Morgunblaðið - 11.03.1977, Page 16

Morgunblaðið - 11.03.1977, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 11. MARZ 1977 Hugmyndir Búnaðar- þings um veggjald /f Al Búnaðarþingí því, sem lauk f gær, var samþykkt I áskorun á samgönguráðherra þess efnis, að hann beiti sér fyrir því að tekið verði upp á ný veggjald af umferð á hraðbraut- um út frá Reykjavík, sem nemi allt að 300 milljónum króna á ári og skal því fjármagni varið til lagningar hraðbrauta með varan- legu slitfagi. Ástæða er til að staldra ofurlítið við þessa samþykkt Búnaðarþings. Þegar fyrsta hraðbrautin með varanlegu slitlagi var tekin í notkun, þ.e. Reykjanesbrautin svonefnda, milli höfuðborgar- svæðis og Suðurnesja var þeim, sem um hana fóru, gert að greiða veggjald. Gjald þetta mætti nokkurri mótspyrnu eins og frægt varð, þegar skúrinn, þar sem tekið var við gjaldinu, var brenndur til grunna. Engu að síður sættu flestir sig við þetta veggjald um skeið, enda var Reykjanesbrautin þá eina hraðbraut7 in með varanlegu slitlagi og ekki óeðlilegt að þeir sem þeirra forréttinda nutu greiddu nokkuð fyrir þau. En þegar hraðbraut með varanlegu slitlagi hafði verið lögð austur fyrir fjall varð niðurstaðan sú, að fella veggjaldið hiður. Síðan hafa ekki komið upp hugmyndir um það, fyrr en nú, að Búnaðarþing hefur samþykkt ofangreinda áskorun. Engum getum skal að því leitt, hvort áskorun Búnaðarþings á rætur að rekja til þess, að þingfuiltrúum þyki of miklir fjármunir ganga til lagningar hraðbrauta og of litlir til annarra vegafram- kvæmda út um landsbyggðina. En það er auðvitað Ijóst, að nokkuð andstæð sjónarmið eru uppi um það, hvernig verja ber þeim fjármunum, sem til vegaframkvæmda ganga. Þannig er það eðlilega sjónarmið þeirra, sem búa á hinum miklu þéttbýlis- svæðum á suðvesturhorni landsins þar sem bílamergðin og umferðin er mest, að verja þurfi meira fjármagni til lagningar hraðbrauta með varanlegu slitlagi út frá höfuðborginni en gert hefur verið til þessa Talsmenn þessarar skoðunar benda á að frá bifreiðaeigendum og skattgreiðendum : suðvesturhorninu komi langmestur hluti þess fjármagns, sem með einum eða öðrum hætti er varið til vegaframkvæmda. Sjónarmið þeirra, sem í dreifbýlinu búa, eru hins vegar þau, að ekki sé nægilegu fjármagni varið til vegaframkvæmda um hinar dreifðu byggðir landsins. Þessi afstaða er skiljanleg. Góðar samgöngur eru lífæð byggðarlaganna úti á landi, sjávarþorpa og sveitanna. Þótt mikið hafi áunnizt í vegaframkvæmdum í dreif- býlinu á undanförnum áratugum er mikið ógert og á það ekki sízt við um landshluta eins og Vestfirði og Austurland og einstaka staði aðra. Víða spillast vegir mjög að vetri til og verða illfærir og þess vegna skiljanleg afstaða þeirra sem telja, að verja beri mestum hluta vegafjár til vegabóta í hinum dreifðu byggðum. Því má heldur ekki gleyma í þessum umræðum, að vegirnir út um landsbyggðina eru ekki lagðir fyrir þá eina, sem þar búa. Þeir eru forsenda þess, að landið allt sé í byggð og tæpast er nokkur íslendingur svo þröngsýnn að telja, að það yrði land og lýð til heilla, að þjóðin öll flykktist á suðvesturhornið Þá eru vegirnir á landsbyggðinni ekki slður notaðiraf íbúum höfuðborgarsvæðisins en öðrum, sérstaklega að sumarlagi, þegar menn taka sumarleyfi sín til ferðalaga og kunna þá vel að meta að komast um landið allt. Hér eru að sumu leyti andstæð sjónarmið og ekki um annað að ræða en feta hinn gullna meðalveg. Þar er engin önnur leið fær. Fram til þessa hefur áherzlan verið lögð á vegaframkvæmdir úti á landi, en hraðbrautarframkvæmdum hefur þó verið þokað nokkuð fram. Eftir því sem vegir á landsbyggðinni verða greiðfær- ari hlýtur auknu fjármagni að verða varið til hraðbrauta með varanlegu slitlagi, sem smátt og smátt munu ekki síður þjóna dreifbýlinu en þéttbýlinu. Þessi mál eru gerð að umtalsefni hér vegna þess, að fátt er líklegra til þess að hleypa illu blóði í íbúa þéttbýlis en hugmyndir af því tagi, sem Búnaðarþing samþykkti um veggjald íbúar dreifbýlisins geta með réttu gert kröfu til þess, að skattgreiðendur í þéttbýli hafi víðsýni til að skilja nauðsyn fjárveitinga til margvíslegra framkvæmda úti á landi. Með sama hætti verður að ætlast til þess, að fulltrúar dreifbýlisins geri sér grein fyrir þvi, að hugmyndir um aukna fjárheimtu með veggjaldi eru ekki sanngjarnar og hljóta frá sjónarmiði þeirra sem i þéttbýlinu búa að teljast lýsa bæði þröngsýni og óhæfilegri tilætlunarsemi. Basar í Bern- höfts- torfunni Hinn árlegi basar nemenda Myndlista- og handfðaskóla tslands verður haldinn f Bernhöftstorfunni heigina 11. 12. og 13. mars. Þar verða á boðstóinum vandaðir hlutir unnir af nemendum 3. árs. Seldur verður fatnaður ýmiss konar, graffkmyndir, keramik- munir og leikföng, svo eitthvað sé nefnt, á hóflegu verði og einnig verður borið fram kaffi og meðlæti. Sunnudaginn 13. mars verður svo kökum hætt á basarinn til sölu. Basarinn er haldinn tii styrktar námsferð 3. árs nemenda, sem farin verður til London og Amsterdam f lok mánaðarins. Basarinn verður opinn frá kl. 9—20 föstud. og laugard. og frá kl. 13—18 á sunnudag. (Fréttatilkynning) Bræðurnir Haukur og Hörður Harðarsynir opna á morgun sýningu á verkum sfnum á Loftinu á Skólavörðustfg. Verður sýningin opin laugardag og sunnudag kl. 14—18 og mun standa fram á næstu helgi. Þeir munu sýna 3 hugverk, eins og þeir nefna þau, úr tré, 69 vatnslitamyndir og 13 myndir sem eru eins konar drög að tréverkunum, sagði Haukur f viðtali við Mbl. f gær. Hljómsveit Tónlistarskólans leikur í Háskólabíói á morgun Tónlistarskólinn í Reykjavfk gengst fyrir tónleikum f Háskólabfói á morgun, laugar- dag, og hefjast þeir kl. 2.30 sfðdegis. Hljómsveit Tónlistar- skólans leikur þar undir stjórn Marteins Hunger Friðriks- sonar, en ásamt hljómsveitinni koma fram tveir einleikarar, þær Lovfsa Fjeldsted selló- leikari og Guðný Asgeirsdóttir pfanóleikari og ljúka þar með fyrri hluta einleikaraprófs við skólann. Á efnisskrá tónleikanna á laugardag eru Konsert f B-dúr fyrir selló og hljómsveit eftir Occherini og Konsert nr. 1 f g-moll, op. 25 fyrir pfanó og hljómsveit en eftir hlé leikur hljómsveitin Ófullgerðu sinfónfuna eftir Schubert. Ungir einleikarar — Þessar stúlkur, Lovfsa Fjeldsted (t.v.) og Guðný Asgeirsdóttir, verða einleikarar með hljómsveit Tónlistarskólans f Háskólabfói á morgun. Wím$m Útgafandi hf. Árvakur. Reykjavlk. Framkvwmdastjórí Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. R itstjóma rf ulltrúi Þorbjöm GuBmundsson. Fréttastjórí Bjöm Jóhannsson. Auglýsingasjóri Ámi GarSar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiBsla ASalstrwti 6. slmi 10100 Auglýsingar Aðalstrasti 6, slmi 22480 Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuSi innanlands í lausasölu 60.00 kr. eintakið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.