Morgunblaðið - 23.01.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.01.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JANUAR 1977 MINNINGIN um fyrsta lestur Þorpsins eftir Jón úr Vör er glögg. Ég fékk bókina lánaða í Bæjarbóka- safninu, að minnsta kosti þrisvar, ef ekki oftar. Atvik- in höguðu því svo að önnur útgáfa, aukin, af Þorpinu, „endanleg gerð“ þess að sögn skáldsins, kom út 1956, sama haust og fyrsta bók mín Aungull í tímann. Nafni þeirrar bókar réð Jón úr Vör og hann hvatti mig til að gefa hana út áður en ég yxi frá henni. Ég hafði áður komið með handrit í fornbókaverslun hans í Traðarkotssundi og fengið leiðbeiningar hjá honum. Fyrstu bók Jóns úr Vör, Ég ber að dyrum (1937), átti faðir minn. Hann hafði gerst áskrifandi að henni eins og þá tíðkaðist. Sósialistar töldu það skyldu sína að kaupa bækur ungra róttækra skálda. Jón úr Vör hafði vakið á sér athygli með Ijóðinu Sumardagur i þorpinu við sjóinn sem birtist í Rauðum pennum (1935). Ég ber að dyrum er lítil bók, ekki nema 48 blaðsíður, en hefur visst aðdráttarafl. Eg hafði gaman af ljóðinu um rukkarann, eina órimaða ljóði bókar- innar, og önnur ljóð höfðuðu líka til mín, ekki síst Sumardagur í þorpinu. Heim þessa ljóðs þekkti ég vel úr bernsku minni á Hellissandi. Fyrri útgáfa Þorpsins kom út 1946 og í bókmennta- sögu sinni íslenzkar nútfmabókmenntir 1918—1948 (1949) skipaði Kristinn É. Andrésson Jóni úr Vör til sætis við hlið forystuskálda sósíalista, þeirra Jóhannesar úr Kötlum, Steins Steinarrs og Guðmund- ar Böðvarssonar. Kaflinn um þá nefnist Heims- kreppan og rauðir pennar. Um Þorpið segir Kristinn m.a.. „Raunsæið er áþreifanlegt, myndirnar svo einfaldar úr hversdagslífi fólksins, að einstakt má telja. Stundum eru yrkisefnin nærri hégómlega smá, en kvæðin messa þó sjaldan áhrifa, og stundum lýsir einföld mynd upp heil örlög, eða hún vekur sársauka eða hljóðláta íhugun". Ég las bókmenntasögu Kristins og tilvitnanir í ljóð Jóns úr Vör vöktu áhuga minn. Steinn Steinarr og Jón úr Vör urðu mín skáld. Eftir lestur Þorpsins las ég Með örvalausum boga (1952), en i annarri útgáfu Þorpsins eru einnig ljóð úr þeirri bók. „Jón úr Vör Iftur á sig sem leiðbeinanda og uppal- anda ungra skálda." Kitthvað á -þessa leið komst Steinn Steinarr að orði við okkur Jón Öskar. Steinn hafði tekið að sér að gera úrval úr Ijóðum Jóns úr Vör. Hann mun hafa sagt við Matthías Johannessen að það yrði „ekki stór bók“ og gefið Jóni þá einkunn að hann væri „nokkuð góður". Viðhorf Steins, ef orð hans um Jón hafa ekki aðeins verið mælt í hálfkæringi, er skiljanlegt. Þótt Jón yrði fyrir áhrifum frá Steini urðu þau ekki varanleg. Þeir eru ólík skáld. Steinn laðaðist að hinu upphafna í skáldskapnum eins og Tíminn og vatnið vitnar um, Jón fann leið hinnar einföldu tjáningar. Báðir sigruðu, en hvor með sínum hætti. Matthíasi Johannessen þótti Jón úr Vör „óskáld- legur maður“, „einhver borgaralegasti maður“ sem hann hafði kynnst. Um þetta og margt fleira má lesa í Hugleiðingum og viðtölum (1963). En Matthías var snemma sannfærður um að Jón væri gott skáld eins og m.a. kemur fram í bók hans Njálu í islenzkum skáld- skap (1958), en þar er fjallað ítarlega um Fögur er hlíðin úr Þorpinu. Umhverfi Jóns i fornbókaverslun- inni var að vísu ekki af skáldlcgu tagi. Tímarit eins og Heimilisritið, Hjartaásinn, Bergmál og Stjörnur lágu þar á borðum. Basil fursti var ókrýndur konungur. En eftir að Jón hætti að vera kaupmaður slitnuðu mikil- væg tengsl í bókmcnntalífi borgarinnar. í fornbóka- verslun hans var of rætt um skáldskap og menningar- mál og þangað komu margir. Þegar ég kynntist Jóni úr Vör var hann óánægju- sósíalisti Flokksforsjátn var honum ekki að skapi. Ég held að stjórnmálaskoðunum Jóns úr Vör megi helst líkja við jafnaðarstefnu í Skandínavíu. Hann var orðinn vantrúaður á Sovétrfkin fyrir Ungverjalands- uppreisnina. Ég ræddi einu sinni við Jón úr Vör um heimspeki. Mig minnir að talið hafi borist að ritum Helga Pjeturss. Hann benti mér á að lesa austurlensk rit, líklega bókina um veginn. 1 Með örvalausum boga er hið eftirminnilega Ijóð Heimsmynd, lofgerð um hvers- dagsmanninn einfalda og góða sem ræktar sinn litla skika kringum sitt litla hús. Það er Ijóst af þessari bók að Jón úr Vör hefur kynnt sér kínverska Ijóðlist (þar er þýðing á ljóði eftir Lí Pó) og í siðari bókum hans eru þessi tengsl víða Ijós. 1 Mjallhvítarkistunni (1968) eru mörg „kínversk" ljóð og á ég þá við hnit sem eru á mörkum þess að vera spakmæli. Aftur á móti eru heimspekileg ljóð ekki mest einkennandi fyrir skáld- skap Jóns þótt hann hafi sjaldan náð jafn góðum árangri eins og í Gömlu sverði og Örvalausum bogum í Með örvalausum boga. Þessi tvö ljóð sverja sig reyndar í ætt við frásagnar- ljóð Þorpsins. Kristinn E. Andrésson talaði um áþreifanlegt raunsæi og einfaldar hversdagsmyndir úr lífi fólks. Þessar myndir eru stundum eins og sögur. En órimað form ljóða Jóns og viðhafnariaust málfar er samofið efni og boðskap þeirra. Það er skáld hljóðlátrar visku sem talar til lesandans. Það getur tekið undir með Lao-Tse: „Sönn orð eru ekki fögur; fögur orð eru ekki sönn.“ Jón úr Vör veit að „ei með orðaflaumi/ mun eyðast heimsins nauð“ eins og stend- ur í ljóðinu Stillt og hljótt í Með hljóðstaf (1951). Sjóbúð hefst á þessum orðum: Húsjð okkar heit'r Sjóbúð og við höfum aldrei eignazt það. Þessi setning segir mikið. Það er fegurð einfald- ieikans, hinna iátlausu orða, sem við finnum. t Við iandsteina er upphafið aftur á móti vfgt fegurðinni: Hve undur hægt vaggast bátur þinn við landsteina eigin bernsku. Óplægður viður og tjörupappi, bárujárn með nagla- götum handa rigningunni í Sjóbúð jafnast ekki að fegurð á við mjúkan silkispegil, gullna vængi og laufgrænan skóg Við landsteina. „Geta börn verið fátæk?" spyr skáldið i Vorljóði minnugt þess að hafa Jóhann Hjálmarsson: Tími tengist skáldi JÓN ÚR VÖR AfmælisspjaU um Jón úr Vör beðið vorsins „fyrir innan lítinn glugga/ og uppgötvað einn morgun/ ofurlitla grænku í gluggatóft". En í Uppboði er lýst fátækt sem bæði bitnar á börnum og fullorðnum: „Fóstra grét, þegar húsið okkar var selt, / og víst munum við rökkur kvöldsins áður, / þegar við gengum á fund sýslumannsins, /eins og við tryðum ekki lengur auglýsingum símastauranna." Minnis- stæðustu ljóð Þorpsins eru eins konar ljóðsögur: Vetrardagur, Utmánuðir, Litill drengur, Ólafur blíð- an, Fögur er hlíðin og Ég er svona stór. í síðastnefnda Ijóðinu eru sögð sannindi sem Jón úr Vör hefur fengið að reyna sem skáld og maður: Enginn slítur þau bönd sem hann er bundinn heimahögum sínum. Móðir þín fylgir þér á götu, er þú leggur af stað út í heiminn, en þorpið fer með þér alla leið. Jón Óskar lagði eftirfarandi spurningu fyrir Jón úr Vör í Birtingsviðtali: „Ertu viss um að Þorpið sé Ijóð en ekki óbundið mál?“ I svari sínu segir Jón úr Vör m.a.: „Kveikur Ijóðsins er söngur hjartans, en það er hin kaida skynsemi, sem gerir kvæðið að því sköpunarverki, sem við köllum listaverk.“ tsama við- tali stendur þetta: „Fryrirrennari mitHi í þorpsyrking- um var Örn Arnarson. Hann beitti ýkjum og háði. Ég dró upp raunsannar myndir. Hjá mér átti ekkert málskrúð við, og ríminu var lfka ofaukið." Énginn efast um að Þorpið er söngur hjartans og um leið vitsmunanna. Það er þessi söngur um þorp bernsk- unnar sem ómar í flestum, ef ekki öllum bókum Jóns úr Vör, til dæmis Vetrarmávum (1960) og Maurilda- skógi (1965). I Vinarhúsi (1972) er gamalt ljóð eftir Jón úr Vör frá árunum 1940—42. Þetta er ástarljóðið Hinn hljóði akur. En það má vel láta lokaorð þess gilda um sambúð skálds og lesanda: „Ef þú eiskar mig er ég skáld/ og get sungið." Hljómurinn, fyrsta ljóð Mjall- hvítarkistunnar, er einnig til marks um hlutdeild lesanda í Ijóði: „Skáldið/ og hinn góði lesandi/ mætast andartak/ á undarlegri strönd/ í annarlegum/ hljómi,/ sem hvorugur veit/ hver hefur/ slegið.“ ÖIl skáld þurfa á goðum lesendum að halda. Slíkir les- endur velta ekki fyrir sér formi skáldskapar. Þeim nægir söngur hjartans, hin dýrmæta tilfinning fyrir skáldskap, það að geta fundið til með skáldinu. Á Jón úr vör er fyrst og fremst litið sem skáld Þorpsins. Þar á ég við síðari útgáfu þess (fyrstu útgáfu Þoprsins og ljóðin úr Með örvalausum boga sem eru beint framhald þess) og ljóð í öðrum bókum hans ortum í sama anda. Það breytir ekki þeirri staðreynd að Jón hefur margt ort jafn vel og Þorpið og sumt ef til vill betur. Ég hef áður nefnt Gamalt sverð og Örvalausa boga úr Með örvalausum boga. Ég gæti líka nefnt Draum Þyrnirósu og Á föstudaginn langa 1954 úr Vetrarmávum, Gjöfina og Eilífð og andartak úr Maurildaskógi og Mjallhvítarkistuna og Draum- kvæðið úr Mjallhvitarkistunni. Jón úr Vör hefur aidrei þrætt fyrir það að sænskur skáldskapur hefur haft mikið gildi fyrir hann. Þorpið varð til í Svíþjóð og einnig flest Ijóðin i Með örva- lausum boga. í síðarnefndu bókinni eru þýðingar á Ijóðum eftir Carl Émil Englund og Einar Malm. 1 Maurildaskógi eru allmargar þýðingar á ljóðum eftir Harry Martinson og Olof Lagercrantz og í Vinarhúsi eru þýdd ljóð eftir Carl Emil Englund, Einar Malm, Harry Martinson, Moa Martinson, Erik Blomberg, Wilhelm prins, Arne Nyman og D:g Hammarskjöld. Þessi skáld eru öll sænsk, en I Vinarhúsi eru líka ljóð eftir Frakkann Franz Toussaint í þýðingu Jóns. Þáð eru einkum skáld fjórða áratugar í Svíþjóð, öreiga- skáldin, sem valdið hafa nokkru um þróun skáld- skapar Jóns úr Vör. Á fimmta áratug varð ný tegund ljóðlistar ofan á í Svíþjóð, óræður skáldskapur og innhverfur. Þau skáld voru frekar að skapi Steins Steinarrs en Jóns, Báðir kynntu þeir sér vel sænska ljóðlist og erlend ljóð í sænskum þýðingum. Öreigaskáld eins og Harry Martinsson voru á sínum tíma byltingarmenn í sænskum skáldskap. Jón úr Vör gerði sína byltingu í íslenskri Ijóðlist, en mikill ný- ungamaður, módernisti, hefur Jón ekki verið. Hann hefur ræktað sinn garð. Sænsk skáld hjálpuðu honum að finna tón sem hæfði honum. í ljóðinu Vitur er ég ekki í Vetrarmávum lýsir hann erindi sínu við lesend- ur betur en er á valdi skýranda skáldskapar hans: Það er borð æsku minnar sem gegnum mig talar, ómálað einfalt borð i húsi fátæks manns, æðabert, eins og hendurnar gömlu, sem þvoðu það hreint á hverjum morgni með fjörusandi — og vatni úr kaldri uppsprettulind. Spekiorð þessara hreinu fjala er talað á öllum tungum heims, sáð í jörðina og vindinn. Jón úr Vör fæddst að Vatneyri við Patreksfjörð 21. janúar 1917. Jón var sjöunda barn hjónanna Jónínu Guðrúnar Jónsdóttur og Jóns Indriðasonar skósmiðs, börn þeirra urðu fjórtán. Jón ólst upp hjá Þórði Guðbjartssyni verkamanni sem hann tileinkar síðari útgáfu Þorpsins og konu hans Ólínu Guðrúnu Jóns- dóttur. Kona Jóns úr Vör er Bryndís Kristjánsdóttir frá Nesi í Fnjóskadal. Þau eiga þrjá syni: Karl, Indriða og Þórólf. Einnar bókar Jóns heur ekki verið getið fyrr í þessu afmælisspjalli: Stund milli stríða (1942), en 1 henni er hið hnyttna ljóð um vopnaðan frið. Einar Bragi valdi 100 kvæði (1967) eftir Jón og ritaði ítarlegan inngang um skáldið. Af störfum Jóns auk fornbókasölu í um tiu ár má nefna ritstjórn Utvarpstiðinda í fjögur ár og yfirbókavörður hefur hann verið í Kópavogi í tuttugu og fimm ár. Hann annaðist um skeið stjórn útvarps- þátta um bókmenntir á vegum Rithöfundasambands Ísiands. Vissulega þarf skáldið að bíða síns tíma, en á meðan leikur timinn á skáldið. Svo yrkir Jón í Ijóðinu Skáldaleyfi i Vinarhúsi. Þetta eru gömul og ný sannindi. Tíminn hefur verið Jóni úr Vör hliðhollur, tengt sig við hann þótt hann hafi naumast notið almennrar hylli. Mér virðist skáld- skaparstefna hans eins og hún birtist í Þorpinu og víðar vera í samræmi við það sem nú er efst á baugi i islenzkum skáidskap. F’áir iðka nú innhverfa ljóðlist í anda Steins í Tímanum og vatninu, enda ljóst að Steinn stefndi burt frá þeirri bók í siðustu ljóðunum sem birtust eftir hann: Formála á jörðu, Don Quijote ávarpar vindmyllurnar og Kreml. Ung skáld yrkja einfalt og auðskilið. Hversdagsleikinn er orðinn verð- ugt yrkisefni. Skáldskapurinn verður æ mannlegri, vill heldur vera samræða en hof véfrétta. Fordæmi Jóns úr Vör hlýtur því að vera í miklum metum þótt skáldin séu síður en svo sporgöngumenn hans. Skáld- skapurinn krefst sífelldrar endurnýjunar eins og aðr- ar listgreinar ef hann á ekki að vera tómur enduróm- ur. Það er við hæfi að þakka Jóni úr Vör fyrir uppörvun og holl ráð. Leiðir okkar hafa að vísu ekki legið oft saman á undanförnum árum. En við höfum vitað hvor af öðrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.