Morgunblaðið - 11.03.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.03.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1977 . . . leiklist á landsbyggðinni . . . leiklist á landsbyggðinni . . . Barnaleikritið , ,Pappirs-Pési’ ’ frumsýnt í Hafnar- firði á morgun NÝTT íslenzkt barnaleikrit verður frumsýnt i Bæjarbfói i Hafnarfirði á morgun, laugar- dag. Er það Leikfélag Hafnar- fjarðar — Barnaleikhúsið — sem sýnir leikritið „Pappírs- Pésa“ eftir Herdísi Egilsdóttur barnakennara. Er það fyrsta verk hennar, sem sýnt er á leik- sviði. Leikendur i verkinu eru átta, þar af fimm börn. Leikstjóri er Kjuregej Alexandra, sá hún einnig um búninga og leikur i leikritinu. Tónlistin er eftir Herdisi Egilsdóttur og er hún jafnframt undirleikari á sýningunnni. Pappírs-Pési er fjórða barna- leikritið sem leikfélagið setur upp og verður frumsýningin á því klukkan 14 á morgun. Revía um lífið í Hveragerði á 30 ára afmæli leikfélagsins þar „Gasljós” í Grindavík LEIKFÉLAG HveraBerBis er 30 ára um þessar mundir og í tilefni afmaelisins verður efnt til hátlða- skemmtunar I Hótel HveragerSi annað kvöld og hefst hún klukkan 21. MeSal efnis á skemmtun þess- ari verBur ný revla sem fjallar um fólkiS og llfiS I HveragerBi. Þá verBur fluttur hluti fyrsta leik- þáttarins. sem LeikfélagiS sýndi og ber hann nafniB Box og Cox. Loks verBa fluttir söngvar úr gömlum leikritum sem félagiB hefur sýnt. LeikfélagiB I HveragerBi hefur undanfarin ár sett upp 2 leikrit á vetri hverjum. SagBi Sigurgeir Hilmar FriBþjófsson formaBur félagsins I samtali viB Morgun- blaBiB I gær aB mikill leiklistar- áhugi væri I HveragerBi. MeBlimir I leikfélaginu eru nú um 50 talsins og af þeim hópi töluvert af ungu fólki. Grindavik 10. marz LEIKFÉLAG Grindavikur æfir um þessar mundir sakamálaleikritiB „Gasljós" eftir Arthur Hamilton. Leikstjóri er Magnús Jónsson frá Reykjavík, en leikendureru 7. Er þetta fjórBa leikritiS. sem leikfélagiB sýnir á tveimur árum. Mikill áhugi er á allri leikstarfsemi i Grindavlk. Sýningará „Gasljósi" munu hefjast um miBjan þennan mánuB i gamla Kvenfélagshúsinu. sem hefur veriB lagaB og endur- bætt. Fyrri sýningar leikfélagsins hafa veriB vel sóttar og leikarar fengiB góBa dóma. GuSfinnur. Systir María sunnan Heiðar LEIKFLOKKURINN Sunnan SkarSsheiðar hefur að undanförnu sýnt leikritið Systir Marfa í félags- heimilinu Heiðaborg í Leirarsveit. Leikstjóri verksins er Auður Guðmundsdóttir. Aðalhlutverk leika Anna Friðjónsdóttir, Magnús Ólafs- son og Jóhanna Hallsdóttir Þetta er fjórða verkefni leikfélagsins, en sýningum fer brátt að Ijúka. Næsta sýning verður laugar- daginn 1 2. marz. RÁÐSTEFNA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS UM SJÁLFSFORRÆÐI SVEITARFÉLAGA IVALHÖLL BOLHOLTI 7 19.-20. MARZ 1977 DAGSKRÁ. 19. marz, laugardagur kl. 9.30-12.00. Framsögur um: Verka- og tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga og um. svæöaskiptingu og samstarf sveitarfélaga. Framsögumenn: Árni Grétar Finnsson, Páll Líndal, Sigurgeir Sigurðsson. Kl. 13.30-15.30. Panelumræður. Fyrir svörum sitja: Birgir ísl. Gunnarsson, Gunnar Thoroddsen, Kristinn G. Jóhannsson, Matthías Bjarnason, Matthías Á, Mathiesen, Ólafur B. Thors og Steinþór Gestsson. Kl. 16.15-18.30. Umræðuhópar starfa. Umræðustjórar: Halldór Þ. Jónsson, Markús Örn Antonsson og Ólafur G. Einarsson. 20. marz, sunnudagur kl. 13.30-16.00. Álit umræðuhópa — umræður um: Stefnumörkun — sveitarstjórnarmál. Kl. 16.30-18.00. Framhald almennra umræðna. Ráðstefnuslit: Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins. Ráðstefna um sjálfsforræði sveitarfélaga, laugardag — sunnudag 19. og 20. marz. '« Til ráðstefnunnar hefur verið sérstaklega boðað. Þátttaka tilkynnist tii skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, Bolholti 7, Reykjavík, sími 82900. Ráðstefnan verður sett, laugardaginn 19. marz kl. 9.30 með ávarpi Gunnars Thoroddsen félagsmálaráðherra varaformanns Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.