Morgunblaðið - 13.02.1977, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1977
13
gátum ekki unnið við þau
vinnuskilyrði, að geta ekki
sjálfir ákveðið hvernig blaðið
liti út, bæði frá ritstjórnar- og
aufelýsingasjónarmiði." _ Hann
telur að dregizt geti í marga
mánuði að útgáfan geti hafizt
aftur þótt hann útiloki ekki að
deilan leysist skyndilega. „Við
gripum til sparnaðarráðstafana
af efnahagsástæðum. Gömlu að-
ferðirnar dugðu ekki lengur.
Þess vegna töldum við nauðsyn-
legt að hefja viðræður um
sparnað i rekstrinum og þegar
þær fóru út um þúfur urðum
við að láta til skarar skríða."
Þær raddir hafa heyrzt með-
al starfsmanna blaðsins, prent-
ara jafnt sem blaðamanna, að
útgáfustjórnin hafi ekki komið
nógu hreint fram. Einn blaða-
mannanna hefur líkt nýju
stjórnarfulltrúunum við sjálfs-
morðssveit. Margir þeirra eru
sammála um, að stjórn
Berlingske Hus hafi ekki lagt
nógu mörg spil á borðið þannig
að það hafi veikt röksemdar-
færslu hennar og gert það að
verkum að ástæðurnar fyrir
lokuninni hafi ekki virzt eins
nauðsynleg úrræði og útgáfu-
stjórnin heldur fram. Olaf
Poulsen segir hins vegar: „Við
höfum reynt meðan ég hef setið
í stjórninni að leggja öll spil á
borðið. Við höfum reynt að út-
skýra hvað hefði gerzt ef við
hefðum ekki tekið af skarið".
Deilan snýst um mörg tækni-
leg smáatriði, bæði hvað snertir
rekstur Berlingske Hús og mál-
flutninginn fyrir vinnudóm-
stólnum, en mesta athygli hef-
ur hún vakið vegna áhrifanna,
sem hún hefur á kosningabar-
áttuna. Deilan varð til þess að
Poul Hartling, leiðtogi Vinstri
flokksins, beindi þeirri fyrir-
spurn til Anker Jörgensens for-
sætisráðherra, hvað hægt væri
að gera gagnvart aðgerðum sem
þeim,sem hefðu leitt til lokun-
arinnar. „Stjórnarblöðin standa
utan við deiluna. Við það fer
kosningabaráttan úr skorðum
og annar aðilinn stendur betur
að vigi,“ sagði Hartling. Þessu
svaraði Jörgensen með áskorun
til eigenda Berlings um að
hætta við lokunina.
Um umfjöllun vinnudóm-
stólsins er haft eftir Per Jacob-
sen, lektor við Árósaháskóla, að
svipað mál hafi aldrei áður
komið til kasta vinnudómstóls-
ins þannig að um einstætt mál
sé að ræða. Hann telur ekki
hægt að útiloka þann mögu-
leika að lokunin sé „herbragð",
sem sé til þess ætlað að fá
prentarana tað „makka rétt“.
Vinnuveitendasambandið hef-
ur hafnað þeirri ásökun prent-
ara, að um verkbann sé að ræða
og Jacobsen vill ekki útiloka þá
kenningu. Hinn möguleikinn,
sem vinnudómstóllinn þarf að
taka til greina, er hvort um sé
að ræða lokun, sem sé nauðsyn-
leg út frá rekstrarsjónarmið-
um. Jacobsen telur að stjórn
Belingske Hus stæði betur að
vígi út frá því sjónarmiði ef
hún hefði sagt upp prenturun-
um en ekki aðeins sent þá
heim. Hann telur einnig að það
geti stutt málstað vinnuveit-
enda ef sannið verði ótvírætt að
prentarar hafi reynt að trufla
starfsemi fyrirtækisins siðustu
dagana fyrir lokunina.
&
Hvað sem þessu líður eru
sérfræðingar á þessu sviði sam-
mála um að ógerningur sé að
segja fyrir um að hvaða niður-
stöðu vinnudómstóllinn muni
komast. Þess vegna er talið lík-
legast að sá deiluaðilinn, sem
bezt getur fært rök fyrir stað-
hæfingun sínum, vinni málið.
En hvort úrskurðurinn verður
felldur eftir nokkrar vikur eða
mánuði veit enginn.
ENGAR horfur eru á skjótri lausn deilunnar um
lokum Berlingske Tidende, stærsta morgunblaðs Dan-
merkar sem var prentað f 130.000 eintökum áður en
útgáfan stöðvaðist. Deiluaðilar hafa báðir sett traust
sitt á vinnudómstól, sem þeir vfsuðu málinu til, en
hann hefur tilkynnt að hann geti engan úrskurð fellt f
bráð. Það þykir því sýnt að deilan muni dragast á
langinn og geti ef til vill staðið f marga mánuði og
framtíð Berlingske Tidende og B.T. og fleiri blaða,
sem útgáfufyrirtækið Berlingske Hus, gefur út, hang-
ir á bláþræði.
Hvor deiluaðili um sig gerir
þá kröfu að vinnudómstóllinn
dæmi mótaðilann til að greiða
háar skaðabætur fyrir
samningsbrot. Danska vinnu-
veitendasambandið vill að
vinnudómstóllinn úrskurði, að
prentarar Berlingske Tidende
skuli hefja aftur störf sam-
kvæmt þeirri vinnutilhögun,
sem Berlingske Hus hefur
ákveðið í sparnaðarskyni.
Danska verkalýðssambandið
krefst þess hins vegar að dóm-
stóllinn úrskurði, að stjórn Ber-
lingske Hus verði að hefja út-
gáfuna að nýju þannig að samn-
ingaviðræður geti hafizt milli
deiluaðila.
Alls voru 1.000 prentarar og
prentmyndasmiðir sendir heim
þegar útgáfustjórn Berlingske
Hus ákvað 30. janúar að loka
fyrirtækinu þar sem prentarar
höfðu neitað að fara eftir hinni
nýju tilhögun, sem hafði meðal
annars I för með sér lengri
vinnutíma og skert laun. Ut-
gáfustjórnin kvaðst ekki vilja
taka lengur á sig ábyrgð á
rekstri Berlingske Tidende
vegna aðgerða, sem prentarar
gripu til að trufla hina nýju
vinnutilhögun, og hafði auk
þess í hyggju að segja um 300
prenturum upp störfum. ■
1 upphafi deilunnar var búizt
við því að á þessu ári yrði 30 til
40 milljóna danskra króna halli
á Berlingi vegna hennar og hún
hefur skapað mikla eftirspurn
eftir öðrum Kaupmannahafnar-
blöðum, ekki sízt Politiken, sem
getur ekki tekið við nýjum
áskrifendum, og dæmi eru um
að blaðið seljist á rúmlega fjór-
földu verði á svörtum markaði.
Politiken, Ekstrabladet og
Aktuelt hafa gert með sér
samning um að prenta ekki
stærra upplag en venjulega svo
að eftirspurnin er mikil. Poli-
tiken hefur orðið að hafna
nýjum áskrifendum og verður
að hafna mörgum auglýsingum
á degi hverjum, þar sem ekki er
rúm fyrir þær í blaðinu. Infor-
mation er ekki aðili að þessum
samningi og upplag blaðsins,
sem er um 30.000, eintök hefur
aukizt um 20.000.
Einn helzti dagblaðasérfræð-
ingur Dana, Njels Thomsen, tel-
ur að vfsu ekki mikla hættu á
því að Berlingske Tidende tapi
mörgum áskrifendum jafnvel
þótt deilan standi lengi, til
dæmis í 3—4 mánuði, þar sem
blaðið eigi sér tryggan lesenda-
hóp, sem varla hefði áhuga á
öðrum blöðum nema Jyllands-
Posten. Hins vegar telur hann
verulega hættu á þvl að Ber-
lingske Tidende tapi mörgum
auglýsingum, þvf að margir
kaupi blaðið beinlfnis vegna
þeirra. Sama gildir um önnur
blöð, sem Berlingske Hus gefur
út, og starfsmenn auglýsinga-
fyrirtækja segja að þau þoli
mánaðarstöðvun, en lengri
stöðvun geti orðið þeim dýr-
keypt.
Auk Berlingske Tidende
hafa síðdegisblaðið BT og helg-
arblaðið Welkend-Avisen stöðv-
ast, Söndags BT og Billed Blad-
et sem fyrirtækið gefur lfka út
urðu að draga saman seglin og
útgáfa þeirra hefur stöðvazt.
Blaðamenn fyrirtækisins mæta
til vinnu eins og ekkert hafi f
skorizt, en margir þeirra telja
Lokaðar dyr Berlingske Hus
Berlingur
á bláþrædi
Utstilling á Berlingske Hus
stjóri, en fyrir voru í stjórninni
Aage Deleurab aðalritstjóri og
H. Dupont Jochumsen ritstjóri.
Nýju mennirnir fjórir hafa
staðið fyrir þeim breytingum,
sem hafa verið'gerðar á rekstr-
inum, og bakað sér óvild prent-
aranna, sem hafa verið vanir að
fást við viðráðanlegri mótherja.
Formaður prentarafélagsins f
Kaupmannahöfn, Louis Ander-
sen, hefur beinlínis sakað nýju
stjórnina um að hafa kallað
fram deiluna og setja ágóða-
sjónarmið ofar mannlegum
sjónarmiðum.
Hlutverk eigendanna hefur
verið nokkuð óvfst, en enginn
vafi er talinn leika á þvf að
afkomendur stofnanda blaðs-
ins, Berlings kammerherra,
styðji stefnu nýju stjórnarinn-
ar heilshugar. Mestan hlut í
Berlingske Hus eiga f jórir aðil-
ar: Blucher-Altona fjölskyldan,
sem Palle Madsen kemur fram
fyrir, Næser-fjölskyldan, sem á
fulltrúa i stjórninni (Johannes
Næser), Ove Hauschild for-
stjóri, sem er giftur inn í
Berlings-fjölskylduna og
Hjalmar Rosenblad forstjóri,
sem sömuleiðis er giftur inn f
ættina. Alls eiga þessir eignar-
aðilar átta fulltrúa í útgáfu-
stjórninni.
Afkomendur Berlings hafa
alltaf viljað málamiðlunarlausn
svo að útgáfa blaðanna geti
haldið áfram, en þeir segja að
tilgangslaust hafi verið að
halda áfram samningaviðræð-
um að lokum, þar sem þá hafi
ekkert verið að semja um. Þeir
segja að málin hafi verið komin
á það stig, að eitthvað yrði að
gera til þess að koma í veg fyrir
hrun Berlinske Hus eða koma
starfsmönnunum í skilning um
að allir yrðu að leggjast á eitt.
Inngangur Berlingske Söndag f Pilestræde f Kaupmannahöfn
Olaf Poulsen segir f viðtali
við blaðið Börsen: „Við neydd-
umst til að loka, þvf að við
að útgáfan geti ekki hafizt fyrr
en eftir nokkra mánuði.
Lokun Berlingske Tidende
og BT kom ekki á óvart. Stjórn
fyrirtækisins var endurskipu-
lögð vorið 1975 með það fyrir
augum að innleiða nýja tækni I
rekstri fyrirtækisins og koma
fjármálum þess f lag. Nýendur-
skipulögð stjórn fékk með öðr-
um orðum það verkefni að
segja upp um 300 prenturum.
Gamla stjórnin hafði viður-
kennt að það væri nauðsynlegt,
en hafði verið treg til þess. Hún
viðurkenndi einnig að nauðsyn-
Iegar ráðstafanir til sparnaðar f
Berlingske Hus
rekstri fyrirtækisins væru fors-
enda þess að það gæti haldið
lifi.
Nýju mennirnir í fram-
kvæmdastjórn Berlinske Hus
voru forstjórarnir Olaf Poulsen
(áður á Politiken) og K.B.
Nielsen (áður við Privatbank-
en), J.H. Thygesen, sem tók við
yfirstjórninni af Terkel M. Ter-
kelsen, fyrrverandi aðalrit-
stjóra, og Palle Madsen for-