Morgunblaðið - 13.02.1977, Síða 7

Morgunblaðið - 13.02.1977, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. FEBRUAR 1977 7 Skulda- skil Ég hafði ekki alveg lokið máli mínu á sunnudaginn var um talenturnar, mína og þína. Leyfðu mérað halda áfram. Sú staðreynd, að hver verknaður skapi orsök að ákveðinni og óumflýjanlegri afleiðingu er mörgum þeim auðsæ, sem segjast ekkert hafa með guðstrú að gera. Hvort sem menn hafa já- kvæða eða neikvæða afstöðu til trúarllfs komast þeirfæstir hjá að viðurkenna þá stað- reynd. Hitt er nútímamönn- um miklu óverulegra, miklu fjarlægara hugarheimi þeirra, að yfir reikningsskilunum vaki skilyrðislaust hann, sem talentuna gaf — gaf eða léði —, og að hann og kröfu hans á hendur hverjum þeim, sem úr hendi hans hafi talentu þegið, geti enginn umflúið. Því að þótt hann sé hulinn jarðlegri skynjun sé hann veruleikurinn að baki alls, sem var, sem er og sem verður, ..veruleikur veruleik- ans", eins og indverska trú- spekin nefnir hann. En er hann veruleikur? Er hann annað en mannleg hugsmíð, bóla, reykur? Eða er það túlkun þeirra, sem boðskapinn um hann bera öðrum, sem er svo ófull- komin, að menn fjarlægjast hann? Því er oft haldið fram og prestar gerðir ábyrgir fyrir þverrandi guðstrú samtíðar- innar. Fyrir rúmlega hálfum öðrum áratug vakti storm í Bretlandi bók um þaðefni eftir einn af biskupum ríkis- kirkjunnar ensku, hörðádeila á guðfræði og kirkju með Bretum. Menn eru ekki vanir því að frá yfirmönnum biskupakirkj- unnar komi svo sterkur and- vari, að hann veki umræður. Menn eru vanari hinu, að í æðstu sætum kirkjunnar sitji menn, sem telja það heilagt hlutverk sitt, að verja arfhelgi gamalla kenninga, og ókyrr- ast eða vonzkast ef öðrum hugmyndum er hreyft og einhverja bliku nýrra hug- mynda er að sjá á lofti. En brezki biskupinn gat ekki horft aðgerðalaus á slvaxandi straum manna liggja frá þeirri kirkju, sem hann þjónaði, og frá kristninni sjálfri vegna þess að túlkun guðshugmyndarinnar fellur ekki að hugsun nútíma- mannsins, og að hann finnur ekki þá túlkun, þá predikun eiga erindi við sig. Bók brezka biskupsins olli ekki aldahvörfum, en honum tókst að ná eyrum þorra manna í Bretlandi, og sú staðreynd sýnir að jafnvel fráhvarfsfólkinu stendur ekki á sama um þessi mál og þyrstir eftir nýju vini á hina gömlu belgi kirkjukenning- anna. Það er heimskulegt að deila á og fárast yfir trúar- hugmyndum manna á fyrri öldum. Þær gátu átt á sér rétt á þeirri tíð. Hitt er engu skynsamlegra, að ætla sér að gera hugarheim fyrri alda manna að algildri mælisnúru á rétta eða ranga trú nútíma- manns. Ég geri ekki ráð fyrir að menn séu vitund gáfaðri í landi hér nú en þeir voru á dögum sra Hallgríms, en hugarheimurinn er æði frá- brugðinn. Á öld hins mikla sálmaskálds, þegar hungur og önnur neyð var nálega á hvers manns vegi án þess nokkur von væri um að úr yrði bætt, var einsætt að út- mála tilveruna hungruðum lýð í dimmum, köldum kof- um með orðum sra Hallgríms í 4. passíusálmi: „Án Guðs náðarerallt um kring, eymd, mæða, kvöl og fordæming". Hér eru nefndar þær kvalir, sem urðu hlutskipti flestra manna á dimmri öld og endað á fordæmingunni, hinni ægilegu útskúfun, en þannig þýðir ekki að kveða til þess að fá áheyrn nútíma- mannsins, svo breyttur er hugarheimur hans, að ekki sé talað um ytri efnalegar aðstæður, frá því, sem áður var. Því þarf nýjan tón í predikun, sem hlustaðerá. Guð er þorra nútíma- manna ekki sá lifandi veru- leikur, sem hann var fyrri kynslóðum. Þærfundu ríkar til þess að líf þeirra væri skilyrislaust á valdi Guðs, og fundu því í ríkara mæli hand- leiðslu hans ! sæld og sorg. Hvað sem um trúarskilning og hugmyndir horfinna kyn- slóða er að segja, er víst, að trú þeirra skapaði sterkar sál- ir, svipmikið fólk. Alveg er vlst, að lífð verður svip- minna, lif einstaklinga fátæklegra ef á bjargi ald- anna er hætt að byggja. Hin- um sterku stofnum fækkar ef kynslóð hættir að bergja á lindum lifandi guðsvitundar. Og þá er líka um leið vaxandi hætta á þvi að við gerumst skeytingarlaus um talentuna, hverfi úr sálinni sú ábyrgðar- vekjandi vissa, að hann, sem talentuna gaf, gaf eða léði, vaki yfir þvi að við skilum af henni arði. Vertíðarlokin kunna að vera ( nánd. Sá mikli loka- dagur lætur að jafnaði ekki básúnur boða komu sína. Trúir þú nægilega fast á það, að örlög þín, eilíf örlög og andartak hvert, séu á valdi og i vitund Guðs, herra talentunnar þinnar? Trúir þú því, að hann þekki verkin þín, lesi hugsanir þinar, heyri orðin þín og vænti þess að þú skilir arði af því, sem hann fól þér á hendur, — og ekki aðeins við ævinnar lok, heldur að enduðum hverjum degi? Ég er ekki að lá neinum neitt. Allra fráleitast og heimskulegast erað lá mönn- um, sem geta ekki trúað. Margirverða einhverra hluta vegna að dvelja lengi i öldu- dalnum, þar sem ekki sést til sólar. Ég held að alvaran í orðum Krists um talentuna og þjón- ana verði meiri eða minni markleysa sé því ekki örugg- lega treyst, að maðurinn lifi þótt hann deyi. Þessvegna bergmáli ódáinsveröldin ekki aðeins fagnaðarsöngva held- ureinnig andvörp, unz reikn- ingunum er að fullu lokið. Garóeigendur Nú er rétti tíminn ad iáta k/ippa trén. Hafberg Þórisson, skrúðgarðyrkjumaður, sími 74919 Köld bord Æ Fyrir giftingaveislur, afmæli, árshátíðir að ógleymdum saumaklúbbum. ~.rr ‘ A þessu borói eru eftirtaldir skreyttir réttir: Skinka, lambahryggur, kótilettur, ham- borgarhryggur, hangikjöt, grisasteik, roast beef, kjúklingar, reyktur lax, 2—3 síldarréttir, grænmetissalat, remolaði- sósa, rækjusalat, coctailsósa, brún heit kjötsósa, kartöflur amk. 3 tegundir, brauð -s og smjör. r Við sérstökum óskum getur verðið lækkað eða hækkað, ef teknir eru burt, eða bætt við sérstaklega dýrum réttum t.d. lax tourne- dos, öndum, aligæs, kalkún o.þ.h. Ef óskað er getum við sent menn með borðinu til að setja það upp. Förréttír tkaldir) Kavíar með ristuðu brauði 2 stk. per mann Blandaðar koktelsnittur 2 stk. per mann Laxasalat f koktelglasi Rækjukokteill f kokteilglasi Humarkokteill f kokteilglasi Reyktur lax í kramarhúsum m/ stffþeyttu eggi 1 rúlla per mann Soðinn lax f hlaupi eða smálúða Skinkurúlla m/ spergil Köld ávaxtasalöt Kjúklingasalat. Kaldar éða heitar tartalett- ur eftir vali m/ kjöti, fiski eða ostafyllingu. S J Súpur Kjötseyði Colbert m/ hleyptu eggi Rjómasveppasúpa — Aspassúpa Blómkálssúpa Frönsk lauksúpa Aðrar súpur má panta hjá yfirmatreiðslu- manni. r Heitur matur [ minni eða stærri samkvæmi Buff saute Stroganoff m/ salati og hrfsgrjónum Grfsasteik m/ rauðkáli og brúnuðum kartöflum Hamborgarhryggur m/ rauðvfnssósu, ananas salati og brúnuðum kartöfl- um. Grillsteiktir kjúklingar m/ i jómasveppasósu og grænmeti. Roast beef m/bearnaise sósu. Belgjabaunum og pommés saute. London lamb m/ brúnuðum kart. rjómasveppasósu, og grænmeti. Grfsakarrfréttur m/hrfs- grjónum. r Desertar Ábætisréttir Vanilluis Mokkais Sitrónuf romage, Triffle m/ rjóma, sherry og makkarónum. J Ýmsir samkvæmisréttir og aðrir smáréttir: Síldarréttir, kabarettdiskur m/ 5 teg. af síld, brauði og smjöri. Kfnverskar pönnukökur fylltar með hrfsgrjónum, kjöti og kryddjurtum m. sal- ati Soðinn lax f mayonnaise <heitt) m/gúrkusalati og tómötum. Kabarettdiskur með humar, rækjum, kavfar og skinku- rúllum spergil, roast beef, salati, brauði og smjöri ítölsk Pizza Pie Ítalskur kjötréttur (Irish stew) Nautatunga m/ remolaði og hvítum kartöflum eða piparrótarsósu Alikálfasnitzel m/ tilheyrandi JT Útvegum borðbúnað ef óskað er t.d. glös, diska hnífapör dúka servíettur o.þ.h. Útvegum einnig þjónustufólk. Upplýstngar veitir yfirmatreiðslumaður I stma 11630 eða 13835 v/Austurvöll Geymid augfýsinguna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.