Morgunblaðið - 11.03.1977, Side 1

Morgunblaðið - 11.03.1977, Side 1
32 SÍÐUR 56. tbl. 64. árg. FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Callaghan í Washington Washington, 10. marz. Reuter. JAMES Callaghan, forsætis- ráðherra Bretlands, kom til Washington í dag, með hljóð- fráu farþegaþotunni Concorde. Carter Bandarfkja- forseti tók á móti honum á flugvellinum og áttu þeir stutt- ar viðræður I dag. Þeir munu halda viðræðum sinum áfram á morgun og fjalla aðallega um ástand efnahagsmála f heimin- um í dag og leiðtoga fundinn um efnahagsmál í London í vor. SÆRÐUR fluttur á brott — Björgunarmenn flytja sæðran mann frá B’nai B'rith byggingunni í Washington. Mannræningjarnir í Washington: Vilja fá morðingja fé- laga sinna framselda VVashington. 10. marz. Reuter. LEIÐTOGI safnaðar svarta múhameðstrúarmanna sem held- ur meir en 100 manns í gfslingu í þrem byggingum f Washington sagði f dag að hann og fylgismenn hans ætluðu að „berjast fram í dauðann" ef kröfum þeirra verð- ur ekki sinnt. Hamas Abdul Khaalis, leiðtogi Ilanafi múhameðstrúarsafnaðarins, sagði að gfslarnir yrðu hálshöggn- ir ef yfirvöld létu ekki undan kröfunum. „Við komum til að berjast til dauða og það mun margt góðra manna þurfa að fylgja okkur, þið vitið það,“ sagði Khaalis f samtali við útvarpsstöð. Mennirnir, sem voru vopnaðir, settu fram fjölda af kröfum eftir að hafa ráðist inn í byggingarnar. Þeir sögðu að þeir vildu fá heims- meistarann í þungavigt í hnefa- leikum, Muhamed AIi til þeirra auk fimm meðlima annars múhameðstrúarsafnaðar, sem dæmdir voru 1973 fyrir morð á sjö Hanafimönnum. „Segið þeim að okkur sé alvara,“ sagði Khaalis i dag. „Seg- ið þeim að ef þeir gera ekki eins og ég segi þeim þá muni nokkrir hausar fjúka. Mennirnir kröfðust þess einnig að hætt yrði dreifingu og sýning- um á kvikmyndinni Múhamed, sendiboði guðs. Kvikmyndahús í New York og Los Angeles urðu við þeirri kröfu. Hanafimenn segja að kvikmyndin, en í henni leikur Anthony Quinn, sé guðlast og gefi ranga mynd af trú þeirra. Khaalis, sem er 54 ára gamall tónlistarmaður, setti fram kröfur sinar i B’nai B’rith byggingunni, en þar eru aðalstöðvar banda- Framhald á bls. 19 Ráðherr- ar sviptir þinghelgi Róm 10. marz Reuter tTALSKA þingið samþykkti í dag að svipta tvo fyrrverandi varnar- málaráðherra landsins þinghelgi svo að hægt verði að ákæra þá fyrir aðild að Lockheed- mútuhneykslinu. Þessi samþykkt á sér ekkert fordæmi í itölskum stjórnmálum og rikti mikill hiti á fundi samein- aðs þings, þar sem samþykktin var gerð, og er búist við að hún verði til þess að sambandið á milli kristilegra demókrata, sem sitja í stjórn, og annarra flokka, þar á meðal sósialista og kommúnista, muni versna. Fyrrum ráð- herrarnir tveir, kristilegi demókratinn Luigi Gui og jafnaðarmaðurinn Mario Tanassi, voru meðal 11 manna, sem ákærðir voru um að hafa róið að því að rikið keypti 14 Lockheed Hercules flugvélar fyrir að minnsta kosti 1.6 milljónir dollara 1970. í máli Guis greiddu 487 atkvæði á móti honum en 451 með, 513 voru á móti Tanassi en 425 mehð. Símamynd AP Kinshasa, 10. marz AP MÁLALIÐAR FRÁ Angóla hafa ráðist inn í suðurhluta Zaire og lagt undir sig þrjár samgöngu og námamiðstöðvar, samkvæmt upplýsingum ríkisstjórnar Zaire í dag. Sendiherra Zaire hjá Samein- uðu þjóðunum hefur tilkynnt embættismönnum innrásina og segir að málaliðarnir hafi notið stuðnings angólskra hermanna. Zaire I mið-austur Afríku, hét áður Belgfska Kongó og hefur rúmlega 26 milljónir fbúa. Zaire-útvarpið segir að sprengjum hafi verið varpað á borgirnar Kissengi, Dilolo og Kapanga í Shaba-héraði, sem áður hét Katanga. Ekki er ljóst hvort það var gert með flugvélum eða stórskotaliði. í borgarastríðinu i Angóla studdi Zaire vesturlandasinnaða skæru- liða með þjálfun og vopnum gegn skæruliðum, sem nutu stuðnings Sovétríkjanna, sem siðar unnu stríðið. Kúbanskir hermenn börðust með vinstrisinnum og álitið er að 12 til 15 þúsund Kúbumenn séu enn i Angóla. Róstur- samt á Spáni Madrid, 10. mars. Reuter. í ODDA skarst á milli lögreglu og þúsunda mótmælenda í borginni San Sebastian á Norð- ur Spáni í dag. Mótmælendur og verkamenn í verkfalli voru að mótmæla þvi aó tveir bask- ar voru skotnir til bana af lög- reglunni fyrir tveim dögum siðan. Þá var eldsprengjum varpað inn i fjóra banka i Madrid i kvöld og ollu þær miklum skemmdum. Gerðist þetta nálægt aðallögreglustöð- inni i borginni, en um 60 manna hópur varpaði sprengj- unum. Fólkið kastaði einnig grjóti að bönkunum og i verzlunarglugga. Ekki var vit- að um ástæðurnar fvrir þess- um aðgerðum. Rúmenía: Arkitektar ákærð- ir fyrir vanrækslu Búkarest, 10. marz Reuter NICOLAE Ceausescu, forseti Rúmenfu, sagði f dag að mál verði höfðað á hendur nokkrum arki- tektum og verkfræðingum eftir að fjöldi nýlegra bygginga hrundi til grunna f jarðskjálftanum f Rúmenfu á föstudagskvöld. Þeir sem voru ábyrgir fyrir byggingu hárra fjölbýlishúsa og annarra nýrra bygginga verða sakaðir um að hafa brotið reglur og að hafa ekki gert húsin nægilega sterk til að þau gætu staðist jarðskjálfta. Ceausescu vísaði á bug aðvörunum Bandaríkjamanna um að annar meiriháttar jarðskjálfti gæri orðið i Rúmeníu hvenær sem væri, en hann hafði þó þann fyrir- vara á að aldrei væri hægt að vera öruggur um að slíkt ætti sér ekki stað. Að dómi rúmenskra sér- fræðinga er engin ástæða til að ætla að nýir skjálftar verði i náinni framtíð sagði hann. Neyðarástandi, sem lýst var i öllu landinu hefur verið aflétt, þó ekki í Búkarest. Eftir öllu að dæma verður því þó aflétt einnig þar innan fárra daga. Á fimmtudagskvöld höfðu lík 1.387 manna fundist, en búist er við að tala látinna eigi enn eftir að hækka. í Búkarest hafa meir en 800 látið lífið, og mörg lík eru svo illa farin að ómögulegt er að bera kennsl á þau. Áætlað er að tjónið af jarð- skjálftanum sé meir en 100 milljarðar islenzkra króna. Ceausescu sagði að Rúmenar vildu sjálfir standa straum af þeim kostnaði sem skjálftinn olli og að þeir gætu það með góðri áætlanagerð. Til langframa taldi hann einu efnahagsáhrifin verða þau að fresta þyrfti i eitt ár upptöku fimm daga vinnuviku. Hann sagði að Rúmenar hefðu áhuga á að taka lán erlendis, sér- I staklega i Bandarikjunum, þar sem þeim hefðu verið boðnir hag- stæðir skilmálar. Brussel, 10. marz. Reuter. 1 KVÖLD slitnaði upp úr samn- ingaviðræðum Efnahagsbanda- lags Evrópu og Sovétrfkjanna um fiskveiðar vegna ágreinings um mörg mikilvæg atriði. Viðræður verða þó aftur haldnar í Brússel 19. aprfl. Þrátt fyrir mikla vinnu hefur ekki tekist að leysa mörg erfið pólitfsk og tæknileg vanda- mál með viðræðunum, sem bvrj- uðu í sfðasta mánuði. Tilgangur 'viðræðnanna var að Útvarpið sagði aó borgirnar hefðu verið teknar af erlendum her fyrir þrem dögum siðan, en i skýrslunni til SÞ segir að árásin hafi verið gerð fyrir tveim dögum. Dilolo stendur við hina mikil- vægu járnbraut til Atlantshafs- strandarinnar og f Kissengi er miðstöð koparnámugraftar. Zaire hefur haft hermenn í borgunum þrem. Mobuto Sese Seko forseti er sagður hafa farið i Snatri til Kinshasa frá fundi sínum með vestur-þýzkum embættismanni i Gbadolite og kallaði hann yfir- menn landvarna til fundar. Ekki hefur verið skýrt nánar frá hverjir séu i innrásarhernum. komast að rammasamkomulagi um gagnkvæm fiskveiðiréttindi innan 200 mílna fiskveiðilögsagna EBE og Sovétríkjanna. Átti sam- komulagið að koma í stað bráða- birgðasamnings, sem rennur út í lok þessa mánaðar, en samkvæmt honum má takmarkaður fjöldi sovézkra togara veiða innan fisk- veiðilögsögu EBE. Sovétmenn fella sig ekki við þá tillögu EBE að samningurinn sé á Framhald á bls. 19 Viðræðum EBE og Sovétríkjanna hætt Innrás Ang- óla í Zaire

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.