Morgunblaðið - 13.02.1977, Side 32
32 _ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. FEBROAR 1977
Hughes eins og hann leit út á yngri árum og teikning af honum eins og talið var að hann hafi litið út
tveimur árum fyrir lát sitt.
Robert Maheu. Hughes flúði frá
Las Vegas til að forðast lætin,
sem komu f kjölfar þess að hann
rak Maheu.
Clifford Irving rithöfundur
Melvin Stewart, hárskeri, og
Gordon Margulis
ÞAÐ VAR áliðið dags
6. apríl á sl. ári og öll
hjól snerust í spilavít-
um Las Vegas. Þægi-
leg rödd í hátalara-
kerfi Desert Inn spila-
vítisins tilkynnti þá
skyndilega, aö óskað
væri eftir að þögn
ríkti í eina mínútu í
viðringarskyni við lát-
inn eiganda spilavítis-
ins, Howards R.
Hughes. Þegar gestir
höfðu staöið
vandræðalegir með
spilapeninga sína í
höndunum hallaði
einn borðstjórinn sér
fram og sagði: „Kastið
teningnum, hann er
búinn að fá sína mín-
útu.“
Howard Hughes
hafði látizt um borð í
sjúkraþotu rúmum
sólarhringi áður á leið
frá Acapulco í Mexikó.
Hann lézt úr nýrnabil-
un, en aðframkominn
af vannæringu og um-
hirðuleysi. Lauk þar
með á furðulegan hátt
ævi eins auðugasta
manns heimsins og
eins mesta sérvitrings
okkar tíma.
10 mánuðir eru nú liðnir frá láti
Hughes og enn eru margar óráðn-
ar gátur í sambandi við líf hans og
verða sjálfsagt lengi. Hins vegar
hafa ýmis svör og skýringar feng-
izt í bók bandaríska blaðamanns-
ins James Phelans, sem út kóm
skömmu fyrir jól og nefndist
„Hín huldu ár Howards Hughes".
Phelan, sem hefur fylgzt með
Howard Hughes meira en nokkur
annar maður sl. tvo áratugi, fékk
til liðs við sig tvo menn, sem voru
i hópi starfsmanna Hughes, sem
nánust samskipti höfðu við hann.
Þessir tveir menn, Melvin
Steward, hárskeri að atvinnu, og
Gordon Margulis, 45 ára gamall
Breti, sem fyrir röð tilviljana varð
þjónn Hughes, ákváðu að skýra
Phelan frá reynslu sinni og skipta
með honum hagnaði af útgáfu
bókarinnar.
Hrikalegar lýsingar
Urdráttur úr bók þessari hefur
birzt i blöðum og tímaritum víða
um heim og eru þær lýsingar, sem
þar eru gefnar af lífi þessa sér-
vitra auðkýfings, næsta hrikaleg-
ar og gefa til kynna, að hann hafi
verið orðinn geðsjúkur siðustu 10
árin, sem hann lifði, eða þar um
bil. Skv. lýsingum hefur útlit
hans verið hörmulegt. Skegg hans
grátt og rytjulegt náði honum í
mitti og hár hans niður á mitt
bak. Neglur hans voru sagðar allt
að 5 sm langar og hann var jafnan
annaðhvort nakinn eða í stuttum
hvítum lérefstnærbuxum einum
klæða. Þvisvar sinnum á þessum
10 árum hitti hann að máli menn,
sem voru utan þess heims, sem
hann hafði skapað sér, og þá lét
hann klippa sig og snyrta og
klæddi sig þannig að engum sem
hann hitti kom til hugar annað en
sögurnar um hann væru hreinn
uppspuni.
1 bókinni segir að Hughes hafi
verið orðinn óforbetranlegur
lyfjaneytandi. Hann hafi byrjað
að taka Valium og Empirin 1966,
er hann flutti með mikilli leynd
til Las Vegas frá Boston og er árin
liðu neytti hann þessara lyfja í
gífurlegu magni. Þessi lyf, sem
eru góð við höfuðverk og tauga-
óstyrk ef þeirra er neytt í hófi,
valda sleni og gleymsku ef um
ofnotkun er að ræða. Þegar á leið
byrjaði Hughes að sprauta sig
beint í æð með einhverjum tær-
um vökva, sem tvímenningarnir
vissu ekki hvað var, en þeir tóku
eftir því að eftir sprautuna varð
Hughes yfirleitt mjög syfjaður og
ruglaður og ekki hægt að skilja
það sem hann sagói. 4 læknar
önnuðust Hughes að staðaldri, en
þvermóðska hans og sérvizka kom
í veg fyrir að hann færi að ráðum
þeirra og hann varð fljótt mjög
illa á sig kominn heilsufarslega,
þjáðist af gigt, meltingartruflun-
um og ýmsum öðrum kvillum.
1000 dollara
klípping
Þegar Stewart fyrst hitti
Hughes kom einn af aðstoðar-
mönnum Hughes til hans á rak-
arastofu hans í Las Vegas og bað
hann að koma með sér og hafa
tæki sín með i tösku til að klippa
mann á Desert Inn. Þegar komið
var að dyrum á efstu hæð hótels-
ins bankaði maðurinn með
ákveðnu merkjamáli og dyrnar
voru opnaðar. Þar tók á móti
Stewart maður að nafni John
Holmes, einn af aðstoðarmönnum
Hughes. Holmes gaf Stewart ná-
kvæm fyrirmæli ym hvernig hann
skyldi haga sér. Hann átti að
byrja á því að þvo sér eins og
skurðlæknir fyrir aðgerð áður en
hann byrjaði klippinguna. Síðan
átti hann að setja upp skurðstofu-
gúmmíhanzka og losa allt úr vös-
um sinum, eins og penna, blýanta
eða annað því um líkt og að lokum
var honum bannað að yrða á
manninn, sem hann átti að klippa.
Hann mætti tala við hann á
merkjamáli, en ekki segja eitt
einasta orð og alls ekki segja
nokkrum lifandi manni frá því
sem fyrir augu hans bæri. Ste-
wart var nú látinn setjast niður og
bíða í nokkrar klukkustundir,
sem hann notaði til að velta fyrír
sér hvernig í ósköpunum gæti
staðið á öllu þessu umstangi um
einn auðugasta mann heims.
Loksins kom Holmes og sagði
„Hughes er tilbúinn." Stewart
segir: „Ég lamaðist er ég kom inn
í herbergið. Ég er sveitastrákur
og hélt að milljónamæringar
væru umkringdir lúxus, eins og
Rembrandt-málverkum, antikhús-
gögnum og þvíumlíku, en hér sat
þessi frægi maður berrassaður í
óumbúnu rúmi, hár niður á mitt
bak og skegg niður á maga, svo
horaður að holdið var eins og tálg-
að á beinunum. Ég ætlaði að
leggja töskuna frá mér á stól, en
Hughes hrópaði: „Nei, nei, nei,
ekki á stólinn." Siðan skipaði
hann Holmes að sækja einhverja
„einangrun" til að setja undir
töskuna og kom hann með stafla
af bréfhandklæðum. Holmes lagði
síðan dulu á mitt gólfið, bar þang-
að stól og gaf mér merki. Ég byrj-
aði að setja á mig hanzkana.
Hughes horfði spyrjandi á mig og
sagði: „Hvern fj. . . ætlarðu að
gera við hanzka?" Ég vissi ekki
hvað ég átti af mér að gera.
Holmes hafði skipað mér að setja
upp hanzkana og bannað mér að
tala við Hughes. Ég kunni ekki að
gefa skýringu á fingramáli hvað
um væri að ræða og ákvað að sýna
hugrekki og segja honum ástæð-
una. „Hvaða vitleysa, þú getur
ekki klippt mig með gúmmíhönzk-
um." Það tók mig þrjár klukku-
stundir að klippa hann og raka og
í hvert skipti, sem ég þurfti að
nota eitthvert áhald, varð ég að
stinga þvi ofan í hreinan spíra til
að dauðhrainsa það. Nokkrum
dögum síðar kom einn af mönnum
Hughes til mín og afhenti mér
1000 dollara fyrir viðvikið."
Þegar Hughes fór
frá Las Vegas
Astæðan fyrir því að Howard
Hughes fór frá Las Vegas seint í
nóvember 1970 í ferð, sem þannig
þróaðist, að hann kom ekki aftur
til föðurlands síns fyrr en hann
var látinn, var sú að mikil valda-
barátta kom upp i fyrirtækjasam-
steypu hans og lauk með þvi að
hann rak Robert Maheu aðalfram-
kvæmdastjóra sinn og trúnaðar-
Auðugasti maður heims iézt úr umhirðu-
ieysi íhópiiækna og aðstoðarmanna