Morgunblaðið - 27.11.1976, Side 2

Morgunblaðið - 27.11.1976, Side 2
Á þessu korti má sjá aðalgatnakerfi Reykjavfkur, eins og Skipulagsnefnd leggur til að það verði á næstu 20 árum . Má t.d. benda á nýjan veg af Suðurlandsvegi við Rauðavatn f sveig suður fyrir Breiðholtsbyggð (sjá strikalfnu neðst til hægri). Fossvogsbraut er þarna að vfsu óbreytt frá fyrri áformum, en hefur þð ekki verið ákveðin, en brautin upp Elliðaárdal er horfin. Þá má benda á hvernig Hringbraut hefur verið flutt til suðurs við flugvöllinn. Annars skýrir kortið sig sjálft og frekari skýringar eru f texta og á skipulagssýningu á Kjarvalsstöðum. Skipulagsbreytingar á að- algatnakerfi Reykjavíkur Reiknað með 73 þúsund bílum árið 1995 ViÓ endurskoðun á aðal- gatnakerfinu í Reykjavík, sem Þróunarstofnun hefur unnið að og skipulagsnefnd mótað nýjar tillögur um til næstu 20 ára, hafa verið gerðar ýmsar veigamiklar breytingar frá staðfestu aðalskipulagi, sem nú gild- ir. Þær tillögur eru meðal þess, sem um þessar mund- ir er verið að kynna á skipulagssýningu Reykja- víkurborgar á Kjarvals- stöðum. Skipulagsnefnd leggur m.a. til, að felldar verði niður ýmsar af þeim svokölluðu stofnbrautum, sem ákveðnar höfðu verið eða að þeim verði frestað og breytt. Má þar nefna, að framkvæmd Geirs- götubrúar, sem á að liggja upp á Tollstöðina, verður frestað fram yfir næsta skpulagstímabil. Mýrargatan verður alveg felld Hætt hefur verið við að leggja Dalbrautina þar sem hún átti að liggja milli Sundlaugavegar og Holtavegar neðan við húsin við Laugarásveg. niður sem stofnbraut og gerð að þjónustugötu fyrir höfnina. En við það þarf að rffa færri hús eða flytja brott en gert var ráð fyrir í skipulaginu frá 1967, er hrað- braut lá þar um. Þá er alveg hætt við að leggja Suðurgötu áfram gegnum Grjótaþorpið að Geirs- götubrú, og Suðurgata milli Hringbrautar og Túngötu verður ekki stofnbraut, heldur aðeins tengibraut. Suðurlandsvegur, frá Rauðavatni að Höfðabakka, verður alveg felldur niður. Einn- ig verður Ánanaust ekki lengur stofnbraut heldur breytt í tengi- braut. Rétt er hér að gera grein fyrir því, að í Reykjavfk er stefnt að svokölluðu flokkuðu gatnakerfi, þar sem götur eru flokkaðar eftir hlutverki þeirra. í efsta flokki eru stofnbrautir, sem hafa það hlutverk að flytja umferð milli bæjarhluta. Næst éru tengi- brautir, sem tengja saman hverfi og stofnbrautir, en þessar tvær tegundir brauta mynda aðalgatna- kerfið, sem hér er fjallað um. Hringbraut flyzt 190 m til suðurs Aformað er að flytja Hring- brautina frá Tjarnarenda að Miklatorgi, suður fyrir Umferðar- miðstöðina. Flytzt Hringbrautin þar 190 m til suðurs. Samkvæmt samningi, sem borg og rfki gerðu 1969, var gert ráð fyrir að flytja Hringbrautina 50 m til að tryggja Landspítalanum nauðsynlegt rými til stækkunar spftalans. Við nánari útfærslu á byggingarfor- sögn Landspítalans og vegna byggingaráforma læknadeildar, komu í ljós vissir annmarkar á þessari legu Hringbrautar. Fyrst og fremst þeir , að mikil um- ferðaræð skildi að starfsemi, sem krefst mikilla og góðra tengsla innbyrðis, eins og segir í bókun skipulagsnefndar. Auk þess voru óleystir vissir erfiðleikar við teng- ingu innra gatnakerfis og hins ytra. Gágnvart Reykjavfkurflug- velli voru einkum erfiðleikar við lausn gatnamóta Sóleyjargötu og Hringbrautar, sem ekki var hægt að leysa án styttingar á flugbraut- inni þar. Með flutningi Hring- brautar svo langt f suður, nást ýmsir meginkostir umfram fyrri áform, m.a. að innri tengsl á og við lóð Landspítalans eru mun auðveldari, viðunandi tengsli nást við Umferðarmiðstöðina, lausn fæst á tengingu Hringbrautar og Sóleyjargötu, án þess að skerða þurfi norðurenda flugbrautar. En miðað er við að Hringbraut verði svo niðurgrafin þarna að ekki þurfi að skerða brautina þar, hugsanlega yrði þó um lítilsháttar tilfærslu að ræða á aðflugsljósa- búnaði. Með þessu móti er talið mun auðveldara að ráðast i gerð umferðarmannvirkja á Mikla- torgi, þannig að ekki valdi röskun á umferð á torginu og Hring- braut. Jafnframt opnast mögu- leiki á vinstri beygju af fram- lengdum Bústaðavegi. Með þessu móti er svo staðfest lega svo- nefnds Hlfðarfótavegar, sem ligg- ur suður fyrir öskjuhlíð, en norð og austur flugbrautin skerðist. Er gert ráð fyrir lengingu brautar-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.