Morgunblaðið - 11.03.1977, Page 14

Morgunblaðið - 11.03.1977, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1977 Haukur Guðmundsson; Nokkrar athugasemd- ir vegna greinargerð- ar umboðsdómarans í „handtökumálinu” VEGNA greinargerðar umboðs- dómarans Steingríms Gauts Kristjánssonar um „handtöku- málið“ sem fram hefur komið i fjölmiðlum, tel ég óhjákvæmilegt að gera við hana nokkrar athuga- semdir, þvi mér virðist umboðs- dómarinn i meira lagi hlutdrægur í þessum úrdrætti sinum. í greinargerðinni rekur umboðs- dómarinn af eljusemi fram atriði sem honum og samverkamönnum hans tókst með ærnu fé og fyrir- höfn að gera tortryggileg að því er mig varðar. Hins vegar sýnist mér umboðsdómarann skorta til þess vilja eða siðferðilegt þrek að tíunda atriði þau sem fram komu við rannsókn máls þessa og benda i gagnstæða átt. Af greinargerð- inni er ljóst, að afstaða og viðhorf umboðsdómarans eru slík að ég mun gera ráðstafanir í þá átt að þessi maður hætti þegar öllum afskiptum af málinu. í þessu sam- bandi er rétt að minna á ýmsar einkennilegar yfirlýsingar sem eftir honum hafa verið hafðar í fjölmiðlum, allt frá upphafi rann- sóknarinnar. Nokkur vandi er að gera máli þessu góð skil nú, þvi ég hefi enn ekki fengið i hendur afrit af skjölum málsins. Ég mun þó leitast við að skýra frá nokkr- um staðreyndum sem mér eru kunnar og sem varpað geta ljósi á hversu þrifaleg greinargerð um- boðsdómarans er, einkum með það í huga að höfundurinn telst vera hlutlaus rannsóknardómari. 1 fyrsta kafla greinargerðar- innar um upphaf málsins segir: „Fljótlega voknuðu grunsemdir hjá yfirmönnum lögreglunnar um að ekki væri allt með felldu varð- andi handtökunna og þann 9. des. s.l. barst ríkissaksóknara bréf þar sem þess var krafist af Karli Guðmundssyni að rannsókn færi fram út af meintri ólöglegri hand- töku á honum.“ Ég fæ með engu móti skilið þennan boðskap, þ.e. grunsemdir yfirmanna lögreglunnar og samhengi þeirra við kröfu Karls Guðmundssonar um rannsókn. Er hugsanlegt að einhverjir yfirmenn lögreglunnar í Keflavík og Karl Guðmundsson séu þarna I samstarfi? Þetta atriði skýrist væntanlega við lestur málsskjala. t öðrum kafla greinargerðar- innar kemur fram hve nákvæmir þeir félagar eru i framburði. Þar segir að stúlka hafi gefið sig á tal við Guðbjart á tímabilinu frá kl. 16—18 það er með tveggja klukkustunda nákvæmni. (Guð- bjartur er talinn glöggur og stálminnugur af mörgum þeim sem þekkja hann). t þriðja kafla greinargerðar- innar er hluti af framburði min- um rakinn, a.m.k. flest það sem hægt er að gera tortryggilegt, en látið undir höfuð leggjast að skýra frá mörgum atriðum sem miklu máli skipta i rannsókninni i heild. Þá er nauðsynlegt að minna á að ég var fyrir rétti í samtals 9lA klst. t fjórða kafla greinargerðar- innar um framburð vitna segir: „Ung kona i Keflavík kveður Hauk hafa beðið sig að ná i Guð- bjart til Keflavikur fyrir sig“ o.s.frv. Siðar segir: „Hann (Haukur) vill ekki aftaka að hann hafi ætlað að handtaka Guð- bjart.“ Þarna tel ég að umboðs- dómari fari nokkuð frjálslega með framburð minn um þetta at- riði, en það verður skýrt nánar siðar þá þegar skjöl málsins liggja fyrir. Það er þvi miður nauðsyn- legt að geta þess hér að framan- greint vitni er sambýliskona Hall- grims Jóhannessonar og er jafn- framt beinn aðili að einum þætti í. rannsókn á málum Guðbjarts Pálssonar, sem ég óskaði sérstak- lega eftir rannsókn á eftir að ég heyrði framburð vitnisins i þessu máli, en ég hefi iýst hann ósannan i flestum atriðum. Þá segir í greinargerðinni: „Lögreglumenn sem voru á lög- reglustöðinni kl. 13,20 6. des. halda því fram að Haukur muni hafa verið farinn af skrif- stofunni" (ath. af orðalagi má ætla að hér sé um að vera ágísk- anir). Hér verður að geta þess aó Iögreglumenn í Keflavík hafa engan aðgang að skrifstofu minni, þegar frá er talinn John Hill rannsóknarlögreglumaður, þeir geta því ekkert borið um hver eóa hvort einhverjir eru þar inni á þessum tima eða öðrum. Einnig er húsaskipan á lögreglustöðinni þannig að Iögreglumenn á varð- stofu hafa litla eða enga mögu- leika á aó fylgjast með manna- ferðum um skrifstofu mína. Þá segir i greinargerðinni: „í ibúð þeirri sem Haukur kom í íBreiðholtshverfi hitti hann fyrir húsmóóurina, en talaði við eigin- manninn í síma. Samkvæmt fram- burði hans sagði Haukur að hann væri meó tvær stúlkur í bílnum hjá sér. — Haukur kveður geta verið að hann hafi sagt þetta, en þá í gamni, en synjar fyrir að nokkrir farþegar hafi verió í bíln- um.“ Um þessi atriói kom fram i þinghaldi, samprófun, við eigin- manninn, að simtal þetta hafi ver- ið í léttum tón og einnig að við hefðum áður gert að gamni okkar af sama tilefni og þarna var til umræðu, en það er málinu óvið- komandi. Umboðsdómarinn sá ekki ástæðu til þess að bóka þetta, en tekið skal fram að þess var ekki sérst^klega óskað. Þá segir í greinargerðinni: „Húsmóðirin sem segist ekki hafa hlustað á simtalið, en telur sig þekkja bifreiðina sem Haukur hafi til afnota á vegum Iög- reglunnar, segist hafa séð að ein- hver sat í sætinu við hlið bil- stjórasætisins. Hún segir að sér hafi sýnst þetta vera kvenmaður og að önnur persóna sæti í aftur- sæti.“ Telur og sýnist. Hér lætur umboðsdómarinn hjá liða að geta þess að húsmóðirin bar að kven- maður þessi hafi verið klæddur brúnum mokkajakka. Samkvæmt framburði þriggja manna sem sáu stúlkur I bifreið Guðbjarts, kemur hvergi fram að þær hafi verió klæddar slikum jakka. Tek- ið skal fram að ég var sjálfur þennan dag klæddur brúnum mokkajakka. í þinghaldi kom fram að húsmóðirin þekkti ekki tegund bifreiðarinnar, — sá ekki skráningarmerki, — sá Hauk ekki fara í eða að bifreið þessari, veitti ekki athygli hvort á bifreiðinni hafi verið talstöðvarloftnet (sem er á bifreið þeirri sem ég var á.) öllu þessu finnst umboðsdómari sjálfsagt og eðlilegt að sleppa í greinargeró sinni. Þá segir í greinargerðinni: „Þegar Haukur reyndi að hafa talstöðvarsamband við lögreglu- bílinn sem notaður vió fyrirsát- ina, kveðst hann hafa fengið lítil og óskýr svör. Hann kom því skilaboðum til lögreglumannanna í bílnum með talstöð lögreglunnar sem milliliö.“ (Allt voru þetta tal- stöðvar lögreglunnar, en hér mun vera átt við móðurstöðina á lög- reglustöðinni). Hér verður að geta þess að í öllum talstöðvum lögreglunnar í Keflavík eru tvær rásir til notkunar. Rásir nr. 1 og nr. 2. — Talstöð lögreglustöðvar- innar mun aó venju hafa verió stillt á rás nr. 2. — í greint sinn sem oft áður notaði ég rás nr. 1 en það gerðu lögreglumenn þeir að sjálfsögóu einnig skv. fyrirmæl- um mínum þar um. Þetta hefur verið staðfest af báóum þessum lögreglumönnum og líklega fleir- um. í framhaldi af þessu er'nauð- synlegt að fram komi að þessir tveir Iögreglumenn fengu um það skýlaus fyrirmæli að stöðvar tafarlaust bifreið Guðbjarts ef þeir yrðu hennar varir. Þetta atriði hafa lögreglumennirnir staðfest. Að áliti umboðsdómar- ans átti framangreint ekkert er- indi í greinargerð hans um rann- sókn málsins. Mér virðist þó að þetta sé mjög mikilsvert atriði, þ.e. ef tekist hefði að stöðva bif- reið Guðbjarts í Kúagerði eins og fyrirhugað var, vegna þess að ekki lá fyrir hvert hann mundi leggja leið sína þegar suður var komið. Varóandi framburð um útlits- mun á tveimur bjórkössum, svo sem fram kemur, vil ég vekja athygli á þvi að samkvæmt gögn- um sem ég lagði fram undir rann- sókn málsins, virðist sem 50 til 60 kössum af samskonar bjór hafi verið „hnuplað“ úr þessum sama farmi m/s Selfoss. Það er þvi ljóst að mikill fjöldi slíkra bjórkassa hefur verið í umferð á þessu tima- bili. Þá er aðeins fjallað um það magn sem ekki kom fram í vöru- skemmu hjá varnarliðinu. Þá segir í greinargerðinni: „Ung kona sem er vel kunnug Hauki kveður hann hafa hringt i sig i desember s.l. og beóið sig að útvega sér tvo kassa af áfengum bjór. Hún kvaðst hafa reiðst og neitað bóninni. Haukur hefur harðneitað þessu og komið með þá tilgátu að annar maður hafi hringt og kynnt sig með sinu nafni“. Þarna virðist mér umboðs- dómarinn vera kominn út á hálan ís þó ekki sé meira sagt. Síðast þegar ég mætti i réttin- um m.a. til samprófunar við stúlku þá sem um getur, kom það skýrt fram hjá henni að hún taldi mjög liklegt aó annar maður hefði hringt og studdi hún þennan framburð sinn skýrum rökum, sem fram koma i bókum umboðs- dómarans. Má þvi gjörla sjá að frásögn hans um þetta atriði er mjög villandi. Undir Iok greinargerðarinnar segir: “Þessar aðgerðir báru ekki afgerandi árangur." Hér mun vera átt við hinar dæmalausu sak- bendingar, þegar samtals 28 stúlkur á ýmsum aldri voru leidd- ar fyrir Guðbjart Pálsson og fleiri með eftirminnilegum hætti. Mér hefur ekki tekist að skilja til hlit- ar orðalag umboðsdómarans um þetta efni, en ég hefi ætíð talið að sakbending sem fram hefur farið hafi annaðhvort borió árangur, sem sé að sá seki finnst (er endur- þekktur) eða að sakbending hafi verió árangurslaus. Rétt er og að geta þess að ég mun krejast rannsóknar á ýmsum þáttum þessa máls og undirbún- ingur að þeirri kröfu er þegar hafinn. Þá vil ég að lokum benda á að ritgerðir rannsóknardómara á þessu stigi máls eru nýlunda og vonandi einsdæmi, enda er rann- sókn enn ekki lokið, nema af hálfu rannsöknardómarans og að- stoðarmanna hans. Nú mun ég og lögmaóur minn fá afhent máls- skjöl til yfirlestrar, svo sem kraf- ist hefur verið skv. lögum. Þá gefst tækifæri til þess að skoða rannsóknina í heild og i fram- haldi af því hugsanlega gera kröfu um frekari rannsókn á ýms- um atriðum sem styðja minn framburð. Nú hefur umboðsdómarinn svo sem kunnugt er sent frá sér greinargerð þá sem hér að framan hefur verió nokkuð fjallað um. Hann ér búinn aó leggja fram sönnunarmat sitt og ætlast væntanlega til þess að almenning- ur dæmi i máli þessu af einhliða ritsmíð sinni. Keflavík 10. mars 1977 Ilaukur Guðmundsson. Danir fá skammir Moskvu, 10. marz. NTB. Flokksmálgagnið Pravda gagn- rýnir Dani f dag fyrir að kaupa dýrar bandarfskar herflugvélar f staðinn fyrir að leysa efnahags- vanda þjóðarinnar. Blaðið bendir á að Orla Möller varnamálaráðherra hafi farið fram á nýjan fund með varna- málaráðherrum Noregs, Hollands og Belgíu vegna kaupa á orrustu- þotunni F-16, hefur eftir mörgum dönskum sérfræðingum að herút- gjöld Dana séu alltof mikil og segir að næstu fjögur ár verði Danir að dansa eftir pípu NATO. „Danski kommúnistaflokkur- inn og önnur lýðræðisleg öfl telja þessa þróun mjög hættulega Dan- mörku þar sem landið dragist inn í vígbúnaðarkapphlaupið," segir Pravda. ífr Verksmiójurnar framleióa m.a.: Skip — Skiptiskrúfubúnaó — Þverskrúfur — Andveltigeyma og Skipshuróir HFKI A UC Laugavegi 170-172, - Sími 21240 Sölu-, vidgeróa- og I Wtmm W m. mmm Érm. I II ■ Coterpdbr. Cot, og ffl eru ikrásett vöfomerki varahluttíþjónusta í se sérflokki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.