Morgunblaðið - 06.01.1977, Side 26

Morgunblaðið - 06.01.1977, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1977 Marie Dam Minningarorð F. 10. 3. 1892. D. 26. 12. 1976. Marie Dam lést á Borgarspítal- anum annan dag jóla eftir langa og erfiða sjúkdómsraun. Horfin er hógvær og háttprúð kona, sem verður öllum eftir- minnileg er kynntust henni að einhverju marki. Marie var fædd i Norður- Jótlandi og þar dvaldi hún og starfaði þar til hún fluttist til íslands fullorðin kona fyrir tæp- um tveim áratugum sfðan, en þá var heilsa hennar nokkuð tekin að bila og hún orðin ekkja öðru sinni. Hér á landi bjó Maria alla tið í skjóli dóttur sinnar og tengdason- ar. Hún undi hag sínum vel I hin- um nýju heimkynnum, eignaðist marga vini, sem bundu við hana tryggð og mátu hana mikils vegna mannkosta hennar. Maria ólst upp á sveitaheimili í fögru umhverfi nálægt Límafirð- inum og þar varð hún síðar hús- móðir og hafði um langt skeið mikil umsvif svo sem jafnan fylgdi fjölmennum sveitaheimil- um í þá daga. + Eiginmaður minn KRISTINN B. JONASSON, Hraunbrún 20. Hafnarfirði, lést 23 desember s I Jarðarforin hefur farið fram i kyrrþey samkvæmt ósk hins látna Fyrir hönd vandamanna, Helga Markúsdóttir. ?; Faðir okkar + ODDUR ÓLAFSSON, barnalæknir. andaðist að heimili sínu þriðjudagmn 4 janúar Lillý Valgerður Oddsdóttir, Runólfur Oddsson, Vala Agnes Oddsdóttir. Ólafur Oddsson, Davið Oddsson + Sonur okkar og bróðir minn JÓN SIGURÐUR ÁSGEIRSSON, er látmn Kristjana Guðmundsdóttir, Ásgeir Jónsson, Gylfi Ásgeirsson Powell, Tenn, U.S.A. Eigmmaður mmn. + SIGURÐUR EINARSSON. fyrrverandi verzlunarstjóri Hringbraut 43, verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag, fimmtudaginn 6 janúar, kl 13 30 Fyrir hönd sona minna og fjölskyldna þeirra. Jóhanna Zöega Henriksdóttir. + HREINN PALSSON, frá Hrfsey, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunm, föstudaginn 7 janúar kl 10 30 f h Lena Figved Pálsson, Erna Hreinsdóttir, Svan Friðgeirsson, Hreinn Hreinsson, Þórey Sveinsdóttir, Marfa Hreinsdóttir, Helgi hjálmarsson, Eva Hreinsdóttir, Ágúst Einarsson, barnabörn og barncibarnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, KÁRI SIGURÐSSON. húsasmfðameistari, Miðtúni 14. Rvfk. er lést á Landspitalanum 30 des verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 7 janúar kl 10 30 f h Blóm vinsamlegast afþökk- uð. en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd Synir, tengdadætur og barnabörn. + Elskulegir loreldrar okkar, tengdaforeldrar. afi og amma, ALBERT RAGNAR GUÐJÓNSSON GUÐRUN OLGEIRSDÓTTIR. er létust af slysförum aðfaranótt 25 desember s I verða jarðsungín frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6 janúar kl 3. e h Sonja Albertsdóttir, Aðalsteinn Helgason, Elísabet Albertsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Sævar O Albertsson og barnaborn Eftir að hún missti fyrri mann sinn hætti hún búskap og fluttist ásamt börnum sfnum til Álaborg- ar. Samt hélt hún áfram að vera sveitakona alla tlð I þess orðs bestu merkingu, dýravinur, dáði blóm og hvers konar gróður jarð- ar. Á heimsstyrjaldarárunum síð- ari dvaldi ég alllengi við störf í sveitum bæði norðan og sunnan við Álaborg og kynntist þá fólk- inu þar og störfum þess. Þarna bjó dugmikið fólk og greiðvikið og gestrisið svo af bar. Á ég margar ljúfar endurminn- ingar um hjálpsemi þess og alúð við framandi aðkomumann. Mjög fannst mér Mariu svipa til margra gamalla vina minna úr þessum sveitum, söm var velvild- in og tryggðin og aldrei brást æðruleysi hennar á hverju sem gekk. Oft innti ég Mariu sagna um líf fólks f þessum sveitum á fyrri tíð, meðan atvinnu- og lifnaðarhættir voru enn f föstum skorðum, ótruflaðir af hraða og háreysti vélaaldar. Frásagnir Mariu voru lifandi; skýrar og skemmtilegar, enda konan margfróð og stálminnug. Þá varð mér best ljóst hve sterkan þátt sveitin og allt lff, sem þar hrærðist, átti enn í hug þessarar gömlu hvíthærðu konu, sem for- lögin höfðu á fullorðinsaldri fært norður til þessa eylands. Nú að leiðarlokum erum við forsjóninni þakklát fyrir það að hafa fengið að kynnast og blanda geði við þessa jósku konu, sem hvarvetna vildi láta gott af sér leiða meðan þrek hennar entist. Þvf trúum við að hennar bíði góð heimkoma. Páll A. Pálsson. Hjónaminning: Guðrún Olgeirsdóttir og Albert Guðjónsson Að morgni jóladags barst um landið á öldum ljósvakans sú sorgarfregn að kl. 4 á jólanótt hefðu farist f eldsvoða öldruð hjón á Hverfisgötu 66 A, Reykja- vík. Einnig voru fjórar manneskj- ur aðrar mjög hætt komnar. Um- rædd hjón voru Guðrún Olgeirs- dóttir og Albert Guðjónsson er þar bjuggu. Guðrún var ættuð frá Hellis- sandi, fædd 23/8 1912, dóttir merkishjónanna Maríu Guð- mundsdóttur frá Stóru Hellu við Sand og Olgeirs Oliverssonar for- manns sem ættaður var frá Gröf f Grundarfirði. Þau bjuggu fyrst á Litlu Hellu, en síðar á Risabjörg- um á Hellissandi. Með dugnaði og hagsýni komst + Eiginmaður minn. faðir. tengdafaðir og afi EGILL KRISTINSSON vélstjóri Tómasarhaga 29 Reykjavík verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 7 janúar kl 3 e h Anna Halldórsdóttir Agnes Egilsdóttir, Árni Ág. Gunnarsson og börn. + Útför eiginmanns míns. föður tengdaföður og afa ÓLAFS JÓNSSONAR frá Keldunúpi á Síðu fyrrverandi húsvarðar fer fram frá Bústaðarkirkju föstudaginn 7 janúar kl 2 e.h. Jarðsett verður að Melstað í Miðfirði Jenný Guðrún Guðjónsdóttir Jenný Ólafsdóttir, Ragnar Zophaníasson, Helena, Ólafur og Friðrik. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar og tengdaföður JOSEFS FELZMANNS, Holtsgotu 13, Gunnar Felzmann Hrafnhildur Sigurðardóttir, Sigrid Felzmann, Yngvi Guðmundsson. + Við þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför JÓNSJÓNSSONAR frá Kaldbak Arnþrúður Jónsdóttir, Ólafur Jónsson, Hólmfríður Jónsdóttir, Dagur Óskarsson, Snjólaug Guðrún Jónsdóttir, Benedikt Sigurðsson, Kristin Friðrika Jónsdóttir, Kristján Knútsson, Egill Jónsson, Birna Guðbjörnsdóttir, Þórdis Jóhanna Krings. Lawrence Barney Krings, Jón Frimann Jónsson, Þorbjörg Þorsteinsdóttir, Þórhalla Jónsdóttir, Reynir Kjartansson, Guðmundur Jónsson, • Sigurveig Austford, V. Lee Austford, barnaborn og barnabarnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar Hreins Pálssonar forstjóra verða skrif- stofur og sandaafgreiðsla okkar lokaðar fyrir hádegi á morgun 7 janúar Björgun h f. Sævarhöfða 1 3 fjölskyldan vel af miðað við að- stæður fólks á þeim stað. Hinn 1. desember 1915 veiktist Olgeir af lungnabólgu og andaðist eftir sex daga legu. Lungnabólga var þá algengust dauðaorsök fullorðins fólks. Þau hjón höfðu eignast sjö börn, þrjú þeirra dóu á unga aldri. Nú stóð Marfa uppi allslaus með barnahópinn. Það var enginn leikur fyrir einstæða móður að berjast áfram með fjögur börn, þar sem almenn fátækt ríkti á þeim tímum. En hún hafði alist upp á Stóru Hellu þar sem frábær dugnaður og reglusemi var ríkj- andi. Faðir hennar Guðmundur, var orðlagður formaður og Anna móðir hennar sérstök gæðakona. Þau voru látin fyrir mörgum ár- um. En manndómserfðir ættarinn- ar, ásamt frábærum dugnaði og útsjónarsemi voru þeir eiginleik- ar sem veittu henni styrk í starfi við uppeldi barna sinna. Guðrún var yngst systkinanna og dvaldi hún hjá móður sinni til fullorðins ára. Albert var fæddur 13/7 1907, ættaður frá Vogum, Vatnsleysu- strönd, sonur myndarhjóna af góðum ættstofnum. Móðir hans var Elísabet Pétursdóttir frá Tumakoti, Vogum, sérstaklega dugleg og stjórnsöm kona er hafði allt í röð og reglu á sínu heimili. Faðir hans var Guðjón Guð- mundsson frá Brekku Vogum, mikill dugnaðarmaður. Þau hjón fluttust til Reykjavíkur um alda- mótin og bjuggu lengst af á Hverfisgötu 66. Þau eignuðust nfu börn. Einnig átti Elfsabet einn son áður en hún giftist, Vil- helm Jónsson vélstjóra. Þrjú börn misstu þau ung, en sjö komust til fullorðinsára, öll myndar og dugnaðarfólk. Guðjón stundaði jöfnum hönd- um sjómennsku og eyrarvinnu. Drengirnir fóru strax að starfa með honum á sjónum og stofnuðu síðar eigin útgerð I landi. Vetur- inn 1931 var ég háseti á linuveið- aranum Pétursey, sem var eign þeirra bræðra. Guðmundur var fiskiskipstjóri á bátnum, Vilhelm, vélstjóri en Albert og Lúðvík sáu um afla og útgerð f landi. Mér virtist að þar færi saman hagsýni, dugnaður og heppni. Til dæmis, þegar 2. maí 1931 að yfirmenn skipsins urðu þess varir að bátur var strandaður við Krísuvíkur- berg. Guðmundur bað stýrimann- inn, Þorvarð Guðjónsson, og mig, er þessar lfnur rita að fara f létt- bátnum að berginu og freista þess að ná mönnunum sem höfðu klifr- að upp á bergið. Við náðum þeim í þremur ferðum og fluttum þá f m/b Muninn frá Vogum, sökum þess að þeir komust nær landi en Pétursey. Mennirnir sex voru sfð- an fluttir til Stokkseyrar. En svo margar ferðir urðum við að fara sökum þess að léttbáturinn var lítill en brimsúgur við bergið. Hinn strandaði bátur var Islend- ingur frá Stokkseyri. Mörgum árum síðar en þetta gerðist kynntist ég systursyni Al- berts, Guðjóni Þorvarðssyni end- urskoðanda, sem nú er látinn, og eftir margra ára kynni tel ég

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.