Morgunblaðið - 13.02.1977, Síða 26

Morgunblaðið - 13.02.1977, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. FEBRUAR 1977 Hvar vinna foreldramir? HÉR áður fyrr fylgdust börn oft með foreldrum sínum á vinnustaði, fengu að taka þátt I lifi þeirra og starfi og fundu, að þau voru ein- hvers virði, gátu verið til einhvers gagns. Þau voru hluti af fjölskyldu sinni, hluti af þjóðfélaginu og fylgdust með því sem var að gerast í kringum þau. Iðnvæðing og taeknimenning nútimans hafa breytt miklu — en vafasamt er, að það hafi allt verið til góðs. Finnst okkur heimurinn manneskjulegri en áður? Hafa mennirnir nálgast hver annan og veitt hver öðrum stuðning, skilning og umhyggju? Eitt af því sem veldur, að kynslóðabilið vex og fjarlægðin milli fólks eykst, er án efa ókunnugleiki barna á háttum og málefnum foreldra þeirra. Mörg börn hafa ekki hugmynd um, hvar foreldrar þeirra vinna eða I hverju vinna þeirra er fólgin. Þau eru hlutfallslega fá þau börn, sem hafa haft tækifæri til þess að fara með foreldrum sínum eða forráða- mönnum á vinnustað. Hvernig væri, að börnin bæðu foreldra sína um að athuga möguleika á heimsókn? Kannski geta foreldrarnir llka athugað þetta sjálfir og boðið börnum slnum I heimsókn? Hún þarf ekki að vera svo ýkja löng, en hún þarf að vera undirbúin. Það þarf að ræða um hana og börnin þurfa að fá tækifæri til þess að spyrja, og á einn eða annan hátt að geta tengt vinnuna við lífið almennt og samhengi I gangi þess. Á sumum vinnustöðum er erfitt að koma þessu við, en það er ekki nokkur vafi á þvl, að margir vinnuveitendur munu taka þessu vel. Og ekki væri úr vegi að Barna- og fjölskyldusíðan fengi stutt bréf um einhverjar heimsóknir! Við gerum sjálfsagt allt of lltið af þvl að miðla öðrum af reynslu okkar. I sem átti þrjá syni. Þeir hétu allir undarlegum nöfnum. Sá elsti hét „Hugsaðu það“, sá I miðið hét „Segðu það“, en sá yngsti hér „Gerðu það“. Þegar konungurinn fór að eld- ast og fann, að dauðinn nálgaðist kallaði hann á syni sfna og sagði: „Sá ykkar, sem byggir fallegustu höllina á einu ári, verður konung- ur eftir minn dag.“ Þetta fannst konungssonunum ágæt tillaga og allir hugsuðu með sér: „Ég skal verða konungur.“ Og sá elsti, „Hugsaðu það“, byrjaði að hugsa og velta málun- um fyrir sér. Hann hugsaði og hugsaði og I huga sínum byggði hann hinar fegurstu hallir og turna. En þegar árið var liðið hafði hann ekki einu sinni byrjað á sjálfri byggingunni. „Segðu það“ talaði um áætlanir Útsalan Aðeins tveir dagar eftir. Verzlunin er að hætta. Skóbær, Laugaveg 49. Upplýsingar í síma 35408 NOTIÐ tAÐBESTA Norræni sumar- háskólinn: Nýtt starfs- ár að hefjast UM þessar mundir er Norræni sumarháskólinn að hefja nýtt starfsár sem mun vera hið 26. I röðinni, en hérlendis hófst starfs- semin upp úr 1960. Þrátt fyrir nafnið starfar skólinn allan ársins hring, en I upphafi hvers árs eru ný efni tekin fyrir I nýjum hópum, og gamlir hópar taka jafnframt við nýjum félög- um. Aðalstarfsemi Norræna sumar- háskólans fer fram I námshópum, en sameiginleg efni eru valin á sumarmóti sem haldið er ár hvert til skiptis á Norðurlöndunum, þótt slíkt mót hafi ekki farið fram hér sfðan 1968. Markmið skólans er að stuðla að gagnrýnni athug- un og breytingum á mennta- og rannsóknastörfum á Norðurlönd- unum með þvi að velja sér rann- sóknaverkefni sem af einhverjum ástæðum hafa ekki verið leyst af hendi við menntastofnanir land- anna og stuðla að þvi að þær taki slík verkefni fyrir, segir I starfs- reglum skóalns, Á síðastliðnu ári störfuðu I Reykjavík hópar um orkumál, heilbrigðismál, verka- lýðssögu, kvikmyndafræði og rlkisvald og auðmagn. Fyrir árið i ár verður einnig boðið upp á 5 viðfangsefni en þau eru 5 efni af 11 sem boðið er upp á af dagskrá Norræna sumarháskólans. Verða þrjú þessara efna ný, en tveir hópar frá fyrri árum halda áfram starfi sínu, en hver hópur starfar I lengst þrjú ár. Verkefni komandi starfsárs eru: Hafið og Norðurlönd, hópsstjóri Ólafur K. Pálsson S: 44641 Heilbrigðis- og félagsmál, hópsstjóri Sigrún Júlíusdóttir S: 21428 Þekkingar- miðlun I skólum, hópsstjóri Kristrún Isaksdóttir, S: 43518. Kvikmyndafræði, hópsstjóri Friðrik Þ. Friðriksson Laugavegi 135, Framleiðsla og stéttarvitund, hópsstjóri Stefania Traustadóttir s: 11935. öllum er heimilt að hefja starf I verkefnahópum Norræna sumar- háskólans I upphafi hvers árs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.