Morgunblaðið - 28.11.1976, Síða 1

Morgunblaðið - 28.11.1976, Síða 1
Sunnudagur 28. nóvember 1976 Jóhannes Helgi. Á GULLFOSS SEM STÝRIMAÐUR. Nú hafði ég endurheimt sjálfs- traust mitt og heilsu i þeim mæli að ég hermdi upp á Eimskip gam- alt fyrirheit Nielsen gamla um pláss hjá félaginu þegar ég hefði lokið skólanum. Og mér var ekki í kot vísað. Ég var sendur yfir á Gullfoss til mins gamla góða skip- stjóra, Sigurðar Péturssonar. Var ýmist háseti eða 3. stýrimaður fyrsta kastið, svo sem þá tíðkaðist vegna skipafæðar — en fast- ráðinn stýrimaður þegar frá leið. Mér samdi einstaklega vel við Sig- urð, maður gat tæpast kosið sér betri og ljúfari leiðbeinanda. I rauninni þurfti maður að ganga undir nýtt stýrimannspróf hjá Sigurði, eins konar meira próf, hann byrjaði á að hlýða nýjum stýrimönnum yfir, lagði hönd yfir lausnir á tilteknum slðum siglingafræðinnar, spurði svo út úr. Allur var varinn góður eins og jafnan hjá Sigurði. Hann vildi ganga úr skugga um uppá eigin spýtur að stýrimennirnir skildu til hlítar það sem þeir áttu að skilja og nauðsynlegt var öryggis skipsins vegna og stagaði I göt ef voru. Hann sá enga ástæðu til að trúa fyrr en hann tók á. Sumir kunnu þessu framhaldsprófi illa. Ég kunni því vel. Ég skildi hann fyllilega. Þetta var hans skip og ekkert á móti þvl að ganga undir annað próf, það var ágæt upprif jun og jók manni traust á sjálfan sig, hreinsaði andrúms- loftið, eyddi tortryggni og af spratt gagnkvæmt traust, ef grundvöllur var fyrir þvl á annað borð. Sá er vinur er til vamms segir. Mönnum gengur illa að skilja það i dag. Enn eitt var merkilegt I fari Sigurðar. Þegar siglt var á erfið- um slóðum, eins og til dæmis um Breiðafjörðinn þar sem ótal hætt- ur leynast, ræddi Sigurður vand- ann við stýrimenn slna — til dæmis á þessa lund: Éf þú leggst Bjarni Jónsson (t.v.) og Garðar Jónsson (t.h.). Mj | • Bls. 41-64 Farmaður í friði og stríði Sjó- ferðaminn- ingar Ólafs Tómas- sonar stýrimanns Kafli úr nýrri bók eftir Jóhannes Helga FARMAÐUR t FRIÐI OG STRtÐI er tíunda verk Jóhannesar. Hann hefur áður farið höndum um ævi- minningar tveggja manna, Jóns Engilberts og Andrésar Matthíassonar, Hús Málarans og Hin hvitu segl, og mun ýmsa reka minni til útkomu þeirra bóka. FARMMAÐUR t FRIÐI OG STRÍÐI er rúmar tvö hundruð blaðsiður. Nafnaskrá er í bókinni og eru hundrað og fimmtíu manns nefndir til sögu, langflestir sjómenn. Höfundur ritar formála og kemst þar meðal annars svo að orði: Það er skemmst frá að segja að síðan ég skrifaði minningar Andrésar Matthíassonar, Hin hvítu segl, sem út kom 1961, hefur sú hugsun ásótt mig að mér hæri að taka saman samsvarandi bók um farmennina sem sigldu fyrstu kaupskipum þjóðarinnar, þótt ekki væri nema til að þakka fyrir mig. Það heitir víst að manni renni blóðið til skyldunnar. Ég er sonur farmanns sem sigldi á gamla Gullfossi árin sem ég var að vaxa úr grasi. Ég ólst upp í andrúmsloftinu kringum það skip. Gullfoss var kontra- punktur bernsku minnar, fánum skreytt ævintýraveröld í förum. Enn þann dag í dag get ég heyrt í innri eyrum hljóminn frá eimpfpum skipsins þegar það kvaddi landið og heilsaði, færandi mér brennda brjóstsykurinn í stóru gylltu dunkunum og járnbrautir og bíla með ljósum og angaði af suðrænum ávöxtum og göfugum veigum I grænum hálsmjóum flöskum ... Það varð mér til happs að Ólafur Tómason lét tilleiðast að segja fram sjóferða- minningar sínar. Ég þekki hann frá fornu fari sem öðling og mannakostamann, og skal sú umsögn standa, hvort heldur sögumanni mínum líkar betur eða verr. Hann er í tvfgang með Sigurði Péturssyni á Gullfossi, fyrst sem ungþjónn og síðar sem stýrimaður, og hann er ásamt föður mfnum á sfðasta fslenska skipinu sem siglir á Þýskaland eftir að sfðara heimsstríð er hafið og hann er á fyrsta íslenska skipinu sem tekur höfn f Þýskalandi eftir ósigurinn 1945. Hann siglir allt stríðið á Amerfku samflota föður mfnum. Ferill hans liggur því um þau skip og það tímabil sem mér lék hugur á að bókfesta — og til bragðbætis siglir hann á yngri árum með öðrum þjóðum suður f höf.“ Kaflinn sem hér birtist er nfundi kafli bókarinnar: Gamli Gullfoss. hjá Elliðaey þegar svona viðrar og bið verður á komu lóðsins er það i lagi I bráð, en ef vindátt breytist snögglega, lægðin fer yfir, þá er of þröngt um skipið og tormerki á að létta akkerum og finna annað lægi við slæmar aðstæður. Þá er betra að fara strax lengri leiðina á hitt lægið þar sem skjól er fyrir öllum áttum. Sigurður reit athuganir og minnisatriði á lausablöð sem hann felldi á viðeigandi staði I leiðsögubókina „Den islandske lods“. Ég man eftir bókinni þre- faldri að þykkt miðað við upphaf- legt umfang. Ekki veit ég hvað varð af þeirri bók, en mér segir svo hugur að hann hafi skotið henni undan þegar þjóðverjar hertóku Gullfoss í Kaupmanna- höfn, sem siðar verður sagt frá. En mér er til efs að nýtilegri bók íslenskum skipstjórnarmönnum hafi verið að finna um borð I nokkru skipi og er mikill skaði, ef hún hefur glatast. Eflaust hefði sú bók getað forðað mörgu akker- inu frá eilifum legstað undir Eiðinu I Vestmannaeyjum, svo eitt dæmi sé nefnt. Sigurður missti aldrei akkeri svo ég vissi til. Og aldrei fór hann svo úr brúnni þegar siglt var með ströndum fram heima og erlendis að hann ekki segði: Og hafið nú góða gát á litlu bátunum. Einu sinni vorum við að sigla i þræsing inn flóann, vorum djúpt út af Akranesi. Og þá sjáum við úr brúnni hvar trillu flatrekur með einn mann undan veðrinu. Við gerum lykkju á leið okkar, siglum að trillunni og stöðvum skipið. Við bárum strax kennsl á manninn, þar var á ferð Guðmundur Helgastaða, faðir Kristmanns skálds. Guðmundur var skytta góð og sjósóknari, sótti oft djúpt á trillu sinni. Sigurður spurði hvort nokkuð væri að, bauð aðstoð. Guðmundur þakkaði gott boð, bað skipstjóra þá að rétta sér enda og taka skipið i tog. Sigurður kvað nú viðurhluta- minna að segja út bómu og kippa bát og manni upp á lúgu. Gullfoss gæti þá haldið för sinni áfram á fullri ferð, ekki færri en hundrað farþegar væru um borð og orðnir nokkuð óþreyjufullir sumir. Guðmundi Helgastaða lá hátt rómur þegar hann afþakkaði, kvaðst þá mundu bjarga sér sjálf- ur, ef ekki væri hægt að draga skip sitt að landi. Nú hefði margur skipstjórinn — og ekki þurft skipstjóra á flaggskipi þjóðar til — sagt far vel og haldið sinu striki, talið sig lausan mála. Að minnsta kosti karpað, reynt að lempa kollega sinn. En ekki Sigurður Pétursson. Hann gerð sér litið fyrir — fremur en að skilja bátinn eftir i tvisýnu — og tók skip Guðmundar Helgastaða í tog og sigldi það sem eftir var leiðarinnar á lúshægri ferð. Guðmundur sat allan timann keikur undir stýri á sinu skipi. Kristmanni kippir I kynið. Jón Matthíasson hafði fyrir löngu staðist öll próf Sigurðar þegar ég kom um borð i GuIIfoss sem stýrimaður. Sigurður bar þvi- likt traust til hans að engu var líkara en hann héldi að Jón væri eini umtalsverði loftskeytamaður- inn i veröldinni. Enginn gat miðað svo mark væri á takandi nema Jón. Væru siglingaskilyrði slæm að nóttu til var viðkvæðið hjá Sigurði: Vekið hann Jón. Það verður að vekja hann Jón. Jón sagði mér , að hann tæki aldrei svokallaða meðaltalsmiðun, þ.e. miðaði nokkrum sinnum og reiknaði siðan út meðaltalið. Jön beið eftir að skipið væri nákvæm- lega á réttum kili, miðaði þá fyrst og flautaði fram í brúna til stýra- mannsins við kompásinn — og stóð við þá miðun. Einu sinni sem oftar miðaði Jón Portland við landtöku og fékk vitann yfir land. Þá var Sigurði Péturssyni brugð- ið. Jón er ræstur um miðja nótt, bíður uns Gullfoss er réttur i sjónum , miðar og flautar og læt- ur bóka þá miðun, fer svo aftur i koju og sofnar á stundinni, hann gat sofið þegar honum sýndist jafnt í stríði sem friði. En hann Áhöfn GuIIfoss í herkvinni 1940. Fremsta röð: Jósep þjónn, Kristján Aðalsteinsson, Sigurður Pétursson, Davíð Gislason, Bjarni Jónsson, Haraldur Sigurðsson, Jón Bjarnason, Tómas Guðjónsson, Lárus Schev- ing. 2. röð: Baldvin Kristinsson, Ingólfur Jónsson, Ragnar Guðlaugs- son, Ingibergur Jónasson, Jón Steingrímsson, Sigurður Einarsson (Siggi Tömmer), Jón E. Jónsson, Sigurgeir Guðnason, Ólafur Tómasson. 3. röð: Baldvin Guðmundsson, Kamillus Bjarnason, Þor- leifur Sigurbjörnsson, Gísli Bjarnason, Þorbjörg Sturludóttir. Eramus Eramusson, Stefðn Guðmundsson, Magnús Blöndal Jóhannesson, Jón Guðmundsson, Höskuldur Austmar, Axei Sigurðsson. (A myndina vantar Jón Matthíasson.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.