Morgunblaðið - 13.02.1977, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. FEBRUAR 1977
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL 10— 11
, FRÁ MÁNUDEGI
MUJjffnPK'a.M'D ir
hefur breytzt mjög mikið siðustu
áratugina og nú eru þessi mál
ekki lengur feimnismál. Undar-
legt að þau skyldu hafa verið það.
Þessi ár eru aðeins tímabil sem
enginn ætti að kviða fyrir. Það er
að mestu i höndum foreldra
hvernig við verðum þegar við
fullorðnumst og þeir hafa lifað
þetta tímabil sem gengur yfir
okkur öll á þessum árum. Þetta er
sá timi sem margt ræðst af og þess
vegna skulum við taka hann al-
varlega. Við, unglingar, eigum lif-
ið framundan og pabbar og
mömmur óska eftir betra þjóð-
félagi þegar við tökum við af
þeim. Verum þvi þolinmóð þó við
höldum þvi fram ákveðið að þetta
séu beztu árin, þvi það er ekki
alveg rétt, þau koma nokkrum
árum siðar.
Eru unglingar örugglega undr-
andi á því að foreldrar skuli alltaf
vilja vita af þeim I góðum félags-
skap og segja þeim að koma heim
á tilteknum tíma, eins og glæpir
eru orðnir tíðir og eiturlyfjasalar
algengir? Það verður að halda í
okkur og refsa hæfilega mikið.
Auk bliðu verður að beita hörku
til að ná fram aga, kurteisi og
bæla niður of mikla góðmennsku
gagnvart sjálfum sér. Það er
margt sem unglingar gefa sér
ekki tima til að Ihuga. Foreldrar
okkar hafa reynt að hugsa um
okkur eins vel og þeir hafa getað
siðan við vorum ósjálfbjarga í
hlýjum höndum þeirra og gera
enn. Þess vegna verða foreldrar
okkar ekki metin til fjár, þeir eru
með því bezta sem við eigum. Þess
vegna berum við virðingu fyrir
þeim og sýnum það i Verki, um-
gengni og anda.
% Unglingar
álitnir skrftnir
Það vill oft brenna við að við
hlustum á foreldra okkar og lok-
um okkur fyrir orðum þeirra og
leiðbeiningum. En ekki er allt
sem sýnist. Það er lika algengt að
unglingar neiti oft þvi sem gott er
og hér á ég aðallega við afneitun
kristinnar trúar. Þetta er mjög
algengt og það er aumur
hugsunarháttur að halda þvi fram
að fullorðið fólk tilbiðji aðeins
vegna þess að það á ekki eins
langt lif framundan og unglingar.
Við skulum athuga að lífið getur
hætt leik sínum fyrirvaralaust og
þeir eru ófáir efnishyggjumenn-
irnir sem leita bá Guðs og h.iálpar
hans. Hver kallar það sannkristni.
En unglingar eru áhrifagjarnir og
það þarf litið til að breyta hugar-
fari þeirra.
Svo ég minnist aðeins á félags-
skap unglinga þá ber skugga á þá
hlið málsins. Það þarf ekki margt
til að unglingar sé álitnir skritnir,
jafnvel af sínum eigin félögum.
Ef þeir eru ekki í sígjammandi
hópnum, klæðast ekki eftir tizk-
unni, drekka ekki eða reykja
ekki, þá hljóta þeir bara að vera
skritnir I kollinum. Það sem gera
mætti til úrbóta er að hafa I
hverri viku tima I skólanum fyrir
fræðslu um góða lifnaðarhætti og
við ættum að taka sálfræðinga
meira f þjónustu okkar. Það þarf
mikið átak til að fá hugarfari
manna breytt til hins betra sem
ekki er vanþörf á. Við vitum að
byrgja þarf brunninn áður en
barnið fellur í hann og þess vegna
þurfum við að hugleiða hvar við
stöndum og hvað hægt sé að gera
til varnaðar og gera það.
Með þökk fyrir birtinguna,
Einar Ingvi Magnússon."
Velvakandi þakkar Einari fyrir
bréfið og verður jafnframt að
biðja hann afsökunar á þvi að það
var stytt nokkuð en vonandi kem-
ur það ekki að sök.
Þessir hringdu . . .
% Misskilningur
Þorsteinn Sæmundsson
stjarnfræðingur hringdi og sagð-
ist vilja nefna í sambandi við bréf
það sem birtist hér I dálkunum í
fyrradag, varðandi þátt I sjón-
varpi um fljúgandi furðuhluti,
sem hann og örnólfur Thorlacius
tóku þátt í, að umrætt bréf gæfi
ranga mynd af þvi hvað þeir
hefðu sagt í þættinum og viidi
Þorsteinn leiðrétta það vegna
þeirra sem ekki sáu þáttinn.
% Hvar eru
þeir sem
vinna í
kyrrþey?
Ein margra barna móðir sem
er gift einum af þöglum skatt-
þegnum sagði:
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á svæðamóti S-Ameriku 1975,
sem haldið var í Fortaleza, kom ^
þessi staða upp i viðureign argen-
tinska stórmeistarans Sanguinett-
is, sem hafði hvitt og átti leik, og
Donoso frá Chile!
18. Bxg6!! — hxg6, 19. Rf4 — Dc7,
20. Rxg6 — f5, 21. Rxe7+ — Kf7,
22. Dg6+ — Kxe7, 23. Dg5+ og
svartur gafst upp. Röð efstu
manna á mótinu varð þessi: 1.
Sanguinetti 13 v. af 17 möguleg-
um. 2. Quinteros 11V4 v. 3—4.
Panno og Trois 11 v. 5—7. L.
Bronstein, Riemsdyk og Szmetan
10 v. Þeir þrir fyrsttöldu hlutu
sæti í millisvæðamóti.
Mig langar að leggja hér nokk-
ur orð í belg en það er um skatta-
lagafrumvarpið. Ég er ein af þess-
um húsfreyjum og mæðrum sem
vinna að sinum heimilis- og upp-
eldisstörfum sem svo margþætt
geta verið á barnmörgu heimili.
Það hafa heyrzt háværar raddir
um þetta frumvarp vegna þess að
það kemur við svo marga sem
hafa haft sérréttindi I þessum
málum. En það hefur ekkert
heyrzt í þögla meirihlutanum.
Hvar eru allir þeir feður sem
vinna myrkranna á milli til að sjá
sér og sinum farborða? Þeir sem
einir hafa unnið fyrir sinu heim-
ili, hafa þeir ekki verið beittir
órétti of lengi? Og svo einstæðir
foreldrar, ekkjur og ekklar —
hefur þetta fólk ekki sín réttindi
eins og aðrir þjóðfélagsþegnar?
Og hvar eru allar þessar húsmæð-
ur sem vinna störf sin heima i
kyrrþey? Þau störf sem minnst er
talað um, en þessi störf eru fyrst
og fremst uppalandastörf, á börn-
um lands okkar, sem eiga siðar
meir að verða að nýtum þjóð-
félagsþegnum, svo koma öll önn-
ur störf okkar, kennslustörf, f
sambandi við heimanám, mat-
reiðsla, ræstingar- og þvottastörf-,
sauma- og prjónastörf — þvi
mörgu þarf að sinna. Hvenær
skyldu þau störf sem eiga að vera
hornsteinninn að þjóðfélagi okk-
ar verða metin sem skyldi og
hvenær skyldum við fá sérrétt-
indi í okkar málum?
HÖGNI HREKKVÍSI
©1977
McNaughl Synd.. Inr.
klukkuna í friði!
SiGeA v/öga g 'í/lverau
Gjörið svo vel að líta inn á bílasýningu okkar í
SKEIFUNNI 1 1 og kynnist nýjustu gerðum og
nýjungum í japönskum bilaiðnaði.
Ingvar Helgason
BÍLASÝNING
Verður í sýningarsal Bílasölunnar Braut, Skeif-
unni 11 í dag sunnudag frá kl. 1—19 e.h.
Sýndír verða:
Datsun
Datsun 180 B — (Nýtt model) — Datsun
160J — Datsun 1 20V (4ra dyra) — Datsun
1 20Y (sjálfskiptur)
Datsun Pick up (níðsterkur)
Subaru
Drif á öllum hjólum.
Stykkishólmskonur
Komurri saman 1 7. febrúar kl. 20.30 í Tjarnar-
búð, uppi. Fjölmennum. Nefndin.
íSkotlandi
Brottför
9. og 18. maí
(10 dagar)
Verð
kr. 64.500,-
Flug fram og til baka
Gisting á Marine Hotel,
North Berwick.
Morgunverður og
kvöldverður.
Flutningur til golfvalla og til og frá flugvelli.
Ekki innifalinn brottfararskattur.
Allar frekari upplýsingar.
FERDASKRIFSTOFAN
URVAL
Eimskipafélagshusinu simi 26900