Morgunblaðið - 13.02.1977, Síða 37

Morgunblaðið - 13.02.1977, Síða 37
MORG UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. FEBRUAR 1977 37 ista. Þegar ég sneri aftur til Hol- lands i nóvember bauð ég sak- sóknaranum i Amsterdam öll skjöl og sannanir, sem ég hefði. Hann var felmstri sleginn yfir því sem hann las, en bað mig um að biða í 4 vikur með að birta þetta í blaði minu til þess að hann gæti sent 4 lögreglumenn til Sovétrikj- anna til að kanna málið og stað- festa það sem ég væri að segja. Ekki tókst að fá leyfi fyrir ferð- inni og þeir urðu að treysta á mitt efni. Ég beið með birtingu i eina viku og 15. nóvember 2 dögum fyrir útgáfu blaðs míns var gefin út handtökutilskipun á Menten i Hollandi. Honum hafði hins vegar tekizt að flýja deginum áður. Hol- lenzku yfirvöldin, sem vafalaust hafa verið hrædd við auð hans og völd, vildu vera 100% viss I sinni sök og höfðu látið undir höfuð leggjast að taka af honum vega- bréfið. Ég skil þetta vel, því að ég hafði sjálfur fengið að finna fyrir hótunum hans. Þegar ég fyrst gekk á hans fund í maí og gaf honum tækifæri til að verja sig, neitaði hann að sjálfsögðu öllu mjög kurteislega. Ég sat hjá honum næstum heilan laugardag I húsi hans i Blaricum. Daginn eftir byrjaði hann að hringja til min og hóta mér. Hann bauð mér 10 þúsund dollara ef ég félli frá þvi að birta grein um málið. Þá helgi hringdi ég í Simon Wiesenthal, hinn kunna nasista- veiðimann, sem situr í Vin, og spurði hann hvort hann hefði eitt- hvað á Menten, en hann svaraði þvi neitandi. Næst þegar Menten hringdi sagði ég honum hvað Wiesentahl hefði sagt og sagði: „Ég skal taka það fram i greininni að Wiesentahl hafi sagt að hann hefði ekkert á þig“. Menten sagði þá: „Ég skal borga 20 þús dollara til Wiesenthalstofnunarinnar ef þú lætur málið niður f alla“. Ég neitaði að sjálfsögðu. Nokkru seinna beitti hann fyrir sig þekktum nöfnum í hollenzkum stjórnmálum og hjá fjölmiðlum og sagði að hann og vinir hans myndu kaupa Accent og láta reka mig“. „ÉG ER ÖRUGGUR“ Knoop fylgdist vel með Menten og það var hann sem vísaði sviss- nesku lögreglunni á hann í hóteli skammt frá Zurich. Þau hjón voru sofandi, er lögreglan knúði dyra, en Menten skildi strax hvað um var að vera og hrópaði: „Þið getið ekkert gert samkvæmt svissnesk- um lögum, ég er öruggur". Hann hafði þegar ráðgast við svissneska lögfræðinga og á náttborði hans lá eintak af samningi Hollendinga og Svisslendinga um reglur um framsal afbrotamanna. Hann veitti enga mótspyrnu er lögreglumenn báðu hann að fylgja sér, en er hann sá Knoop í anddyri hótelsins missti hann alveg stjórn á skapi sinu og kallaði hann skitugan júða og kommúnista og hélt áfram að hrópa svivirðingar að honum alla leiðina að lögreglustöðinni, sem var um 300 metra frá hótelinu. Tveimur dögum seinna fengu blöð í Hollandi afrit af bréfi, sem Menten hafði sent hollenzka dómsmálaráðuneytinu, þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu og sagðist einungis hafa flúið, vegna þess að hann væri svo veikburða orðinn, að hann gæti ekki varið sig. Menten, sem reyndi að fremja sjálfsmorð eftir að hann var hand- tekinn, er nú í haldi i Hollandi, eftir að hann var framseldur þangað, en engar formlegar ákær- ur hafa enn verið lagðar fram á hendur honum þó að umfangs- mikil rannsókn hafi farið fram á máli hans. Fjögurra manna hol- lenzk sendinefnd fékk heimild til að fara til Sovétríkjanna I byrjun febrúar til að reyna að staðfesta framburð vitna og hafa þeir látið 5 manns, sem segjast hafa orðið vitni að aftökunum, setja þær á svið. Gert er ráð fyrir að ákvörðun verði tekin um hvort mál verður höfðað gegn Menten, þegar nefnd þessi hefur lokið störfum. (Observer, New York Times, Reuter). — Minning Albert Framhald af bls. 38 verið starfsmaður á Fasteigna- matsskrifstofu Winnipegborgar, og notið þar trausts og virðingar, er lýsti sér f þvi, að mörg hin síðari ár, áður en hann hætti störfum, hafði hann verið yfir- fasteignamatsmaður. Albert var maður mjög félags- lyndur, og var Soffia kona hans honum samhent í þvi sem öðru, er horfði til góðs og gagnsemdar. Hann bar hag Fyrstu lútersku kirkju I Winnipeg sérstaklega fyrir brjósti, var ritari safnaðar- ins árum saman og forseti hans seinasta árið, sem hann gegndi hinu opinbera embætti sinu. Hann var einnig ritari hinnar upphaflegu nefndar, er hóf fjár- söfnun til stofnunar háskólastóls- ins í íslensku og islenskum bók- menntum við Manitobaháskóla. Albert átti einnig lengi sæti I ís- lendingadagsnefndinni í Winni- peg. — Vikublaðið Lögberg- Heimskringla naut einnig góðs stuðnings af hans hálfu. Þegar Soffia kona hans, sem er listræn mjög og snillingur í vefn- aði, hóf viðtækt starf sitt I þágu Kanadiska heimilisiðnaðarfélags- ins — (The Canadian Handicrafts Guild), gerðist Albert hægri hönd hennar í þvi umfangsmikla starfi, ferðaðist, meðal annars, með henni á fundi til heimilisiðnaðar- sýninga og ræðuhalda viðsvegar i Manotoba og Winnipeg. í þakkar- og viðurkenningarskyni fyrir það ágæta starf sitt var hann kjörinn ævifélagi Kanadiska heimilisiðn- aðarfélagsins, og er það einstæð- ur heiður, sem sjaldan fellur karl- manni i skaut. í allmörg ár helgaði hann sum- arfríi sínu, ásamt Soffiu, því nyt- semdarverki að kenna vefnað unglingunum I Sumarbúðum lút- ersku kirkjunnar (The Sunrise Lutheran Camp) I Húsavik við Winnipegvatn. Má óhætt fullyrða, að það var öllum hlutaðeigendum til óblandinnar ánægju. Eftir að þau hjónin fluttust til Vancouver, hélt Albert áfram virkum áhuga sínum á kirkjuleg- um málum með fórnfúsu starfi sinu í þágu islensku lútersku kirkjunnar þar í borg (The Lutheran Church of Christ), var fjármálaritari hennar til dánar- dægurs. Hann var einnig heil- huga stuðningsmaður íslendinga- félagsins i Vancouver (The Ice- landic Canadian Club of B.C.), og mjög að verðugu, verið kjörinn ævifélagi þess félagsskapar. Þótt Albert hefði eigi árum saman gengið heill til skógar, bar dauða hans óvænt að höndum. Hann veiktist skyndilega síðdegis 26. mars, var þegar fluttur á sjúkrahús, en varð bráðkvaddur þar áður en hann komst undir læknishendur. Fögur minningarathöfn um hann fór fram i kirkju hans, The Lutheran Church og Christ, sem hann hafði svo lengi unnið trú- lega. Var athöfn þessi fjölsótt og bar vitni djúpum ítökum hans i hugum og hjörtum samferðasveit- arinnar. Sóknarpresturinn fór, meðal annars, um hann eftirfar- andi orðum: — „Alberts verður sárt saknað af safnaðarsystkynum slnum. Návist hans hefir verið ein af hinum sterku stoðum I fram- haldandi starfi safnaðarins." — Þetta er fagur vitnisburður, byggður á löngum og nánum per- sónulegum kynnum og samstarfi. Albert Wathne var prýðisvel gefinn maður. Hann var prúð- menni í allri framkomu, og dreng- skaparmaður að sama skapi. — Þannig lifir hann I ljúfri minn- ingu okkar, sem stóðum honum næst og allra, sem þekktu hann best. Minnugur þess lýk ég þessum kveðjuorðum með því að vitna til fleygra orða norska öndvegis- skáldsins Björnstjerne Björnson: — „Þar sem góðir menn fara, eru Guðsvegir." Af sérstökum ástæðum er lítil verzlun til sölu. Tækifæri fyrir konu sem vill skapa sér sjálfstætt starf. Tilboð óskast send augld. Mbl. merkt H 1 701". Bifreiðaeigendur takið eftir: Frumryðvörn og endurryðvörn spara ekki einungis peninga heldur eykur öryggi ykkar í umferðinni. Endurryðvörn á bifreiðina viðheldur verðgildi hennar. Eigi bifreiðin að endast, er endurryðvörn nauðsynleg. Látið ryðverja undirvagn á 1 — 2ja ára fresti. Látið ryðverja að innan á 3ja ára fresti. Góð ryðvöm tryggir endingu og endursölu. BÍ L A RYÐVÖR N hf Skeif unni 17 8 81390 iggnoöHiB IppqlHipB i WB BLÓMAIÍNIIR og það ekki að ástæðu- lausu því að þær samræma fallegt útlit og fjölbreytni í útfærslu. Og meira til - þær er auð- velt að þrífa og þær end- ast vel. Spyrjið, hringið eða skrif- h ið og biðjið um litmynda- Í*| bækling. Við tökum mál, skipuleggjum og teiknum - ykkur að kostnaðarlausu. Við gerum einnig tilboð án skuldbindinga af ykkar hálfu. Þið getið því sjálf - eða með okkar aðstoð - uppfyllt óskir ykkar um góðar eld- húsinnréttingar á hagstæðu verði. hagif Suðurlandsbraut 6, Glerárgötu 26, Reykjavík. Akureyri Sími: (91) 84585. Si'mi: (96) 215Ö7 mmm mmmm mmm . mmm mm » ^ ,, mm*. . 1 Nýr litmyndabæklingur. Óska eftir bæklingi með upplýsingum um Haga framleiðsluvörur. Nafn:................................................... Heimilisfang:........................................... Sími:........... Richard Beck.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.