Morgunblaðið - 13.02.1977, Síða 38

Morgunblaðið - 13.02.1977, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. FEBRUAR 1977 Björn Skúlason —Minningarorð Fæddur 12. júlf 1898. Dáinn. 6. febrúar 1977. ER okkur barst dánarfregn vinar okkar og starfsbróður, Björns Skúlasonar, setti okkur hljóða. Að vísu var okkur kunnugt um það, að hin siðari ár hafði Björn ekki gengið heill til skógar, en vegna þess hvað hann hafði verið kátur og hress undanfarnar vikur, -hvarflaði ekki að okkur að maður- inn með ljáinn væri á næstu grös um. Kom lát hans okkur á óvart. Það tók okkur nokkurn tíma að átta okkur á því, að er hann kvaddi okkur föstudaginn 4. þ.m. þá væri hann að kveðja samstarfs- menn sina hinzta sinn, að minnsta kosti her á jörðu. Hann andaðist sunnudaginn 6. febrúar. Þegar við komum til vinnu á mánudagsmorguninn fannst okk- ur tómlegt á skrifstofunni, því við söknuðum Björns. Þegar allt gengur sinn vana- gang, þá trúir maður því ekki, hvað það munar mikið um einn góðan vin, er hann hefur verið kallaður á brott fyrir fullt og allt, og þá ekki síst sá vinur sem hefur verið manni hugþekkur. Björn heitinn vann hjá Heild- verzlun Ásgeir Sigurðsson h.f., í áratugi. Hann hafði fengið góða menntun í verzlunarstörfum, var t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður ömmu og langömmu. PETRÍNU JÓNSDÓTTUR Vogabraut 2 Alúðarþakkir til lækna og hjúkrunarfólks B-deildar sjúkrahúss Akraness fyrir frábæra hjúkrun og umönnun. Börn tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. t Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, SESSELJU BJÖRNSDÓTTUR, sem lézt 5 febrúar, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 15. febrúar kl 1 3:30. Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, eru beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Elisberg Pétursson, Henning Elfsberg, Gréta Hansen og barnabörn. t Hjartanlegar þakkir til allra er sýndu vinar- og hlýhug við and- lát og útför JÓHANNS AXELS STEINGRÍMSSONAR, Dyngjuvegi 12. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæzludeildar Landspítalans, svo og Málarafélags Reykjavíkur. Guðbjörg Baldursdóttir, dætur, fósturbörn, faðir systur og tengdaforeldrar hins látna. skyldurækinn með afbrigðum og taldi aldrei eftir sér aðr réttaokk- ur starfsfélögum sínum hjálpar- hönd er svo bar undir. Hann var lipur við viðskiptamenn fyrir- tækisins, eignaðist hann marga góða vini í fiopi þeirra. Prúð- mennska og kurteisi var honum I bloð borin, og sá eiginleiki færði honum marga vini, er munu sakna hans nú þegar hann er all- ur. Björn kvæntist danskri konu, Grethe Höjris, og er hún dáin fyrir fáeinum árum. Hún var ekkja er Björn giftist henni og + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför PÁLS GUÐMUNDSSONAR Baugsstöðum Elfn Jóhannsdóttir Sigurður Pálsson Guðný Pðlsdóttir Skúli Magnússon Una Georgsdóttir Siggeir Pálsson t Utför KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR Bólstaðarhlfð 46, sem lést 31 janúar Fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 15 febrúar kl 3 Jóhanne L. Hansen. + Þökkum af hjarta öllum þeim fjölmörgu sem á margvíslegan hátt hafa auðsýnt okkur samúð við andlát og útför KRISTJÁNS INGÓLFSSONAR, fræðslustjóra. Elfn Óskarsdóttir Ingólfur Kristjánsson Óskar Grfmur Kristjánsson Ingileif Steinunn Kristjánsdóttir Þorsteinn Baldursson systkini, tengdaforeldrar og aðrir vandamenn. átti hún son frá fyrra hjónabandi, Knút Höjris. Sambúð Björns og stjúpsonar hans var til fyrirmynd- ar. Úm hverja helgi fór Björn I heimsókn til Knúts, er býr í Keflavík. Knútur sýndi stjúpföð- ur sínum mikla umhyggju og gerði sér mikið far um að létta Birni llfið, er hann hafði misst heilsuna. Við starfsfélagar Björns heitins vottum Knúti og öðrum ættingj- um stjúpföður hans okkar inni- legustu samúð. Starfsfólk Heildverzl. Ásgeir Sigurðsson hf. Björn Skúlason var fæddur að Ytra Vatni I Efribyggð I Skaga- firði 12. júlí, 1898, sonur hjón-' anna Skúla Jónssonar og Guðrún- ar Tómasdóttur, sem þar bjuggu. Var Björn næst yngstur 13 barna þeirra hjóna. Ungur að árum fluttist hann að Norðtungu til systur sinnar, Ingibjargar og manns hennar Runólfs Runólfs- sonar. Er sonur Runólfs, Sigurður Runólfsson, tók við kaupfélags- stjórastarfi I Borgarnesi, réðst Björn I þjónustu kaupfélagsins og starfaði þar um skeið. Þaðan fór hann til Skotlands og dvaldi við nám og verzlunarstörf I Glasgow I nokkur ár. Er heim kom vann hann um tíma við verzl. Garðars Glslasonar, en réðst svo I þjón- ustu Heildv. Ásgeirs Sigurðssonar og vann þar alla tlð slðan. Á síðari árum tók hann að kenna sjúkleika og varð að liggja á sjúkrahúsi um alllangt skeið. Hann náði sér þó aftur og fór að vinna að nýju á sama stað og áður. Hann stundaði vinnu sína fram-á föstudag, 4. þ.m. Ég átti tal við hann þann dag og var hann þá hress og kátur. Daginn eftir, um kvöldið, sat hann við spil um stund með félögum sínum. Nótt- ina eftir kennir hann þunga fyrir brjósti og er fluttur á spltala. Um kl. hálfþrjú á sunnudag missti hann meðvitund og var látinn hálftíma síðar. Björn kvæntist 28. janúar 1933 glæsilegri og gáfaðri danskri konu, Margrethe Höjriis, sem þá var ekkj aog átti einn son, Knút Höjriis. Hjónabandið var farsælt og ástúðlegt, en börn áttu þau ekki. Mikil og traust og gagn- kvæm vinátta var milli Björns og stjúpsonar hans, sem varð þvl meiri sem lengra leið fram. Björn missti konu slna 5. aprll 1970. Áður en hann kvæntist átti hann einn son, Stefán Björnsson I Hnifsdal, sem nú er látinn. Þó Björn móðurbróðir minn væri orðinn 78 ára og veill heilsu, kom mér ekki til hugar, að hann ætti jafn skammt eftir, er ég tal- aði við hann á föstudaginn. Mér hefur sjaldan brugðið eins og þeg- ar hringt var til mln á sunnudag og mér tilkynnt lát hans. Komu mér fyrst I hug orð Jónasar: „Dá- inn, horfinn, harmafregn". Ég hafði þekkt Björn frá þvi ég var I æsku og var hann einhver grand- varasti og besti vinur, sem ég hefi átt, að öllum öðrum ólöstuðum. Hann var góður maður og gegn og vildi öllum gott gera og fús að koma til hjálpar, eftir því sem I hans valdi stóð og helst þannig að aðrir fengu ekki að vita. Hann var prúðmenni og snyrtimenni og við- mótið alúðlegt og glaðvært. Að ég held mun hann hafa hlotið vin- áttu allra þeirra, sem honum kynntust. Að endingu vil ég þakka Birni langa og óhvikula vináttu I minn garð og árna honum farsældar og velfarnaðar á ókomnum tlmum og með orðum Jónasar Hallgrímsson- ar: „Fljúgðu á vængjum morgun- roðans meir að starfa guðs um geim“. Ég votta Knúti Höjriis og fjölskyldu hans samúð mína og óska þeim og öllum vandamönn- um Björns Skúlasonar allrar blessunar. Ragnheiður Hansen Þorsteinsson. Friörik Albert Wathne yfirfasteignamatsmaður Aldnir kveðja, einnig hinir, ævin líður, skammt til nætur en þegar fara fornir vinir, finn ég svíða I hjartarætur. Þessa ljóðkveðju orti ég fyrir allmörgum árum, þegar tveir kær- ir skólabræður mínir létust langt um aldur fram. Hún verður mér rík I huga, er ég nú leitast við að minnast tryggðavinar mins Al- berts Wathne. Vinátta okkar stóð á traustum grunni nærri 55 ára kynna og náinna fjölskyldu- tengsla. Hann hét fullu nafni Friðrik Albert Wathne og var fæddur 30. október 1891 á Reyðarfirði. For- eldrar hans voru Friðrik Ferdi- nand Wathne frá Mandal I Noregi og Elisabet Wathne úr Breiðdal I Suður-Múlasýslu. Stóðu að Albert traustir stofnar á báðar hendur. — Barnungur fluttist hann með foreldrum sínum til Seyðisfjarð- ar, ólst þar upp og átti þar lengst- um heima til fullorðins ára. Gerð- ist Friðrik faðir hans þar sam- starfsmaður Ottós Wathne bróður síns, hins þjóðkunna forystu- og framkvæmdamanns, en báðir voru þeir bræður vinsælir og mik- ilsmetnir athafnamenn, er settu varanlegan svip sinn á Seyðis- fjörð, eins og kunnugt er. Albert naut góðrar menntunar I heimahúsum, á Akureyri og I Kaupmannahöfn. Á Danmerkur- árum sínum, þá ungur að aldri, var hann um tlma sjóliði á danska æfingaskipinu „Víking“, er var talið stærsta seglskip á þeirri tið. Var því síðar gefið nafnið „Köbenhavn", og urðu örlög þess einn af hinum miklu leyndardóm- um úthafsins, þegar það hvarf með allri áhöfn og spurðist aldrei til þess, þrátt fyrir víðtæka leit. Mörgum árum síðar, þegar Albert var kominn til Winnipeg, birtist I einu af blöðum borgarinnar greinaflokkur um óleysta leynd- ardóma, meðal annars hin óráðnu örlög hins fræga skips „Köben- havn“, ásamt með mynd af þvl. Rifjaði þetta, að vonum, upp hjá Albert minninguna um tengsl hans á yngri árum við hið danska æfingaskip, og geymdi hann úr- klippuna af frásögninni um örlög sfns gamla skips og mynd þess. Er hvort tveggja á heimili hans I Vancouver, B.C. Jafnframt skal þess getið, að hann hafði horfið frá Danmörku heim til tslands löngu áður en breytt var um nafn skipsins. En hann fluttist af Austfjörðum til Winnipeg árið 1910. Vann hann síðan I nokkur ár að verslunar- störfum I Kandahar, Saskatchew- an. Hann gekk 1108, herdeild kana- dlska hersins 17. janúar 1916. — Verður herþjónustu hans eigi bet- ur eða réttar lýst en I eftirfarandi orðum úr æviágripi hans I hinni gagnmerku bók Minningarrit ís- lenskra hermanna 1914—1918. (Winnipeg, 1923); — „Hann tók þátt I orustum við Vimy Ridge, Hill 70 og Passchendale. Varð fyr- ir eiturlofti á orustuvelli, og var síðan undir læknisumsjá I 18 mánuði. Kom aftur til Canada 29. janúar 1919, þá ekki viiinufær." — Náði hann aldrei hvorki fullri heilsu né starfskröftum, en gegndi þrátt fyrir það, daglegum störfum, og tók sinn drjúga þátt I félagsmálum íslendinga, eins og slðar getur. Albert kvæntist Soffíu Eiríks- dóttur Vigfússon 3. ágúst 1921, náfrænku minni. En Eirlkur Vig- fússon, faðir hennar, frá Litlu- Breiðuvfk I Reyðarfirði, var al- bróðir Þórunnar Vigfúsfnu Vig- fúsdóttur, móður minnar. Fór þvl að vonum, að náin og sterk yrðu vináttuböndin milli okkar Alberts og f jölskyldu minnar, og að fund- um bæri oft saman bæði I Winni- peg og síðar I Vancouver. Þau 35 ár, sem Soffía og Albert áttu heima I Winnipeg, var heim- ili þeirra að 700 Banning Street þar I borg, og var það annálað fyrir fagran heimilisbrag og fang- vlða gestrisni. Gegndi sama máli um heimili þeirra I Vancouver eftir að þau fluttust þangað 1956. En þá hafði Albert fyrir nokkrum árum látið af embætti. En hann hafði um langt skeið Framhald á bls. 37 Hólahverfi Til sölu 4ra herb. endaíbúð á 4. hæð í fjölbýlis- húsi í Hólahverfi, Breiðholti. íbúðin afhendist tilbúin undir tréverk og málningu á sumri komanda. Nettóstærð íbúðar 90 fm. Sameign frágengin, lyfta. Útsýni mjög gott. Hagstæð greiðslukjör. Upplýsingar á Lögfræðiskrifstofu Kristjáns Stefánssonar hdl. Ránargötu 13, sími 16412.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.