Morgunblaðið - 18.12.1976, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1976 "
Ármúla 1A,
Z 325 '
[Electrolux
ryksugan hefur
if 850 watta mótor.
•ft Snúruvindu,
■jr Rykstillir
o.fl. o.fl. kosti
VERÐ AÐEINS
KR 55.400 —
HðsK.drild $. 86-112. Matvörudrild s. 86-111,
vefnaðarvörud. s. 86-113,
heimilistckjadeild s. 81680.
VELKOMIIM í
VALHÚSGÖGN
VALHÚSGÖGN,
Ármúla 4. slml 82275.
Tilboð
Sykur 89 kr. kg.
Smjörlíki 135 kr. stk.
Egg 390 kr. kg.
Nautahakk 895 kr. kg.
Nauta Gullas 895 kr. kg.
Perur 1/1 dós kr. 298.
Coktail 1/1 dós kr. 398.
Ferskjur 1/1 dós kr. 315.
ís — ístertur.
Kerti — Servéttur
og allt Ora niður soðið græn-
meti á sérstöku verði. Tilboðs
verði.
OPIÐ TIL KL. 6 í DAG,
LAUGARDAG.
Hlíðakjör,
Eskihlíð 10, sími 11780.
EF ÞAÐ ER FRÉTT- 8) NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU
— Framkvæmd
Framhald af bls. 18
vettvangsrannsóknir, meðferð og
nýting tæknibúnaðar, spjald-
skrárgerðir fyrir tölvuvinnslu,
ávana- og fíkniefnarannsóknir og
almennir umgengnishættir við :1-
menning.
6. Haldin séu námskeið fyrir alla
yfirmenn löggæzlu.
7. Námsefni og kennsla sé
nægjanlega breytileg á hverjum
táma til að mæta breyttum starfs-
aðferðum brotamanna og fylgst sé
vel með framþróun slfkra mála í
öðrum löndum. Löggæzlumönn-
um sé gefinn kostur á að kynna
sér sérfræðilega þekkingu erlend-
is.
8. Fræðsla i skólum og fjölmiðlum
varðandi nauðsynlega þætti um
meðferð laga og reglugerða. öll
slík fræðsla miðist fyrst og fremst
við að auka skilning fólks á gildi
löggæzlu og dómstóla. Þá ætti slfk
samvinna við fjölmiðla að geta
stuðlað að gagnkvæmu trausti
þessara aðila.
Að lokum vil ég segja þetta:
Framkvæmd og meðferö dóms-
mála nú og á undanförnum árúm
hefur oft verið á þann veg, að
þjóðin treystir ekki lengur á að-
gerðir og réttmæti dómstóla. Svo
virðist sem framkvæmdar- og lög-
gjafarvaldið hafi óeðlileg og jafn-
framt óæskileg áhrif á dómsvald-
ið, enda sýnir málsmeðferð dóm-
enda ákveðna veikleika f þeim
efnum, og stundum virðist manni
að 2 gr. stjórnarskrárinnar sé alls
ekki í heiðri höfð þar sem segir:
„Dómendur fara með dómsvald-
ið“. Þá vil ég leggja höfuðáherzlu
á þá grundvallarreglu lýðræðis-
ins, að stjórnmálavöld eiga ekki
að ráða yfir fólkinu í landinu.
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
Almenningsálitið hefur alla tíð
verið besta aðhaldið til raunhæfr-
ar og virkrar stjórnunar og því
vopni verður almenningur að
beita þegar stjórnmálaöfl bregð-
ast skyldu sinni. Ef takast á að
lækna og styrkja stoðir dóms-
valdsins og losa það við pólitískt
siðgæðisleysi, þá verður sterkt og
heilbrigt almenningsálit að koma
til, sem ekki lætur pólitískt mold-
viðri varða leið sína. Sú þjóð sem
stendur vörð um að halda f heiðri
lög og rétt þarf aldrei að óttast að
lýðræðið lfði undir lok.
Kristján Pétursson