Morgunblaðið - 18.12.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.12.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1976 5 Jakob Hafstein sýnir á Borginni JAKOB Hafstein hefur opnað málverkasýningu á Hótel Borg og mun sýningin standa fram að Þorláksmessu. Að sögn Jakobs er þetta í fyrsta sinn, sem málverkasýning er haldin á Borginni, en sýningin er á herbergi 101. Jakob sýnir að þessu sinni 26 vatnslitamyndir og eru þær allar frá ýmsum stöðum á Islandi utan 4, sem eru málaðar á Mallorca. Þá er á sýningunni ein mynd, er ber nafnið „Rauða hættan" og er hluti af seriu, sem Jakob kvaðst vera að vinna að um þjóðfélagsleg málefni. Ekki sagðist Jakob þó hafa hugsað sér að gerast pólítískur málari. Myndirnar eru aliar til sölu og sýningin er opin allan daginn og fram til kl. 10 að kvöldinu til. Siglufjörður: SR varð að hætta bræðslu vegna skorts á hráolíu SlLDARVERKSMIÐJUR rfkisins á Siglufirði verða að hætta loðnu- bræðslu f dag vegna skorts á svartolfu, en f kringum 1000 tonn af loðnu munu vera f þróm verk- smiðjunnar. Svartolfa er ekki væntanleg til Siglufjarðar fyrr en um helgi og verður þvf ekki byrj- að að bræða á ný fyrr en eftir jól. Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Sildarverksmiðja ríkisins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að svartolfa hefði ekki fengizt flutt til Siglu- fjarðar vegna skorts á olíuskip- um. Aðeins eitt olfuskip hefur að undanförnu verið f olíuflutn- ingum út á iand, en hin tvö skip- in, sem þessa flutninga annast, munu vera í flutningum erlendis. Að sögn Jóns kemur svartolfa til SR á Siglufirði ekki fyrr en um og eftir helgi og þvf yrði loðnan sem geymd væri í þróm verk- smiðjunnar vart brædd fyrr en eftir jól. Sá tfmi væri kominn að gott væri að geyma hráefnið og þvf ætti ekki vera neitt verra að geyma hráefnið nú en á vetrar- vertfð. Þá sagði Jón Reynir, að loðnan, sem borizt hefði til Siglufjarðar — 2000 lestir komu þangað f fyrra dag — væri ágætis hráefni, að vfsu væri loðnan örlftið farin að missa fitu, en þó væri það mis- jafnt. Alviðrumálið: Gerdarbeidandi búinn að skila gögnum í málinu MORGUNBLAÐIÐ hafði f gær samband við Eggert Óskarsson, setudómara f útburðarmáli þvf, sem kennt er við bæinn Alviðru f ölfushreppi, og spurði hann um gang mál. Sagði eggert að sýslumaður Árnessýslu og eigendur Alviðru hefðu á fimmtudaginn lagt fram gögn til stuðnings þeirri beiðni að núverandi ábúandi, Helgi Þórarinsson, yrði borinn út af jörðinni. Hefur Helga nú verið veittur frestur fram f janúar til að skila gögnum. Grísk fræði á íslandi Á AÐALFUNDI Hins íslenzka bókmenntafélags, sem haldinn verður f dag, laugardaginn 18. desember klukkan 14.00 að Hótel Sögu, flytur Kristján Árnason menntaskólakennari erindi um grfsk fræði á Islandi. Þess má geta, að nýútkomið er hjá bókmenntafélaginu rit grfska heimspekingsins Aristotefesar um skáldskaparlistina, en það er fyrsta rit hans, sem þýtt hefur verið á fslenzku. P. Björnsson G. Sögur úr dulheimum „Mér varð litið á fjórðu flösk- una og sá, að hún var hvað skraut- legust af þeim öllum. Á flöskunni var mynd af sérkennilegu kletta- belti, en út úr berginu steig falfeg stúlka f skrautklæðum. 1 annarri hendi hélt hún á bikar, er hún rétti brosandi að ungum manni, er stóð þar rétt hjá. A bikarinn var letrað með gylltum stöfum Töfradrykkur." Þessi lýsing er úr einni af sögunum í bókinni „Tfu sögur úr dulheimum" eftir P. Björnsson G. frá Rifi sem nýlega hefur komið út. Eins og nafnið og kaflinn hér að ofan bera með sér, segir í bókinni frá ýmsum undar- legum og dularfullum atburðum og fólki, sumu framliðnu. Bókin er 116 blaðsfður og er prentuð f Víkingsprenti h.f. Saumavélin sem eerir alla saumavinnu einfalda er NECCHI NECCHIL YDIA 3 er fullkomin sjálfvirk saumavél með fríum armi. NECCHILYDIA 3ersérlega auðveldínotkun. Meðaðeinseinum takkamáveljaum 17mismunandi sporgerðir. NECCHILYDIA 3mánotaviðaðsauma, falda, þrceða, festaátölur, gerahnappagötogskrautsaum auk sauma sem henta öllum nýtízku teygjuefnum. NECCHI LYDIA 3 vegur aðeins um 11 kg með tösku og fylgihlutum, og er þvíeinkar meðfcerileg í geymslu og flutningi. NECCHI LYDIA 3 fylgir fullkominn íslenzkur leiðarvísir. 40 ára reynsla NECCHI á íslenzkum markaði tryggir góða varahluta- og viðgerðaþjónustu. Góð greiðslukjör - Fást einnig víða um land. NECCHIL YDIA 3 kostar aðeins kr. 55.875, - Fálkinn póstsendir allar nánari upplýsingar, sé þess óskað. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? $2 Þl AIGLYSIR LM ALI.T LAND ÞEGAR Þt' AL'Gl.YSIR I MORGI NBI.AOIM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.