Morgunblaðið - 23.01.1977, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.01.1977, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JANUAR 1977 JTJLÍA: Jákvæðar hugmyndii' I ÖÐRU bindi endurminninga Lillian Hellman er smásaga, er nefnist Júlía. Segir hún frá tveimur æskuvinkonum, og mísmunandi orlögum þeirra — Lillian er þekktur leikritahöf- undur, tannhvöss og hnyttin, Júlía, sem komin er af sóöum ættum, er and-fasisti og berst fyrir málstaðinn bæði í Vín og Berlín. Lillian dáist innst inní að hufísjónum og baráttuþreki Júlíu ok smyftlar til hennar peninííum yfir frönsku landa- mærin. Júlía er að lokum pynt- uð til dauða af nazistum og Lill- ian situr í lokin ein syrfjjandi yfir líki hennar í London. Upp úr þessarí söíju hefur nú verið í>erð kvikmynd, sem er á lokastifíi í framleiðslu. Myndin her heití söjtunnar, Júlía, ok er tveggjá tíma mynd Kerð fyrir 8 milljónir dollara. Leikstjóri er Fred Zinneman, en hann hefur áður f>ert m.a. Hifth Noon og A Man For All Seasons, athyfílis- verðar myndir, sem notiö hafa vinsælda. Vanessa Redfjrave leikur Júlíu en Jane Konda leikur Lillian. Báðar hafa þess- ar leikkonur sterkar pólitískar skoðanir, þó ekki séu þær endi- lega sammála. Þeffar blaðamað- ur varpaði fram þeirri spurn- infju, hvort myndin væri póli- tísk, urðu svörin allmísmun- andi: „Nei," saftði framleiðand- inn, Richard Roth. „Þaö er ekki tekin nein póli- tísk afstaða," saf>ði Zinneman. „Allar myndir eru pólitísk- ar," saftði Jane Fonda. „Allar myndir. sem eru gerð- ar af alvöru, eru pólitískar," saftði austurríski leikarinn Maximilian Schell, sem leikur lítið en áhrifamikið hlutverk í myndinni. „Allar kvikmyndir eru póli- tfskar í þeim skilninfti, að þær eru skoðanir þess fólks, sem íierir þær," sapði Vanessa Red- ítrave. „Júlfa er ekki pólitísk kvikmynd, en hins vepar munu allir þeir, sem sjá myndina, kynnast pólitískum skoðunum þess fólks, sem gerði myndina." Fred Zinneman lef>f>ur höfuð- áherslu á það, að myndin fjalli fyrst og fremst um persónuleg samskipti Júlíu og Lillian, um Jane Fonda sem Lillian og Vanessa Redgrave sem Júlfa í hinni nýju mynd Fred Zinnemans: Júlía hugmyndir og háleitar hug- sjónir. Jane Fonda segir að þetta sé einmitt ástæðan fyrir því, að hún vildi leika i mynd- inni. „Flestar kvikmyndir sýna samkeppni milli kvenna, venju- lega um karlmann. Sjáið allar þessar kvikmyndir, þar sem karimenn eru vinír en fólki óar við slíku sambandi milli kvenna. Hér er hins vegar saga um tvær konur, sem elska hvor aðra, styðja hvor aðra og geta talað af innlifun um hugmyndír en ekki aðeins rómantík." „1 myndinni er mjög athyglis- vert samspil persóna," segir Fred Zinneman," milli hinnar alvörugefnu Júlíu og Lillian, sem er ekki í tilfinningalegu jafnvægi. Annars vegar dáist hún í einlægni að Júlíu og hins vegar er hún mjög vör við gildr- ur velgengninnar og hina þægi- legu hluti, sem velgengnin skapar. Henni finnst einnig, að í velgengninni felist eins konar spilling. Það er eitthvað við köllun Júlíu, sem heillar hana, og sem hún reynir að líkja eftir, þó að hún víti vel, að hún geti það ekki." Lillian í sögunni er að sjálf- sögðu Lillian Hellman, en Júlía er endurminning um stórkost- lega persónu. Hlutverk hennar er því hulið fjarlægum bláma, og persónan aðeins dregin upp f stórum dráttum. Er Lillian Hellman lýsir kveikjunni að þessari sögu notar hún máltæki málaranna, „pentimento", en gömul málning á striga verður oft gegnsæ með aldrinum og í ljós kemur önnur mynd undir hinni." Ég vildi fá að sjá það, sem einu sinni var, og hvað það er mér nú." í myndinni Júlia leika einnig Jason Robards og Hal Holbrook, en kvikmyndatöku- maður er Douglas Slocome, einn af reyndustu kvikmynda- tökumönnum Breta. Handritið skrifar Alvin Sargent, en hann hefur m.a. skrifað handrit að Paper Moon fyrir Bogdanovich og The Sterile Cuckoo (Pookie) fyrir Pakula. Með Zinneman sem leikstjóra virðist svo sann- arlega ekki skorta á hæfileika- mennina við þessa mynd og vonandi verður árangurinn, sem kemur í ljós á þessu ári, eftir því. SSP. PUNKTAR... Wim Wenders, einn af þekkt- ari leikstjórum nýju þýsku hylgjunnar, er nú aðgera mynd með Dennis Hopper i aðalhlut- \erki. Myndin er ýmist nefnd The Anierican Friend eða Rule W ilhout Kxeeption. I janúarhefti Films and Film- íng er gerð úttekt á árinu 1976 og myndir valdar með ýmislegt fyrir augum. M.a. er myndin Goodbye, Norma Jean nefnd furðuverk ársins (Emharrassment of the Year). I stað þess að gera Superntan (handrit eftir Mario Puzo) á Italíu verður hún tekin- í Shepperton -kvikmyndaverinu í Bretlandí. Astæðan er sú, að á Italíu á Marlon Brando, sem leikur eitt af aðalhlutverkum, enn yfir höföi sér klántdóm fyr- ir Lasl Tango in Paris, og ef hann lætur sjá sig þar í landi, verður honum stungið inn. Peter Bogdanovich hefur ný- lokið við handrit, þar sem James Stewart, John Wayne og Henry Fonda eiga að leiða sam- an hesta sína. Eftir að Claude Cihabrol hætti við að leikstýra The Petersburg — Cannes Express (vegna ósamkomulags við framleiðand- ann) hefur Joseph Losey tekið verkið að sér, en kvikmynda- taka mun um það bil að hefjast. Lilliana Cavani (The Night Porter) er nú hyrjuð á nýrri mynd. sem nefnist Beyond Good and Evil með Dominique Sanda i aðalhlutverki. John Frankenheimer (The French Connection II) byjaði í síðasta mánuði á mynd, sem nefnist The Lasl Public Enemy, sem er sjálfsævisaga Alvins nokkurs Karpis. John Cassavetes (leikstjóri og leikari) hefur gert nokkrar myndir, sem vakiö hafa mikla athygli (Ilusbands, Faces, A Wonian Cnder the Influence, Minnie and Moskowitz og The Killing of a Chinese Bokkie), þó aðeins hafi ein þeirra (Minnie) verið sýnd hér. Cassavetes er nú að undirbúa eina myndina enn, Opening Night, þar sem vinur hans, Ben Gazzara, leikur aðalhlutverkið og sjálfsagt mun Peter Falk (Columbo) einnig koma viö sögu, en þessir þrír hafa mikið unnið saman. Ivan Passer nefnist tékknesk- ur leikstjóri, sem flúði þaðan eftir innrásina " 68 til Banda- ríkjanna. Hann hefur nú byrjað Burt Lancaster leiKur varnarmálaráðherran Peres f enn einni mvndinni um atburðina á Entebbe í sumar. Þessi mynd er gerð til sýninga í sjónvarpi á vegum ABC — sjónvarpsstöðvarinnar f Bandaríkjunum, en verður strax á eftir dreift f kvikmvndahúsin. Leikstjóri þessarar mvndar er Mervin Chomsky. Orson W'elles. á annarri mynd sinni þar (sú fyrsta nefnist Law and Disorder), en hún heitir The Silver Bears, með Michael Caine og Cybill Shepherd i aðalhlutverkum. Leslie Caron er meðal leik- enda i nýjustu mynd Francois Truffaut, sem nefnist The Man Who Loved Women. Kvik- myndatöku á þessari mynd á að ljúka í þessum mánuði, en Truffaut fer þá til Indlands, til að ljúka við leik sinn í mynd Steven Spielhergs (Jaws), Close Eneounters of the Third Kind. Myndin, sem Peler heitinn Fineh hafði nýlokið við að leika í um atburðinn á Enlebbe- flugvelli, heilir Raid on Enlebbe. Mynd þessi sem er þriggja tíma löng, er gerð fyrir NBC — sjónvarpsstöðina i Bandaríkjunum og áætluð til sýninga í næsta mánuöi. Með önnur hlutverk fara Charles Bronson, sem leikur General Dan Shomron og Yaphet Kotto, sem leikur Idi Amin. Leikstjóri er Irvin Kershner. Meöal annarra hluta, sem Orson W'elles hefur haft fyrir stafni síðustu árin, er tilraun til að gera mynd, sem hann nefnir The Other Side of the Wind. Hann hefur þegar tekið hluta myndarinnar en gengur erfið- lega að útvega sér fjármagrj tal að Ijúka henni endanlega. Mynd þessi fjallar um einn dag í Iífi kvikmyndastjóra, en þessi persóna ér einskonar sambland af Ernest Hemmingway, John Ford og John Huston, en sá síðastnefndi leikur þennan leikstjóra. I myndinni leikur einnig Peter Bogdanovich ung- an mann, sem er að rita sögu leikstjórans, en Bogdanovich er hér f rauninni að leika sjálfan sig, því hann ritaði einmitt sögu John F’ords á þennan hátt, með því að fylgjast með Ford við vinnu. Auk þessa er svo hópur ungra kvikmyndagerðarmanna að gera heimildarkvikmynd um starf leikstjórans. Myndin er því eiganlega byggð upp á fjór- um efnisbrotum: Atriðum úr „raunverulegu " lífi leikstjór- ans, svipmyndum úr þeirri mynd, sem hann er að gera, ritverki Bogdanovich og atrið- um úr heimildarkvikmyndinni. Þetta hljómar ekki illa og von- andi tekst Welles að Ijúka við þessa mynd. SSP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.