Morgunblaðið - 13.02.1977, Síða 24

Morgunblaðið - 13.02.1977, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. FEBRUAR 1977 Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavlk. Framk væmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson EBE-markaður þýðingarmikill Athyglisvert er, hve gífurleg aukning hefur orðiö á viðskipt- um okkar íslendinga við Efnahagsbanda- lagslöndin á sl. ári en útflutningur okkar til EBE-landa jókst um nær 100%. Er tæpast nokkur vafi á því, að gildistaka bókunar 6 og þær tollalækkanir, sem hún hafði í för með sér á útflutnings- vörum okkar, eiga rík- an þátt í þessari hag- stæðu þróun í við- skiptum okkar við Efnahagsbandalagið. Á árinu 1975 nam útflutningur okkar til EBE-landa um 11,7 milljörðum króna en hann nær tvöfaldaðist á árinu 1976 og nam 22,8 milljörðum króna. Hins vegar jókst inn- flutningur okkar frá EBE-löndum ekki nema um 10,4% og minnkun á viðskipta- halla okkar við EBE- löndin nam 34,7%. Þessar tölur sýna, svo ekki verður um villzt, að gildistaka bókunar 6 hefur verulega þýð- ingu fyrir okkur og að EBE-löndin eru mikil- vægur markaður fyrir útflutningsafurðir okkar, þegar við eig- um greiðan aðgang að þeim markaði. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna um þýðingu EBE-markaðar fyrir útflutningsstarfsemi okkar. I ræðu, sem Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, flutti fyrir nokkru á Alþingi, skýrði hann frá því, að EBE-löndin keyptu nú um 20% af allri framleiðslu sjáv- arafurða okkar en al- veg sérstaklega er hér um að ræða mikilvæg- an markað fyrir loðnu- afurðir vegna þess, að aðildarríki EBE kaupa langmestan hluta framleiðslu okkar á loðnumjöli og loðnu- lýsi. Þannig seldum við á sl. ári loðnulýsi fyrir 1252 milljónir króna og keyptu Bret- ar einir % hluta fram- leiðslunnar eða fyrir 810 milljónir króna en Hollendingar voru næststærsti kaupandi og keyptu loðnulýsi fyrir 307 milljónir króna, m. ö. o., þessi tvö EBE-lönd kaupa nær allt loðnulýsi okk- ar. Söluandvirði loðnu- mjöls á sl. ári varð rúmlega 3100 milljón- ir króna. Þar af keypti V-Þýzkaland fyrir 819 milljónir og Bretar fyrir 523 milljónir eða þessi tvö EBE-lönd nær helming allrar loðnumjölsframleiðslu okkar á sl. ári. Þróunin í vióskipt- um okkar við EBE- löndin á sl. ári og mikilvægi EBE- markaðarins fyrir loðnuafurðir okkar sýnir hversu þýðingar- mikið þaó er að eiga góð samskipti við að- ildarríki Efnahags- bandalagsins og eiga greiðan aðgang að markaði þeirra, enda eru þetta þau lönd, sem við höfum lengst af átt mest viðskipti við og mikil almenn samskipti. Minnkandi útflutn ingur til Sovét Asama tíma og út flutningur okkar til EBE eykst svo mjög sem raun ber vitni um og viðskiptajöfnuður okkar við þau lönd batnar, sígur á ógæfu- hliðina í viðskiptum okkar við Sovétríkin. Þannig versnaði við- skiptajöfnuður okkar viö Sovétríkin um nær 120% á sl. ári. Útflutn- ingur okkar til Sovét- ríkjanna minnkaði um rúmlega 20% á liðnu ári en verðmæti þeirra vara, sem við keyptum frá Sovétríkjunum, jókst hins vegar um nær 30%. Á árinu 1975 flutt- um við út vörur til Sovétríkjanna fyrir rúmlega 5 milljarða króna en á sl. ári nam útflutningur okkar til þeirra um 4 milljörð- um króna. Á árinu 1975 keyptum við vör- ur frá Sovétríkjunum fyrir um 7,7 milljarða en á árinu 1976 keypt- um við vörur frá þeim fyrir rúmlega 10 millj- arða króna. Bersýni- legt er því, að við- skiptastaða okkar við Sovétríkin er okkur óhagstæð og að Sovét- menn hafa takmarkað- an áhuga á að kaupa framleiðsluvörur okk- ar. Hins vegar kaup- um við enn alla olíu frá þeim. Er ekki orðió tímabært að huga að olíuviðskiptum við önnur lönd? Sú rök- semd er a.m.k. fallin, að nauðsynlegt sé að kaupa alla olíu frá Sovétríkjunum vegna þess, að þeir kaupi svo mikinn fisk af okkur. [ Reykjavíkurbréf Laugardagur 12. febrúar Leynifundur kommúnista í Dússeldorf SNEMMA í desember héldu full- trúar kommúnistaflokka i V- Evrópu leynifund í Dússeldorf. Á fundi þessum var fjallað um af- stöðu kommúnistaflokkanna til fjölþjóðafyrirtækja, sem svo hafa verið nefnd, þ.e. fyrirtækja, sem hafa starfsemi í mörgum löndum, eins og t.d. Svissneska álfélagið. Á fundinum var samþykkt að koma á fót alþjóðlegri upplýsinga- miðlun, sem safnaði saman upp- lýsingum um fjárhagslega upp- byggingu og tæknilegan og við- skiptalegan rekstur helztu fjöl- þjóðafyrirtækja í Vestur-Evrópu. Þessi upplýsingamiðlun mun sið- an dreifa upplýsingum til allra kommúnistaflokka í Vestur- Evrópu en þeim er ætlað að setja upp sérstaka starfshópa til þess að fást við fjölþjóðafyrirtækin eða auðhringina eins og kommúnistar hér nefna þessi fyr- irtæki. í framhaldi af því er ætl- unin að setja á stofn sérstaka nefnd, sem f eiga sæti fulltrúar allra kommúnistaflokka i Vestur- Evrópu og mun hafa með höndum yfirumsjón með þessari baráttu kommúnista gegn fjölþjóðafyrir- tækjum. Upplýsingaskrifstofan sem fyrr var nefnd mun starfa í tengslum við nefnd um fjölþjóðafyrirtæki, sem starfrækt er á vegum WFTU (World Federation of Trade Unions) þ.e. Alþjóðasambands verkalýðsfélaga, sem Sovétmenn ráða og er upplýsingaskrifstof- unni ætlað að undirbúa og skipu- leggja samræmdar verkfallsað- gerðir gegn fjölþjóðafyrirtækjum i allri Vestur-Evrópu. Á leynifundinum í DUsseldorf voru raunar fleiri en fulltrúar kommúnistaflokka í Vestur- Evrópu. Þar var einnig fulltrúi sovézka kommúnistaflokksins, maður að nafni Motshalin, sem er deildarstjóri i alþjóðadeild sovézka kommúnistaflokksins. (Þess má geta hér til fróðleiks, að I grein þeirri, sem hinn heims- þekkti bandaríski blaðamaður C.L. Sulzberger ritaði á árinu 1967 og vitnað var til í sfðasta Reykjavfkurbréfi, þar sem Sulzberger skýrir m.a. frá nj.ósna- ferli G. Farafonov, núverandi sendiherra Sovétríkjanna á Is- landi, segir hann, að Farafonov starfi ekki aðeins á vegum KGB heldur hafi hann bein tengsl við alþjóðadeild sovézka kommúnistaflokksins, þ.e. sömu deild og átti fulltrúa á fundinum f Dússeldorf). Motshalin þessi sat fundinn undir því yfirskyni, að hann væri fréttamaður fyrir Novosti-fréttastofuna (sem hefur skrifstofu hér á landi). Hann er hins vegar þekktur í V- Þýzkalandi sem maður er vestur- þýzka lögreglan leitaði að árum saman þegar starfsemi kommúnistaflokksins þar var bönnuð en þá var hann sendur til V-Þýzkalands til þess að skipu- leggja neðanjarðarstarfsemi kommúnista i V-Þýzkalandi. Jafn- framt var honum ætlað að annast fjármögnun á ólöglegri starfsemi kommúnista f V-Þýzkalandi. (í þessu sambandi er eftirtektarvert að rifja upp það sem sagt var í síðasta Reykjavíkurbréfi, að skv. þeim upplýsingum, sem Morgun- blaðið fékk hjá John Barron, höf- undi bókarinnar um KGB, var það einmitt eitt af verkefnum Farafonov sendiherra um skeið að koma með ólöglegum hætti fjármunum til kommúnistaflokka á Vesturlöndum.). Þessi fundarseta Motshalin sýn- ir sem sagt, að gagnstætt því sem haldið hefur verið fram um aukið sjálfstæði kommúnistaflokka á Vesturlöndum, er bersýnilegt, að fulltrúi sovézka kommúnista- flokksins hefur lagt línurnar á þessum fundi í Dússeldorf. Það skal tekið fram, að upplýsingar um þennan leynifund hefur Morgunblaðið frá heimsþekktu og virtu tímariti, sem gefið er út í V-Evrópu. En nú kann einhver að spyrja: Hvað kemur þessi fundur okkur hér á íslandi við? Því skal nú svarað. Herferð kommúnista gegn stóriðju Það er einkennileg tilviljun, svo ekki sé meira sagt, að einmitt á undanförnum vikum — eftir fundinn í Dússeldorf — hefur áróður kommúnista hér á íslandi, þ.e. talsmanna Alþýðubandalags- ins og Þjóðviljans, gegn stóriðju magnazt og margfaldazt. Á undan- förnum vikum hafa kommúnistar byrjað ofsafenginn áróður sem virðist hafa þríþættan tilgang að varpa rýrð á samningana, sem gerðir voru við Svissneska álfé- lagið á sinum tíma um álverið í Straumsvík og um ieið að gera þetta svissneska stórfyrirtæki tortryggilegt í augum Islendinga og að koma i veg fyrir, að frekari stóriðjufyrirtæki verði byggð hér á íslandi. I þessu sambandi hefur því enn verið haldið fram, að samningarn- ir um álverið hafi verið okkur íslendingum afar óhagkvæmir, að ekkert hafi verið gert til þess að koma upp hreinsitækjum i ál- verinu f Straumsvík og jafnframt hefur þvi verið haldið fram að núverandi iðnaðarráðherra sé í makki við Svisslendinga um stór- kostleg virkjunaráform á Austur- landi. Ennfremur er gerð atlaga að samningunum um járnblendi- verksmiðjuna í Hvalfirði við norskt stórfyrirtæki og leitazt við að varpa rýrð á þá samninga. Eftirtektarvert er, að það eru ekki aðeins talsmenn Alþýðu- bandalagsins á þingi og Þjóð- viljinn sem hafa haldið uppi þessari skyndilegu herferð eftir leynifundinn i Dússeldorf, heldur berst kvak úr fleiri áttum. Vinstri sinnaðir Islenzkir námsmenn í öðrum löndum taka sig til og skrifa greinar um það hvað Svissneska álfélagið sé vont fyrir- tæki og hvað samningurinn við það hafi verið óhagkvæmur okkur Islendingum og senda heim. Sömuleiðis fá stúdentar við Háskóla Islands skyndilega alveg gífurlegan áhuga á stóriðju- málum og fjöiþjóðafyrirtækjum og setjast niður við skriftir. Jafn- vel unglingar í framhaldsskólum taka til hendi, setja á fót svo- nefnda starfshópa og koma svo með spekingslegar greinar um það hvaða óskaplegar hörmungar hafi dunið yfir íslenzku þjóðina þegar álsamningurinn var gerður á sinum tima. Sem sagt: það er eins og ýtt hafi verið á hnapp — eftir leynifundinn I Dússeldorf — og allt apparatið fer í gang. Öllum hinum ,,trúuðu“ ber skylda til að láta í sér heyra og þeir sinna því desember leynilegur fi dulargervi fréttamanns flokksins. Á þessum fui Skömmu eftir að fundi Þjóðviljinn mikla áróðu kalli. Þannig hafa kommúnistar alltaf verið og þannig munu þeir alltaf verða. En það er nauðsyn- legt, að menn átti sig á þessum vinnubrögðum. Það er t.d. alveg nýr þáttur I starfsaðferðum kommúnista hér, að þeir eru að byrja að hagnýta sér þá staðréynd að flest íslenzk dagblöð eru nú orðið opin, fyrir margvislegum sjónarmiðum. Fæstir þeirra skrifa því I Þjóðviljann heldur er það bersýnilega skipulagt að koma greinum að i öðrum dag- blöðum, m.ö.o. kommúnistar vinna skipulega að þvi að misnota það frelsi sem hér ríkir. Hins vegar er það svo, að flest af þessum skrifum er í raun óbirtingarhæft, þar sem þau eru yfirleitt ómálefnalegur tii-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.