Morgunblaðið - 06.01.1977, Side 35

Morgunblaðið - 06.01.1977, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 1977 35 Kirby með ÍA - Anton meðFram? r ms® u Ingemar Stenmark t.v. virðist nú óðum að ná sér á strik eftir fremur slaka byrjun f heimsbikarkeppninní. Með honum á myndinni er Phil Mahre frá Bandarfkjunum sem komið hefur á óvart f heimsbikar- keppninni f ár og hafði um tfma forystu f stigakeppninni. STENMARK NÆR SÉR Á STRIK SÆNSKA skfðastjarnan Ingemar Stenmark — handhafi heims- bikarins f Alpagreinum 1976 — virðist nú vera að ná sér á strik eftir mjög slæma byrjun f vetur. A mánudaginn vann hann sigur f svigkeppni sem fram fór f Laax f Sviss og er hann þar með kominn f annað sætið f stagakeppninni, hefur hlotið 54 stig, 8 minna en Piero Gros frá Italfu sem hefur forystu. t keppninni f Laax varð Gros að gera sér áttunda sætið að góðu eftir að hafa verað f fyrsta sæti eftir fyrri umferðina. Stenmark var hins vegar í átt- unda sæti eftir fyrri umferðina, en sýndi glæsileg tilþrif í seinni umferðinni, og náði þá langbezt- um tíma allra keppendanna, 51, 21 sek. Sá er náði næst beztum tíma í seinni umferðinni var Willy Frommelt frá Lichtenstein, 52,96 sek. í örðu sæti í keppninni í Laax varð ungur piltur frá Lichten- JUANTORENA KOSINN KÚBtJBÚINN Alberto Juantor- ena var kjörinn „Iþróttamaður ársins 1976“ I Suður-Ameríku, en úrslit í kosningu iþróttafrétta- manna þar var kunngerð í fyrra kvöld. í öðru sæti i kosningu þess- ari varð Don Quarrie frá Jamaica sem sigraði i 200 metra halupi á Ólympiuleikunum í Montreal og hlaut silfurverðlaun í 100 metra hlaupi og í þriðja sæti varð kú- banski hnefaleikarinn Teofilo Stevenson. stein, Paul Fommalt, en skiðafólk frá þessu litla ríki hefur að undanförnu vakið mikla athygli með afrekum sínum. Samanlagð- ur tími Stenmarks var 1:40,65 min., Frommalt var á 1:41,65 min., þriðji varð Walter Tresch frá Sviss á 1:41,73 min., Gustavo Thoeni varð fjórði á 1:42,33 mín., Frommelt fimmti á 1:42,46 min. og Fausto Radici frá Italíu fimmti á 1:42,46 min. Staðan í stigakeppninni er nú sú, að Gros hefur 62 stig, Sten- mark 54 stig, Christian Hemmi frá Sviss 53 stig, Franz Klammer, Austurriki, 50 stig, Klaus Heid- egger frá Austurriki 45 stig, Gustavo Thoeni, italíu, 44 stig, Steve Marhe, Bandarikjunum, 40 stig og Fausto Radici, italiu, 33 stig. ALLAR Kkur benda nú til þess að George Kirby verði þjálfari 1. deildar liðs Akurnesinga næsta keppnistfmabil. Kirby var þjálf- ari Akurnesinga 1974 og 1975, en bæði þessi ár urðu Akurnesingar Íslandsmeistarar og komust að auki I úrslit bikarkeppni KSÍ. 1 fyrra höfðu Akurnesingar hans vegar enskan þjálfara, Mike Ferguson, en eins og mörgum mun f fersku minni slitnaði upp úr samstarfi hans við Akurnes- inga, þegar langt var liðið á keppnistfmabilið. Kirby hefur i vetur verið þjálf- ari í Saudi-Arabíu, en hann mun hins vegar hafa meiri áhuga á að starfa hérlendis en þar. Hafa að. undanförnu farið fram bréfa- skipti milli Akurnesinga og Kir- bys og mun hafa komið fram til- boð frá Kirby sem Skágamenn telja sig geta gengið að. Framarar hafa verið að leita fyrir sér að undanförnu, og eins og kom frá í viðtali Morgunblaðs- ins við einn af forráðamönnum knattspyrnudeildar félagsins fyr- ir skömmu, var mikill áhugi á því 'að fá islenzkan þjálfara til starfa. Var m.a. Árna Njálssyni gert til- boð, en hann hafði þá þegar ráðið sig sem þjálfari hjá Val, en þar mun Árni verða með nokkra af yngri flokkum félagsins næsta sumar. Nú er hins vegar talið liklegt að samningum Fram við Anton Bjarnason íþróttakennara verði. Anton er gamalreyndur knatt- spurnumaður — var á sínum tima einn af máttarstólpum Framliðs- ins og lék að auki i islenzka lands- liðinu. Hins vegar er líklegt að Anton telji sig þurfa aðstoðar- mann við þjálfunana a.m.k. til að byrja með. Eins og áður hefur verið skýrt frá verður dr. Yuri Ilichev þjálf- ari íslandsmeistara Vals áfram, en hann náði frábærum árangri með liðið í fyrra. Þá verður Hólm- bert Friðjónsson með 1. deildar lið ÍBK og Vestmannaeyingar hafa gengið frá samningum við sama þjálfara og þeir höfðu í fyrra, George Skinner. Mun hann koma til þeirra sennilega i april- byrjun, en Vestmannaeyingar munu ætla sér að fara rólega af stað við æfingar sínar að þessu sinni, minnugir þess að þegar þeir hófu æfingar snemma vetrar og gerðu mikið til þess að hafa liðið I góðu formi í mótsbyrjun gekk allt á afturfótunum hjá þeim, þegar á keppnistímabilið leið og þeir féllu í 2. deild. Breiðabliksmenn hafa enn ekki gengið frá samningum, en mjög líklegt verður að teljast að Þor- steinn Friðþjófsson þjálfi þá einnig i sumar, en Þorsteinn hef- ur verið með UBK-liðið undanfar- in tvö ár, og náð mjög góðum árangri með það. FH-ingar hafa hins vegar gengið frá samningum við Þóri Jónsson, fyrrverandi leikmann með liðinu, og mun hann sjá um þjálfun þess á næsta keppnistimabili. Kirby — kemur Skagamanna? hann aftur til Anton Bjarnason — þjálfar sennilega Fram næsta sumar. Þjóðverjar efstir hjá France football FRANSKA knattspyrnutfmaritið „France footbalP* birti nýlega röðun sfna á styrkleika Evrópu- þjóða f knattspyrnu. Er ts- lendingum skipað þar f 26.—27. sæti ásamt Norðmönnum, en alls eru 32 lönd á lista blaðsins. France football telur Vestur- Þjóðverja hafa átt bezta knatt- spyrnulið Evrópu 1976 og bendir Flokkaglíma Reykjavíkur FLOKKAGLÍMA Reykjavikur var glímd fyrir skömmu i leik- fimisal Melaskóla. Helztu úrslit urðu þau, að Guðmundur Freyr Halldórsson, Ármanni, sigraði I flokki fullorð- inna en annar varð Halldór Konráðsson, Vikverkja. Unglinga- meistari varð Jón Magnússon, KR, en Helgi Kristjánsson, Vík- verja, varð sveinameistari. Mynd- in er af unglingameistaranum, Jóni Magnússyni, KR. á að Þjóðverjarnir hafi ekki tapað einum einasta landsleik á siðasta keppnistimabili, eftir venjulegan leiktima. Eini leikurinn, sem þeir töpuðu, var úrslitaleikurinn í Evrópukeppninni, þar sem Tékkar unnu þá í framlengingu. Alls unnu Vestur-Þjóðverjar fimm landsleiki á keppnistima- bilinu og gerðu þrjú jafntefli. í annað sætið skipar blaðið svo Tékkum og Ólympiumeisturum Austur-Þýzkalands, Hol- lendingum og Ungverjum I þriðja sæti. Tékkarnir unnu fjóra lands- leiki á árinu, gerðu sex jafntefli og töpuðu einum leik. Austur- Þjóðverjar unnu fimm leiki og gerðu þrjú jafntefli, Hollending- ar unnu fjóra, gerðu eitt jafntefli og töpuðu einum og Ungverjar unnu fimm og gerðu fimm jafn- tefli. Röð annarra hjá blaðinu var þessi: 6) Skotland, 7) írland, Frakkland og italía, 10) Sovét- ríkin, 11) Pólland, 12) England, 13) Danmörk, 14) Spánn, 15) Portúgal, 16) Austurriki, 17) Belgía, 18) Svíþjóð, 19) Búlgaría, 20) Rúmenia og Tyrkland, 22) Finnland og Júgóslavía, 24) Norður-Irland, 25) Sviss, 26) Is- land og Noregur, 28) Grikkland, 29) Wales, 30) Malta, 31) Kýpur og Luxemburg. Stjómmálamenn fengu á baukinn hjá Killanin Þjálfaranámskeið hjá KSI LORD Killanin, formaður alþjóða Olymplunefndarinnar var mjög harð- orður í nýársboðskap slnum að þessu sinni I garð stjórnmálamanna, sem hann sakar um að vera verstu óvini Olympiuleikanna. Valdi hann þeim verstu orð, sagði þá þjást af hroka og sagði aðgerðir margra þeirra ekki bera vitni um mikið gáfnafar. — Þeir ÞJÁLFARASKÓLI KSÍ gengst fyrir knattspyrnuþjálfaranám- skeiði helgina 15. og 16. janúar n.k. Námskeiðið verður sett laug- ardaginn 16. janúar kl. 9.30 f fyrirlestrarsal Æfinga- og til- raunaskóla Kennaraháskóla is- lands við Bólstaðarhlfð. Námskeiðið er ætlað fyrir knattspyrnuþjálfara I 1., 2. og 3. deild, svo og þjálfara 2. aldurs- flokks. Ætlazt er til, að þátttak- endur hafi lokið einhverju af þjálfarastigum KSI eða séu íþróttakennarar. Kennari á námskeiðinu verður Keith Wright, námstjóri enska knattspurnusambandsins i Mið- Englandi, þrautreyndur og vel menntaður þjálfari, sem jafn- framt er kennari á hinum ýmsu þjálfaranámskeiðum Knatt- spyrnusambands Englands. Ætlazt er til, að þetta námskeið verði eins konar aflvaki fyrir Is- lenzka knattspyrnuþjálfara nú í upphafi undirbúnings að kapp- mótum sumarsins. Námsefnið er tvíþætt. Annars vegar skipulag og framkvæmd afinga á undirbún- ings tímabilinu og hins vegar nýjasta þróun leikkerfa og leikað- ferða. Aðstendendur þjálfaraskólans, stjórn KSl og tækninefnd KSI vilja hér með hvetja alla þjálfara, sem eru innan þess ramma, sem settur er, til þess að sækja nám- skeið þetta, því fullvíst er, að þangað má sækja margar hug- myndir og góð ráð, sem þjálfar- arnir geta siðan flutt út til félag- anna. Þjálfarar sem hug hafa á að taka þátt í námskeiðinu eru vin- samlegast beðnir að tilkynna þátt- töku sína á skrifstofu KSl, er einnig veitir nánari upplýsingar um námskeiðið. Frestur til að til- kynna þátttöku rennur út 10. jan- úar. Lord Killanin — harðorður I garð stjórnmálamanna. nota öll hugsanleg tækifæri til þess að koma sjálfum sér á framfæri, og það er þeim miklu meira virði en það að æska þjóða þeirra geti notið sln I frjálsum leik við erlenda félaga slna, sagði Killanin * Búizt er við þv! að Killanin fái orð I eyra fyrir þessi ummæli sln, en llk- legt er talið að hann og aðrir stjórn- armenn I alþjóða Olympiunefndinni, óttist mjög mótmælaaðgerðir þegar að Olympluleikunum I Moskvu 1980 kemur, og hann vilji sýna að sllku verði mætt af fullri einurð af Olymplunefndinni. Killanin var hins vegar ekki eins harðorður I orðsendingu sem hann sendi öllum Olymplunefndum nú um áramótin, þótt hann fjallaði þar um hið sama. Þar segir Killanin m.a. að allir verði að leggjast á eitt við að viðhalda og virða Olympluhugsjón- ina og spoma gegn áhrifum stjórn- málamanna á leikana Segir Killanin I bréfinu, að það sé staðreynd að stjórnmálamenn reyni I æ vaxandi mæli að koma viðhorfum slnum á framfæri I sambandi við Olymplu- leika. — Sllkt er tilræði við leikana, segir Killanin I bréfi slnu, — og getur orðið til þess að eyðileggja Olympluhugsjónina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.