Morgunblaðið - 11.03.1977, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1977
11
Velheppnuð söngskemmtun
Karlakórs Stykkishólms
Stykkishólmi, 5. mars 1977
KARLAKÓR Stykkishólms hefir nú
starfað í um 30 ár, þótt ekki hafi það
verið samfellt. Séra Hjalti Guð-
mundsson var undanfarin ár söng-
stjóri hans en lét af því er hann
fluttist til Reykjavíkur. Nú um nokk-
urra daga skeið hefir Ragnar Björns-
son dómorganisti úr Reykjavík verið
hér og æft kórinn og hefir verið
mikill áhugi meðal kórmanna um að
ná sem bestum árangri, enda hefir
hann ekki látið á sér standa þvf nú f
gærkvöldi efndi kórinn til hljóm-
leikahalds f félagsheimilinu f Stykk
ishólmi. V: r aðsókn ágæt og kórnum
vel fagnað og söngstjóra afhentur
blómvöndur og á eftir komu kórfé-
lagar saman f kaffi þar sem þeir
þökkuðu söngstjóra góðan árangur
Kórfélagar eru nú 24. Formaður fé-
lagsins er Lárus Kr. Jónsson
Á undan og milli söngva kórsins lék
Ragnar Björnsson á orgel Fyrst þrjár
prelúdíur í F-dúr, B-dúr og a-moll, eftir
J.S. Bach en síðar tilbrigði yfir Mein
junges Leben hat ein End eftir Swee-
linck Einsöngvarar með kórnum voru
Bjarni Lárentsinusson í ..Ljúfur ómur"
eftir Bortnaiansky, Njáll Þorgeirsson í
..Ég man þig" eftir Sigfús Einarsson og
Eyþór Lárentsinusson i „Bára blá" eftir
Sigfús Einarsson.
Á fyrri hluta söngskrárinnar voru
innlend lög en á síðari hluta erlend lög
Viðstaddir luku allir upp einum rómi
um að kórinn hefði staðið sig með
prýði og undraverður árangur náðst
eftir ekki lengri tíma, enda Ragnar
viðurkenndur stjórnandi og organisti.
Ef fram heldur sem horfir á kórinn eftir
að vera mikill gleðigjafi í sönglífi
Stykkishólms. Ef allt fer eftir því sem
áætlað er, mun kórinn efna til söngfar-
ar um nágrennið og víðar þegar kemur
fram í maí.
Stykkishólmsbúar þakka Karlakór
sínum ágæta og minnisstæða kvöld-
stund.
Fréttaritari.
NORSKUR listmálari að nafni Rolf Sörby heldur nú sem stendur sýningu á
tuttugu og þremur verkum á Mokka. Sýningin, sem er sölusýning, verður út
þennan mánuð og líklega fram f miðjan aprfl. Rolf hefur dvalið á íslandi
sfðastliðin tvö ár. Hann er fæddur f Holmestrand í Noregi árið 1 950.
Á sýningu þessari eru átján olíumálverk, og eru hin verkin annaðhvort
túss- eða vatnslitamyndir og þá súrrealfskar eða abstrakt eftir þvf, sem
listamaðurinn segir.
Á meðfylgjandi mynd er Rolf Sörby ásamt íslenzkri vinkonu sinni.
Skemmtileg
lokastaða í
Reykjanesmóti
Nú er lokið 8 umferðum af 9 f
Reykjanesmótinu f sveita-
keppni, og komin er upp mjög
skemmtileg endastaða, þar sem
allt getur gerst. Sveit Ármanns
J. Lár., sem leitt hefur allt
mótið, hefur nú loks misst for-
ystuna f hendur sveit Björns
Eysteinssonar úr Firðinum,
sem fylgt hefur Ármanni sem
skugginn fram að þessu, og svo
skemmtilega vill tif að einmitt
Ármann og Björn, tvær efstu
sveitirnar, mætast í 9. umferð.
Um aðrar sveitir er það að
segja, að nokkuð öruggt er að
Jóhannes og Bogga komist
áfram og kemur þá til kasta
Ragnars og Vigfúsar að tryggja
sér farseðilinn f tslandsmótið,
en til þess þurfa þær báðar að
fá 9—10 stig næst, enda er
skammt í næstu sveit.
Staða efstu sveita er nú þessi:
stig
1. Björn Eysteinsson Hafn. 119
2. Ármann J. Lárusson Kóp. 116
3. Jóhannes Sig.s. Suðurnes 89
4. Bogga Steins. Suðurnes 80
5. _6. Vigfús Pálsson Kóp 77
5.-6. Ragnar Björnsson Kóp.77
7. Sigurhans Sigurh.s.
Suðurn. 65
Mótinu lýkur annan sunnu-
dag. Spilað er í Skiphól, Hafn.
Naumur sigur
hjá sveit
Gunnþórunnar
Erlingsdóttur
Aðalsveitakeppni Bridge-
félags kvenna er nú nýlokið. í
A-riðli sigraði sveit Gunn-
þórunnar Erlingsdóttur með
113 stigum. Auk Gunnþórunnar
eru í sveitinni Ingunn Bern-
burg, Guðríður Guðmunds-
dóttir, Kristin Þórðardóttir og
Halldóra Sveinbjarnardóttir.
Næstar urðu eftirtaldar sveitir:
Hugborg Hjartardóttir 111
Alda Hansen 77
Elin Jónsdóttir 62
Margrét Ásgeirsdóttir 61
í B-riðli sigraði sveit Önnu
Lúðvíksdóttur með 103 stigum.
Auk Önnu eru í sveitinni Lilja
Petersen, Nína Hjaltadóttir,
Una Thorarensen og Þuríður
Guðmundsdóttir. Næstar urðu
eftirtaldar sveitir:
Sigrún Pétursdóttir 91
Gerður isberg 86
Sigriður Jónsdóttir 76
Nú stendur yfir parakeppni
félagsins, og er mesta þátttaka i
henni, sem nokkurn tíma hefir
verið eða 56 pör. Spilað er í 4
riðlum, 14 pör í hverjum. Eftir
1. umferð eru eftirtalin pör
efst:
Guðrún Bergsdóttir
— Benedikt Jóhannsson 214
Esther Jakobsdóttir
— Guðmundur Pétursson 204
Sigrún Ölafsdóttir
— Magnús Oddsson 198
Guðríður Guðmundsdóttir
— Sveinn Helgason 189
Margrét Ásgeirsdóttir
— Tryggvi Gislason 188
Alda Hansen
— Georg Ólafsson 188
Una Árnadóttir
— Guðlaugur Nielsen 186
Heba Júlíusdóttir
— Guðmundur Sveinsson 181
Ingibjörg Halldórsdóttir
— Sigvaldi Þorsteinsson 175
Sigriður Guðmundsdóttir
— Haukur Leósson 175
Meðalskor: 156stig.
Næsta umferð verður spiluð
mánudaginn 14. marz n.k. i
Domus Medica, og hefst spila-
mennskan kl. 20 stundvíslega.
Keppnin verður fimm um-
ferðir, og verður slönguraðað,
nema í síðustu umferðinni
verður raðað beint.
Briúge
Umsjón ARNÓR
RAGNARSSON
Hafnarfjörður — Hafnarfjörður
TRYGGVI ÓLAFSSON
úrsmiður
opnar í dag úrsmíðavinnustofu og verzlun að Strandgötu 25,
Hafnarfirði, sími 53530.
Ferðatöskur
*
cnnn3>-
Hafnarstræti 18, Laugavegi 84, og Hallarmula 2.
Út
suður
og
um helgina
Flugfélag fslands býður upp á
sérstakar helgarferðir allan veturinn
fram undir páska: Ferðina og dvöl á
góðum gististað á hagstæðu verði.
Út á land, til dæmis í Sólarkaffið
fyrir vestan, á Sæluvikuna á Sauðár-
króki eða þorrablót fyrir austan, til
keppni í skák eða í heimsókn til
kunningja. Víða er hægt að fara á
skíði.
Suður til Reykjavíkur vilja flestir
fara öðru hverju. Nú er það hægt
fyrir hóflegt verð. Þar geta allir
fundið eitthvað við sitt.hæfi til að
gera ferðina ánægjulega. Margir hafa
notað helgarferðirnar og kunnað vel
að meta.
Gerið skammdegið skemmtilegt!
Leitið upplýsinga hjá skrifstofum
og umboðum um land allt.
FLUCFÉLAC ÍSLANDS
iNNANLANDSFLUG