Morgunblaðið - 28.11.1976, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1976
63
Umsjón: Rúna Gísladóttir og Þórir S. Guðbergsson.
Barna- og
fjölskyldusíða
Morgunblaðsins
Ungur maður sat eitt
sinn hjá gömlum manni
og sagði hinum margar
óhróðurssögur um ýmsa
kunningja sína. Á meðan
gamli maðurinn hlustaði á
sögurnar tók ungi maður-
inn eftir því, að hann var
alltaf að skrifa eitthvað á
blað Þegar ungi maður-
inn ætlaði að fara, sagði
gamli maðurinn við hann:
„Viltu nú ekki skrifa
nafnið þitt undir þetta?"
Litla sagan:
Lærðémnr
„Hvað er það?" spurði
ungi maðurinn hissa.
„Ég hef skrifað níður allt
það, sem þú hefur sagt
um félaga þfna. Þetta
snertir mannorð þeirra, og
þeir hafa ekki átt þess kost
að verja sig Nú ætla ég að
leyfa þeim sjálfum að sjá
það sem þú hefur sagt, og
þú skalt muna það, að þú
verður að bera fulla
ábyrgðá orðum þínum."
Þess þarf ekki að geta,
að ungi maðurinn tók aft-
ur allt það, sem hann
hafði sagt við gamla
manninn um félaga sina
4. Og Hannes hélt áfram að hugsa um kofann.
Hann átti að verða reglulega ffnn. Kannski gæti
hann boðið öllum krökkunum i bekknum. Og
kennarinn gæti iíka komið og bakað pönnukök-
ur handa öllum. En allt f einu hrökk Hannes
litli við. Var einhver að nefna nafnið hans?
Hannes með hamarinn
5. Allir krakkarnir fóru að hlæja. Hann fann hvernig sér hitnaði
f framan og hann langaði helst til þess að fara að gráta. En
kennarinn bjargaði málunum. „Usssss!“ sagði hann og setti
fingurinn upp að munninum. „Þó að einhver hugsi meðan ég er
að tala, megum við ekki fara að hlæja. Hver veit nema Hannes
hafi verið að hugsa eitthvað merkilegra en ég var að tala um.
Kannski Hannes vilji reyna að segja okkur, hvað hann var að
hugsa.“
öll börnin þögnuðu og fóru að hlusta.
6. Hannes sagði þeim frá kofanum og sýndi
þeim hamarinn sinn. Og kennarinn lagði
áherslu á, að allir þyrftu að læra að virða aðra
þó að þeir hugsuðu öðru vfsi eða væru öðru vfsi
en aðrir.
Þegar Hannes fór heim úr skólanum, var
hann glaður og ánægður. Hann hlakkaði til þess
að hitta pabba sinn og mömmu — og til þess að
fara aftur f skólann næsta dag.
7B££~
Stjörno-
kíkir
Galileo Galilei
(1564—1642) var
ftalskur eðlisfræðingur,
stjörnufræðingur og
heimspekingur. Hann
var fyrstur manna. sem
notaði kiki til stjörnu-
rannsókna og uppgötv-
aði m.a. fjóra fylgi-
hnetti Júpíters. Hann
komst líka að raun um,
að jörðin snýst um-
hverfis sólina, en and-
stæðingar hans þving-
uðu hann til þess að
afneita þeirri kenningu.
UIÍHS
•uinisfiujnpvm
’uufiu iujbu ‘|uiuinji(
‘J*UI QJUI npnddoJH 80 pu npuio>|
*uuj)(snj»S So ítSÁjq
‘jjpjqjB pnjoq uubj 83
:uuis bujbu $ Jvueq
‘jjp jequnjq juiuinj>|
uinioaqHiiau
eiAJOAS
FÖNDUR
Aðventu-almanak
Aðventu-aimanök verða sffellt glæsilegri og dýrari f verzlunum
ár frá ári. Framleiðendur hafa selt vel, og notfæra sér löngun
barnanna til þess að metast við vini og kunningja um hver eigi
ffnasta almanakið.
Hvernig væri að sleppa samkeppninni og útbúa almanak með
krökkunum. Ánægja þeirra yrði sfzt minni.
A. Broddgöltur:
Gerið stóra kúlu úr leir,
e.t.v. úr trölladeigi, og myndið
trýni á. Tveimur tituprjónum
með glerhaus er stungið inn
fyrir augu. Stingið 24 tann-
stönglum i „göltinn", og látið
oddinn snúa út. Setjið síðan
súkkuiaðibita, rúsínu eða eitt-
hvað slfkt á hvern odd. Börnin
fá síðan einn mola dag hvern.
Bezt er, að hvert barn eigi sinn
broddgölt.
B. Veggstrengur:
Margar hugmyndir er að
finna i blöðum og handavinnu-
heftum. Nota má filt, efnisaf-
ganga og útsaumsgarn, og ým-
ist líma niður myndirnar eða
sauma þær á. Litlum bögglum
með góðgæti í er síðan fest á
myndina — 24 bögglum alls,
og tölur má setja á, ef vill.
C. Flannelograf:
Stór pappa-plata er þakin
dökku filti. Stigi með 24 þrep-
um er teiknaður eða límdur á
(notaður iitur eða garn).
Klippið út engil eða jólasvein
úr filti. Sfðan er hann færður
til um eitt þrep dag hvern, frá
1. desember og fram til jóla.
Hann á að loða við, án þess að
festa hann sérstaklega.
Skreyta má himininn með gull-
stjörnum.
Heilabrot
Hvað er þetta?
Kru Mmik Runka Rúti
Kal Larán Af Nas Inn
Egfa Nnhö Fuða Fhrú Ti
Hr Yggogg Ærusk Inn.
Ko Mdunú ogkro PPað Umeðm Ér
Krum Mina Fnim Inn.
Konungar og prestar, herramenn og bændur neyta af því,
ogþó kemur það aldrei ánokkurs manns borð. Hvað er það?
Þau hlaupa yfir láð og lög (land og sjó) og hafa þó enga
fætur. Hver eru þau?
Svör neðst á sfðunni.
Aðventa
Orðið aðventa þýðir koma í dag
hefst aðventan, en hver er þá að
koma?
Mörg hundruð árum fyrir fæð-
ingu Jesú Krists vissi spámaður
Guðs, að sonur hans, frelsarinn,
myndi koma. Nú eru mörg hundr-
uð ár siðan Jesús kom. fæddist i
heiminn, og á hverju ári höldum
við hátið vegna þess. Fjórum
sunnudögum fyrir jól hefst þessi
timi: komutími Jesú, aðventan
Til þess að minna okkur á — og
gera þennan dimma tíma bjartari.
hefur skapast góður siður: Að
kveikja á kertum i aðventu-kransi.
Kransinn er venjulega kringlóttur,
og á honum eru 4 stór kerti.
í dag er fyrsti sunnudagur i að-
ventu, og þá kveikjum við á fyrsta
kertinu Við látum loga á þvi góða
stund, setjumst saman og spjöllum
það, sem i vændum er. Gaman er
lika, ef einhver úr fjölskyldunni les
upphátt góða jólasögu Öll hlökk-
um við mikið til jólanna, sem eru
að koma, en gleymum ekki, að jólin
eru afmæli Jesú, sonar Guðs Við
erum að fagna komu hans til okkar
manna
Jesús, þú ert vort jólaljós,
um jólin Ijómar þin stjarna.
Þér englarnir kveða
himneskt hrós.
það hljómar og raust
Guðs barna.
Skammdegismyrkrið skyggir
svart,
ei skugga sjáum þó tóma.
Þú IjósiS af hæðum. blitt
og bjart,
þú ber oss svo fagran Ijóma.
V Briem