Morgunblaðið - 23.01.1977, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.01.1977, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JANUAR 1977 47 Miklar framkvæmdir 1 Stykkishólmshreppi ÁRIÐ sem leið var athafnaár hjá Stykkishólmshreppi, mörgu var þokað fram. A þessu ári verða helstu verkefnin að styrkja betur aðveituæðar vatnsveitunnar, sem hún hefir verið i framkvæmdum s.l. ár og er þetta mikið mannvirki þar sem leiða þarf vatnið um 14 km veg, en það er leitt úr Svelgsárhrauni og virðist þar nóg af góðu og fersku vatni. Þá er unnið markvisst að læknaþjónustu í Stykkishólmi og er ákveðið að þrír læknar verði her staðsettir. Nú eru tveir þegar, bæði héraðslæknir og sjúkrahús- læknir, en von á þeim þriðja og verið að koma húsnæðismálum fyrir hann i horf. Þá verða miklar breytingar og framkvæmdir á sjúkrahúsinu hér, en sjúkrahúsið hefir regla st. Fransiskussytra rekið um 40 ára skeið. Reglan hélt í byrjun árs upp á 100 ára afmæli sitt eins og áður hefir komið fram. Viðbætur og endurbætur á sjúkrahúsinu hafa þegar verið undirbúnar og verið að athuga um möguleika á framkvæmdum. Undanfarin ár hefir verið rekin hér við sjúkrahúsið geðdeild í tengslum við sjúkrahúsið á Kleppi. Þessi þjónusta fer engan veginn saman við rekstur sjúkra- hússins og er nú unnið markvisst að því að hún verði flutt til Reykjavíkur og er vonast til að það geti jafnvel orðið á þessu ári. Losnar þá mikilvægt húsrými til annarra og brýnni afnota. Þá er ákveðið að halda áfram hluta af hótelbyggingunni, en vantað hefir eldhús og eins hólte- herbergi sem bíða in'nréttingar og að ganga frá þeim svo sem vera ber. Þó ríkir um þessa fram- kvæmd nokkur óvissa meðal ann- ars vegna þess að ferðamálasjóð- ur hefir ekki getað staðið við þá fyrirgreiðslu sem honum ber. Þykir mönnum hér þetta furðu- legt á sama tíma og undirbún- ingur er hafinn að hótelbygging- um viða um land og þá auðvitað með fyrirgreiðslu þessa sjóðs í huga. Hugmyndin var að hótelið gæti tekið á móti sumargestum. Elliheimilismálið er í fullum gangi. Unnið er markvisst að því að rekstur þess geti hafist á þessu ári. Fyrirhugað er að heimavist barna og gagnfra>ðaskólans, sem hefir verið rekin sem sumarhótel á sumrin verðigerð að elliheimili og svo verði þau hús sem nálægt eru keypt fyrir fólk sem þvi hent- ar, svo sem gert er í Hveragerði i tenglsum viö Elliheimilið Grund. Margir . aðilar og félagssamtök hafa heitiö þessu rnáli liðsinni. Könnun fór fram í fyrra meðal bæjarbúa 65 ára og eldri um hug þeirra til dvalar á Elliheimilinu og var sú könnun jákvæðari en menn höfðu ímyndað sér og eftir hana sjá menn brýnni nauðsyn á að koma þessu máli sem allra fyrst í höfn. Sveitarfélagið hefir forystu í þessu máli og er nefnd starfandi aö þessu. Að gatnagerð var ntikið unnið árið 1976 og aðalgata bæjarins steypt. Gert er ráð fyrir að halda því verki áfrath í suntar og hug- ntyndin að leggja olíumöl á nokkr- ar götur í bænum svo framarlega sem fjármögnun verði í lagi. Er þessu almennt fagnað af bæjarbú- um sem lengi hafa búið við léleg- ar og holóttar götur. Fréttaritari Krumma- gull í sjónvarpi ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ fór í sýningarferð með Krummagull eftir Böðvar Guömundsson til Danmerkur og Svíþjóðar nú fyrir jólin eins og kunnugt er af frétt- um. í frétt frá Alþýöuleikhúsinu segir að megintilgangur farar- innar hafi verið sá að taka leikrit- ið upp á myndsegulband hjá Dramatíska Institutet í Stokkhólmi, sem kennir vinnu- brögð í fjölmiðlum og kvik- myndagerð. Var leikritið tekið upp í lit und- ir stjórn Þráins Bertelssonar, sem þar er nú við nám, en hann er einn stofnenda Alþýðuleikhúss- ins. Hafði hann samið um að nem- endur skólands skyldu fá að taka þetta sam sameiginlegt verkefni, en framleiöendur myndarinnar eru Alþýðuleikhúsið, Dramatiska lnstitutet og þeir sem unnu við myndina. Klippingu verður væntanlega lokið um mánaðamót febrúar—marz og verður myndin þá væntanlega boöin til sýninga i sjónvarpsstöðvum Norðurland- anna og víöar. Nokkrir fjárhagserfiðleikar steðja nú að Alþýöuleikhúsinu og segir í fréttatilkynningu að það hafi farið fram á stuöning verka- lýðsfélags og vinnur leikhópurinn nú að því að safna styrktarfé, en sýningar hafa ekki verið urn skeið vegna veikinda. — Kosningar í Danmörku Framhald af bls. 1. mat virðist einsætt að gripa verð- ur til ráðstafana sem draga úr slíkri hækkun sem hér um ræðir. Vinstri flokkurinn hefur kraf- izt þess að fasteignaskatturinn verði alls ekki miðaður við „16. matið". Ríkisstjórnin hefur lagt til að sett verði þak á hækkun fasteignaskattsins og megi hún ekki verða meiri en 40%. Með þeirri tillögu tókst tjórninni að ná samkomulagi við flokkana, sem hlut áttu að samkomulaginu frá 1974, aðra en Vinstri flokkinn, og var hér um að ræða atriði, sem átti að bæta inn i gömlu samning- ana, án þess að þeim yrði breytt í grundvallaratriðum. Samt sem áð- ur vildi Vinstri flokkurinn ekki heita því að ekki yrði litið svo á að væntanlegt samkomulag væri brot á fyrri samningum. Þetta olli því að hinir flokkarnir, sem aðild áttu að samkomulaginu, lýstu því yfir að þeir gætu ekki fallizt á slíka málamiðlun. Þeir flokkar, sem styðja stjórn- ina, áfellast allir Vinstri flokkinn fyrir að efna verði til kosninga hálfum mánuði áður en samn- ingaumleitunum urn húsnæðis- mál skyldi lokið. Samningar renna út 1. ntarz, og ef ekki hefur náðst samkomulag hálfum mánuði fyrir þann tima eða séð verður frant á samkomulag, er hætta á mjög skaðvænlegum ágreiningi. Það hefur ekki gerzt fyrr að efnt hafi verið til kosn- inga i Danmörku svo skömmu áð- ur en kjarasamningar yrðu endurnýjaðir. Einmitt af þeirri ástæðu að stjórnmálamenn hafá viljað koma i veg fyrir of miklar launahækkanir er mikilvægt að samkomulag náist um að tak- marka hækkanir á íbuðamarkaðn- um. 1 kjölfar þess aö kosningar verða boðaðar ntá búast við póli- tísku tómarúmi, þar sem meðal annars verður erfitt að fram- fylgja ákvæðunt ágúst- samkomulagsins. Thomas Nielsen, formaður danska alþýðusambandsins, LO, sagði eftir hádegi á Iaugardag, að ákvæði samkomulagsins yrðu áfram í gildi, enda þótt hann efað- ist um að hægt yrði að framfylgja þeim eftir að boðað hefur verið til kosninga. Paul Hartling, formaður Vinstri flokksins, vísar á bug því að flokkur hans eigi sök á kosn- ingum nú, — stjórnin hafi meiri- hluta þótt naumur sé. Hartling heldur því fram, að áhrifamikil öfl innan flokks jafnaðarmanna vilji að kosningar verði haldnar á þessu stigi. þ.e.a.s. vinstri armur flokksins, sem hafi áhyggjur af því að flokkurinn hafi oröiö of nána samvinnu við borgaraflokk- ana. — Móðursýki Framhald af bls. 1. Þetta er í fyrsta skipti sem æðstu valdhafar í Tékkó- slóvakíu láta hafa eitthvað eftir sér um mannréttindabaráttuna í landinu frá þvf að „Mannrétt- indi 77" voru birt fyrir þremur vikum, en Alois Indra, sem sæti á í forsætisnefnd kommúnista- flokksins, hefur einnig látið svipuð ummæli falla. Haft var eftir Jiri Hajek, sem var utanríkisráðherra Tékkó- slóvakíu í tíð Alexander Dubceks, að með tilraunum sín- um til að fá verkamenn í land- inu til að skrifa undir mótmæli vegna starfsemi mannréttinda- hreyfingarinnar héfðu valdhaf- arnir óviljandi orðið til þess að vekja samúð og athygli almenn- ings á málinu, og hefði hann fengið fjölda bréfa frá fólki, sem vildi fá upplýsingar um efni skjalsins," sem er svo hættulegt að ekki má á það minnast," eins og hann orðaði það. — Indversk . . . Framhald af bls. 1. allir aðrir fjölmiðlar en blöðin, það er útvarp og sjónvarp. séu undir ríkiseftirliti. Blaðið segir að það sé á allra vitorði að ríkisstjórnin geti haft áhrif á fréttastofuna Samachar. □ ELDHÚSINNRÉTTINGAR AF LAGER nú getum við afgreitt heilu eldhúsin af lager með nokkurra daga fyrir- vara. Staðlaðar skápaeiningar í úr- vali. Tvö útlit. — brúnbæsuð fura „exklusiv" og eikarllki úr plasti Komið og sjáið hvað við höfum s_______________________ □ KLÆÐASKÁPAR OG BAÐSKÁPAR Ennfremur fyrirliggjandi 40 og 50 cm fataskápar Hæðin er 210 cm Mismunandi innréttingar. Baðskáp- ar með frönskum hurðum úr Ijósri □ við mælum. skipuleggjum og teiknum ykkur að kostnaðarlausu og án allra skuldbindinga af ykkar hálfu furu Kalmar innréttingar hf. Intcrtðr Grensásvegi 22 Reykjavlk slmi 82645

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.