Morgunblaðið - 17.12.1976, Qupperneq 32
tr0mPWȒt)>
munið trúlofunarhringa
litmvndalistann fffl)
<§ull Sc i£>tlfur
Laugavegi 35
FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1976
Stykkis-
hólmur:
Fjögurra ára
drengur drukknar
FJÖGURRA ára gamall
drengur, Örn Sigurðsson,
til heimilis að Skúlagötu 5,
Stykkishólmi, drukknaði á
miðvikudaginn i sjónum
fyrir neðan Ægisgötu í
Stykkishólmi.
Litli drengurinn fór út
að leika sér síðdegis á mið-
vikudaginn. Þegar líða tók
á daginn var farið að sakna
hans og leit hafin. Þegar
hún hafði ekki borið árang-
ur um kvöldmatarleytið
var lögreglan beðin um að-
stoð og björgunarsveitin á
Guðbjartsmálið:
Erla Jónsdótt-
ir stjórnar
rannsókninni
ERLU Jónsdóttur fulltrúa við
sakadóm Reykjavfkur hefur verið
falin rannsóknin á máli Guð-
bjarts Pálssonar leigubifreiðar-
stjóra. Sagði Erla f samtali við
Morgunblaðið f gær, að hún væri
að kynna sér málið og gæti því
ekkert um það sagt nú sem stæði.
Þá hafði Morgunblaðið
ennfremur samband við
Steingrím Gaut Kristjánsson
héraðsdómara í gær, og spurði
hann hvernig miðaði rannsókn
vegna kærunnar um ólöglega
handtöku í sambandi við Guð-
bjartsmálið. Sagði Steingrímur að
hann hefði í gær kallað fyrir þrjú
vitni. Kvaðst hann ekki telja það
tímabært að skýra frá gangi mála
fyrr en rannsóknin væri lengra
komin.
staðnum kölluð til leitar.
Klukkan 23.50 um kvöldið
fannst lík litla drengsins,
þar sem það var í fjöru-
borðinu neðan Ægisgötu.
Frá götunni niður í fjör-
una eru aðlíðandi klettar
og er talið að drengurinn
hafi fallið þarna niður.
Lodnuveidin:
5skip
-2500
lestir
MOKLOÐNUVEIÐI var f
fyrrinótt hjá þeim fáu skipum,
sem voru á miðunum og eftir
þeim upplýsingum að dæma
sem Morgunblaðið fékk hjá
loðnunefnd f gær munu skipin
hafa haldið öll f fand með full-
fermi, en alls fengu 5 skip
2530 festir, og fóru flest til
Siglufjarðar með aflann. Loðn-
an virðist nú hafa gengið nokk-
uð austur á bóginn, þvf f gær-
morgun var aðalveiðisvæðið
NNA af Horni, og var blfðu-
veður þar f gær.
Skipin sem tilkynntu um
afla f gærmorgun voru þessi:
Sæbjörg VE 300 lestir, Pétur
Jónsson KÖ 600 lestir, Súlan
EA 570 lestir, Rauðsey AK 460
lestir og Grindvfkingur GK
600 lestir.
Einn bátur, Ársæll GK, fékk
220 lestir af loðnu á þessum
slóðum á miðvikudagsmorgun.
JÖLIN NALGAST. Ein áþreifanleg staðfesting á þvf að nú séu jólin að nálgast eru jólaböllin í
skólunum, sem nú standa sem hæst. Þessa mynd tók Rax f Melaskólanum f gær og fleiri myndir eru á
bls. 17.
B an darí k j am arkaður:
Þorskflök hafa hækk-
að um 16,5% á árinu
— Blokkin um 50%
ÞAÐ SEM af er þessu ári, hefur
þorskblokk hækkað um 50% á
Bandarfkjamarkaði eða úr 60
centum f byrjun ársins f 90 cent
Álfsnesuppboði frest-
að enn einu sinni
Sigurbjörn Eiríksson hóf málarekstur fyrir Hæsta-
rétti að nýju, en er byrjaður að greiða upp í skuldir
1 DAG átti að fara fram nauðung-
aruppboð á jörðinni Álfsnesi f
Kjósarsýslu, eign Sigurbjörns
Eirfkssonar veitingamanns f
Klúbbnum. Hins vegar getur ekki
orðið af uppboðinu að þessu
sinni, þar sem Sigurbjörn hefur
að nýju hafið málarekstur fyrir
Hæstarétti, þar sem hann krefst
breytinga á uppboðsskilmálum.
Frestast þvf uppboðið um óákveð-
inn tfma. Nauðungaruppboðið
átti aðallega að fara fram vegna
vangoldinna skatta og opinberra
gjalda Sigurbjörns að upphæð
rúmar 15,5 milljónir króna, auk
vaxta og kostnaðar. Er þetta við-
bótarálagning fyrir árin 1971 og
1972 (Klúbbmálið). Morgunblað-
ið fékk það f gær upplýst hjá
Elfasi I. Elfassyni, settum bæjar-
fógeta í Hafnarfirði, að Sigur-
björn hefði að undanförnu greitt
hluta af þessum skuldum en enn-
þá ætti hann ógreidda þó nokkra
upphæð.
Uppboðinu á Álfsnesi hefur síð-
an í apríl 1975 verið frestað 10
sinnum að beiðni uppboðsþola,
Sigurbjörns Eiríkssonar, með
samþykki uppboðsbeiðenda. Sió-
ast í febrúar 1976.
25. nóvember 1975 ritaði Ingi
Framhald á bls. 18
nú um helgina. Þá hafa þorskflök
hækkað um 16,5 cent á skömmum
tfma eða úr 94 centum f 109,5
cent, sem er 16.5% hækkun. Þeg-
ar þorskflökin hækkuðu nú á dög-
unum höfðu þau svo til ekkert
hækkað f verði frá því f fyrra-
haust, er þau hækkuðu úr 85 cent-
um f 94 cent.
Sigurður Markússon fram-
kvæmdastjóri Sjávarafurðadeild-
ar Sambandsins sagði I samtali
við Morgunblaðið í gær að verð
hjá Coldwater, fyrirtæki SH í
Bandarikjunum, og Iceland
products, fyrirtæki Sambandsins
þar, fylgdust ávallt að. Sagði Sig-
urður, að veruleg söluaukning á
fiski hefði verið á Bandaríkja-
markaði á þessu ári. Flaksalan
þar hefði aukist um 6% að meðal-
tali og freðfisksala almennt um
17 % fyrstu 9 mánuði þessa árs.
— Á þessum sama tíma, þ.e.
fyrstu níu mánuðina, hefur flaka-
salan hjá Iceland Products aukist
um 81 % og er einhver mesta sölu-
aukning, sem ég þekki. Söluaukn-
ingin hefur átt sér stað, án þess að
flakaframleiðsla hafi aukist að
sama skapi. Aukningin er borin
uppi af birgðum, sem söfnuðust
fyrir á meðan sölutregða var á
markaðnum, sagði Sigurður.
Þá gat hann þess, að það væri
nú að renna upp fyrir mönnum,
að þær umframbirgðir af flökum,
sem safnast hefðu fyrir f fram-
leiðslulöndunum á meðan sö!u-
tregðan var, væri nú að ganga til
þurrðar og að ekki væri útlit fyrir
verulegri framleiðsluaukningu á
þessari vörutegund á næstunni til
að standa undir áframhaldandi
söluaukningu.
Verður vald Loðnu-
nefndar aukið?
LAGT HEFUR verið fram á al-
þingi frumvarp til laga um að
ioðnunefnd verði heimilt að
stöðva um stundarsakir löndun á
loðnu til bræðslu á ákveðnum
svæðum. t frumvarpinu er gert
ráð fyrir, að nefndin geti ákveðið,
að sifk stöðvun taki einungis til
ákveðinna stærðarflokka skipa.
Skal nefndin stuðla að dreifingu
afians til fjarlægari hafna með
greiðslu flutningsstyrkja. Þá á
nefndinni að verða heimilt að
stöðva allar veiðar á loðnu til
bræðslu um stundarsakir, ef
fyrirsjáanlegt er að löndunaröng-
þveiti muni skapast. Frumvarp
þetta er flutt að beiðni Félags (sl.
fiskimjölsframleiðenda og með
samþykki Landssambands fsl. út-
vegsmanna og Farmanna- og
fiskimannasambands Islands.
1 athugasemdunum við frum-
varpið segir:
„Nú er komið í ljós að bræðslu-
skipið Norglobal fæst ekki leigt
til landsins til loðnubræðslu á
næstu vetrarvertíð eins og tvö
undanfarin ár. Jafnframt er trú-
legt, að þátttaka i veiðunum muni
aukast, m.a. vegna miklu hærra
verðs á loðnuafurðum en á s.l.
vetrarvertíð loðnu, auk þess sem
mörg skip hafa verið lengd og
yfirbyggð að undanförnu.
Fyrirsjáanlegt er, að mikið mis-
ræmi verður milli aflagetu þess
flota, sem loðnuveiðar stunda og
móttökuskilyrða í landi. Ef ekkert
er að gert, munu veiðiskipin að
jafnaði halda með aflann til
hafna, sem næst eru veiðisvæðun-
um og skapast þar svo að segja
strax löndunarbið, sem hefði í för
með sér að aflinn mundi skemm-
ast eða eyðileggjast.
Til þess að hindra þessa þróun
er nauðsynlegt að auka vald
loðnunefndar frá því sem nú er.
Framhald á bls. 18
Fiskverðs-
ákvörðun
vísað til
yfirnefndar
BYRJAÐ var að fjalla um fisk-
verð á fundum í Verðlagsráði
sjávarútvegsins I byrjun
mánaðarins, en nýtt fiskverð á
að taka gildi 1. jan. n.k. Sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem
Morgunblaðið fékk hjá Sveini
Finnssyni, framkvæmdastjóra
verðlagsráðsins, varð fljótlega
ljóst, að samkomulag myndi
ekki nást f undirnefnd Verð-
lagsráðsins og hefur málinu nú
verið vísað til yfirnefndar og
eru þegar hafnir fundir í yfir-
nefnd um fiskverðsákvörðun-
ina.
Þá tjáði Sveinn Morgunblað-
inu, að undirnefnd vær'i
byrjuð að fjalla um nýtt loðnu-
verð, en það á að taka gildi um
áramót.