Morgunblaðið - 06.01.1977, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 06.01.1977, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1977 33 ju ...... VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10 — 11 FRÁ MÁNUDEGI Hvanngil — myndina tók Páll Jónsson 0 Gat f kerfinu? (Jtvarpsnotandi: — Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort það sé nú öruggt að allir sem noti útvarp og sjón- varp greiði fyrir það sín tilskildu gjöld. Eins og allir vita eiga lands- menn að greiða vissa upphæð fyrir afnot af útvarpi og sjón- varpi, þ.e. sá sem skráður er eigandi slíkra tækja. Nú er það svo að sjónvörp ganga kaupum og sölum milli manna og það eru ekki alltaf heildsalar eða smá- salar sem annast þá sölumennsku og því er ég hræddur um að nokkrir gjaldendur tapist við þau viðskipti. Það er líka svo að ungt fólk flyzt að heiman og stofnar sitt heimili og á sennilega útvarp og jafnvel sjónvarp líka. Ég er efins um að það séu innheimt afnota- gjöld fyrir útvarp hjá þeim ein- staklingum sem stofna sitt heimili, hvort sem það eru hjón eða einstaklingar, við gerum auð- vitað ráð fyrir að hér sé um heiðarlegt fólk að ræða sem greiðir sín gjöld en er hér ekki gat í kerfinu? Það vita ekki öll ungmenni af þvf að það þarf að greiða fyrir afnot af útvarpi eða hugsa að minnsta kosti ekki út í það. Mætti ekki hugsa sér að ein- hver stofnun, hagstofan t.d., veitti innheimtudeild útvarpsins upplýsingar um það hverjir gangi í hjónaband svo hægt sé að ganga úr skugga um hvort aðstandendur hins nýja heimilis séu gjaldendur eða eigi að vera það? Fólki finnst kannski undarlegt að maður skuli koma með þessa athugasemd, en hér er aðeins eitt dæmið um gat i kerfinu og það að sumir sleppa auðveldlegar en aðr- ir frá sinum skyldum. Þessir hringdu . . . % Lítið um að vera við höfnina Einn sem fer niður að höfn á gamlárskvöld: — Það voru að venju margir sem lögðu leið sína niður að höfn á gamlárskvöld og kvöddu árið SKÁK í UMSJÁ MAfí- GE/fíS PÉTUfíSSONAfí Á millisvæðamótinu í Manila á Filippseyjum i sumar kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Ljubojevics frá Júgóslavíu og Hort frá Tékkóslóvakíu. Ljuboje- vic, sem hafði hvítt og átti leik, tókst nú að finna afgerandi fram- hald. 26. Hxd8! Hxd8 27. Rxe6 fxe6 28. Bc5 Hxc3 29. Bxe7 og hvítum tókst að leiða skákina til sigurs í krafti liðsyfirburða sinna. með þvl að virða fyrir sér það sem þar er um að vera við áramót. En nú brá svo við að engin skip flaut- uðu og menn urðu sennilega margir vonsviknir að fá ekki að heyra neitt eða sjá, þvi skipin eru lika vön að skjóta upp nokkrum flugeldum á þessu kvöldi. Það er kannski verið að spara eitthvað loftið með þessu en þetta var mjög skemmtilegur siður að skipin kvöddu gamla árið og heils- uðu því nýja með því að þeyta flautur sínar. En það sást sem sagt ekki einn flugeldur heldur og þar eru sparnaðarráðstafanirn- ar kannski mikilvægari. — # Sagt um skaupið Bergljót Kristjánsdóttir: — Við hér á heimilinu vorum öll sammála um það að áramóta- skaupið hjá sjónvarpinu i ár hafi verið með lélegra móti. Það er ekkert gaman að þessari vitleysu og er ekki hæfa að sýna hana á þessu kvöldi og okkur líkar ekki þessi „flos-un“. Úr þvi að verið er að tala hér um áramótaskaupið getum við látið þessa visu fylgja, en það var ekki Bergljót sem sendi hana, höfundurinn er annar: Lélegt skaupið skemmdi vini mína. Skftt með það, en tiliögu ég hreyfi. Látum Flosa eiga fyndni sfna og felum Þjóðviljanum einka- leyfi. SÍMI í MÍMI er 10004 Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanóm Lærið vélritun Eingöngu kennt á rafmagnsritvélar. Engin heimavinna. Upplýsingar í símum 43270 og 21719. Vélritunarskólinn, Þórunn H. Felixdóttir, Suðurlandsbraut 20. FRANSKAN Gerard Chinotti er kominn aftur og kennir bæði byrjendum og framhaldsnemendum. Stúdentar takið eftir: Þið getið fengið góða talþjálfun hjá okkur. Mímir, Brautarhotti 4, s. 10004 jŒZBaLLettsköLi búpu, Gleðilegt nýár if 6 vikna námskeið if Byrjum aftur 1 0. janúar. __ if Likamsrækt og megrunfyrir dömur á öllum Saldri. if Morgun- dag og kvöldtímar. N I Tímar tvisvar og fjórum sinnum í viku. ★ Sauna — tæki — Ijós. if Upplýsingar og innritun í síma 83730 frá kl. 1 — 6. ^jazzBaLLettskóLi Búru b N N 8 co p Sjálfsvörn fyrir kvenfólk Mjög fullkomið og afgerandi sjálfsvarnakerfi sem um leið felur í sér góða likamsrækt. Námskeiðið hefst á laugardag kl. 1—2 i húsakynnum Judofélags Reykja- vikur að Brautarholti 4. Innritun fer fram i dag fimmtudag og á morgun i sima 33035 frá kl. 11—7 e.h. báða dagana. Aldurstak- mark 15 ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.