Morgunblaðið - 13.02.1977, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 13.02.1977, Qupperneq 36
36 FRÁSÖGN af flótta og handtöku hollenzka nasist- ans og stríðsglæpamanns- ins Pieter Mentens í Sviss fyrir áramót hefur vakið heimsathygli og orðið enn einu sinni til að beina aug- um heimsins að hörmung- um heimsstyrjaldarinnar. Hefur máli Mentens verið lýst f blöðum um allan heim sem mesta stríðs- glæpamáli frá þvf að Adolf Eichmann var handtekinn. Menten, sem er 78 ára að aldri og þekktur lista- verkasali er sakaður um að hafa myrt eða látið myrða 800 pólska gyðinga og kommúnista á árunum 1941—43. Atburðarásin, sem leiddi til handtöku Mentens í Bern 6. desember eftir að hann hafði flú- ið heimili sitt degi áður en hollenzka lögreglan ætlaði að sækja hann, hófst f lítilli skrif- stofu í Tel-Aviv fyrir 32 árum. Lieber Krumholz, sem var blaða- maður við Haaretz, dagblað fyrir Gyðingasamfélagið í Palestfnu, hafði farið í viðtal við konu, er stjórnaði samtökum, sem greiddu götu þeirra, sem sluppu til Palestínu frá Evrópu. Þegar Krumholz kom á skrif- stofuna bað einkaritari hann að hinkra við andartak og kallaði síðan á hann með nafni og bauð honum að ganga inn. Á skrifstof- unni sat ásamt Krumholz gamall gráhærður maður, sem stirðnaði upp og byrjaði að titra, er hann heyrði nafn Krumholz kallað. Þegar Krumholz kom fram aftur að viðtalinu loknu stóð gamli maðurinn upp og spurði skjálf- raddaður „Ert þú Lieber Krumholz frá Lvov (pólska hérað- inu f A-Galiciu)? Er Krumholz svaraði játandi, féll maðurinn grátandi um háls hans og sagði „Ég er J akob Loebel frá Lvov. Ég þekkti föður þinn og alla f jöl- skylduna." Krumholz, sem hafði ekkert heyrt af fjölskyldu sinni frá þvf 1939, spurði frétta en Loebel spennti greipar og sagði „Þau eru öll dáin, öll myrt, við verðum að biðja fyrir þeim.“ Eftir að þeir höfðu beðist hljóðlega fyr- ir nokkra stund sagði Loebel: “Veistu hver myrti þau? Vinur okkar Pieter Menten." Kynni Krumholz af Pieter Menten hófust á fyrstu árum ann- ars áratugsins, er Menten fluttist frá Hollandi til Lvov og settist þar að. hann var þar eigandi inn- flutnings- og útflutningsfyrirtæk- is og varð brátt mikils metinn meðal íbúanna í Lvov. í vinahópi hans voru margir af auðugustu gyðingum bæjarins, þ.ám. móður- bróður Krumholz, Isaac Pistiner, sem átti sveitasetur og búgarð skammt fyrir utan bæinn. Krum- holz, sem fyrir mörgum árum tók sér hebrezka nafnið Haviv Kanaan, er ennþá blaðamaður fyrir Haáretz og er nú 63 ára að aldri. i júnf sl. byrjaði hann að skrifa um Menten, eftir 32 ára rannsókn og upplýsingasöfnun og þau skrif urðu til þess að Menten var handtekinn að lokum. VINÁTTA í UPPHAFI í upphafi var fölskvalaus vin- átta milli fjölskyldu Krumholz og Mentens, sem ásamt hinni fögru eiginkonu sinni Elizabetu var tfð- ur gestur á heimilum frænda hans og föður og Krumholz fór oft í veiðiferðir með honum. Menten var mjög vinsæll og virtur. Upp úr 1930 fór skugga að slá á vinátt- una, er Menten og Isaac Pistiner lentu í málaþrasi út af skógar- höggréttindum á landaeign hins síðarnefnda. Vinátta Mentens við Krumholz, mág Pistiners, hélzt hins vegar óbreytt og þegar hinn ungi Lieber Krumholz fluttist til Palestfnu árið 1935 sendi hann fyrsta póstkortið heim til Ment- ens (sumir segja að samband þeirra hafi verið eins og samband föður og sonar, þar sem Menten átti engin börn.) Nýr kapftuli þessarar sögu byrj- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. FEBRUAR 1977 ar árið 1941, með innreið Þjóð- verja í A-Galiciu, sem sfðar var innlimuð í Sovétrfkin. Þá bjuggu f Lvov 300 þúsund manns og var um þriðjungur ibúanna gyðingar. Hér var það sem frásögn Loebels byrjaði. Þegar Þjóðverjarnir komu slepptu þeir lausum hinum öfgafullu gyðingahöturum í land- varnarliði Ukraínumanna, sem á þremur dögum frömdu fjölda- morð á 4000 gyðingum. Þegar um hægðist laumuðust Loebel og aðr- ir úr felum til að komast að því hvað hefði gerzt. Hundruð þýzkra hermanna voru á götum borgar- innar þ.ám. margir gestapómenn og SS menn. Allt f einu stöðvaði þýzkur hermaður Loebel og bauð honum góðan dag. Loebel sagðist nær hafa hnigið niður á götuna af hræðslu, er hann sá að hermaður- inn var Menten, sem var túlkur fyrir Þjóðverjana. Menten spurði Loebel hvar Krumholz væri og Pistiner, en Loebel svaraði því til að hann hefði ekki séð þá f nokkra daga. Einum til tveimur dögum siðar frétti Loebel af þvf að Menten hefði komið með hóp SS manna heim til Pistiners og Krumholz. Pistiner sjálfur var ekki heima, en tveir synir hans, tengdasonur, kona hans og dætur voru heima. Menten skipaði karl- mönnunum að koma með sér og var þeim ekið á brott að kaþólsk- Mynd af Menten, sem tekin var skömmu áður en hann flúði til Sviss. ekki farið langt, er þeir heyrðu skothrfð. Allir karlmennirnir höfðu verið teknir af lffi og eigin- konum þeirra skipað að moka of- an í grafirnar. Schiff tók konu sína og börn og fór með þau út f skóg, þar sem þau voru f felum, en hann gat engu að sfður fylgst með Podhorodce. Nokkru sfðar sá hann að Menten sendi heima- varnarliðsmennina til heimila gyðinganna og nú var öllum kon- um og börnum skipað heim að húsi Pistiners, þar sem þau voru líflátin. Fleiri aftökur eru sagðar hafa'att sér stað f nágrannaþorp- unum að skipan Mentens. LlTIL FRÉTT VARÐ HONUM AÐ FALLI Kaldhæðni örlaganna f þessu máli, er að það sem varð Menten að falli og leiddi til handtöku hans, er lítil frétt, sem birtist f maí f hollenzka blaðinu De Tele- graaf, sem er blað hægrisinnaðra kaþólikka, um að Menten hygðist selja verulegan hluta af lista- verkasafni sfnu. Menten hefur aldrei borið á móti því að þetta mikla listaverkasafn væri sá grunnur, sem hann hefði byggt auð sinn á. Ástæðan fyrir því að Menten ákvað að selja safnið var sú að sögn hollenzka blaðamanns- ins Hans Knoop, sem átti mikinn „Þau eru ÖH dáin, vinur okkar Pieter Menten myrtiþau" Menten ( nasistabún- ingi. Mál hollenzka auðmannsins og stríðsglæpamannsins hefur vakið heimsathygli Hauskúpur úr fjöldagröf ( Lvovhéraði. Maðurinn, sem stendur við gröfina, heitir Jan Pestolak og hefur lýst því er hann var neyddur til þess 11 ára gamall að klifra upp (tré og horfa á fjölskyldu sfna og 150 aðra tekna af l(fi. um kirkjugarði, Lyczakow, skammt frá. Þar skipaði hann mönnunum þremur út og skaut þá alla gegnum höfuðið. Tveir lét- ust þegar, en hinn þriðji frændi Krumholz, Hirsch Pistiner særð- ist alvarlega. Þar sem dimmt var orðið virtist Menten ekki taka eft- ir því að hann var ekki dáinn og ók á brott. Um nóttina komst Hirsch til meðvitundar og var fluttur með leynd til gyðinga- sjúkrahúss. Hann lifði af, en féll tveimur árum sfðar f almennri útrýmingarherferð á hendur gyðingum í Kvov. Áður hafði hann gefið nákvæma lýsingu á því sem gerðist og staðfesti að Menten hefði verið morðinginn í samtölum við frænda sinn, Leon Wirtski, sem lifði strfðið af og er nú verzlunarmaður í Austurrfki. LEITAÐI UM ALLT Menten fann ekki Isaac Pistin- er, sem síðar lézt úr taugaveiki f fátækrahverfum Lvov, en skjöl og skýrslur Krumholz eru fullar af framburði vitna um að Menten hafi leitað Pistiners í fjölmörgum þorpum f nágrenni sveitaseturs hans. Fyrst er hann sagður hafa farið til þorpsins Prodhorodce, þar sem hann lét safna saman öllum karlmönnum úr gyðinga- fjölskyldum og flytja þá til sveita- seturs Pistiners. Einn af gyðingunum, timburkaupmaður- inn Samuel Schiff, lifði af strfðið og áður en hann dó, 1970, hafði hann gefið lögreglunni f ísrael eiðsvarinn vitnisburð um at- burðarásina. Schiff sagði að er hann hefði komið að húsi Pistiners hefði hann séð tvo SS-menn, annan með marghleypu en hinn með vél- byssu. Tveir aðrir SS-menn sátu f bílnum. Fyrir framan húsið hafði verið tekin stór gröf og tréborð verið sett yfir hana. Schiff segist hafa þekkt manninn með marg- hleypuna, þar hafi Menten verið kominn. Þegar Menten leit yfir gyðingahópinn kallaði hann: „Schiff og Altmann, farið heim.“ Mennirnir tveir snérust á hæli og flúðu hið bráðasta, en þeir höfðu þátt í handtöku Mentens, að hann var haldinn óskaplegri hræðslu við að Rússar væru f þann veginn að ráðast inn í V-Evrópu. Sami ótti hafði leitt til þess að hann keypti stórt hús i Lemybrien á írlandi til að geyma þar hluta af safninu nokkru áður. Knoop segir að safnið saman- standi af myndum, sem Menten hafi stolið úr hfbýlum gyðinganna í Póllandi og látið flytja til Hol- lands 1943, er Menten fannst vera farið að þrengja óþægilega að sér í Póllandi. Látið er að þvi liggja að Menten hafi skv. sérstöku leyfi Himmlers fengið þrjá járn- brautarvagna til að flytjasafnið og þ.á m. hafi verið nær allar myndir pólska málarans Gottlieds, sem stundum hefur verið nefndur Rembrandt Póllands. FRÁSÖGN KNOOPS Knoop skýrði brezka blaðinu Observer frá því fyrir skömmu hvernig hann hefði fyrst fengið að vita um fortfð Mentens hjá Kanaan, en þeir voru gamlir vin- ir. Þegar Kanaan sá fréttina um listaverkasöluna i De Telegraaf, hringdi hann strax í Knoop, sem er ritstjóri tímaritsins Accent, sagði honum að hann hefði birt frétt um Menten í blaði sfnu f Israel og hvatti Knoop til að gera hið sama. Knoop segir: „Ég vildi fyrst kynna mér málið aðeins og upp frá þeim tíma hef ég verið á stöðugum ferðalögum út um allt. Ég fór til Sovétrfkjanna til að heimsækja Pistinerhúsið, vegna þess að þar var Menten sagður hafa tekið 200 gyðinga af lífi. Þegar ég kom þangað hafði sovézki saksóknarinn fyrirskipað rannsókn í málinu nokkrum dög- um áður og rússneskir hermenn opnuðu grafirnar f minni viður- vist. Þar voru öll líkin. Ég fann einnig aðra aftökustaði Mentens, en alls er hann ábyrgur fyrir af- tökum 800 gyðinga og kommún-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.