Morgunblaðið - 17.12.1976, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1976
Sovét:
Gydingar bidja
Ford hjálpar
WashinKton, 16. des. Ntb.
UM ÞAÐ bil eitt hundrað Gyðing-
ar hafa heðið Gerald Ford, forseta
Bandaríkjanna, um hjálp til að
koma í veg fyrir að sovézk stjórn-
völd geri að engu áform um ráð-
stefnu um menningu Gyðinga
sem halda á dagana 21.—23.
desember. Samkvæmt áætlun átti
að halda ráðstefnuna f Moskvu og
töluverður fjöldi evrópskra Gyð-
inga, sem ætlaði að sækja ráð-
stefnuna hefur ekki fengið vega-
bréfsáritun til að koma til
Sovétrfkjanna.
Samtals hafa 95 Gyðingar frá
sex sovézkum borgum og bæjum
sent bréf til Fords, þar sem eftir
því er óskað að Bandarikjamenn
taki málið upp á vettvangi Sam-
einuðu þjóðanna með skfrskotun
til Helsinkisáttmálans.
Skæruliðar myrtu
30 manns 1 spreng-
ingu í Argentínu
Buenos Aires, 16. des. NTB. AP.
FIMMTAN manns létu lífið og
þrjátfu slösuðust þegar sprengja
sprakk f litlu kvikmyndahúsi f
húsakynnum varnarmálaráðu-
neytisins f Buenos Aires f gær-
kveldi. Vinstrisinnuðu skæruliða-
Tveir drepnir
á N-írlandi
Belfast. 16. des. Ntb.
TVEIR menn voru skotnir til
bana á Norður-lrlandi sl. nótt.
Annar var nftján ára gamall lög-
reglumaður en hinn beið bana
þegar hann lenti f skothrfð sem
stóð yfir milli skæruliðahóps og
hermanna f bænum Keady.
samtökin Montoneros lýstu þegar
ábyrgðinni á hendur sér. Þetta er
hrikalegasta sprengjuárás sem
gerð hefur verið sfðan í júlí sl.
þegar sprengju var komið fyrir í
horðsal aðallögreglustöðvar
borgarinnar og tuttugu og tveir
fórust þá.
Meðal þeirra sem létust voru
tveir diplómatar, hershöfðingi
einn og nokkrir úr hernum, og
óbreyttir borgarar.
Sprengjan var af gerð sem mik-
ið var notuð f Víetnamstríðinu.
Gífurlegar sprengjur urðu á bygg-
ingunni og mikall reykur gaus
upp. Björgunarsveitir voru lengi
að störfum og er ekki talið útilok-
að að fleiri kunni að hafa slasast
eða Iátist en vitað er nú um.
Stórsigur stjórn-
arflokks Jamaica
Kingston. 16. des.
Reuter. Ntb.
ÞJÓÐARFLOKKUR Michaels
Manleys forsætisráðherra vann
ótvfræðan sigur f þingkosningun-
um á Jamaica f gær. Var Ijóst að
flokkurinn myndi fá skýlausan
meirihluta á þingi landsins, að
minnsta kosti rösklega 40 þing-
sæti og e.t.v. allt að 48 sætum af
60. Nýja þingið er kjörið til fimm
ára og með slfkum meirihluta yf-
ir Verkamannaflokkinn JLP get-
ur forsætisráðherrann haldið til
streitu stefnu sinni meðal annars
að slfta tengsl við Kúbu. Verka-
mannaflokkurinn fær sennilega
hin tólf sætin.
Kosningabaráttan á Jamaica
einkenndist mjög af götubardög-
um og ofbeldisverkum. Einn ung-
ur maður var skotinn til bana af
lögreglu og einn af frambjóðend-
unum hlaut skotsár og aðsúgur
var gerður að honum. A kosninga-
daginn sjálfan voru mjög strang-
ar öryggisráðstafanir gerðar við
alla kjörstaði.
Manley forsætisráðherra sagði í
dag þegar úrslitin voru ljós að
þau sýndu að þjóðin óttaðist ekki
að landið stefndi til kommúnisma.
Leiðtogi Verkamannaflokksins,
Edward Seaga, sagði að sigur
stjórnarflokksins væri staðreynd
og hann væri ótvíræður.
Þetta skip ættu ýmsir íslendingar að kannast við: brezka
eftirlitsskipið Miranda er hér í slipp i Hull til viðgerða og
endurbóta eftir að hafa verið löngum á íslandsmiðum. j texta
með myndinni er sagt að ekki sé búist við að Miranda fari
aftur á islandsmið fyrr en „málin skýrist".
Literaturnia Gazeta:
Fjölmiðlar á Vesturlönd-
um með móðursýkiskrampa
Moskvu, 16. des. Reuter.
MALGAGN sovézku rithöfunda-
samtakanna Literaturnia Gazeta
sagði f dag að vestrænir fjölmiðl-
ar væru f móðursýkiskrampakasti
sfðan austur-þýzka ljóðasöngvar-
anum Wolf Biermann hefði verið
neitað um leyfi til að koma heim
til sfn aftur.
1 greininni segir að þessi
ákvörðun stjórnvalda f Austur-
Þýzkalandi hafi notið fulls stuðn-
ings austur-þýzkra verkamanna
og menntafólks.
í greininni var einnig sagt að
hvers kyns bænaskjöl væru nú
soðin saman og hugsuðir reyndu
að forma mál sitt eins fagurlega
og þeim væri unnt og auðvitað
væri stöðugt verið að vitna til
Helsinkisamningsins, þótt ekki
hefði frekar en venjulega verið
orð sagt um þá staðreynd að
Helsinkiyfirlýsingin hefði ekki
nein áhrif á lög þeirra landa sem
skrifuðu undir hana.
Leyniþjónusta Bandaríkjanna telur sig vita,
aó í Austur-Evrópuríki einu hafi kunnur
vísindamaður uppgötvað efni, sem orðið
gæti háskalegra og mikilvirkara en öll önnur
áður þekkt gereyðingarvopn. Og nú eru lögð
á ráð um það, hvernig takast megi að
hremma þessa uppgötvun. Víðfrægur
sirkus er látinn fara í’sýningarferð til lands
þessa.
„I fremstu röð ævintýralegrá og spennandi
bóka samtímans . . . í einu orði sagt:
stórfengleg.“ The New York Times
„Hammond Innes er fremstur nútíma-
höfunda, sem rita spennandi og hroll-
vekjandi skáldsögur." Sunday Pictorial
„Hammond Innes á sér engan líka í að
semja spennandi og ævintýralegar
skáldsögur.“ Elizabeth Bowen, Tatler
Rambo var stríðshetja. Hann var mótaður af
miskunnarlausri styrjöld, þar sem mannslífin
voru lítils metin. Hann var þrautþjálfaður til
hvers konar harðræða . . . í friðsælli smábor
þekkti hann enginn, en hann var framandi oc
líklegur til að valda vandræðum. Þess vegna
var honum vísað brott og engan grunaði
hinn skelfilega eftirleik . . .
Iðunn, Skeggiagötu l,simi 12923