Morgunblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1976 Dr. Sigurður Pétursson; Gerlagróður í veiði- ám á Suðvesturlandi EFTIRFARANDI grein er meginuppistaöa erind- is, sem dr. Sigurður Pét- ursson gerlafræðingur flutti nýverið á ráðstefnu Landssambands stanga- veiðimanna: Það eru aðeins fá ár sfðan, að hér á landi vaknaði áhugi fyrir gerlarannsóknum á veiðiám, og þá með könnun á hugsanlegri mengun þeirra fyrir augum. Orsökin hefur vafalaust verið sú, að farnar voru að berast fréttir erlendis frá, af fiska- dauða í ám. Þessi fiskadauði mun þó einkum hafa átt sér stað í iðnaðarhéruðum, og hann orðið af efnafræðilegum en ekki gerlafræðilegum ástæðum. Fyrsta skipulagða gerlarann- sóknin, sem gerð var á veiðiá hérlendis, var gerð á vatni Ell- iðaánna árið 1969 á vegum Raf- magnsveitu Reykjavíkur og tók sú rannsókn 2 ár. Sumarið 1972 lét Veiðifélag Árnesinga gera gerlarannsókn á vatni Ölfusár við Selfoss og árið 1973 var svo fyrir atbeina Orkustofnunar, framkvæmdar yfirgripsmiklar gerlarannsóknir á vatni Ölfusár og Hvítár i Arnessýslu og Hvit- ár í Borgarfirði. Teknar voru með helstu aðrennslisárnar á þessum vatnasvæðum og nokkr- ar fleiri ár. Ég hef i nær 40 ár haft all náin gerlafræðileg kynni af því ferska vatni, sem farið hefur hér til neyslu og til meðferðar á matvælum. Sérstaklega hef ég haft mikil kynni af ám, sem kauptún víðs vegar um land hafa virkjað fyrir vatnsveitur sínar. Þar eru víða mikil vanda- mál óleyst með tilliti til fólksins og matvælaiðnaðarins, en engin vandamál hef ég rekist þar á varðandi fisk í þessum ám, enda þær víst tæpast taldar fiskgengar að mati veiðimanna. Þessar tiltölulega vatnslitlu ár í nágrenni kauptúna, eru eins og annað yfirborðsvatn oft mjög mengaðar gerlum frá um- hverfinu, m.a. þessum marg- nefndu coligerlum, sem ein- kennandi eru fyrir saurindi spendýra og fugla, viltra sem taminna. Það er sameiginlegt með þessum ám og öllum öðr- um, að mengun þeirra fer eftir því, hvernig hagar til á að- rennslissvæðinu, eða vatna- svæði árinnar eins og það er nefnt. Á vatnasvæðum ánna hérlendis eru oftast bithagar búfjár, sumstaðar einnig varp- stöðvar fugla, t.d. máva. Þar við bætist svo búskapur ýmis konar og sumarbústaðir með tilheyr- andi frárennslum. Frá öllu þessu berast coligerlar, og ef illa tekst til þá gætu iðrasýklar líka borist þessa leið. Því færri coligerlar, sem finnast f vatn- inu, þvi minni líkur til, að með því geti borist iðrasýklar. Og svo er sett sú regla, að finnist 1 eða fleiri gerlar af tegundinni E. coli í vatninu, þá er það ekki talið hæft til neyslu. En svo kemur önnur spurn- ing. Hvernig á að meta vatn gerlafræðilega með tilliti til þeirra fiska, sem í því lifa? Ekki stafar fiskinum nein hætta af iðrasýklum. Hann mundi ekki saka, þó að hann gleypti heilan hóp af tauga- veikisýklum. Eftir að hann kæmi í hreint vatn, mundi hann hreinsast af öllu slíku, coligerlunum meðtöldum, og vera alveg jafn góður. Leit að coligerlum í veiðiám, virðist þá orðin heldur tilgangs- lítil. En að hverju á þá að leita? Mér er ekki kunnugt um neina geriltegund, sem einkennandi getur talist fyrir hættu ástand í veiðiá. Þegar að þvi kom að meta skyldi hér veiðiár gerlafræði- lega með tilliti til fiskgöngu og fiskræktar hafði ég engan sér- stakan mælikvarða i höndun- um, sem ætlaður væri til þeirra hluta. Eina ráðið var því að mæla hina almennu gerlafræði- legu mengun vatnsins, þ.e. framkvæma á þvi almennar gerlatalningar ásamt greiningu og talningu coligerla. Með þeim augum verður litið á þær veiði- ár, sem hér á eftir koma til sögunnar. Elliðaárnar hafa þá sérstöðu, að þær renna í gegnum þétt- býli, nánar tiltekið sjálfa höfuð- borgina allt frá upptökum til ósa. Þær eru víst ein stysta á landsins, 6—7 km frá stíflunni við Elliðavatn og til sjávar. Að- rennslisár eru Hólmsá og Suð- urá, sem báðar renna í Elliða- vatn að lokum. Á aðrennslis- svæði þeirra er auk beitilands talsvert af sumarbústöðum, nokkur búskapur og dvalar- heimili. Veldur þetta allt nokk- urri mengun, en hún minnkar verulega i Elliðavatni. Á efstu sýnatökustöðinni í Elliðaánum, sem var upp undir stiflunni við vatnið, reyndist mengunin lítil, en óx þegar neðar dró. Skolpið frá þeim hlutum borgarinnar, sem að Elliðaánum liggur, hef- ur verið leitt í burtu, svo að mengun stafar eingöngu frá yf- irborðsrennsli úr nágrenninu og frá safnþróm við mannvirk- in neðan Árbæjarstíflu. Þessi mengun er orðin talsvert mikil, þegar kemur að ósunum. Vatnasvæði Hvitár og ölfusár í Árnessýslu er eitt það stærsta á landinu. Ár þessar ásamt þverám þeirra falla allt frá óbyggðum um blómlegar sveitir og gegnum kauptún þegar nálg- ast ströndina. Fyrir neðan Gull- foss eru það allt bergvatnsár, sem í Hvitá falla, nema Tungu- fljót. Varmá i Ölfusi hefur al- gera sérstöðu sakir mikils gerlafjölda og mikils magns coligerla, enda var meðalhiti ár- vatnsins nær 13 °C við brúna á þjóðveginum samanborið við 4—8°C í öðrum ám. Er rétt að lita á Varmá sem frárennsli frá Hveragerði en ekki sem veiðiá. Minnst mengun á vatnasvæð- inu var í Brúará við Efstadal, en heldur meiri þegar komið var niður að Dynjanda. Álíka mikil mengun og þarna reynd- ist vera í Soginu við Ljósafoss og í Stóru-Laxá við brúna neð- an við Hrepphóla. Miklu meiri mengun en í hinum bergvatns- ánum var í Fossá, en hún fellur i Hvítá, skammt ofan við Brúar- hlöð. Var mengun þessi rakin til sveitabýlis á svæðinu. Að frádreginni menguninni úr Fossá reyndist Hvitá ekki mik- ið menguð við Brúarhlöð, og svipað reyndist Tungufljót við Faxá og Þjórsá við Urriðafoss, sem tekin hafði verjð þar til samanburðar. Þegar kemur nið- 33 Sigurður Pétursson ur I Ölfusá fer mengunin að vaxa. Litið virðist muna um frá- rennslið frá Mjólkurbúi Flóa- manna, en aðalskolpræsið frá Selfossi mengaði ána mikið og gætti þeirrar mengunar enn niður við Kaldaðarnes. Vatnasvæði Hvitár i Borgar- firði nær einnig allt frá jöklum og fram til sjávar, þó að fjar- lægðirnar séu minni en austan- fjalls. Hvitá reyndist mjög lítið menguð bæði við Kljáfoss og við Hvitárbrú, sömuleiðis Ándakilsá við þjóðveginn og Grímsá við Fossatún. Litið eitt meiri mengun var í Flókadalsá, Þverá og Norðurá við Stekk, en talsverð mengun var i Reykja- dalsá vió Klett. Mun mikil byggð i Reykholtsdal ásamt jarðhita orsaka þann tiltölulega mikla gerlafjölda, sem þarna fannst. Laxá i Leirársveit og Þverá við Geitaberg reyndust svipaðar og bergvatnsárnar á Hvitársvæðinu. Hvernig verður nú heildar- matið á framangreindum veiði- ám, eða öllu heldur á þeim 33 stöðvum, þar sem sýni voru tek- in af vatninu? Metið sem neysluvatn mundi ekkert af þessu vatni vera talið neyslu- hæft, þvi að E. coli var alls staðar finnanlegur í 100 ccm. Stöðvar með coligerlafjölda að meðaltali 1—10/100 ccm voru sjö: Upptök Hólmsár, efsta stöðin i Elliðaánum, Brúará við Efstadal, Andakílsá við þjóð- veginn, Grimsá við Fossatún og Hvítá við Kljáfoss og við Hvit- árbrú. Þetta er álíka mikil mengun og mörg kauptún úti á landi sætta sig við i sinu neyslu- vatni. Ef nú eru frátaldar 4 ár: Suðurá, neðsti luti Elliðaánna, Fossá og ölfusá, sem höfðu coli- gerlafjölda 100—700/100 ccm, þá höfðu þær ár, sem ótaldar eru, coligerlafjöldann 10—100/100 ccm. Hvort að mengun af þessu tagi og af þessum stærðargráðum á að teljast mikil fyrir veiðiá, ætla ég ekki að dæma um hér. Hitt er óhætt að fullyrða að hún er alveg hættulaus fyrir göngu- fisk. „Allir með strætó” Fátt af þvi sem kallað er hversdagslegt er skemmtilegra en ferð með strætisvagni. Þótt ekið sé sömu leið er tilbreyting og fjölbreytni mikil fyrir alla, sem hafa opin augu og eyru og eru gæddir eftirtekt og vakandi hugsun. Utan vagns og innan iðandi líf. Sumt af samferða- bólkinu er hið sama á sömu tímum dagsins, en breytilegt eftir eyktum. En alltaf eru nægilega mörg ný andlit og búningar, sem vekja athygli og spurn, jafnvel gleði og góðar minningar. 1 öllum vögnum og flestum ferðum er hægt að virða f.vrir sér þverskurð þjóðlífsins allt frá sambörnum til háaldraðra, þótt færra sé af miðaldra fólki og líklega færra af auðmönn- um. Menningarstig og siðrænn þroski leynir sér heldur ekki allt frá villimennsku til hins fágaða lífsstíls, sem tekur fyllsta tillit til samferðafólks og öllu vill breyta til betra, bæta, gleðja. En villimennskunni verður bezt lýst með orðunum: Allt hið bezta handa mér. Enginn annar skiptir mig nokkru. Allt að öllu fundið og jafnvel þægileg sæti og falleg farartæki stórskemmd ef tóm gefst til. Sem betur fer eru slíkir sam- ferðamenn sjaldgæfir i strætó og umburðarlyndi annarra gagnvart þeim, er ávallt frá- bært, og oft um of. Hins vegar geta góð kynni og skemmtileg samtöl orðið í strætisvagni. Sumir eignast þar vildarvini og trúnaðarfólk. Vart munu nokkrar ferðir eða nokkur farartæki öruggari en strætisvagnar og ferðir með þeim. Af þeim fara yfirleitt engar slysafréttir. Og þá er mikið sagt í háborg árekstra og slysa, sem okkar fagra borg má nefnast einkum þegar bjartast er og blíðast. Vagnstjórinn er vinur, sem alltaf má treysta, það er ótrú- legt, hve vel þeir umbera alla og reyna að gera til hæfis. Samt eru þeir ekki allir eins. Manni finnast þó flestir ógleymanleg- ir, þótt aldrei hafi þeir talað orð, hvað þá heldur að nafn þeirra hafi nokkru sinni að eyr- um borið, kannski árum saman. Þó er enn ótalið hið bezta við strætisvagna. En það er sú ham- ingja að þurfa ekki að eiga einkabíl. Það er kostur sem fólk ætti að meta meira i öllum þeim hraða og þrengslum sem nú eru daglegar plágur og slysavaldar á vegum flestra landa og allra borga. Svo ekki sé nú minnzt á allan kostnaðinn, sem fyrirgefst víst furðulega þegar heimilisbillin á I hlut, og heitir viðgerð, skatt- ur og bensfn, árekstrar og slys. Sannarlega ættum við hér í okkar höfuðborg að virða og meta strætisvagninn sem okkar sameiginlegu hlunnindi, þar eð ferðir með honum, eru mjög ódýrar í samanburói við allt annað i umferðinni og er þó gott sæti I leigubíl býsna freist- andi og bifreiðastjórar þeirra yfirleitt öruggir. Það væri líka þörf lexía við og við hjá kennaraliði landsins að ganga um með hóp af börn- um og þrífa biðstöðvarnar og umhverfi þeirra. og þó ekki síð- ur að afmá þær vafasömu bók- menntir og breimaljóð sem rit- uð eru þar á loft og veggi. Eitt af þeim hugtökum tungunnar sem ekki má gleym- ast er orðið þegnskapur. Það birtist i mörgum m.vnd- um, en ekki sízt því að kenna hinum ungu að umgangast strætisvagna og biðstöðvar með virðingu og háttvísi. Heill þeim sem hér að vinna. Allir með strætó! 20.10. 1976, Árelíus Nfelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.