Morgunblaðið - 28.11.1976, Side 14
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÖVEMBER 1976
^—^^^mam^^^ma—mmmmmmmmm
Nýkomið
Minkahúfur — Loðhúfur — Angórahúfur —
Maryflexhúfur — Alpahúfur — Filthattar —
Húfusett — Stakar húfur og treflar.
Hattabúð Reykjavikur, Laugavegi 2
^mmmmammmm^m^aamam^^^mmmamí
— Farmaður
í friði
Framhald af hls.42
strengdum við segl yfir dekkiö,
sprautuðum sjó í, gerðum laug, og
svo kepptu menn um hver gæti
verið lengst með höfuðið í kafi,
veðjuðum. Jón Matt tók ekki þátt
í þessum leik. Bara að ekki fari
fyrir ykkur eins og skotunum á
baðhótelinu, sagði hann. Þeir
veðjuðu um hvor gæti verið leng-
ur í kafi, lögðu pund undir. Ef þið
komið á þetta baðhótel getið þið
fengið að sjá pundseðilinn inn-
rammaðan, hann hefur ekki verið
sóttur enn.
Þrenns konar matur var fram-
reiddur um borð í Gullfossi, allt
afbragðs matur. Hásetarnir fengu
sama og þriðja pláss, kröftugan
mat, en margarín i stað smjörs,
yfirmennirnir fengu sama og
annað pláss. Skipstjórinn einn
borðaði sama og fyrsta pláss far-
þegar — og var það ekki of gott.
Oskar Halldórssn, sá landskunni
sildarsaltandi, sem lagði Halldóri
Laxness til efnið I Guðsgjafaþulu,
matmaður svo mikll að með ólík-
indum var, ferðaðist oft með
okkur, hann borðaði fyrst á fyrsta
plássi og síðan i messanum með
okkur — á við þrjá. Einu sinni
var saltkjöt á borðum og ég segi
við Óskar í gamni: Hvernig er það
Óskar? Ertu ekki búinn að borða
þig mettan á farrýminu? Óskar
svaraði með fyrirlitningu: Kall-
arðu það mat? Posteiur
(hveitisnúðar) pumpaðar upp
með lofti puntaðar með nokkrum
grænum baunum. — Og Óskar
stakk gafflinum í saltkjötsstykki,
svo annað og siðan það þriðja.
Hjalti Jónsson konsúll er líka
minnisstæður farþegi; hann var á
yngri árum skipstjóri á April,
hafði orgel í brúnni — og svo
söng kórinn, stakkklædd áhöfnin.
Jón Matt og Hjalti voru miklir
mátar, Hjalti gamall vinur
Matthiasar föður Jóns. Hjalti
reyndi að kenna Jóni að hætta að
taka i nefið. Hjalti var gamansam-
ur. *
Þú skalt Jón, sagði Hjalti, fylla
dósirnar með ilmandi tóbaki á
hverjum morgni, banka úr þeim á
handarbakið eins og venjulega
lykta af tóbakinu, láta það svo
detta á gólfið i staðinn fyrir að
látaþað fara uppi nösina. Þessa
aðferð notaði Napóleon og ég,
bætti Hjalti við, og ég veit ekki til
að öðrum hafi tekist að hætta.
Einmitt það, sagði Jón og var
skemmt. Við ykkur Napóleon get
ég nú samt ekki keppt.
Það skil ég vel, sagði Hjalti og
tók upp silfurdósirnar sínar, fékk
sér hressilega i nefið og bauð sið-
an Jóni. Veskú, það er konjak
saman við það Jón.
Hjalti var nautnamaður, drakk
göfug vín og reykti dýra vindla,
öðlingur sem skrifaði uppá vixla
fyrir margan manninn um dag-
ana, þjóðsagnapersóna I lifanda
lifi. Eitt sinn sem oftar siglir
Hjalti á Gullfossi til Kaupmanna-
hafnar, þá orðinn gamall og fótfú-
inn, þoldi ekki aðra skó en inni-
skó úr flóka — og á þeim skóm
labbaði hann sig inn á hótel
Angleterre, átti þar frátekið her-
bergi. Starfsliði i móttökunni
þótti þar skrýtinn fugl á ferð og
hélt hann ekkert minna en geggj-
aðan þegar hann bað símastúlk-
una um simasamband við Friðrik
krónprins.
Fyrir hvurn með leyfi? spurði
pian snúðug.
Segið honum að Hjalti sé kom-
inn.
Friðrik kom I simann.
Sæll Friðrik minn, sagði Hjalti.
Velkominn i riki mitt Hjalti,
sagði Friðrik.
Mig langar að skreppa, sagði
Hjalti.
Fyrir alla muni, sagði Friðrik.
Hvenær viltu koma?
Um fjögurleytið þegar ég hef
lagt mig.
Ég sendi þá eftir þér, sagði
Friðrik.
Gerðu það góði, sagði Hjalti.
A slaginu fjögur renndi gjáandi
bifreið undir konungsfána að
anddyri hótel Angleterre og
Hjalti gamli labbaði út i hana á
flókaskónum. Eftir það buktaði
starfsliðið sig niður I gólf bara ef
það sáHjalta álengdar.
Hjalti varð konsúll þegar hann
hætti á sjónum, gekk með þrí-
strendan hatt og korða við hlið.
Friðrik var þá sjóliðsforingi á
Fyllu sem annaðist landhelgis-
vörslu við Islandsstrendur og
konungsefnið var þá heimagang-
ur hjá Hjalta.
Minningarnar um einhuginn
meðal áhafnarinnar áGullfossi,
um einhuginn meðal þjóðarinnar
á þessum góðu árum, hafa oft
ornað mér. En nú dró til stór-
tíðinda, váleg blika var komin á
himin vesturlanda, þýskar fall-
byssur reiðubúnar að skjóta
Evrópu I rúst, og þess skammt að
biða að Islensk skip og íslenskir
sjómenn drægjust inn I hildar-
leikinn. Siglingar eru nauðsyn,
islenskir sjómenn hlutu að færa
þjóð sinni björg í bú þótt vopn-
lausir væru og stuðla að sigri lýð-
ræðisþjóðanna með sjófangi af
tslandsmiðum.
— Leikhús
Framhald af bls. 53
mesta fjölbreytni í verkefnavali.
Vonandi tekst okkur að finna
fleiri verk, þar sem húmorinn
ræður ríkjum, eða er hann ekki
enn eitt bitrasta vopnið? Og er
„pólitískt" leikhús réttnefni á því
leikhúsi, sem vill taka ótvíræða
afstöðu til málefna dagsins? Einu
sinni nægði að kalla slík verk
ádeilu. Er það kannski sams kon-
ar hótfyndni og að kalla Alþingi
leikhús?
Að Iokum vil ég skora á lesend-
ur að hlusta vel á leikrit, sem
væntanlega verður flutt í Ríkisút-
varpinu á næstunni. Það er leik-
gerð á frægri ádeilu eftir Arthur
Köstler, „Myrkur um miðjan
dag“, og segir okkur söguna af þvi
hvernig byltingin étur börnin sin.
30. marz 1949
Framhald af bls. 47
væri á slíkum liðssafnaði og „fékk svo
stimpil dómsmálaráð herra eftir á". Má
Ijóst vera að í þessu tilviki getur ekki
hafa verið um neina fyrirstöðu dóms-
málaráðherra að ræða að veita slíka
heimild og líklegast að hún hafi þá verið
gefin munnlega, þar sem athugun á
gögnum dómsmálaráðuneytisins leiddi
ekki í Ijós að skrifleg heimild hafi verið
gefin út sérstaklega, nema að skrár þær,
sem getið er um hér á eftir teljist vera
slík heimíld.
Flest bendir til að það hafi ekki verið
fyrr en að morgni 30. mars, að skipu-
leggjendur liðssafnaðarins könnuðu
rækilega réttarstöðu liðsins og rétt ein-
stakra liðsmanna til skaðabóta ef slys,
örkuml eða dauða bæri að höndum í
þeim átökum, sem menn töldu að fyrir
höndum gætu verið. Varð niðurstaðan
sú, að sérstök skrá var útbúin yfir vara-
lið lögreglunnar í herbergi Framsóknar
og hún fengin dómsmálayfirvöldum,
sem munu hafa áritað hana og þar með
löggilt þá menn, sem lögreglumenn með
þeim réttindum og skyldum, sem því
fylgja. Þá var gerð önnur skrá með nöfn-
um þeirra manna, sem stóðu á gangstétt-
innni fyrir framan húsið, voru á þing-
pöllum og annars staðar í þinghúsinu, og
einnig látin dómsmálayfirvöldum í té.
Þegar bók þessi var í smíðum var
óskað eftir að sjá þessar skrár, en þær
voru sagðar vera í höndum lögreglustjór-
ans í Reykjavík. Vísaði hann á dóms-
málaráðuneytið, sem aftur visaði á lög-
reglustjóra, en hann vísaði enn á dóms-
málaráðuneytið og er skemmst frá því að
segja aC ekki er unnt að fullyrða að
umrædd löggilding og viðeigandi stimðl-
un á þessum plöggum hafi átt sér stað.
Hinsvegar er unnt að fullyrða, að þessar
skrár voru gerðar af skipuleggjendum
liðssafnaðarins og vélrituð eintök afhent
dómsmálayfirvöidum. Þegar þessi stað-
reynd er höfð í huga, er vandséð hvernig
svar lögreglustjóra frá 1. febrúar 1952—
„Eigi hefur tíökast að skrásetja menn
sérstaklega, þóit þeii séu kvaddir lög-
reglunni til aðstóðar skv. 10. gr. lög-
reglusamþykktarinnar—", við spurn-
ingu Sigurðar uh.sonar ha'staréttarlög-
mánns frá 29. janúar 1952. fær staðist.
Frásagnir nokkuna þeirra manna,
sem dvöldu í fh-kksherbergi Fram-
sóknarmanna, bera það með sór að tals-
vert hefur það ,v< nð á reiki, hvort þeir
gerðu sérgrein fyrir réttindum sínum og
skyldum sem lögreglumenn. Sumir töldu
sig hafa vitað i><i<’> fyir vist og fengið um
það upplvsingar fyrirfram, en aðrir
kváðust ekki hafa heyrt á það minnst og
enn aðrir munu ekki hafa hirt um að
kynna sér þessi atriði.
Enda þótt fundarherbergi fram-
sóknarmanna þætti rýmra en sjálf-
stæðismanna handan inngangsins, er
Ijóst að þrengsli hafa verið mikil og
loftleysi í herberginu, en af einhverjum
ástæðum var bannað að hafa opna
glugga. Þá virðist ekki hafa verið hugsað
fyrir því, að varaliðsmenn þyrftu að nær-
ast eins og annað fólk og fékk enginn
þeirra vott eða þurrt þann tíma, sem
dvalist var í herberginu. Er ljóst af öllu,
að vistin hefur verið óþægileg svo ekki
sé meira sagt þær 5 — 6 klukkustundir,
sem þeir er fyrstir komu á vettvang,
voru látnir bíða þarna. Reynt var að
grenslast fyrir um það, hvað menn hefðu
haft sér til afþreyingar.
„Við kjöftuðum saman og reyndum að
fylgjast með eins og við gátum,“ var svar
Arnar Clausen. Lítur út fyrir að honum
hafi á einhvern hátt tekist að sjá betur
hvað um v,ar að vera úti fyrir en félögum
hans, sem var einfaldlega sagt að biða og
harðbannað að fara út úr herberginu,
nema til þess að „hlýða kalli náttúrunn-
ar“, og aðeins einn maður í senn. Var
þess stranglega gætt að menn tækju þá
niður embættistákn sin; hjálminn, kylf-
una og armbandið.
Lúðvík Gissurarson minnist þess eink-
um hve löng biðin var og leiðinleg og
Jóhannes Proppi var á sömu skoðun:
„Menn voru eiginlega fegnir, þegar kall-
ið loksins kom að fara út“ — en það er
örinur saga. Að sögn Lúðvíks „litu menn
á þetta með takmarkaðri alvöru — yfir-
leitt voru allir i góðu skapi og menn
gerðu að gamni sínu — tóku niður
hjálmana og settu þá upp á víxl, grínuð-
ust hver við annan, fóru í skilmingaleiki
með kylfunum og göntuðust".
Lúðvík var sennilega yngsti maðurinn
í liðinu, 17 ára að aldri:
„Ég var svona rétt vaxinn upp úr því um
þetta Ieyti að fara niður í bæ á gamlárs-
kvöld og gera at í lögreglunni, en þetta
var siður hér — en þarna fannst mér allt
í einu eins og það væri búið að hafa
hlutverkaskipti og mér þótti það í aðra
röndina vera dálítið furðulegt — að vera
nú þarna með hjálm, kylfu og borða og
kominn í varalið lögreglunnar------.“
Leifur Sveinsson minnist þess að
menn sátu eða lágu á gólfinu eða reyndu
að tilla sér á borðið í herberginu, þar
sem mikið skorti á að nægir stólar væru
fyrir allt liðið, enda aðeins 13 menn í
þingflokki framsóknarmanna um þetta
leytí:
„Á einhvern hátt fengum við spil, en
hvernig það var man ég ekki — senni-
lega hefur einhver skotist út í Bókabúð
Æskunnnar í Kirkjuhvoli. Við sátum
þarna með.alvæpni og spiluðum birdge.
Baldur sagði „fjóra spaða“, sem var al-
veg upplagt spil, en fór svo hryllilega
með það, að ég setti hann „fjóra Down“.
Ég man að einhverjir menn horfðu á og
þeim ofbauð þessi spilamennska alveg.
Einn þeirra gall við: „Hann getur ekki
hugsað með hjálminn á hausnum!" En
svo var áhuginn á spilamennskunni mik-
ill, að við fylgdumst ekkert með því, sem
var að ske úti fyrir----
Dvöl lísins í Framsóknarherberginu
átti að fara mjög leynt og sömuleiðis
uppköllun þess, eins og áður hefur verið
greint frá. Mun hafa tekist að viðhalda
þessari leynd að nokkru leyti, enda þótt
ljóst sé að einn varaliðsmanna „hafi lek-
ið i kommana", eins og bréfið frá „einum
sekum", sem birt var í Bæjarpósti Þjóð-
viljans 14. apríl 1949 ber með sér. Að
minnsta kosti verður ekki betur séð, en
erindreka Framsóknarflokksins, Þránni
Valdimarssyni, hafi verið algjörlega
ókunnugt um tilvist liðsins þarna í
fundarherbergi flokksins:
„Eysteinn Jónsson sendi mig niður í
herbergið til að sækja einhver plögg
fyrir sig meðan á fundinum stóð. Her-
bergið var myrkvað og hlerar fyrir
gluggunum og mér tókst ekki að kveikja.
Vissi ég ekki fyrr en ég hnaut um ein-
hverri mann, sem sat á gólfinu. Var þar
komið varaliðið með alvæpni. Ég varð
bæði sár og reiður, en þóttist sjá hvers
kyns var-------.“
Sigurður M. Þorsteihsson varðstjóri,
segist ekki hafa haft hugmynd um tilvist
varaliðsins í Alþingishúsinu fyrr en
hann hafi mætt þar til skyldustarfa og
fékk það verkefni að hafa stjórn á liðinu
og gæta þess að liðsmenn færu að fyrir-
mælum. Raunar kom það hvergi fram að
Sigurður hefði orðið „sár og reiður",
eins og Þráinn Valdimarsson, en í sam-
tali skilgreindi hann verkefni sitt sem
það „að halda þeim í skefjun — þeir
voru ansi órólegir yfir þeim fréttum,
sem bárust um það að mikið gengi á úti
fyrir og það var erfitt að halda mönnum
þarna. Ég gerði það nú samt þar til
kallað var á þá!“
Ekki minnist Sigurður þess að hafa
fengið önnur fyrirmæli en þau, að „þeir
ættu að vera stilltir þangað til kallað
yrði á þá —“, og ekki kvaðst hann hafa
þekkt nema fáa menn í liðinu. Engu að
siður dró hann þá ályktun m.a. af návist
Clausensbræðra, Hauks og Arnar, að
„þeir væru þeim megin í málinu —
maður gekk einhvernvegin út frá þvi að
þetta væri þannig lið-----“.
Áður var þess getið að varaliðið hlaut
enga þjálfun í lögreglustörfum eða
kylfuburði gagnstætt því sem haldið hef-
ur verið fram, en þarna um morguninn
mun mönnum þó hafa verið veitt ein-
hver tilsögn í því hvernig nota ætti kylf-
urnar og þá ekki síður, hvernig ekki
mátti beita þeim. Er liklegast að Sigurð-
ur hafi sagt mönnum til um það, þótt
ekki minnist hann þess sjálfur.
Það er nú ljóst af frásögnum ýmissa
manna, sem þarna voru og öðrum heim-
ildum, að alvarlega kom til greina hjá
yfirmönnum lögreglunnar að senda liðið
út áður en það var endanlega gert.
Nokkrir varaliðsmenn minnast þess að
þeim hafi verið sagt að taka niður fána-
borðann og hjálminn og að stinga kylf-
unum inn á sig, þannig að þær sæjust
ekki. Áttu þeir síðan að fara út á Austur-
völl, taka þar upp kylfur sínar og berja
frá sér í allar áttir. Komust þessar ráða-
gerðir á það stig, að menn fjarlægðu ytri
„embættistákn" sín og stilltu sér upp í
röð, þegar sá maður, sem mestan veg og
vanda hafði af skipulagningu og upp-
köllun þessa mikla liðssafnaðar, frétti af
þessum fyrirætlunum. Fékk hann þvi
framgengt að fallið var frá þeim og naut
til þess fulltingis dómsmálaráðherra. Má
fullyrða að afleiðingar þessa tiltækis
hefðu orðið hroðalegar, þegar reynsla
liðsins siðar er höfð í huga:
„Hausarnir á okkur væru þá ekki með
því innihaldi, sem þeir eru í dag!“ voru
orð Leifs Sveinssonar og Stefán Péturs-
son kvaðst þess fullviss, að hann væri
ekki i „lifenda tölu í dag“, hefði úr þessu
orðið. Þess skal getið að lögregluyfirvöld
könnuðust ekki við þessar ráðagerðir,
þegar eftir var spurt, en engu að síður
má fullyrða að þær hafi verið ræddar í
alvöru af yfirmönnum lögreglunnar og
að litlu hafi munað að ekki varð úr
framkvæmdum. I bréfi frá „einum sek-
um“, segir:
„Þegar þingfundi var lokið var okkur
tilkynnt að við skyldum taka borðana og
hjálmana og skilja eftir, en stinga kylf-
unum inn á okkur (Leturbr. Þjóðvilj-
ans). Er við vorum í þann veginn að
framkvæmda þá skipun, kom Jögreglu-
stjóri inn í dyrnar og fyrirskipaði að
fylkja liði og ryðja götuna fyrir framan
þinghúsið--------.“
í samræmi við aðrar upplýsingar í
bréfi þessu, sem allar koma heim og
saman við það, sem nú er vitað um
liðssafnaðinn og fundi hans, er enginn
ástæða að draga frásögn bréfritara í efa,
en hvað sem „sekt“ hans líður vegna
þátttöku i varaliðinu, er alveg Ijóst að
„sekur" var hann um „að leka í kotrim-
ana!“