Morgunblaðið - 23.01.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.01.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JANUAR 1977 Hrauneyjafossvirkjun fellur eðlilega að virkjunarþörfinni Halldór Jónatansson framkvæmdastjóri og Jóhann Már Marfusson, settur yfirverkfræðingur Landsvirkjunar, veita blaðamanni Mbl. upplýsingar um Hrauneyjarfossvirkjun. Virkjunin á 60 ára aðdraganda Aform um virkjun við Hraun- eyjafoss er engin ný bóla. Þegar undirritaður blaðamaður fór sumarið 1959 i fyrsta skipti inn að Tungnaá í þeim tilgangi að kynn- ast virkjunarhugmyndum Orku- stofnunarmanna og rannsóknum þeirra á Tungnaársvæðinu og ekki lágu fyrir tæmandi upplýs- ingar um á skrifstofunni í bænum, var m.a. komið til bor- manna, sem voru að bora fyrstu kjarnaholuna til athugana á jarðlögum við Hrauneyjafoss. Þá þegar var Hrauneyjafossvirkjun inni í myndinni af hugsanlegum virkjunum i Tungnaá. Hefur raunar verið gert ráð fyrír virkjun þar í öllum mynsturáætl- unum af Þjórsár- og Tungnaár- svæðinu í 60 ár. I árslok veittí iðnaðarráðherra Landsvirkjun umbeðið leyfi til að hefja virkjunarframkvæmdir við Hrauneyjafoss í Tungnaá. Er stefnt að því að á árinu 1981 verði 140 MW virkjun komin þar í rekstur, en þá mun við óbreyttar aðstæður verða fullnýtt allt það afl, sem fyrir er frá öðrum virkjunum á svæði L:nds- virkjunar, sé tekið tillit til orku- sölu til járnbelndiverksmiðjunn- ar í Hvalfirðí og umsaminnar 20 MW stækkunar álverksmiðju, auk aukningar á orkusölu til almennings, en án þess að miðað sé við neinn nýjan stóriðnað. Hrauneyjafossvirkjun er mjög sveigjanleg virkjun, þannig að hægt er að taka vélasamstæður hennar i rekstur í hæfilegum áföngum og auka afl virkjunar- innar allt upp í 210 MW með skömmum fyrirvara, ef aðstæður að orkusölumarkaðinum breytast svo, að þörf yrði á meiri raforku fyrr en núverandi orkuspár gera ráð fyrir. Virkjunin er eðlilegur liður i nýtingu vatnsaflsins á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu, þar sem sama vatn verður beislað í hverri virkjuninni á fætur annarri. Þórisvatnsmiðlunin verður þanníg nýtt í þágu allra þessara virkjana, þar á meðal virkjananna við Sigiildu og Hrauneyjafoss og hugsanlegra virkjana við Langöldu og Sultar- tanga. Jafnframt samra'mast hinar fyrirhuguðu framkvæmdir við Hrauneyjafoss vinnu- markaðinum á hagkvæman hátt og geta notið góðs af hinu ágæta starfsliði, sem á undanförnum árum hefur öðlast þjálfun við svo sérhæfð og erfíð varkefni, sem virkjanir á hálendi Islands eru. I'ramkvæmdir Landsvirkjunar í ár miðast fyrst og fremst við að ljúka Sigölduvirkjun auk nokkurra framkvæmda víð lagningu 220 kV háspennulínu frá Hvalfirði í Grundartanga, sem lokið verður við haustið 1978. Um leið byrjar Landsvirkjun nú að búa í haginn fyrir Hrauneyjafoss- vírkjun meðan beðið er eftír til- boðum og mun í því skyni flytja vinnubúðir frá Sigöldu að Hraun- eyjafossi og leggja veg og raflínur að hinum nýja virkjunarstað og um virkjunarsvæðið. Þannig brúast bilið milli framkvæmd- anna við Sigöldu og Hsauneyja- foss, en meiri háttar framkvæmd- ir við síðarnefndu virkjunina hefjast ekki fyrr en 1978. Lands- virkjun hefur hug á að jafna þeim sem mest milli ára til að forðast of mikið álag á vinnumarkaðinn á hverjum tíma, en miklar sveiflur Þetta Knurit sýnir aflþörf á Landsvirkjunarsvæðinu skv. orkttspá. Ilrauneyjarfossvirkjun þarf að vera tekin til starfa 1981, önnur vélin að bætast við 1983—4 og sú þriðja 1987 og um 1990 verður enn ein ný virkjun að koma til sögunnar, ef ekki á að skorta rafmagn á orkuveitusvæði Landsvirkjunar. í vinnuaflsþörfinni hafa að sjálf- sögðu í för með sér óheppileg áhrif á vinnumarkaðinn og kostn- að virkjunarinnar. Utboði í byggingarvinnu Hrauneyjafossvirkjunar verður væntanlega skípt í nokkra verk- þætti í þeim tilgangi að auðvelda íslenzkum verktökum þátttöku í framkvæmdunum, sem gæti reynst þeim örðugt, ef byggingar- vinnan væri öll boðin út í einu lagi. Þá er þeim möguleika haldið opnum að niðursetning véla verði einnig sem mest i íslenzkum höndum, enda sér Landsvirkjun nú þegar um niðursetningu vélanna i Sigölduvirkjun. Hraun- eyjafossvirkjun mun að þessu leyti marka tímamót í þróun virkjanaframkvæmda á Islandi og verða merkur og eðlilegur áfangi í sögu islenzkra vatnsafls- virkjana. Þetta og margt fleira kom fram i samtali fréttamanns Mbl. víð Halldór Jónatansson, setts fram- kvæmdastjóra Landsvírkjunar í forföllum Eiríks Briem, og Jóhann Má Mariusson, settan yfirverkfræðing Landsvirkjunar. Lfkan af stöðvarhúsi Hrauneyjarfossvirkjunar. Það verður mikið niðurgrafið. Sætersmoen, hinn norski verk- fræðingur Titanfélagsins og Einars Benediktssonar, fór lengst inn að Hrauneyjafossi við sínar athuganir árið 1915 og gerði þar ráð fyrir 125 MW virkjun með fjórum vélasamstæðum, 1 km löngum jarðgöngum og sex tveggja metra löngum pipum. Kqta^kýrsla hans um þessar áætl- ari^^|faíJ118 og er þar gert ráð fyrir s'ex virkjunum á Þjórsár- og Tungaársvæðinu að meðtöldum virkjunum við Búrfell og Hraun- eyjafoss. Þegar ríkissjóður keypti Vatnsréttindin í Þjórsá af Titan 1952 voru þegar hafnar fyrir fimm árum vatnshæðarmælingar á vatnasvæðinu á vegum raforku- málastjóra. Sigurjón Rist var á ferð um svæðið að líta eftir vatns- hæðarmælum sínum og mæla vötnin, er fréttamaður Mbl. heim- sótti bormannaflokkinn við Hrauneyjafoss 1959. A svæðinu var einnig landmælingaflokkur og jöklarannsóknarmenn við mælingar á Tungnaárjökli, forða- búri Tungnaár. Jakob Gíslason, raforkumálastjóri hafði þá nýlega falið Harza Engineering Company í Chieago að gera heildaráætlnair um nýtingu afls í Þjórsá og Hvítá og jafnframt hafði raforkumála- stjóri falið Sigurði Thoroddsen verkfræðingi, sem að eigin frum- kvæði hafði hafið könnun á virkjunarmöguleikum í helztu stórám landsins, að gera áætlanir um ýmsa virkjunarstaði á vatna- svæði Þjórsár og Tungnaár. Eru þessir tveir aðilar enn í myndinni sem ráðunautar Landsvirkjunar og hafa í samvinnu við hana annast hönnun Hrauneyjafoss- virkjunar og gert útboðsgögnin fyrir virkjunina, sem eru nú í lokaathugun hjá Landsvirkjun. Landsvirkjun var stofnuð á ár- inu 1965 samkvæmt sérstakri lagasetníngu Alþingis sem sam- eignarfyrirtæki rikisins og Reykjavíkurborgar og á hvor eig- andi helming fyrirtækisins. Sam- kvæmt hlutaðeigandi löggjöf ber Landsvirkjun að reisa og reka afl- stöðvar og aðalorkuveitur á Suður- og Suðvesturlandi og sjá orkuveitusvæði sínu fyrir nægi- legri raforku til almenningsnota og iðnaðar. Með sérstakri lagasetningu á ár- inu 1971 veitti Alþingi Lands- virkjun heimild til að reisa allt að 170 MW raforkuver í Tungnaá við Hrauneyjafoss, ásamt aðalorku- veitu, svo og til að reisa allt að 170 MW raforkuver í Tungnaá við Sigöldu, einnig ásamt aðalorku- veitu, auk þess sem Landsvirkjun var þá veitt heimild til stíflugerð- ar í Þórisósi og Köldukvisl og til að veita Köldukvisl í Þórisvatn og þaðan í Tungnaá. Virkjanirnar við Búrfell, Sig- öldu og næst við Hrauneyjafoss eiga því langan og meir og minna samhangandi aðdraganda og af því er Ijóst hve gera þarf ráð fyrir löngum og jafnframt kostnaðar- sömum undirbúningi til að hafa virkjun hannaða og fullgerða þeg- ar þörf er fyrir hana. Hrauneyja- fossvirkjun fellur nú eðlilega að orkuöflunarþörfinni og er unnt að nýta hana með hagkvæmum virkjunarhraða. Halldór Jónatansson tók sér- staklega fram að ekki væri búið að ákveða framkvæmdahraða verksins. Um það mundi stjórn Landsvirkjunar fjalla áður en langt um líði. A hinn bóginn væri ljóst, að komi útboðin til með að dragast eitthvað að ráði úr þvi sem korriið er gætu framkvæmd- irnar lent í tímaþröng og þá jafn- vel skapast viss hætta á orku- skorti á orkuveitusvæði Lands- virkjunar 1981 með alvarlegum afleiðingum, þar sem 75% þjóðar- innar búa nú á orkuveitusvæði Landsvirkjunar, en Landsvirkjun framleiðir nú 85% af raforkunni í landinu til almenningsnota og iðnaðar. Náttúruverndarmál Svo sem kunnugt er, var ráðist i Sigölduvirkjun á undan Hraun- eyjafossvirkjun, þar sem af ýms- um tæknilegum ástæðum þótti hagkvæmara að virkja fyrst ofar í ánni. Sögðu þeir Halldór og Jóhann Már, að mjög ítarlegar rannsóknir og áætlanir sýndu, að Hrauneyjafossvirkjun sé nú hag- kvæmasta virkjunarleiðin, sem Landsvirkjun á völ á, óháð allri stóriðju. Blönduvirkjun komi ekki til álita í þessu sambandi, þar sem nú er talið að sú virkjun geti ekki verið komin í gagnið fyrr en i fyrsta lagi 1983—84, auk þess sem rannsóknum þar sé ekki lokið og náttúruverndarmál í at- hugun. Af öðrum hugsanlegum virkjunum mætti nefna Bessa- staðaárvirkjun, en sú virkjunar- leið geti vart talist raunhæf lausn á orkuþörf á Suður- og Suðvestur- landi, þar sem hér yrði um tiltölu- lega litla virkjun að ræða, sem gæti aðeins fullnægt orkuþörf þessa svæðis í um það bil eitt ár og krefðist orkuflutnings um 700 km leið með verulegu orkutapi. Eins og þegar er komið iram liggja útboðsgögn Hrauneyjafoss- virkjunar nú fyrir og heimild er AFLÞORF A LANDSVIRKJUNARSVÆDI MW 700 630 490 340. > a VARAAFL I GANGI AFLSPÁ AFL VATNSAFLSST00VA LANDSVIRKJUNAR EKKI GERT RAO FYRIR ORKUFREKUM I0NA0I FRAM YFIR BAB SEM NÚ ER UMSAMIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.