Morgunblaðið - 18.12.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.12.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1976 Kristján Pétursson: Framkvæmd dómsmála legri en þau sem fullnustu fá? Það er reynsla margra þeirra, sem að löggæzlu- og dómsmálum vinna, að ríkar ástæður séu til, að fram fari ýtarleg rannsókn á hvaða ástæður liggja til grund- vallar þeirri breytilegu málsmeð- ferð, sem viðhöfð er og hefur ver- ið gagnvart þegnunum og sé þá sérstaklega kannað, hvort póli- tlsk, félagsleg eða persónuleg sambönd hafi áhrif á niðurstöður mála. 1 þessu sambandi ætti hverju sinni að rannsaka hvaða orsakir liggja til grundvallar þeg- ar mál fyrnast, refsingu er ekki fullnægt, mál stöðvuð á frum- rannsóknarstigi, svo og um ýmsa brotaflokka einkanlega fjármála- legs eðlis, sem alls enga rannsókn eða athugun fá. Ef við ætlum I raun og veru að halda uppi lögum og rétti í þessu landi og viðhalda lýðræðisskipulagi okkar, þá verða lögin að gilda jafnt fyrir alla og dómsvaldið verður að vera virt, þannig að þjóðin geta ávallt treyst málsmeðferð og valdbeitingu þess. Það almenna vantraust, sem dómsvaldið hefur skapað sér, hef- ur mjög alvarlegar afleiðingar i för með sér varðandi störf lög- gæzlumanna. Það trúnaðarsam- band og traust sem rfkti milli almennings og lögreglu hefur far- ið verulega minnkandi á undan- förnum árum og tel ég dómsvald- ið eiga höfuðsök á þvi. Þegar rætt er um að skapa gagnkvæma virð- ingu og nauðsynlegt trúnaðarsam- band milli almennings og löggæzl- unnar, þá verður dómsvaldið að eiga frumkvæðið og slíku mark- miði sem verður ekki náð nema til komi mjög veigamiklar skipulags- og skoðanabreytingar í fram- kvæmd löggæzlu- og dómsmála, sérstaklega með tilliti til siðgæðis- og velsæmissjónarmiða. Til að ná slíku markmiði þarf m.a. að koma til vel skipulögð fræðsla varðandi lög og reglu- gerðir, framkvæmd málsmeðferð- ar, svo og almenn samskipti við almenning, hvernig hann geti orð- ið löggæzlunni að sem bestu liði. Það er því miður allof algeng staðreynd, að ýmsir þora ekki að láta löggæzlunni eða dómsvaldinu I té veigamiklar upplýsingar eða gögn um meint lagabrot, vegna þeirrar áhættu og óþæginda, sem þvl oft fylgir. Það hefur t.d. verið megin regla margra dómara að spyrja upplýsingagefanda, hvern- ig hann hafi aflað sér viðkomandi upplýsinga og hvaðan. Dómsvald- ið verður að gera þær ráðstafanir, að almenningur geti áhættulaust veitt löggæzlunni alla hugsanlega aðstoð til að halda uppi lögum og rétti í landinu, og njóti hann fullr- ar réttarverndar í þeim efnum. Það má aldrei koma fyrir, að hjálpsamir og löghlýðnir borgarar verði fyrir óþægindum, sársauka eða tjóni fyrir veitta aðstoð við löggæzluna. Þá verða dómarar al- mennt að skilja, að trúnaðarsam- band milli löggæzlunnar og al- mennings getur oft verið þess eðl- is, að um drengskaparheit sé að ræða, þannig að löggæzlumenn mega ekki brjóta það. Það er ein- dregið álit mitt af margra ára reynslu, að það almenna van- traust, sem ríkir í þessum efnum, eigi rót sína að rekja til framan- greindra ástæðna. Það er staðreynd og reyndar viðurkennt, að mjög seinvirkar og úreltar aðferðir séu viðhafðar hér á landi á sviði löggæzlu- og dóms- mála. Svo virðist sem mjög tak- markaður áhugi hafi verið og sé til staðar að breyta þar til batnað- ar. Ýmsar lagabreytingar hafa þó verið gerðar og eru f bfgerð, en við þurfum ekki að vænta neinna bóta með letar eða nafnabreyting- um einum saman, heldur verður framkvæmd og skipulag dómstól- anna í verki að sýna þann bata, að þjóðin geti treyst þeim. Aðskiln- aður hins pólitfska valda, þ.e. hið samantvinnaða framkvæmdar- -og lögg.jafarvald við dómsvaldið er okkur ljár f þúfu. Það er sannköll- uð raunasaga fsl. þjóðarinnar hvernig misvirtir stjórn- málamenn hafa vanvirt fslenzkt réttarfar með afskiptum sínum af hvers konar sakamálum og ekki sfður hvernig embættismenn í dómskerfinu hafa látið nota sig f þágu pólitfskra afla. Sumir ræða um samtryggingu stjórnmálaafla og embættismanna til að vernda hvor aðra fyrir réttvísinni, jafn- vel „mannúðarfélög" séu notuð í sama tilgangi. Það hefur verið bent á, að ýms- ar tegundir fjármálamisferla fáist ekki rannsakaðar, sérstaklega þegar pólitfskir aðilar eiga hlut að, það hefur verið bent á mikið ósamræmi f fullnustu refsinga, það hefur verið bent á ákveðna veigamikla brotaflokka, sem sjaldan eða alls ekki fást rannsak- aðir, það hefur verið bent á fjöldamörg sakamála, sem hafa fyrnast f dómsmeðferð, enda þótt embætti rfkissaksóknara eigi að koma f veg fyrir það, það hefur verið bent á mál, sem hafa bein- lfnis týnst f dómkerfinu, það hef- ur verið bent á hvernig þegnun- um er mismunað gagnvart lögun- um f sömu málaflokkum. Sjálfsagt eru margar ólikar or- sakir fyrir framangreindri óreiðu málsmeðferða, sem engum einu verður umkennt, heldur virðist hin almenna spilling koma bein- ustu leið frá stjórnvöldum, og nú er svo komið að pólitísk öfl tengjast ákveðnum tegundum af- brota. Hversu oft lesum við t.d. í hinum pólutfsku dagblöðum, þar sem stjórnmálamenn deila jafn- vel um ólögmæta verknaði hvors annars, en réttlætinguna finna þeir oftast með því að kenna and- stæðingnum um hliðstæð laga- eða siðferðisbrot í stað þess að gera hreint fyrir sfnum dyrum. Þegar ég les slíkar greinar verður mér oft hugsað til minniháttar þjófnaðarmáls, sem ég hafði af- skipti af fyrir mörgum árum, þeg- ar ungur piltur viðurkenndi að hafa brotist inn i verzlun nokkra og stolið þaðan smávægilegu magni af matvælum og tóbaki. Hann sagði m.a.: „Ég hélt mér væri óhætt að gera þetta, þvf að þegar ég var sendill í þessari verzlun, þá stal verzlunarstjórinn miklu meira en ég hef nú gert, hann var sko agalegur þjófur, en rak mig samt úr vinnunni. Þessi saga piltsins reyndist vera sönn. Mér hefur oft verið hugsað til þessa atburðar þegar ég les um deilur sumra stjórnmálamanna og hvernig málgögn þeirra eru notuð til að vernda eða hylma yfir skjól- stæðinga sfna. Slíkir stjórnmála- menn eða samtök eru sannkallað- ir skaðvaldar, sérstaklega æsku- fólki þessa lands. Ymsir kunna að spyrja, hvað er helst til úrbóta i þessum efnum? I svo stuttri grein verður ekki hægt að gera svo margslungnum mála- flokki nægjanleg skil, en hægt er þó að benda á nokkur veigamikil atriði til úrbótar. 1. Framkvæmdar- og löggjafar- valdið sé nægjanlega aðskilið frá dómsvaldinu. 2. Við ráðningu í embætti dóm- ara, sýslumanna, lögreglustj. eða bæjarfógeta sé þess jafnan gætt, að viðkomandi aðilar stundi ekki jafnframt störf f þágu stjórnmála- flokka. 3. Sérstök námsdelld verði sett á stofn við lagadeild Háskóla fs- lands, þar sem kennd sé almenn lögreglufræði og lögreglustjórn eða menn séu sendir erlendis f slfka skóla. 1 framtíðinni skulu þeir einir, sem hafa slfka mennt- un, fara með yfirstjórn alm.lög- reglu eða rannsóknarlögr. 4. Sérstakur skóli sé settur á stofn fyrir rannsóknarlögreglumenn. Þar sé kennt m.a umfram hefð- bundna kennslu f lögum, reglu- gerðum og lögreglusamþykktum, sálfræði, yfirheyrsluaðferðir, skýrslugerðir, skipulagsfræði, uppbygging upplýsingakerfa, Framhald á bls. 34 Eins og kunnugt er byggist lýð- ræði hverrar þjóðar á þeirri grundvallarreglu, að stjórnar- skrár séu í heirði hafðar. Eitt af megin markmiðum lýðræðisrfkis er framkvæmd laga og réttar varðandi meðferð dómsvaldsins. í því mikla umróti og breytingum, sem orðið hafa á lífsvenjum og háttum islendinga, sérstaklega frá síðari heimsstyrjöld, hefur stöðugt orðið meira áberandi hvers konar siðspilling og aukin tfðni afbrota. Á sfðari árum hafa afbrot á sviði fjármála stóraukist, jafnframt hafa nýir afbrotaflokk- ar komið til. Aðgerðir stjórnvalda til að hamla á móti þessari óheilla- þróun hafa oftast verið máttvana og of seinvirkar. Tiltrú almenn- ings á framkvæmdar- og dóms- valdinu hefur stöðugt farið dvin- andi vegna aðgerða- og siðgæðis- leysis stjórnmála- og embættis- manna. Slfk þróun hefur smám saman slævt réttlætishugmyndir fólks og misbeiting fram- kvæmdar- og dómsvaldsins bein- línis veldur þvf, að við erum ekki jöfn gagnvart löngunum og að- stöðumunur almennings sérstak- lega á fjármálasviðinu er augljós. Sú upplausn sem skapast hefur í kjölfar þessarar þróunar, þ.e. virðingarleysi fyrir lögum og rétti, er mjög hættulegt sjálfstæði þjóðarinnar, enda þótt lýðræðis- skipulagið eigi að tryggja, að völd- in séu hjá fólkinu f landinu. í þessari grein mun ég ræða nokkuð um framkvæmd dóms- valdsins og hugsanlegar leiðir til úrbóta. Margur kann að spyrja: Hefur dómsvaldið í framkvæmd stuðlað að gagnkvæmu trausti almenn- ings, er lýtur að meðferð dóms- mála? Hefur borgurunum verið mismunað gagnvart lögunum? Nær dómskerfið ekki til ákveð- inna brotaflokka eða mjög tak- markað sbr. skattamál, brot á gjaldeyrislöggjöfinni, áfengislög- um, gjaldþrotamálum o.fl. Hefur almenningi verið mismunað við framkvæmd refsilaga? Af hverju sleppa sumir vað fullnustu fang- elsisrefsinga? Af hverju greiða bara sumir sektir eða fá áralang- an greiðslufrest? Af hverju fyrn- ast ýmis stórmál fyrir dómstólum, sem oft eru veigameiri og alvar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.