Morgunblaðið - 27.11.1976, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1976
31
Aðventuskreytingar
Nú þegar jólafasta —
aðventan — gengur í garð þykir
tilhlýðilegt að í „Blómi vikunn-
ar“ verði ofurlítið mannst á
aðventuskreytingar sem hér á
landi hafa átt mjög auknum
vinsældum að fagna á seinni
árum.
1 nágrannalöndunum t.d.
Danmörku hafa þessar skreyt-
ingar verið viðtekin venja um
langan aldur, oftast nær í formi
hins hefðbundna krans sem
enn tíðkast. Kransinn er þá
skreyttur með fjórum kertum,
silkiborðum, könglum og e.t.v.
einhverju fleiru. Norður á
bóginn mun þessi siður einkum
hafa borist frá katólskum í
Suður-Evrópu en þar suður frá
skyldu borðarnir á kransinum
vera lillabláir eða skærrauðir
og höfðu þeir litir táknræna
merkingu þar. Venjan er sú að
fyrsta sunnudag í jólaföstu sé
kveikt á einu kertanna, næsta
sunnudag á öðru og svo koll af
kolli þar til jólaföstunni lýkur
og þegar sjálf jólahátiðin
gengur I garð á að tendra öll
ljósin fjögur. Hafa „börn á
öllum aldri" jafnan gaman af
að telja vikurnar til jóla með
þessu móti.
Eins og áður var á minnst
hefur krasinn verið og er enn
algengasta formið en á síðari
árum hafa komið fram fjöl-
breyttari gerðir af þessum
skreytingum og þá úr margs
konar efni svo sem keramik,
tré, smiðajárni ofl. málmum að
ógleymdum tágakrönsunum
sem hér voru afar vinsælir um
eitt skeið og geta með góðri
meðferð enst árum saman. En
hvert sem efnið er i skreyting-
unni breytir það þó aldrei
höfuðreglunni um kertin
fjögur.
NORÐMANNSGRENI
(Abies nordmanniana) er mjög
heppilegt til hverskyns skreyt-
inga enda heldur það barr-
nálunum mjög lengi og sama er
að segja um svokallað
NOBELGRENI (abies nobilis).
Venjulegt rauðgreni má heita
óhæft í skreytingar innanhúss
fyrir það hversu fljótt nálarnar
hrynja af því.
Skemmtilegast er að nota
sem allra mest af „náttúrlegu"
efni til skreytinga, má þar til
nefna þurrkuð blóm, hvers
kyns strá, öx og fræstöngla en
sniðganga frekar áberandi
plastblóm sem aldrei geta farið
vel með lifandi gróðri.
Nýtízkuleg aðventuskreyting
búin til úr þurrum viðar-
renglum. I sjálfum hringnum
eru fjórir bútar lítið eitt
sveigðir sem festir eru á aðra
fjóra upprétta svo sem sjá má á
myndinni. Á samskeytum bút-
anna er komið fyrir smá kekki
af leir sem kerti, grenikvistum
og slaufu er stungið í.
Því miður höfum við ekki við
höndina nánari skilgreiningu á
verkinu en margt má búa til
þessu líkt ef vilji, áhugi og hug-
myndaflug er fyrir hendi og til
margvfslegra nota f þessa átt er
birkið okkar.
Skreytingin sem myndin
sýnir er fyrst og fremst ætluð
til þess að standa á borði en
eflaust má þó með smá hag-
ræðingu einnig láta slíka
skreytingu hanga.
A.B.
Jólasundmót öryrkja 1976
25. nóv. — 13. des.
-5-4—,1
(nafn)
(aldur)
(heimilisfang)
Sundstaður:
^Örorka vegna:
Sendist
tH Í.S.Í.
Box 864, Reykjavik.'
(tilgrainið t.d. lömun, fötlun, blinda. vangafni o.s.frv.
Þátttöku staðfostir
Jólasundmót öryrkja:
,,Hressist og styrkist
vid ad fara í sundið”
Páll Pálsson svamlar f lauginni að Reykjalundi. (Ljósm. Friðþiófur).
VIÐ lögðum leið okkar upp að
Reykjalundi á fimmtudaginn
og fylgdumst þar með sundæf-
ingum nokkurra öryrkja. Sund-
Iaugin f Reykjalundi er að
flestu leyti mjög hentug fyrir
fólk, sem að einhverju leyti á
erfitt með hreyfingu. Skábraut
er meðfram lauginni og
tröppur þarf fólk, sem er f
hjólastól, ekki að fara yfir. Til
að komast ofan f laugina geta
þau sem mest eru bækluð notað
lyftu, sem flytur þau af ská-
brautinni ofan f laugina.
I Reykjalundi eru það frá 40
— 60 öryrkjar, sem nota sund-
laugina á hverjum degi. Mikill
áhugi er meðal þessa fólks og
munu flest þeirra ætla að taka
þátt í jólasundmótinu að sögn
sjúkraþjálfara og annars starfs-
fólks þar. Einn þeirra, sem var
að synda i lauginni meðan
Morgunblaðsmenn stöldruðu
við í Reykjalundi, var Páfl
Pálsson, fyrrum bóndi í Eski-
fjarðarseli inn af Eskifirði.
Meðan Páfl hafði fulla orku
lenti hann oft í svaðilförum og
var meðal annars þrisvar
sinnum hætt kominn i straum-
hörðum ám. Fyrir nokkrum
árum lenti Páll í bílslysi og
hefur haft litla orku í fótum og
handleggjum síðan.
— Eg hef aldrei lært að
synda, segir Páll í viðtali viö
Morgunblaðiö. — Meöan ég bjó
í Eskifjarðarseli var engin
sundlaug á Eskifirði og það var
ekki fyrb en ég komst á full-
orðinsár að farið var aö keyra
börn á sundnámskeið á Eiðum.
Eftir að ég kom hingað hef ég
hins vegar synt mjög mikió og
þakka ég Marfu Guðmunds-
dóttur hjúkrunarkonu það sem
ég get fleytt mér, en hún
kenndi mér að æfa mig sjálfur.
— Ég fer eins oft hingað í
sundlaugina og ég mögulega
kemst, en ég verð nú að segja
það að mér finnst ég lftið kom-
ast áfram. Ekki hef ég mikið
úthald og þreytist ffjótt en eftir
að hafa slappað af í vatninu
svolitla stund með þvf að láta
mig fljóta á bakinu get ég
byrjað strax aftur. Ég þarf ekki
að hafa mörg orð um það hvað
ég er miklu hressari eftir að
hafa farið í sundlaugina, auk
þess sem ég finn hve ég styrkist
við það.
— Jú, ætli ég verði ekki með í
jólasundmótinu, ef þið þá hald-
ið að ég sé liðtækur i það sagði
Páll að lokum.
Vörur íbesta gædafíokki
3
PLANTER5
l&ektcul
^PEANUTS^
?p
ALL FLAVORS
gelatin
Allskonar hnetur
í dósum og pokum
Hnetusmjör
Skyndite
med
srtrónubragdi
Matarolía,
maísolía
og hnetuolía.
BabyRuth
Mataro/ía Lyftiduft
Steikingarolra
Skyndibúðingar
Ávaxtahiaup
Ostakaka