Morgunblaðið - 06.01.1977, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 1977
3
Wsií.~ aw^í«4'*5!WT4i#B
’v "-r>- £Z' -
■-*' - * *-\íí. 'á/*?'OSíV<Si
A 1- :-s
«r=íiTíg'4Vr ‘ >
20 loðnuskip farin til veiða:
4 skip fengu 1900
lestir í gærmorgun
ÞAU FJÖGUR skip, sem voru á
loðnumiðunum I fyrrinótt fengu
öli fullfermi, samtals um 1870
lestir I fyrrinðtt, á svæðinu um 40
mfiur NA af Kolbeinsey. Tveir
bátanna Hiimir SU og Eldborg
fengu þarna mjög góð köst eða
um 400 lestir I kasti. Hilmir SU
fékk 530 lestir, Eldborg GK 540
lestir og Sæbjörg VE 270 lestir.
Þessi skip fóru öll til Siglufjarð-
ar. Þá fékk Gfsli Árni RE 530
lestir og fór til Raufarhafnar.
Undir morguninn komu Örn KE
og Sigurður RE á miðin og munu
bæði skipin hafa fengið einhvern
afla.
Nú er vitað um 20 skip, sem
farin eru til loðnuveiða og voru
a.m.k. 10 þeirra komin á miðin í
gærkvöldi. Flestar verksmiðjurn-
ar frá Bolungavík til Reyðarfjarð-
ar eru tilbúnar til loðnumóttöku.
Verksmiðja SR getur þó ekki
brætt nema með rúmlega hálfum
afköstum á næstunni, en unnið er
að þvi að koma fyrir nýrri pressu
í verksmiðjunni. Þá verður verk-
smiðjan á Eskifirði ekki tilbúin
fyrr en 20. janúar og óvist er
hvenær Hafsíldarverksmiðjan á
Seyðisfirði tekur til starfa. Eyjólf-
ur Friðgeirsson fiskifræðingur
Framhald á bls. 20.
Kröflusvæðið:
Þróun á hallabreyt-
ingum stöðvarhúss
og jarðskjálftavirkni
EINS OG sjá má á línuritinu yfir halla stöðvarhússins við Kröflu er
þróunin nú sú sama og var seinni hluta október s.l. og þess vegna má
draga þá ályktun að þegar landhæðin á Kröflusvæðinu verður komin
upp f sömu hæð og áður, megi búazt við jarðskjálftum á ný. í spjalli
við Pál Einarsson jarðeðlisfræðing um þessa þróun kom fram að
hugsanlegt er að landhæðin fari fram yfir fyrri mörk, en þó er Ifklegt
að fljótlega muni iandið síga aftur eins og um mánaðamótin okt.—nóv.
Hættuástand er sennilega mest
þegar landið byrjar að síga, því
má reikna með að kvikan undir sé
komin á hreyfingu og sé farin að
brjóta sér leið. Á meðan ekki er
vitað hvert hún er að fara er í
rauninni hættuástand.
1 tvö síðustu skipti sem landið
seig á þessu svæði í haust, er
sennilegt að kvikan hafi leitað
norður eftir sprungusvæðinu í
Gjástykki án þess að komast upp á
yfirborðið og stöðvast þar í
sprungukerfi sem hefur gliðnað í
jarðhræringunum.
Sjónvarpsþættirnir „Reynsla Japana’’:
Ágreiningur um rétt-
mæti þáttanna sem raun-
hæfa þjóðfélagskynningu
EINS OG kunnugt er sýndi
sjónvarpið tvo myndaþætti um
Japan, sem nefndust „Reynsla
Japana“. t dagskrárkynningu
sjónvarpsins er sagt að mynd-
irnar „beinist að ýmsum sér-
einkennum hins japanska nú-
tfmaþjóðfélags", og að „eink-
um væru sýndar þær gffurlegu
öfgar, sem blasa hvarvetna við f
Japan“. Sagði einnig f dag-
skrárkynningu að margir lifa f
allsnægtum, en þeir væru fleiri
sem búa við algera örbirgð, og
þvf fari fjarri að ávöxtum
hinna frægu efnahagsframfara
landsins sé skipt réttlátlega
milli landsmanna".
Margir sem til þekkja hafa þó
látið þá skoðun sína í ljós við
Mbl. að myndir þessar gæfu
ekki rétta mynd af japönsku
þjóðfélagi, og ekki væri hægt
að kynna þær sem slíkar, held-
ur fjölluðu þær aðeins þröngt
og neikvætt um afkima þjóðfé-
lagsins. Þar sem ágreiningur
virðist ríkja um gildi þáttanna
sem þjóðfélagskynningu, en
þeir þóttu athyglisverðir, hafði
Mbl. samband við nokkra aðila
sem búið hafa í Japan og
þekkja þar staðhætti, og fara
svör þeirra um áhrif myndanna
á þau, hér á eftir.
Fyrst höfðum við samband
við Emil Björnsson og Helga
Helgason hjá sjónvarpinu og
spurðum þá hvaðan myndin
kæmi og hverjar hefðu staðið að
henni. „Við fáum þessa mynd
frá Trident Television fyrir-
tækinu, sem sér um sölu á ým-
iss konar sjónvarpsefni, sem
framleitt er af hinum ýmsu að-
ilum. Þættirnir tveir um
reynslu Japana, sem lýsa
skuggahliðum iðnaðarþjóðfé-
lags í dag, eru þó framleiddir
og kostaðir af Yorkshire Tele-
vision, sem er ein hinna sjálf-
stæðu sjónvarpsstöðva sem til-
heyra Sjálfstæðu Sjónvarps-
samsteypunni brezku (ITV).
Reyndar voru þættirnir þrír,
• t OKTÖBERMANUÐI s.I.
hófst aftur landris á Kröflusvæð-
inu eftir landsigstfmabil þar, en
meðfylgjandí kort sýnir Ifnurit
yfir hallabreytingar á stöðvarhús-
inu þar og jarðskjálftavirkni.
Efri Ifnan I Knuritinu táknar
hallabreytingarnar á stöðvarhús-
inu, en neðri lfnan jarðskjálfta-
virknina.
Mælikvarðinn lóðrétti frá bil-
inu 0—liðlega 6 (tæplega 700
sem Anthony Thomas stjórn-
aði, en sjónvarpið ákvað þó að
fá bara tvo þeirra. Þessir þættir
eru meiri háttar skýrsla sem
lýsir sterklega persónulegri
mynd stjórnandans af hinni
hlið Japans, þ.e. þeirri hlið sem
flestir þekkja ekki, en virðist
þó vera til, sagði Emil. Helgi
sem skoðaði myndirnar i efnis-
kaupaferð úti í London sagði
þær mjög vel gerðar, þótt vissu-
lega slægju þær upp frekar nei-
kvæðri mynd af japönsku þjóð-
félagi. „Ég gat þó ekki betur
séð á umsögnum breskra krít-
ikkera en þeir gáfu þáttunum
alltaf gott orð og sögðu þá ná
yfir þjóðfélagið I heild sinni,“
sagði Helgi. Ekki var Helgi viss
um hvenær þættirnir hefðu
verið frumsýndir, en taldi þá þó
vera mjög nýja, eða frá 1974
eða 1975.
Samkvæmt þeim dómum um
myndina, sem Mbl. hefur orðið
sér úti um, þá má sjá eftirfar-
andi; Peter Dunn, Sunday
Times segir þættina stórkost-
lega og gefa góða mynd af öllu
þjóðfélaginu þegar öllu sé á
botninn hvolft, þjóðfélagi sem
varnarlausu hafi varið spillt af
Knight, Daily Telegraph segir
Anthony Thomas hafa sett sam-
an vel athugaða og mikilvæga
þætti, félagslega skýrslu, sem
ef til vill muni hneyksla suma
áhorfendur. „En þættirnir geta
alveg eins orðið til þess að
menn endurskoði hug sinn um
land sem umheiminum er svo
oft nefnt sem afburða dæmi
fyrir framkvæmdarafl og vel-
megun.“
Steve Harris, Telegraph &
Argus segir áhrif þáttanna mik-
il, „þeir ættu að verða þess
valdandi að við stöldrum við og
hugsun vel og vandlega hvort
við höfum efna að gjalda það
verð fyrir mikla framleiðni og
vaxandi veraldlegan auð, sem
Japanir þurfa augljóslega að
gjalda."
Eins og áður segir hafði
blaðið samband við fólk sem
dvalist hefur í Japan i lengri
eða skemmri tíma og þekkir til
þjóðfélagsins þar. Þau sögðu:
Miyako Kashima
Þórðarson:
„Ég verð að segja að mér
fannst þessar myndir ekki hafa
Framhald á bls. 21
iðnvæðingarskriðunni. Peter
% í sumum fyrirtækja hefur verið komið fyrir brúðum sem
Ifkjast yfirmönnum fyrirtækisins, svo starfsfólk geti „lúskrað" á
þeim, líki því illa við þá. 0 Einkaher einhvers hægri sinnaðs
ógnarfélags.
microradian) þýðir um 5 sm
hallamismun á norðurenda
stöðvarhússins miðað við suður-
enda hússins.
0 miðast við upphaflega stöðu
stöðvarhússins þegar það er
byggt. 5 5 sm/hæðarbreytingin á
norðurenda miðað við suðurenda,
þýðir hins vegar um tveggja
metra landsig þar sem það er
mest á umræddu svæði sem er
alls um 10 km I þvermál kring um
Þessi skýringarmynd af land-
svæðinu við Kröflu sem að undan-
förnu hefur ýmist sigið eða risið
er ekki gerð I réttum hlutföllum,
heldur fyrst og fremst til þess að
sýna hver staða stöðvarhússins
við Kröflu er á þessu umrædda
svæði.
Ef tekið er þversnið af svæðinu
eins og myndin sýnir er umrætt
svæði um 10 km I þvermál frá
norðri til suðurs. Brotna lárétta
lfnan er miðuð við stöðu landsins
þegar stöðvarhúsið er byggt og er
húsið sjálft merkt með punkta
mynstri. Bogna línan skýrir land-
stöðuna þegar landsigið er mest,
um 2 m f miðri dældinni og hægra
megin á þeirri Ifnu Sest vel að
stöðvarhúsið er staðsett þar sem
hallabreytingarnar hafa orðið
mestar.
Þess ber að geta að þótt landið
hafi sigið mest 2 metra f miðju
svæðinu hefur mestur hæðarmun-
ur á norður- og suðurenda stöðv-
arhússins orðið um 5 sm á þessu
tfmabili.
Leirhnjúk. Stöðvarhúsið er stað-
sett þar sem hallabreytingarnar
eru mestar á svæðinu og sést það
vel á skýringarmynd sem fylgir
hér með.
Mælikvarðinn N með tölunum
50 og 100 þýðir f jölda jarðskjálfta
á svæðinu á sólarhring en
mánuðirnir eru merktir neðst á
Ifnuritinu með upphafsstöfum
hvers mánaðar. Mestur jarð-
skjálftafjöldi sem mælzt hefur á
Kröflusvæðinu á sólarhring á
þessu tfmabili eru um 1500
skjálftar.
Nú er reiknað með að aðeins
nokkrir dagar Ifði þar til landris-
ið verður komið I þá stöðu sem
land var f áður en það byrjaði
sfðast að lækka.
Stöðvarhúsið er staðsett eins og
eðlilegast væri að staðsetja halla-
mæli á þessu landsvæði miðað við
núverandi aðstæður og hallamæl-
ing á húsinu er framkvæmd á
mjög einfaldan hátt. Sitt vatns-
kerið er f hvorum enda hússins og
liggur vatnsslanga á milli þeirra.
Með þvf að mæla breytingu á hæð
vatnsborðs f hvoru keri um sig
liggur niðurstaðan fyrir á mjög
einfaldan hátt.
Margir hafa velt því fyrir sér
hvort þessi breyting á stöðu lands
við Kröflu sé eðlilegt hátterni
þessa svæðis, en samkvæmt
upptýsingum Páls Einarssonar er
hér um að ræða sérstakan við-
burð, sem ef til vill á sér þó stað
reglulega með einhverra áratuga
millibali.