Morgunblaðið - 13.02.1977, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. FEBRUAR 1977
23
CARTER — HarSari afstaða?
við Sovétmenn en hann hef 8i gert
ella. Og andófsmenn hafa ekki
aðeins spillt samhugnum milli
Sovétmanna og Bandarlkja-
manna. þeir hafa llka valdið ýmis-
legri miskllð með Sovétmönnum
og stærstu kommúnistaf lokkun
um á vesturlöndum.
Sovézk yfirvöld eiga úr vöndu
að ráða I málum andófsmanna.
Þau vilja auðvitað þagga niður I
þeim umfram allt og munu reyna
það. En b»ði verður það Sovét-
rfkjunum til álitshnekkis á vestur-
löndum yfirleitt og eykur miskllð
sóvézka kommúnistaflokksins og
hinna fyrir vestan. Verða Sovét-
menn að vega þetta og meta og
eru þeir bersýnilega ekki búnir að
þvl enn. En ráðherrar eru oft I
förum milli höfuðborga austan-
tjaldsrlkjanna um þessar mundir,
og virðist. að Sovétmenn séu að
reyna að „samræma aðgerðir".
Búast ýmsir við þvi. að efnt verði
til réttarhalda I Moskvu og Prag
innan skamms og einhverjir and-
ófsmdnn ákærðir, annað hvort fyr-
ir sérstaka glæpi ellegar almennan I
„fjandskap við rlkið". Það er trú-
lega ekki að ástæðulausu, að
sovézkum andófsmönnum var
kennt um sprenginguna I neðan-
jarðarbrautinni I Moskvu fyrir
skömmu. Það bendir til þess með ■
Framhald á bls. 31
Og allir eru
þeir sára-
saklausir!
hafði mig i ofninum i 20 daga“.
En ofninn var sérlegt herbergi,
sem Seixas hafði hugkvæmzt, er
hann var yfirvörður i fangabúð-
um á Saleyju. Þetta var steinklefi,
eða skápur öllu heldur, þrjú fét á
annan veg en tvö á hinn og var
sjóðheitt i honum á daginn en
jökulkalt um nætur. Þangað fóru
þeir, sem Seixas fékk vanþóknun
á. Nokkur vitni báru, að Seixas
hefði sagt þeim, að þau „yrðu
brjáluð ellegar dræpust" i búðun-
um á Saleyju. „Hann lét okkur
rogast með grjót á bakinu allan
liðlangan daginn. Þessi grjót-
burður þjónaði engum tilgangi
nema kvelja okkur. Og það var
ekkert undanfæri. Ef við veikt-
umst dró Seixas okkur út og rak
okkur að verki“. „Seixas barði
mig og sparkaði I mig í aðalstöðv-
um PIDE í Lissabon". Og þannig
mætti lengi telja.
Vitni verjanda höfðu náttúru-
lega aðra sögu að segja. „Seixas
gaf fátækum ölmusu", sagði eitt
þeirra; það var tannlæknir
ákærða. En þegar blessaður tann-
læknirinn sagði þetta varð hlátur
mikill á áhorfendapöllunum.
„Það er alveg satt“ æpti ekkja
gamals fanga og viðskiptavinar
Seixas. „Hann gaf fátækum —
spörk og svipuhögg!" Eitt vitni
verjanda, auðugur maður, lét svo
um mælt, að hann hefði eytt stór-
fé til samsæra gegn ríkisstjórn
Salazars fyrr á árum. Hefði hann
nokkrum sinnum verið kallaður
til yfirheyrslu vegna gruns og
hefði Seixas ævinlega verið hinn
kurteisasti við sig. „Þú sagðist
samt hafa skolfið, þegar þú fórst
fyrst til yfirheyrslu", sagði þá
einn dómarinn. „Já“ svaraði
vitnið „menn voru búnir að segja
mér, að þeir í PIDE væru illir
viðskiptis. En þeir reyndust mér
vel“. Þá gall við í manni á
áhorfendapöllum. „Það var heppi-
legt, að þú varst ríkur ævintýra-
maður. Þú hefðir kynnzt annarri
hlið á þeim, ef þú hefðir verið
verkamaður".
Nú er búið að dæma í málum 13
fyrrverandi foringja I
PIDE/DGS. Þeir fengu allir væga
dóma og fóru frjálsir menn úr
réttarsalnum, þvl að þeir eru bún-
ir að sitja í haldi frá því í apríl '74
og dómarnir ganga upp í það. Þá
hafa þessir menn og notiö „sér-
stakrar þjónustu" sinnar fyrrum
og þykir mörgum það kaldhænis-
legt. Svo að dæmi sé nefnt, hlaut
Seixas heiðursmerki fyrir
„rannsóknarstörf" sín í lögregl-
unni og fyrir störf sín í lifverði
Salazars. Er nú tekið tillit til
slikra viðurkenninga i dómum.
Heiðursmerkið dugði þó ekki í
þetta skiptið. Svo fór að lokum að
„öðlingurinn" Seixas hlaut
fangelsisdóm. Hann var núna
seint i janúar fundinn sekur um
margskonar misþyrmingar á fólki
og hlaut nærri átta ára fangelsi.
En þetta er samt einsdæmi að
heita hjá yfirvöldum í Portúgal
sem þykja næsta mjúkhent í upp-
gjöri sinu við böðla einræðis-
stjórnarinnar.
Á árunum 1935—1974 gistu 30
þúsund manna PIDE/DGS. Telur
fólk þetta, að lögreglan hafi ekki
enn fengið gistingúna borgaða að
verðleikum. Það er von að þvi
finnist réttlætið seint ætla fram
að ganga. Dómarar reyna svo sem
hvað þeir geta. En hendur þeirra
eru bundnar; annars vegar eru
þessar „mildandi aðstæður", sem
nefndar voru, þ.e. gömul „afrek“
í þágu föðurlandsins, sem hin
nýju stjórnvöld ætla að telja
lögreglumönnum hinna fyrri til
tekna, og hins vegar gæzluvarð-
haldstimi PIDEmanna frá 1974,
sem verður til þess, að þeir ganga
nú frjálsir ferða sinna úr réttar-
sal fyrir augum gamalla fanga
sinna og fórnarlamba. Verður að
segja, að vinnubrögð yfirvalda í
málum þessum hafa öll verið
næsta handahófskennd og furðu-
leg. En af sjónarmiðum PIDE-
manna sjálfra er það að segja, að
þeir telja sig píslarvotta, hvorki
meira né minna, segjast hafa
verið fangnir alsaklausir i rúm
tvö ár, og iðrast flestir einskis. En
það kann að reynast yfirvöldum
hættulegt að sleppa þeim lausum.
Ástandið i Portúgal er ekki gott
um þessar mundir og batnar
hljóðið í almenningi tæpast við
þetta undarlega réttlæti.
— Diana Smith.
FRÁ BANKOK — Munkarnir standa Ifka uppi
ráðþrota
landi ef enginn æti
framar endur og andar-
egg. En alþýða manna
lét sér ekki segjast.
Um vletnömsku
veitingastaðina og
„argentiumduftið" er
það að segja, að þjóð-
ernishyggja mun valda
mestu um nýtilkomná
óbeit Thailendinga á
þeim. Þær sögur eru
nefnilega á kreiki, að
útsendarar kommúnista
I Kambódiu hafi slegizt
með leynd í hóp fólks,
sem flúði þaðan til
Tahilands. Hafi út-
sendarar þessir haft
með sér gnægð
„argentiums", sáldri
því í mat manna I Thai-
landi og stofni þannig
framtið þjóðarinnar I
voða. En þeir, sem vill-
ast inn I vletnömsku
vitingastaðina um þess-
ar mundir fá betri
matarfrið en í nokkurn
annan tima. Og búið er
að loka fjölmörgum
veitingastöðum.
Áhrifamenn i Thai-
landi hafa snúið sér til
vestrænna vísinda-
amnna og beðið þá
ásjár. Hafa ýmsum vel-
metnum kvensjúkdóma-
fræðingum i Banda-
rikjunum borist
nákvæmar lýsingar á
uppdráttarsýkinni. Það
er líka búið að tala við
þá I Alþjóðaheilsu- i
gæzlustofnuninni.
Fórnarlömb sýkinnar
hafa verið yfirheyrð í
þaula svo að hundruð-
um skiptir, og tekið hef-
ur verið mál af ótöldum
kynfærum. En læknis-
ráð hafa engin fundizt.
Læknar eru jafnvel svo
ósvifnir að segjast ekki
sjá nein merki sýkinnar
og sé enginn faraldur I
landinu -nema múgs- i
efjun.
Þá er að færa
Thailendingum heim
sanninn um það. En
þeir eru ákaflega stolt
þjóð. Nú eru þeir búnir
að bita það i sig,
þúsundum saman, að
þeir þjáist að upp-
dráttarsýki að neðan-
verðu. Og það verður
hægara ort en gert að
telja þeim hughvarf.
—ANDREW
MURRAY.
________________________I
Nýkomin mjög
falleg gluggatjaldaefni
í breidd 275 — 280 cm.
Eínnig blúndustores og straufríir matar og kaffi-
dúkar.
Sendum í póstkröfu um allt land.
Vefnaðarvöruverzlun VBK,
Vesturgötu 4 sími 13386.
Vorum að fá nokkur ensk og amerísk
BILLIARDBORÐ
Gísli Jónsson & Co. h.f.
Sundaborg Simi 86644
klæðaskápar
Nú höfum við opnað söluskrifstofu í hjarta
borgarinnar í
Miðbæjarmarkaðnum, Aðaistræti 9.
Ný sending af hinum geysivinsælu Star klæðaskápum
var að koma.
Star klæðaskápana er hægt að skipuleggja eftir þörfum
hvers og eins.
Sama lága verðið eða um kr. 28.000 — per lengdar-
meter.
LÆKKAÐ VERÐ:
Eigum nú til ýmsa staka skápa úr við og viðarlíki, sem
við seljum á lækkuðu verði. Einnig franskar frimla
skápahurðir.
STAR-skápa í allt húsið
BÚST0FN hf.
Söluskrifstofa, Miðbæjarmarkaðnum, sími 81077
Funahöfða 19, sími 81663.
*