Morgunblaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1976 21 — Getið ekki... Framhald af bls. 1. Vandamál fólksins I Hull eru eng- an veginn leyst, en þar eru nú yfir 16 þúsund manns atvinnulausir, sem er fleira en býr I flestum bæjum á Islandi," sagði Prescott ennfremur. Tom Nielsen lét í ljós vonir um, að rlki Efnahagsbandalagsins tækju þátt í þvf að loka mörkuðum sfnum fyrir íslend- ingum ef ekki tækjust samningar um áframhaldandi veiðar á Islandsmiðum. „Ég er fullur gremju vegna þess að þetta hefur f för með sér stórfellt atvinnu- leysi í fiskveiðibæjunum Hull, Grimsby og Fleetwood", hélt Nielsen áfram. „Sem dæmi get ég tekið, að f Hull einni missa sex hundruð vinnu sfna nú f desember og sömu sögu verður að segja í Grimsby og Fleetwood. Ég vona í einlægni að samkomulag takist, annars get ég ekki séð annað en að báðir aðilar beri skarðan hlut frá borði. En hvað sem öllum vonbrigðum lfður leyfi ég mér að vona það bezta þvf að óttinn við enn meira atvinnuleysi á þessum stöðum hvílir mjög þungt á okkur.“ — Nýjar tillögur Framhald af bls. 1. flokkurinn og Miðdemókrata- flokkurinn. Kristilegi þjóðar- flokkurinn hefur hingað til sett það skilyrði fyrir stuðningi sfn- um, að rfkisstjórnin úrskurði verkföll ólögleg ellegar þá að verð- og kaupgjaldsstöðvun verði komið á. Ihaldsflokkurinn beitir sér einnig fyrir frystingu kaup- gjalds og verðlags. Viðræður flokkanna halda áfram á morgun, miðvikudag. — Kjarnorku- sprenging Framhald af bls. 1. Rússa í opinberum f jölmiðlum i Eistlandi sfðast f októbermán- uði, og bendi þetta til þess að þar hafi verið um að ræða her- menn, þar sem flestir Eistlend- ingar beri nöfn, sem ekki séu af slavneskum uppruna. Telur Milits að kjarnorku- sprengjan hafi verið í „síló“ þegar óhappið varð, og hafi hún orsakað sjálfta þann, sem mældist f Uppsölum. Sænskir vísindamenn telja ekki að geislun hafi aukizt á þessum slóðum eftir að atburð- urinn átti sér stað, en Milits hefur það eftir finnskum vísindamönnum, að geislun hafi aukizt f Kirjálabotni um þessar mundir. — Krafla Framhald af bls. 19 stæðuna með hálfum afköstum til að byrja með En ekki er sopið kálið þótt ! ausuna sé komið. Ýmsir verkfræðingar hafa látið i Ijós efasemdir um að enda þótt nægileg gufa fáist úr holunum til að hægt sé fræðilega að hefja orkufram- leiðslu. þá sé ýmíslegt sem bendi til þess að gufan geti verið þess eðlis að hún muni henta mjög illa fyrir véla- samstæður stöðvarinnar. Bent er á. að vélasamstaeðan hafi verið fengin áður en fyrir lá hvers konar gufu væri þ rna að fá, þannig að nú þyrfti með ein- hverjum hætti að aðlaga vélarnar þeirri gufu sem kemur til með að fást I stað þess að vélarnar hefðu verið hannaðar með tilliti til gufunnar strax i upphafi. Væri þetta eitthvað í líkingu við að ráðist væri i vatnsaflsvirkjun áður en vatnsborðshæðin lægi fyrir, og minnt á hvað gerzt hafi með Laxárvirkjun þar sem túrbinurnar hafi verið keyptar með tilliti til miklu meiri vatnshæðar en siðar varð, þannig að nýting þeirra væri ákaflega léleg, enda þótt notast mætti við þær. Af þessu tilefni hafði Morgunblaðið samband við Sigurð Sigfússon, verk- fræðing hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, sem er ráðgefandi Kröflu- nefndar i þessu atriði. Að sögn Sig- urðar eru vélasamstæðurnar þannig úr garði gerðar. að þær eru bæði með háþrýstiinntaki og lágþrýstiinntaki. Til dæmis mætti nefna að hola 7 gæfi þann þrýsting sem reiknað hefði verið með og hún tekin inn um háþrýstiinn- takið en aftur á móti hola 6 sem væri töluvert lakari, yrði tekin inn um lág- þrýstiinntakið. þannig að unnt væri að nota holur sem væru með töluvert lægri þrýsting. eins og t d hola 6. Þetta væri einmitt einn meigin kosturinn við þessar vélar, að þær væru svona sveigjanlegar taka mætti gufu af mismunandi gæðum eða þrýst- ingi — horlurnar með háum þrýstingi mætti taka inn á hærra þrepið en hinar slakari holur inn á lægra þrepið Eftir því sem meira væri um holur með lágum þrýstingi minnkaði nýting vél- anna eðlilega eitthvað en þó ekki svo að sköpum skipti og væri þannig engin svartsýni rikjandi um að vélarnar gætu unnið úr þeirri gufu sem fengist. — Óslóarsam- komulagið Framhald af bls. 3 gengust Bretar inn á það að virða öll þau friðunarsvæði, sem íslenzk stjórnvöld ákvæðu, en þá voru þau alls sex að tölu. Við þetta stækkaði friðunar- svæði, sem Bretum var óheimilt að veiða á, um 43 þúsund fer- kflómetra miðað við heimildir, sem samkomulag Ólafs Jóhannessonar og Edwards Heaths kvað á um, en það var gert árið 1973. Samkvæmt því samkomulagi voru friðunar- svæði 9 þúsund ferkflómetrar en samkvæmt Óslóarsamkomu- laginu var friðunarsvæði sam- tals 52 þúsund ferkílómetrar. Þá lofuðu Bretar að beita sér fyrir því innan Efnahagsbanda- lags Evrópu, að bókun 6 tæki þegar gildi, eða svo fljótt sem auðið yrði. Matthfas Bjarnason, sjávar- útvegsráðherra, fagnaði mjög þessum málalokum og sagði m.a. í viðtali við Mbl., að um væri að ræða stórsigur fyrir Island. Hið sama sagði Einar Ágústsson utanríkisráðherra, sem kvað 28 ára baráttu islenzku þjóðarinnar fyrir viðurkenningu á rétti sínum til verndunar fiskveiðilögsögu sinni lokið. Þá fagnaði og Geir Hallgrímsson forsætisráðherra lyktum samningaumleitana og kvað hann niðurlagsákvæði samkomulagsins hvað mikil- vægast, en það fæli í sér viður- kenningu á 200 mílunum og þar með gætu Bretar aldrei framar beitt herskipum innan . íslenzkrar fiskveiðilögsögu. — mf. — Hugleiðingar Framhald af bls. 13. Leyfileg heildsöluálagning á þessar vörur er 10.4%, og segja má, að enginn sé ofsæll af þvf. Heildsalinn í Bretlandi leggur 15% á þessar vörur, sem að sjálfsögðu kemur hlutfallslega mun betur út, þegar tekið er tillit til þess hve einingarnar þar f landi eru miklu stærri en hér heima. Það hafa verið færð rök að þvf, að reksturskostnað- ur vel rekinna heildsölufyrir- tækja er 16—20% af veltu eftir vörutegundum og um 55% af heildarreksturskostnaði fer f launagreiöslur til starfsfólks. Heildverslunin hér á landi er mun verr sett en í nágranna- löndunum. Nefna má, að hér þarf heildverslun mikið fjár- magn til greiðslu á hinum háu tollum, sem varla þekkist í Vestur-Evrópu. Þessi útgjöld þarf heildverslunin hér á landi að fjármagna með 17—18% vöxtum. Erlendis nýtur heild- verslunin þess að hafa mismun- ándi langan greiðslufrest á þeim vörum, sem hún kaupir inn, en hér á landi má yfirleitt ekki flytja inn vörur með greiðslufresti nema fáeina vöruflokka. Þess vegna þurfa fyrirtækin annaðhvort að fjár- magna þetta með eigin fé eða leita á náðir bankanna og fá lán á hinun háu vöxtum. Þetta gef- ur nokkra hugmynd um að- stöðumuninn hér og erlendis. Að sjálfsögðu er ekki sann- gjarnt að kenna ríkinu um þetta allt saman, það þarf á sinum tekjum að halda til að gegna skyldum sfnum við sam- félagið. Hagsmunahóparnir i þjóðfélaginu eru orðnir allt of margir og allt of öflugir. Allir vilja þeir sækja sitt til rikisins og minna leggja af mörkum sjálfir. Þeim fer óðum fækk- andi, íslendingunum, sem gera kröfur til sjálfra sin. Allt á að fá hjá öðrum. Með óhóflegum beinum og óbeinum sköttum er verið að slæva athafnaþrá dugnaðarmannsins. Þeim fer óðum fækkandi en skussunum fjölgandi. Ef svo heldur áfram, hvar á þá að fá peninga til að framfleyta miklum hluta þjóð- arinnar á vegum ríkisins. Rikið á að gera betur við and- lega og líkamlega sjúkt fólk. Það á líka að gera miklu betur við gamla fólkið, sem lokið hef- ur ævistarfi sfnu og á kröfu á mannsæmandi lífsviðurværi. En hinir, sem eru í blóma lífs- ins og hafa óskerta starfsorku, þeir eiga ekki að gera neinar kröfur til annarra en sjálfra sin. Nei, ég held, að farsælast sé fyrir fslensku þjóðina að tryggja frelsi einstaklingsins þannig, að athafnaþráin fái not- ið sfn og stilla skattheimtu svo f hóf, að fólkið beri eitthvað úr býtum og framfærsluhópar rik- isins fari fækkandi. Árni Gestsson KERFIÐ INNHVERF ÍHUGUN TRANSCENDENTAL MEDITATION PROGRAM Almennur kynningarfyrirlestur verður haldinn að Hverfisgötu 1 8 (beint á móti Þjóðleikhúsinu) miðvikudaginn 1. des kl. 20 30 Fjallað verður um þróun andlegs atgervis og taugakerfis. Sýndar verða vísindalegar rann- Maharishi Mahesh Yogi sóknir þar að lútand, Ihugunarfélagi8 Heimsmetabók Guinness Book of Records Kr. 1 595. — Sendum í póstkröfu. |>TK Bókabuð IS^Braga verzlanahöllinni Laugavegi26 simi 15597 Pósthótf 765 Sinfóníuhljómsveit íslands. T ónleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 2. desember kl. 20.30. Stjórnandi Páll P. Pálsson Einleikari Hafliði Hallgrímsson. Efnisskrá: Hafliði Hallgrímsson HÓA HAKA NANA IA Einl. Gunnar Egilsson SaintSaénsSellókonsert Bruckner — Sinfónia nr. 4 Aðgöngumiðar ( Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðu- stíg og Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti. NY VERZLUN Opnumí dag sérverzlun með sloppa Dömusloppar Herrasloppar Barnasloppar Sloppar í öllum stærðum Sloppabúðin, Verzlanahöllin, Laugaveg 26 Nýkomnir BARNASKÓR FRÁ „ARAUTO" P0RTUGAL Götuskór Litur: Ljósbrúnt og rautt Götuskór St. 24—33. Litur: Ijósbrúnt Svartir lakkskór St. 21—27 Skóglnggiim hf. Hverfisgötu 82. Póstsendum. Simi 11788.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.