Morgunblaðið - 28.11.1976, Side 9

Morgunblaðið - 28.11.1976, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NOVEMBER Í976 49 Gary hefur dundað við að teikna, og hér eru tvær myndir hans af Nicole. byssunni í vinstri hönd Garys. Gekk hann nú að næstu bensin- stöð þar sem hann hafði lagt bif- reið sinni, en hélt blóðugri hend- inni I vasa sínum til að sárið sæist ekki. Afgreiðslumaður á bensin- stöðinni sá til ferða Garys, gerði lögreglunni viðvart, og Gary var kominn á bak við lás óg slá á ný fyrir dögun. Dauðadómur Eftir á sagði Gary að æði hans hefði ekki verið I neinum tengsl- um við Nicole, hann væri orðinn leiður á henni, börnum hennar og samveru þeirra í heild. Nicole var ekki á sama máli, en sagði við blaðamann: Hann myrti þá, svo hann þyrfti ekki að drepa mig. 1 október var Gary sekur fund- inn um morð, og dæmdur til dauða. Var honum í sjálfsvald sett hvort hann yrði líflátinn með hengingu eða skotinn til bana af fimm manna skotsveit. Gary kaus skotsveitina eins og raunar 38 þeirra 44 glæpamanna, sem líf- látnir hafa verið í sögu Utah-rikis. Dauðadæmdum afbrotamönn- um liggur sjaldnast á að fá að afplána dóminn, en örðu máli gegnir um Gary Gilmore, eða svo segir hann að minnsta kosti. Hann vill ekki bíða, heldur láta taka sig af lífi sem allra fyrst. Þetta hafði henn einnig tilkynnt lögfræðing- um sínum áður en dómur var upp kveðinn. Þeir áfrýjuðu dómnum þrátt fyrir óskir Garys, og brást Gary illur við og sagði lögfræðing- unum upp. I þeirra stað fékk hann sér annan lögfræðing Denn- is Boaz, sem tók að sér málið gegn því að fá helming útgáfuréttar að hugsanlegri bók um mál Garys. Sjálfur skrifaði Gary dómurum sínum og skammaði þá fyrir lin- kind. „Þið eruð kjánar,“ segir hann í bréfinu. ,,Ég hef verið dæmdur til dauða, og ég tek þvi. Látum verða af því.“ Gary var næst tekinn til yfirheyrslu á ný, og mætti handjárnaður frammi fyrir dómurunum þar sem hann krafðist þess að fá að deyja. Einn fyrri lögfræðinga hans stóð þá upp og benti á að krafa þessi væri sjálfsmorð, en einn dómaranna svaraði aðeins: „Þér kemur málið ekki lengur við.“ Þvi næst greiddu dómararnir atkvæði og samþykktu með 4 atkvæðum gegn einu að dómnum skyldi fullnægt samkvæmt áætlun 15. nóvember. Þessari ákvörðun dómaranna breytti Calvin Rampton rfkis- stjóri I Utah, og fyrirskipaði end- urskoðun á málinu, þótt ekki hafi verið búizt við neinni breytingu við endurskoðunina, og þá var það að hann fékk fyrrum ástmey sfna Nicole til að mótmæla drætt- inum á þann hátt að þau bæði sviptu sig lífi. Að deyjasaman Gary hafði skrifast á við Nicole eftir að hann var handtekinn fyr- ir morðin. I einu bréfanna segir hann meðal annars: „Þeir hafa engan tekið af lífi nú I mörg ár, og það er það sem ég óttast. Þvf ef ég verð dæmdur kysi ég miklu frek- ar skjótan dauða en aðgerðalaust líf I fangelsi. Mér líka ekki til- finningar mlnar I eigin garð. Sál mln hrópar á lausn úr þessu illa húsi, sem ég hef byggt utan um hana.“ Um nokkurra mánaða skeið hafði Gary verið að búa Nicole undir það að þau yfirgæfu þenn- an heim saman. I september sendi hann henni ljóð, þar sem segir meðal annars: Say, maiden, wilt thou go with me Through the valley depts of shade. I nóvember tóku þau Nicole og Gary ákvörðun um að deyja sam- an, og daginn sem upprunalega var ákveðið að Gary skyldi láta lífið, heimsótti Nicole hann I fangelsið þar sem þau kvöddust. Þriðjudaginn 16. nóvember tóku þau bæði inn stóra skammta af svefntöflum til að hverfa á brott úr þessum heimi. Gary tók inn tlu til tuttugu töflur af Seconal, sem enginn veit enn hvernig honum tókst að ná sér I. Nicole var öllu stórtækari, þvl hún tók bæði Seconal og heilt glas af Dalmane. Skammturinn var smár Fangelsisvörður kom að klefa Garys skömmu eftir inntöku svefnlyfsins, og var Gary fluttur I skyndi i sjúkrahús. Þar kom I ljós að skammturinn, sem hann hafði tekið, var ekki lífshættulegur, og tveimur sólarhringum síðar var Gary á ný kominn I fangelsisklef- ann sinn. Sumir læknanna halda þvl fram að Gary hafi viljandi tekið inn svo litinn skammt af Seconal. Nicole var heima hjá sér þegar hún tók eitrið, og var það mesta mildi að henni varð bjargað. Ná- grannar áttu leið framhjá, og ætl- uðu að heilsa upp á Nicole. Annar sona hennar kom til dyra, en inni I stofu lá Nicole I dái, með mynd af Gary á berum brjóstum sfnum. Nágrannarnir hringdu til lögregl- unnar, og Nicole var flutt I sjúkrahús, þar sem hún kom ekki til meðvitundar fyrr en tveimur dögum sfðar. Eins og fyrr segir halda sumir lækna Garys þvf fram að hann hafi alls ekki ætlað að fyrirfara sér. Brenda frænka hans er á sama máli. Þegar hún heimsótti Gary eftir sjálfsmorðstilraunina, sagði hún við frænda sinn: „Þetta var alls ekki banvænn skammtur, og þú veizt það.“ Gary fór að hlæja, og svaraði: „Jæja, ég býst við þvf að frænka ætti að vita það, en ég viðurkenni ekki neitt." Gary Gilmore situr nú enn I fangelsinu og bfður þess sem koma skal. Búizt er við að endan- leg ákvörðun um örlög hans verði tekin um miðjan desember. (Að mestu unnið úr NEWSWEEK) jólasveinninn er komínn ( glugga Ramma- gerðarinnar, látið Rammagerðina ganga frá jóla- sendingum til vina yðar og ættingja erlendis I Kammat't'rcMnni or mikit) úrval af fallcgri gjafavöru viö allra lurfi. ni.a. silfur, kcrairlik. skinna- ofi; ullarvörur. moccakápur- og jakkar. luckur. hljómplijtur og þjóólcgir útskornir munir. Þér veljið gjafirnar. Rammageróin pakkar og scndir. Allar sendingar eru fulltryggóar. Komið tímanlega. Sendum um allan heim! RAMMAGERÐIN HAFNARSTRÆTI 19, HÓTEL LOFTLEIÐIR Höfum opnað glæsilegt sportmagasine á tveimur hæðum i húsi Litavers viö Grensásveg. Næg bílastæöi. Sportmagasine Goðaborg hf., sími 81617 - 82125.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.