi um sjúkdóminn". Með sífellt lengri hvíldum heldur Pompidous samt áfram að gegna skyldustörfum sínum. Hann tekur á móti Bresneff í Rambouillerhöll 26. og 27. júní 1973 Og 10—17 september fer hann í opinbera heimsókn til Kína. Ferð sem búið var að ákveða fyrir löngu og hann komst ekki hjá að fara, en um þá ferð talaði hann m.a. við blaðamenn á (slandi í lokaræðu sinni þar, lofaði þeim betri flugfarkosti en þeir hefðu fengið til íslands. í Kína getur for- setinn næstum ekkert farið gang- andi. Þó hann skoði Musteri hins himneska friðar, Lokuðu borgina, Buddahellana og fleira út um bíl- glugga, þá verður að fella niður ferðina til Kínverska múrsins. 4.— 1 1. marz verður hann að aflýsa opinberum athöfnum heima, en þann 12. heldur hann samt af stað til Georgíu, til móts við Bresneff. í flugvélinni getur hann varla af sér borið. Þó skelfing sé að sjá hann, þegar hann stigur út úr flugvélinni, þá ræðir hann við Bresneff í 36 tíma. Hann gerir sér ástand sitt þó Ijóst og segir við nðerstadda: „Ég var hræddur um að ég mundi deyja til einskis. í fjarlægu landi". 21. marz er efnt til hinnar árlegu forsetaveizlu i Elysée höll fyrir erlenda sendi- herra, en þeir verða að setjast að borðum án forsetans, sem gefur sig læknunum á vald uppí á annarri hæð. Og seinna boðinu fyrir sendi- ráðsfólkið 24. marz 1974 verður hann að aflýsa, svo og ferð til Tokyo. 2. apríl deyr Georges Pompidous. Það kemur í Ijós, að hann hefur gert stutta erfðaskrá, þegar læknarnir sögðu honum í ágústmánuði 1972, að hann hefði alvarlegan blóðsjúkdóm. Þar sagði: „Ég vil verða jarðaður í Orvilliers. Ég yil hvorki blóm, kórónur eða nokkur jarðarfarartákn. Á gröfinni á að vera látlaus steinn með nafni minu, fæð- ingardegi og dánardægri. Messú á að syngja i Saint-Louis-enl'lle. Það á aðvera gregoriönsk messa". Pompidous forseti 1967, áðurenn hann tók að finna til sjúk- leika

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.