Morgunblaðið - 23.01.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.01.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JANUAR 1977 25 Mark Diesen heimsmeistari unglinga UM ÁRAMÓTIN fór fram í Groningen f Hollandi Heims- og Evrópumeistaramót ung- linga f skák. Tefldar voru 13 umferðir eftir Monrad-kerfi og voru þátttakendur 54 frá 53 þjóðum. Sigurvegari varð hinn 19 ára gamli Bandaríkjamaður Mark Diesen og er hann því núverandi heimsmeistari ung- linga. Sigur hans kom nokkuð á óvart þar eð meðal þátttakenda voru þrír hálfir alþjóðlegir meistarar, þeir Mestel, Eng- landi, Vladimirov, Sovétríkjun- um, og Popovic, Júgóslavíu. Diesen tefldi þó af miklu ör- yggi og fór taplaus í gegnum mótið. Efstur af Evrópubúum varð Ftacnik, Tékkóslóvakíu, og er hann því núverandi Evrópumeistari unglinga. Fyrir Islands hönd tók ég undirritaður þátt í mótinu: Framan af átti ég góðu gengi að fagna, en aðeins hálfur vinn- ingur úr þremur síðustu skák- unum gerði út um möguleika mína á háu sæti. Staða efstu manna á mótinu varð þessi: 1. Diesen (Bandaríkjunum) 10 v. 2. Ftacnik (Tékkóslóvakíu) 9'/i v. 3. Grinberg (Ísrael) 9 v. 4—7. Campora (Argentínu), Leow (Singapore), Vladimirov (Sovétríkjunum) og Sisniega (Mexíkó) 8‘æ v. Ég hafnaði að lokum í 18. sæti með 7 v. Við skulum nú líta á eina af skákum sigurvegarans. Hvftt: Diesen (Banda- ríkjunum) Svart: Egmond (Hollandi) Spænski leikurinn 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. 0-0 — Be7, 6. Hel — b5, 7. Bb3 — 0-0, 8. d4 (Þetta afbrigði, þar sem hvítur sleppir því að leika h3 varð töluvert vinsælt eftir sigur Fischers yfig Korchnoi á milli- svæðamótinu í Stokkhólmi 1962.) d6, 9. c3 — Bg4, 10. Be3 (Eftir 10. d5 — Ra5 11. Bc2 — c6! hefur svartur jafnað taflið.) exd4, 11. cxd4 — Ra5, 12. Bc2 — c5 (í áðurnefndri skák Fischers og Korchnois varð framhaldið 12. . ,Rc4, 13. Bcl — c5, 14. b3 — Ra5, 15. d5! og hvítur náði yfirhöndinni.) 13. Rbd2 — cxd4, 14. Bxd4 — Rc6, 15. Be3 — d5, (Skv. nýlegum rannsóknum er þessi staða talin jöfn.) 16. h3 — Bh5. Egmond 17. g4! (Þessi leikur mun vera nýr af nálinni. Aður var leikið hér 17. exd5, en þá jafnar svart- ur taflið með Rb4! en ekki 17. . .Rxd5, 18. Bxh7+!?) dxe4? (Betra var 17. . ,Bg6 þó að hvít- Mark Diesen. ur hafi eitthvað betri aðstöðu eftir 18. e5 — Re4, 19. Bd4) 18. gxh5 — exf3, 19. Dxf3 (Svartur á nú þegar i erfiðleikum) Rb4 (19. . .Hc8 var slæmt vegna 20. Bf5) 20. Bb3 — Rbd5, 21. Bg5 — h6 (Hvítur hótaði 22. h6 — g6 23. Hxe7!) 22. Bh4 — He8? (Meiri vörn var fólgin i 22. , .Ha7) 23.Hadl — Ha7 24 Re4 — IId7 25. Rg3! (Hvítur býr sig undir lokaatlöguna) Rc7, 26. Rf5 — Bb4. Egmond ■ ’/VjýVÁ w... I WB m, §JP mm I gp 1 •1 1 m wm SHf m m. i iHl m, Él & m ip pp s wá wk wk igr Á & w mm. m, mm ■ s ■ 1 jjj fm wrn Diesen 27. Rxh6+! Svartur gafst upp. Slök taflmennska þeirra sem þóttu sigurstranglegastir fyrir- fram vakti mikla athygli. Ut yfir tók þó er júgóslavinn Popo- vic tefldi eftirfarandi skák: Hvítt: Popovic (Júgóslavíu) Svart: Kristensen (Danmörku) Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 —cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — g6, 6. Bc4 — Bg7, 7. Be3 — 0-0, 8. h3 — Rxe4, 9. Rxe4 — d5, 10. Bd3?? — fxe4, 11. Bxe4 — f5! Hvítur gafst upp, því eftir 12. Bd3 — f4 tapar hann manni. * * * Eins og skýrt var frá í síðasta þætti er skákþing Reykjavíkur nú í fullum gangi. Tefldar hafa verið fimm umferðir í öllum flokkum, nema unglingaflokki, en þar hófs keppni sl. laugar- dag. Staðan í A-flokki er nokk- uð óljós vegna fjölda biðskáka, en greinilegt er þó að keppnin á eftir að verða hörð og spenn- andi, enda mótið övenju vel skipað að þessu sinni. Teflt er i skákheimilinu við Grensásveg, sunnudaga kl. 14 og miðviku- daga kl. 19.30. Við skulum nú líta á eina hörkuspennandi skák frá mótinu: Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Jónas Þorvaldsson Óregluleg byrjun 1. c4 — Rf6, 2. Rc3 — b6?! (Ef svartur ætlar á annað borð að tefla þessa uppbyggingu, er bezt að leika b6 strax í fyrsta leik.) 3. d4 — Bb7? (Betra var 3. . ,e6 og svara 4. e4 með Bb4. Nú fær svartur mjög erfiða stöðu) 4. f3! — e6, 5. e4 — c5, 6. d5 — exd5, 7. cxd5 — d6, 8. f4 — Be7, (8. ...g6 gengur ekki vegna 9. e5 — dxe5, 10. fxe5 — Rxd5, 11. Bb5+ og hvítur vinn- ur. 8. . a6 kemur hins vegar ekki til greina). 9. Bb5+ — Rfd7, (Ekki 9. . Rbd7? 10. e5!) 10. Bd3 — a6, 11. a4 — Bh4 + , Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON 12. g3 — Bf6, 13. Rf3 — 0-0, 14. 0-0 — He8, 15. g4! (Leggur til atlögu) c4! (Svartur verður að brjótast í gegn á drottningar- væng, þar eð árás á kóng hans er yfirvofandi) 16. Bc2 — b5, 17. g5 — Bxc3, 18. bxc3 — Rc5, 19. Dd4 — bxa4, 20. Rd2 (20. Rh4 kemur til greina, en þar eð svartur á svarið 20. . .Bc8! hætt- ir hvítur ekki á kóngssókn) Rb3, 21. Bxb3 — axb3, 22. Rxc4 — a5, 23. Ha3! (Þó að sóknar- möguleikar hvíts hafi minnkað. hefur hann nóg til að beína spjótum sínum að) Ba6, 24. Hf2 — Bxc4, 25. Dxc4 — Rd7. 26. Be3 — f5, 27. e5! — dxe5, 28. Hxb3 — exf4, 29. d6+ — Kh8, 30. Bxf4 — He4, 31. Dd5 — a4, 32. Hbl — Ha5, 33. I)f7 — a3, 34. Bg3 — g6. Jónas Þorvaldsson Ilelgi Olafsson 35. Hb7! — a2. 36. Hxd7 — al = D + . 37. Kg2 Svartur gafst upp. Margeir Pétursson. Ur röðum framsóknarmanna hafa hvað eftir annað heyrzt raddir um, að samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn sé neyðarbrauð og að þeir líti með söknuði til sam- starfs í vinstri stjórn. Tvívegis á síðustu tveimur áratugum hefur Framsóknarflokkurinn gert tilraun til slíks samstarfs og það hefur í bæði skiptin komið i ljós, að slfk stjórn getur í raun og veru ekki ráðið við vandamál lands og þjóðar, bæði vegna innri ágreinings og mismunandi sjónarmiða flokkanna, sem að þeim stjórnum hafa staðið, og vegna hins, að andstaðan við slíka stjórn utan þings og innan hefur verið svo öflug, að það verður að teljast fullreynt, að stjórnir af því tagi geti ekki ráðið við þau við- fangsefni, sem að steðja hverju sinni. Þegar þessir valkostir eru skoð- aðir af raunsæi hlýtur það að verða Ijóst bæði sjálfstæðis- mönnum og framsóknarmönnum, að eins og nú horfir er samstarf þessara tveggja flokka bezti val- kosturinn, sem fyrir hendi er. Stjórnarsamstarfið þessi rúm tvö ár hefur einnig leitt í ljós, að þetta samstarf er neyðarbrauð fyrir hvorugan flokkinn. Þvert á móti er það nú farið að skila þeim árangri, að báðir flokkarnir geta vel við unað. Og frá sjónarmiði þjóðarheildar og hagsmuna er það tvímælalaust bezti kosturinn, sem fyrir hendi er. Þegar allt þetta er haft í huga færi vel á því að þeir stuðningsmenn þessara tveggja flokka, sem við og við láta í ljós óánægju með þetta sam- starf, skoði nú hug sinn og veiti ríkisstjórninni öflugan stuðning við lausn þeirra vandamála, sem framundan eru, fremur en að hafa uppi neikvætt nöldur í ýmsum hornum. Hringsnúningur kommúnista Hringsnúningur kommúnista í orkumálum og stóriðju er alveg dæmalaus eins og hann hefur birzt þjóðinni að undanförnu. Það liggur nú fyrir að þeir hafa verið andvígir byggingu þeirra tveggja stórvirkjana, sem lokið er við og einnig þeirri þriðju sem fram- kvæmdir hefjast senn við. Þegar virkjun Búrfells var á dagskrá snerust kommúnistar heiftarlega gegn byggingu álversins í Straumsvík, sem var forsenda þeirrar virkjunar. Allar rök- semdir þeirra á þeim tíma hafa síðan reynzt út í hött. A þeim tíma héldu kommúnistar þvi t.d. fram, að það væri stórhættulegt að semja við Svisslendinga um bygg- ingu álversins i Straumsvík vegna þess að þá mundi ofurveldi hins svissneska stórfyrirtækis verða beitt til þess að halda launum niðri á íslandi og til þess að gera Island að láglaunalandi. Allir vita nú að reynslan hefur orðið þver- öfug. Gagnstætt fullyrðingum kommúnista búa starfsmenn álversins i Straumsvík líklega við betri kjör en aðrir og mestar áhyggjur hafa menn haft af því, að álverið veitti starfsmönnum sinum svo góð kjör, að það yrði til þess að sprengja i loft upp launa- kerfi landsmanna, þar sem önnur fyrirtæki gætu ekki borgað starfs- mönnum sínum jafngóð laun og álverið gerir. Þegar Sigöldu- virkjun var á dagskrá í lok við- reisnartímabilsins höfðu kommúnistar allt á hornum sér og vildu fremur byggja smávirkjun í stað stórvirkjunar. Þeir héldu því líka fram, að ekki væri nauðsyn- legt að tryggja hinni nýju virkjun markað með byggingu nýs iðju- vers heldur væri hægt að skapa markað með rafmagni til húsahit- unar. Þegar hins vegar vinstri stjórn- in var mynduð hófst Magnús Kjartansson, orkuráðherra þeirrar ríkisstjórnar, handa um viðræður við bandarískt stórfyrir- tæki um byggingu járnblendi- verksmiðju i Hvalfirði. Þennan hringsnúning réttlætti Magnús Kjartansson með því, að harin hefði pínt hið bandaríska fyrir- tæki til þess að láta islendingum eftir meirihlutann i því iðjuveri og hér væri þvi á ferðinni þver- öfug stefna við þá sem Viðreisn- arstjórnin hefði markaðmeðbygg- ingu álversins. Hið rétta var, að bandaríska fyrirtækið vildi sem minnst eiga i járnblendiverk- smiðjunni en féllst á það með miklum eftirgangsmunum að auka eignarhluta sinn frá því sem það hafði fyrirhugað! Þegar að því var komið við lok vinstri stjórnar tímabils að ganga frá samningum við hið banda- ríska fyrirtæki kom upp andstaða i Alþýðubandalaginu við þessar fyrirætlanir Magnúsar Kjartans- sonar og eftir stjórnarskiptin var hann neyddur til þess af sam- flokksmönnum sinum að snúa við blaðinu og taka upp andstöðu við þann samning, sem hann hafði sjálfur haft frumkvæði að! Þessi samningur var gerður en siðar vildi hið bandaríska fyrir- tæki draga sig í hlé og var þá samið við norskt fyrirtæki í þess stað. Nú er Magnús Kjartansson á móti járnblendiverksmiðju í Hvalfirði í öðru orðinu en í hinu orðinu skammar hann Gunnar Thoroddsen, orkuráðherra, fyrir það að hafa ekki tryggt Sigöldu- virkjun nægilegan markað strax og hún tekur til starfa! Þegar Magnús Kjartansson var orkuráðherra lögðu Sviss- lendingar fram hugmyndir um stórfelld virkjunaráform m.a. á Austurlandi. Þjóðin fékk ekkert að heyra um þessi áform og þessar hugmyndir Svisslendinga á þeim tíma. Þá sá Magnús Kjartansson ekki ástæðu til þess að skýra frá þeim. En nú bregður skyndilega svo við, þegar annar maður er setztur í þann ráðherra- stól, sem Magnús Kjartansson virðist ekki geta þolað, að nokkur annar sitji í en hann sjálfur, að þingmaðurinn dustar rykið af þessu gamla plaggi sem hann fékk sjálfur í hendur á sinni ráðherratíð og heldur því nú fram, að þetta plagg frá ráðherra- tíð hans sjálfs sanni það að Gunnar Thoroddsen standi í stór- kostlegu leynimakki við Sviss- lendinga! Loks bætist það svo við, að nú, þegar hefjast á handa um bygg- ingu Hrauneyjafossvirkjunar, lýs- ir Alþýðubandalagið andstöðu við þá virkjun og enn talar hinn fyrr- verandi orkuráðherra, blað hans og flokkur, um að hægt sé að finna markað fyrir raforku frá stórvirkjun með því að nýta hana til húshitunar enda þótt síðustu árin hafi staðið yfir stórfelldar hitaveituframkvæmdir í öllum landshornum og sá hitagjafi sé mun hagkvæmari en hitun með rafmagni! Öll er þessi saga með endemum en hún sýnir fyrst og fremst að Alþýðubandalagið er afturhalds- flokkur i virkjunarmálum (eins og fleiri málum), að Alþýðu- bandalagið er ekki samkvæmt sjalfu sér í afstöðu til virkjunar- framkvæmda og stóriðju og að Alþýðubandalagið er tækifa'ris- sinnaður fíokkur, sem segir eitt i dag og annað á morgun. A svona mönnum er ósköp einfaldlega ekki hægt að taka nokkurt mark. Aftur á móti geta stuðningsmenn Alþýðubandalagsins reynt að þreyja pólitíska þorrann með því að drekka kaffi og taka í nefið. en það hefur hjálpað Guðmundi J. Guðmundssyni undanfarið. að sögn hans sjálfs. Vafalaust á sala á kaffi og neftóbaki eftir að aukast stórlega á Islandi á na-stunni. ef fram fer sem horfir i Alþýðubandalaginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.