Morgunblaðið - 06.01.1977, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 1977
15
Landspítalinn —
Nýja fæðingardeildin
Reykjavík, 4. jan. 1977.
Balðinu hefur borizt eftirfar-
andi frá skrifstofu ríkisspftal-
anna:
Heilbrigðismálaráðherra,
Matthías Bjarnason, afhenti ný-
byggingu fæðingardeildar form-
lega til rekstrar miðvikudaginn þ.
29. des. s.l. Við athöfnina var
fjöldi gesta, einkum þó fulltrúar
frá þeim mörgu samtökum
kvenna í landinu, sem studdu svo
mjög að framgangi málsins, allt
frá upphafi til loka framkvæmd-
anna.
Þá voru viðstaddir fulltrúar
dagblaða og útvarps og sjónvarps
og hafa þessir fjölmiðlar verið að
segja frá atburðinum á liðnum
dögum.
Enn má hér við bæta þvf að
fæðingardeildin, eða kvennadeild
Landspftalans, á f dag, þ. 5. jan.
46 ára afmæli. Fyrsta barnið
fæddist 5. jan. 1931 f Landspital-
anum. Þá var deildin á þriðju hæð
gamla spítalans, sem við nú köll-
um tengigang. Þar voru þá 10 rúm
fyrir sængurkonur. Guðmundur
heit. Thoroddsen var þá yfirlækn-
ir deildarinnar og Jóhanna heit.
Friðriksdóttir yfirljósmóðir.
Rúmum deildarinnar var síðar
fjölgað í 15. Fæðingardeildin var
starfrækt óbreytt á sama stað til
ársloka 1948. 1. jan. 1949 flutti
fæðingardeildin f nýja byggingu,
þá byggingu, sem við í dag köllum
gömlu fæðingardeildina.
Miðað við aðstöðu fæðingar-
deildar í gamla Landspítalanum
jókst rými hennar mjög mikið í
byggingunni, sem tekin var f
notkun 1949, og skipulagi hennar
breytt mikið. Nú kom sérdeild
fyrir sængurkonur og önnur fyrir
kvensjúkdóma. Þá var fæðingar-
gangur með fæðingarstofum að-
greindur, ennfremur skurðstofa.
Samhliða fæðingardeildinni
voru þá byggð sérstök húsakynni
fyrir Ljósmæðraskóla Islands,
sérálma, tvær hæðir og kjallari.
Fæðingardeildin fékk til umráða
54 sjúkrarúm. Árið 1949 voru
vegna starfsfólkseklu tekin í
notkun aðeins 29 rúm, miðhæð
byggingarinnar auk fæðingar-
stofa og skurðstofu á fyrstu hæð-
inni. Þriðja hæðin, með 25 rúm-
um, var sfðan tekin til rekstrar f
ársbyrjun 1950. Pétur heit. H.J.
Jakobsson, prófessor, var yfir-
maður deildarinnar frá 1949 til
dánardægurs á árinu 1974.
Fæðingardeildarbyggingin frá
1949 varð fullnýtt á árinu 1950 og
kom tiltölulega fljótt f ljós, að
Snjóksdals-
kirkja
FRÁ byggingarnefnd Snóksdals-
kirkju:
Eins og kunnugt er hefur staðið
yfir endurbygging kirkjunnar í
Snóksdal í Dalasýsly. Af þeim
sökum hafa kirkjunni borist góð-
ar gjafir og áheit. Er ljóst að
kirkjan hefur reynst góð til
áheita. Þær gjafir og áheit sem
hér verða talin upp hafa borist á
árinu 1976. Færum við gefendum
innilegar þakkir fyrir og óskum
þeim öllum Guðs blessunar.
Freyja 1.000 kr.
Gestur Gunnlaugsson 100.000.-
Helga Magnúsdóttir 100.-
Kristinn Kristvarðsson 50.000.-
Guðbj. Snorrad. og Þorst. Einarss. 60.000.-
Hjörtur, Krístín og dætur 45.000.-
Ó.Þ. 20.000.-
Flosi og Ingibjörg 50.000.-
Kristfn Kristvarðsdóttir * 10.000.-
Kristfn Kristjánsdóttir 10.0Q0.-
Rögnvaldur Jónsson 10.000.-
Ludvig Storr 40.000.-
Erlingur Hansson 7.000.-
N.N. (Aheit) 20.000,-
K.L. (Áheit) 5.000.-
N.N. (Aheit) 3.000.-
K.L. (Aheit) 20.000.-
H.G. (Áheit) 1.000.-
Hughorg Þorsteinsdóttir (Áheit) 5.000.-
Einnig vill byggingarnefndin
þakka aðrar gjafir og vinnufram-
lög sem kirkjunni hafa borist.
I byggingarnefnd Snóksdalskirkju:
(■uðmundur Baldvinsson
Ragnhildur Hafliðadóttir
Magnús Kristjánsson
byggingan var ekki fullnægjandi
lausn til langs tfma. Starfsaðstaða
var víða knöpp, hreinlætisher-
bergi of fá og lítil. En þrátt fyrir
ófullkomnleika byggingarinnar
var reynt að fjölga rúmum og
urðu þau um 70, þegar mest lá
við. Kvartanir yfir þrengslum i
fæðingardeildinni, bæði frá sjúkl-
ingum og starfsmönnum, komu
því fljótt fram og urðu háværari
eftir því sem árunum fjölgaði.
Byggingarnefnd Landspítalans,
sem starfaði á árabilinu milli
1960—70, hafði á höndum mikil
ófullgerð verkefni í viðbyggingu
Landspítalans, sem var ekki lokið
fyrr en 1973, eða 20 árum eftir að
vinna við grunn byggingarinnar
hófst. Byggingarnefndin vann
einnig að tillögum um heildar-
framtfðarskipulag Landspitalans,
sem sjúkrahúss og háskóla-
kennslustofnunar. Var það erfitt,
og vandasamt verkefni.
Árin liðu hvert af öðru, án þess
að hægt væri að sinna ýmsum
aðkallandi vandamálum í rekstri
Landspítalans, sem gerðu meira
og meira vart við sig s.s. hin ófull-
nægjandi húsnæðisaðstða fæð-
ingardeildar, rannsóknadeildar
o.f 1.
Áhrifamiklar konur og kvenna-
samtök i landinu fóru þá að óróast
yfir þeim seinagangi og þvi
áhugaleysi, sem þeim fannst vera
hjá stjórnvöldum að stækka fæð-
ingardeildina. Samtök kvenna
fóru þvf í vaxandi mæli að beita
sér fyrir framgangi málsins. Á
fundi Bandalags kvenna í Reykja-
vík í nóv. 1968, var gerð ýtarleg
greinargerð um málið og send
heilbrigðismálaráðherra, fjárveit-
ingarnefnd Alþingis og öllum Al-
þingismönnum. Stjórn Kven-
réttindafélags íslands samþykkti
á fundi sfnum 21. febr. 1969 full-
an stuðning við greinargerð og
tillögur Bandalags kvenna í
Reykjavík, að Alþingi veitti nú
þegar fé til að hefja án tafar
viðbyggingu við fæðingardeild-
ina.
Á þinginu 1968—69 fluttu þrír
þingmenn Framsóknarflokksins
tillögu til þingsályktunar um
stækkun fæðingardeildar. Það
kom síðar í hlut þáverandi heil-
brigðismálaráðherra og ríkis-
stjórnar að koma fæðingar-
deildarmálinu á framkvæmdastig
og nú við áramótin 1976—77 er
það komið f heila höfn.
Undirritaður gat ekki verið við-
staddur, þegar afhending bygg-
ingarinnar fór fram, en hafði búið
sig undir að geta þáttar fsl.
kvenna f sambandi við málið, enn-
fremur mikilvægra áhrifa Land-
spítalans, s.s. áhrifa Kvenfélags-
ins Hringsins í Reykjavík á
stækkun spítalans, sem var ákveð-
in 1952, einnig að skýra nokkuð
frá upphafi Landspftalamálsins
allt aftur til 1916, en þá gerðu
Kvennasamtök Landspftalamálið
að sínu mesta baráttumáli, með
frk. Ingibjörgu heit. Bjarnason,
skólastjóra og sfðar Alþingis-
mann, sem aðalforystukonu. Fyr-
ir baráttu kvenna o.fl. áhuga-
manna, náði málið fram á Alþingi
1924.
Frú Bjarnveig Bjarnadóttir, sú
mæta kona skrifar um nýbygg-
ingú fæðingardeildarinnar í
Morgunblaðið þ. 4/1 ‘77 og minnir
réttilega á hinn mikilvæga þátt
samtaka kvenna f farsælli lausn
málsins. Vissulega eiga fsl. konur
það skilið, að þeim sé á verðugan
hátt þakkað fyrir þeirra mikla
framlag, og það af æðstu mönnum
heilbrigðismála.
Georg Lúðvfksson.
Lögmannsstofa mín
hefur flutzt frá Hafnarstræti 1 9 að Garðastræti
1 1 .
Magnús Thorlacius
HJÓNAKLÚBBUR GARÐA
Þrettándadansleikur verður haldinn laugardag-
inn 8. janúar n.k. að Garðaholti og hefst kl. 21 .
Næturgalar leika fyrir dansi.
Miðapantanir í símum: 42971, 51634 og
42580
Mætið stundvíslega. Stjórnin.
Iþróttafélag
kvenna
Leikfimi hefst
mánudaginn 10. janúar
í Austurbæjarskóla.
Rytmisk, afslöppunar- og þjálfunar-
leikfimi.
Kennt verður tvisvar í viku, á mánu-
dögum, kl. 7.40 og fimmtudögum
kl. 6.50.
Kennari verður Theodóra Emils-
dóttir.
Innritun og uppl. i síma 14087 og
42356.
^MÁLASKÓLI—26908^
£ Danska, sænska, enska, þýzka franska,
spænska
0 ítalska og íslenzka fyrir útlendinga.
4) Innritun daglega.
£ Kennsla hefst 1 7. jan.
0 Skólinn er til húsa að Miðstræti 7.
0 Miðstræti er miðsvæðis.
V26908^HALLDÓRS^
hefjast 12. janúar.
Japanski þjálfarinn Naoki Murata 4 DAN þjálfar i
öllum flokkum. Innritun og upplýsingar í síma 83295
alla virka daga frá kl. 13—22.
JÚDÓDEILD ÁRMANNS
ÁRMÚLA 32.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Framhaldsnemendur í
Jitterbug og Rokk
og aðrir hafið samband
sem fyrst við skólann
vegna niðurröðunar á
tímum.
Kennt
verður:
Barnadansar (yngst 2ja
ára), Táningadansar,
Stepp, Jazzdans, Sam-
kvæmis- og gömlu-
dansarnir.
Sérstakir
tímar í ft
Jitterbug
og Rokk
Kennslustaðir:
Reykjavík, Hafnarfjörður
og Akranes. Ath. kennt
verður í Breiðholti II,
Seljahverfi.
ATH.: JITTERBUG OG ROKK KEPPNI VERÐUR í LOK
JANÚAR Á VEGUM SKÓLANS.
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS 000
TAKIÐ E.