Morgunblaðið - 27.11.1976, Side 4

Morgunblaðið - 27.11.1976, Side 4
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÖVEMBER 1976 Stílhreinn bdl á stórum dekkjum. Toyota Corona Mk. II, 2000. Hæð undir lægsta punkti er um 17 sm. Toyota Corona Mk.II HÉR er á ferðinni bíll af milli- stærðarflokki, fjögurra dyra fimm manna. Toyota Corona Mk. II fékk nýtt „boddý“ 1975 og hefur lítið breyst siðan en '77 árgerðin er nú með 14 tommu radfal dekkjum í stað 13 áður. Vélin er fjögurra strokka, 1968 rúmsm. með þjöppun 8,5:1 og krafturinn er 119 hestöfl (SEA gross) vað 5500 snún./mln. Hámarkshraðinn er yfir 170 km/klst. Ekki er hér völ á tölu um vaðbragðið en það er þó allgott og krafturinn yfir- höfuð góður og vinnslan sömu- leiðis. Toyotan er auðveld I akstri og sætin allgóð en mættu þó veita betri stuðning. Hnakkpúðar sem smellt er niður I framsætis- bökin, fylgja. Billinn er þungur að framan og undirstýrir nokk- uð en afturendinn fer þó af stað ef viljinn er fyrir hendi. Gormafjaðrir auka stöðugleik- ann mjög. Miðstöðin er þriggja hraða og hitar vel. Loftræsting er mjög góð. Girskiptingarnar eru mjög léttar eins og á flestum japönskum bílum. Bremsurnar eru með vökvaaðstoð og hina klassísku gerð, diskar að fram- an og borðar að aftan. Þær gefa nokkuð undan þegar þeim er beitt á miklum hraða en eru að öðru leyti góðar. Bensineyðslan er áætluð 10—14 1/100 km eftir aðstæð- um og bensíngeymirinn tekur 60 lítra. Toyota Corona Mk. II vegur 1125 kg óhlaðin. Rými í bílnum er þokkalegt þó þröngt sé aftur í ef framsæti eru í öftustu stöðu 119 hestafla vél (SAE) við 5500 snún./mfn. — og einn elztu bíla heims Þessi mynd er ekki frá því fyrir aldamót eins og e.t.v. mætti ætla heldur er hún úr árlegri ökukeppni þar sem ekið er frá London til Brighton á suður- strönd Englands. Þetta er elsti bilinn, sem tók þátt i kepþninni I ár árgerð 1893 af Benz og krafturinn er U4 hestafl. Keppnin er einungis fyrir Bla frá því fyrir 1905. Keppendur mega ekki halda meiri meðal- hraða en 32 km/klst. hraða á allri leiðinni en sumir komast allgreitt niður brekkur en varla nema rúmlega á gönguhraða upp brekkur. Mælarnir minna óneitanlega dálftið á nokkurra ára amerfskan bfl og eru þeir felldir óþarflega langt inn f mælaborðið. umsjón BRYNJÓLF- UR HELGASON eins og raunar í flestum bilum af þessum stærðarflokki. Þá er einnig fremur lágt til lofts aft- ur í. Farangursgeymslan er rúmgóð. Stjórntækjum er allvel fyrirkomið en þó hætti mér til að flauta í tíma og ótíma þegar beita þurfti stýrinu snöggt þar sem flautuhnapparnir þrír þurfa mjög lítið stuð og eru nálægt fingrunum á stýrishjól- inu. Toyota Corona Mk. II 4ra dyra kostar um kr. 2.060 þús- und. Toyota umboðið er að Nýbýlavegi 10, Kópavogi. br.h. Bdar Áhugavert frimerkja- efni á uppboði 1 siðasta þætti gat ég þess, að frimerkjauppboð Félags frimerkjasafnara stæði fyrir dyrum. Og nú er stundin runnin upp, því að það hefst I dag kl. 14 í ráðstefnusal Hótel Loftleiða. Verður sýningar- efnið til sýnis frá kl. 10 og þar til uppboðið hefst. Ég hef átt þess kost að glugga svolítið i uppboðsefnið, og kennir þar margra grasa eins og alltaf áður. Er enginn efi á, að safnar- ar munu fjölmenna á uppboðið, enda gefst þeim þar örugglega tækifæri til að eignast sitt af hverju, sem vantar i söfn þeirra. En vitaskuld má búast við kapphlaupi um sumt, og það hleypir verðinu eðlilega upp. Hér á eftir mun ég stikla á einstökum hlutum, sem ég veitti athygli við að fletta uppboðsskránni lauslega. En þar sem boðin verða upp um 240 númer, eins og það er nefnt, verður að fara fljótt yfir sögu. Dýrasta uppboðsefnið er ónotuð fjórblokkasería af Alþingishátiðarfrimerkjunum 1930, þ.e. almennu merkjunum. Er hún metin á 150 þús. krónur. Vissulega er þetta há upphæð, en þó er hún ekki nema um 60% af verði Facit-lista 1976/77. Fjórblokkir af öllum þessum merkjum eru ekki heldur á hverju strái. Einnig eru á uppboðinu fjórblokkir af þjónustufrimerkjum Alþingis- hátiðarmerkjanna, en þvi miður vantar hér öll hærri verðgildin frá 50 aura merkinu. Dýrust stök fjórblokk er frimerki með mynd af Alþingis- húsinu frá 1952, 25 kr., þ.e. 100 krónur að nafnverði. Hér er fjórblokkin óstimpluð (óhengd) metin á 65 þús. krónur! Þetta frimerki hækkar stöðugt i verði ónotað enda var upplag þess ekki nema 150 þús. eintök og mest af þvi notað á póstsendingar. Engu að síður verður að telja þessa miklu verðhækkun til hreinnar undantekningar i Islenzkri frímerkjasögu og næsta ótrú- lega, þegar miðað er við ýmis önnur frimerki, sem út komu I miklu minna upplagi en þetta merki. Þá er á uppboðinu ónot- uð f jórblokk af 15 aura frímerki frá 1920 með mynd af Kr. X. Hún er skráð I Facit á 2 þús. sænskar krónur — eða um 90 þús. ísl. krónur. Til skamms tima var verð Brldge umsjón ARNÓR RAGNARSSON Sveit Jóns Páls með fullt hús stiga í aðalsveita- keppni Ásanna AÐAL-sveitakeppni Ásanna hófst sl. mánudag og mættu 14 sveitir til leiks, en það er met- þátttaka f sveitakeppni hjá fé- laginu. öll innanfélagsmót Ás- anna þetta starfsárið hafa verið geysilega vel sótt, hvert og eitt metmót? Orslit siðasta mánudags urðu þessi: 1. umferð: Jón Páll Sigurjónson — Guðmundur Grétarsson 20—0 Sverrir Kristinsson — Þorlákur Jónsson 20—0 Trausti Valsson NPC — Sv. Gosanna NPC 20—0 Július Snorrason — Jóhann Bogason 15—5 Erla Sigurjónsdóttir — Jón Hermannsson 13—7 Hrólfur Hjaltason — Kristján Blöndal 13—7 Jón Andrésson — Ólafur Lárusson 13—7. 2. umferð: Jón Páll Sigurjónsson — Erla Sigurjónsdóttir 20—0 Kristján Blöndal — Sverrir Kristinsson 18—2 Sv. Gosanna NPC — Guðmundur Grétarsson 17—3 Ólafur Lárusson — Trausti Valsson NPC 15—5 Jón Hermannsson — Július Snorrason 14—6 Þorlákur Jónsson — Jón Andrésson 14—6 Hrólfur Hjaltason — Jóh an n Bogason 11 —9 Staða efstu sveita eftir 2 um- ferðir: 1. Sv. Jóns Páls Sigurjónssonar 40 stig. 2. Sv. Trausta Valssonar NPC 25 stig. 3. Sv. Kristjáns Blöndals 25 stig. 4. Sv. Hrólfs Hjaltasonar 24 stig. 5. Sv. Ólafs Lárussonar 22 stig. 6. Sv. Sverris Kristinssonar 22 stig. Spilaðir eru 2 x 16 spila leik- ir á kvöldi, vegna fjölda sveita. Næstu tvær umferðir verða spilaðar mánudaginn kemur. Keppnisstjóri er Sigurjón Tryggvason. Nv.meistarar I sveitakeppni BÁK eru sveitarfélagar Ólafs Lárussonar. Bridgekennsla á vegum Ásanna — áskorun til lands- byggðarspilara o.fl. Kennsla f bridge á vegum BÁK og félagsmálastofnunar f Kðpavogi hefur vegnað mjög vel, og eru þátttakendur skráð- ir um 30. Ljóst er að grundvöllur er fyrir stöðugri kennslu á höfuð- borgarsvæðinu, því flestir af þessum „nemum“ eru mjög áhugasamir. Enda er brýn nauðsyn að fólk sem áhuga hef- ur á að taka virkan þátt I félags- starfsemi bridgefélaganna hljóti einhvern grundvöll og kjölfestu áður en farið er út I keppni, þvi er vafasamt að færa slíka starfsemi inn í félögin. Slikt hefur þó verið gert á und- anförnum árum, með misjöfn- um árangri þó. Enda sjá menn sem að staðaldri keppa og telja sig „ekspert" — að alvöru- keppni verður hálfgerð grín- keppni, þegar 40—50% þátttak- enda eru byrjendur eða jafnvel ekki það, aðeins uppfylling og nútima fallbyssufóður, eins og Guðmundur Pétursson (L) kemst að orði I gamalli grein. Hvað er þá til ráða og hvað er betra til? Allt er betra en að etja byrj- endum í keppni við sér snöggt- um skárri spilara og vafasöm ánægja til lengdar. Fæst þess-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.