Morgunblaðið - 11.03.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.03.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1977 19 Novosti uggandi um Noreg Moskvu, 10. marz NTB. SOVEZKA fréttastofan Novosti segir f dag að á bak við Noregs- heimsókn vestur-þýzka varna- málaráðherrans Georg Lebers f þessum mánuði búi tilraun til að „treysta hernaðarlega nærveru“ Vestur-Þjóðverja f Norður- Evrópu og bendir á að heimsókn- in fylgi f kjölfarið á þátttöku Vestur-þjóðverja 1 heræfingum á norskri grund. Fréttaskýrandinn Vladlen Kuznetsov lýsir sig sammála þeirri skoðun sem hafi nýlega komið fram I málgagni Miðflokks- ins 1 Finnlandi, Saomenmaa, að stefna Norðmanna 1 öryggismál- um sé að breytast og tekur undir þá tillögu Kekkonens forseta að Norður-Evrópa verði lýst kjarn- orkuvopnalaust svæði. Psoriasis Aðferð, sem sagt var frá í blaó- inu í gær að sænskur iæknir not- aði til að lækna sjúklinga sem þjást af psoriasis, er ekki ný, að þvi er Ólafur Tryggvason læknir sagði i samtali við Mbl. i gær. Hann sagði að aðferðin, sem fréttin fjallaði um, væri í rann- sókn um allan heim og rannsókn- inni væri ekki fulllokið. — Sakkarín Framhald af bls. 2 kannski i tveggja tii þriggja ára tilraun. Rottur, sem væri algengt tilraunadýr, kvað hann lifa i um það bil 4 ár og jafngilti siikur aldur 70 til 80 ára aldri hjá manni. Ef hún er siðan fóðruð i 2 ár á einhverju efni þá jafngildir það að maður hafi verið fóðraður i 40 ár á efninu. Er það helzt til mikið — sagði Þorkell. Þorkell kvaðst telja að saccarin væri ekki notað t.d. við gos- drykkjaframleiðslu á íslandi. Fyrir nokkrum árum var sycla- mat notað í syrkurlausan mat og drykki, en var síðan bannað á grundvelli hinna bandarisku laga. Kvað hann bandarisk stjórnvöld nú vera að draga i land með það bann. „Er þetta eins og hvert ann- að pat,“ sagði Þorkell og kvað þetta bann ekki raunhæft. Hins vegar væru þessi lög i gildi og þvi væri ekki unnt að nota þessi efni, þar sem lögin giltu. Sacearin hefur verið í notkun á Islandi i áratugi og notað til þess að sæta mat einkum fyrir sykur- sjúka. Hann kvað syclamat vera hentugra efni til slíks, þar sem ekkert aukabragð fylgdi þvi efni eins og saccarininu. Þá ræddi Morgunblaðið einnig við Ólaf Ólafsson landlækni og kvað hann islenzk stjórnvöld myndu fylgjast mjög vel og náið með framvindu þessara mála. „Enn sem komið er teljum við ekki að fram séu komnar það öruggar fréttir af skaðsemi saccarins, að ástæða sé til þess að banna notkun þess,“ sagði Ólafur og hann bætti við að umræða um efni sem saccarin væru stöðugt i gangi og mikið væri um að skrifað í fagtímarit. „Við höfum haft sam- vinnu við hin Norðurlöndin og þau hafa ekki séð ástæðu til að banna notkun saccarins. Það hef- ur Alþjóða heilbrigðisstofnunin heldur ekki gert, en við höfum mikið reynt að fara eftir áliti hennar,“ sagði landlæknir. Framleiðendur telja bannið styójast við veikar forsendur. Um tvö milljón kiló af saccarini eru notuð árlega í bandariskum matvælum, þar af um 75% í gos- drykkjum og saccarin er eina efn- ið sem eykur sætleika og er enn leyft í Bandaríkjunum fyrir utan sykur. Talsmenn saccarinframleið- enda i Kanada og Banaríkjunum telja bannið reist á vafasömum visindalegum forsendum og mið- ist ekki við þarfir og óskir neyt- enda. Einn þeirra telur bannið endurteknineu á mistökum sem bandarisk yfirvöld hafi gert sig sek um þegar þau bönnuðu annað sætt efni, svokallað cyclamates, 1970. Þeir leggja áherzlu á að fólk sem megi ekki borða sykur geti ekki lengur fengið nokkur gefvi- efni í matvælum og drykkjum i staðinn. Norðmenn sama sinnis og íslendingar I Ósló sagði yfirmaóur norsku heilbrigðisþjónustunnar, Tor- björn Mork, að ekki væri tímabær t að banna saccarin í Noregi. Hann sagði að svipuð niðurstaða hefði fengizt í rannsókn sem var gerð fyrir tveimur árum og í kanadísku rannsókni'nni og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefði ekki talið ástæðu til að banna notkun efnisins þá. — EBE Framhald af bls. 1. milli bandalagsins og Sovétríkj- anna þar sem þeir hafa ekki veitt því stjórnmálalega viðurkenn- ingu. Vilja þeir að samningurinn sé á milli sín og hvers og eins aðildarrikis EBE. Auk þess setja Sovétmenn sig upp á móti óskum EBE um að við skilgreiningu á Efnahagsbanda- laginu í samningnum sé Vestur- Berlin talin hluti þess. Fyrir utan þessi stjórnmálalegu vandamál hefur gengið illa að ákveða kvóta. Sovétmenn vilja að settir verði fastir kvótar á veiðar hvors aðila, á meðan samn- ingamenn EBE telja sig ekki hafa umboð til að ákveða slíkt á þessu stigi málsins. Samkvæmt heimild- um i Briissel kefjast Sovétríkin meira en Efnahagsbandalagið vill láta af hendi. Þá hófust í dag í Brussel við- ræður á milli Austur-Þjóðverja og EBE um samning um gagnkvæm- ar fiskveiðar. Formaður samn- inganefndar Austur-Þjóóverja, Dieter Wang sjávarútvegsráó- herra, sagði við komuna til Brússel að hann harmaði ákvörð- un EBE að svipta Austur- Þjóðverja hefðbundnum miðum þeirra. Hafa þeir veitt um 50.000 lestir á miðum EBE árlega. Ekki er búist vió neinum erfiðleikum i þessum viðræðum þannig að rammasamningur ætti að geta tekið gildi 1. apríl. — Húsarottur Framhald af bls. 32 Rótað var í ibúðinni en engú stolið. Er það ósk lögreglunn- ar, að þeir sem telja sig geta veitt upplýsingar i þessum málum hafi samband við lög- relguna. —Ketilsprenging Framhald af bls. 32 liti ríkisins og fleiri stofnunum voru hér í dag til að kanna skemmdirnar og reyna að finna orsakir sprengingarinnar. Um það leyti sem óhappið varð var allt rafmagn tekið af húsum hér, eins og gert er i hálfan annan tíma um hádegi á hverjum degi. Mun sprenging þessi hafa verið af svipuðum toga og ketil- sprengingin er varð í húsi Haralds Böðvarssonar á Akranesi fyrr i vetur. Ragnheiður — Friðrik Framhald af bls. 32 lega vegna þess að hann hefði aðeins slakað á yfir skákinni. Um skákina við Csom í gær sagði Friðrik, að hann hefði staðið betur að vígi lengi vel, en ekki tekizt að komast nógu nálægt honum til að geta látið til skarar skríða. Csom hefði farið út i drottningakaup og þvi hefði hann ekki reynt að tefla til úrslita. Sjötta umferð skákmótsins verður tefld i dag og þá teflir Friðrik við Gligoric frá Júgóslavíu. Þeir hafa oft bitizt vió nú síðast á skákmótinu í Júgóslavíu skömmu f.vrir jól, en þeirri viðureign lyktaði með jafntefli. Staðan á skákmótinu að fimm umferðum loknum er þessi: 1. Karpov 4V4 vinningur, 2.—7. Friðrik, Húbner, Liberzon.Sosonko, Timman og Csom, allir með 3 vinninga. — Loðnuaflinn Framhald af bls. 32 langar leiðir og i gær var spáð vonsku veðri á siglingaleiðinni til Siglufjarðar og eins austur með landi. S.l. sólarhring nam loðnuaflinn meira en 10 þúsund tonnum og var heiidaraflinn kominn yfir 462 þús. tonn um kl. 22, sem er rétt aðeins meira en allur aflinn varð á vertíðinni 1974, en hann varð 461,800 lestir. — Búnaðarþing Framhald af bls. 2 leiðréttingu á sama véttvangi og rógurinn er fluttur. Skorar búnaðarþing 1 ályktun sinni á út- varpsráð að taka til alvarlegrar athugunar breytingu á þessu og tryggja að varnarréttur manna f þessu efni sé ekki brotinn. I greinargerð með ályktuninni er vitnað til óskar Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins nú nýverið er þess var óskað að út- varpið tæki til birtingar leiðréttingu við atriði, sem fram komu í forystugrein Dagblaðsins, en útvarpsstjóri hafnaði beiðn- inni. — Vaka Framhald af bls. 2 urnar að ofan jafnframt fylgi list- anna í háskólaráóskosningunum undanfarin ár. Mjög naumt var á því að Vaka héldi sjötta manni sinum i stúdentaráði, eins og sjá má af þvi að á bak við sjötta mann Vökulist- ans eru 105,5 atkvæði en á bak við áttunda mann lista vinstrimanna eru 106,5 atkvæði. Vöku skorti þvi aðeins átta atkvæði til að halda sjötta manninum og þar með óbreyttri stöðu. Kjörsókn var lítil í kosningun- um og greiddu aðeins 55,5% há- skólastúdenta atkvæði. —Mannræningjar í Washington Framhald af bls. 1. riskra gyðingasamtaka. Það var sú bygging, sem fyrst var tekin i gær, en vopnaðir menn réðust einnig inn í múhameðstrúarmið- stöðina og borgarskrifstofuna og tóku þar gisla. Allar byggingarn- ar eru innan 5 kilómetra radíus. Álitið er að á milli 100 og 130 gislar séu i byggingunum. Þá álit- ur lögreglan að mannræningjarn- ir séu níu að minnsta kosti og að fjórir þeirra séu i B’nai B'rith. Lögreglan hefur lokað götum á svæðinu i kringum byggingarnar og alls staðar má sjá lögreglu- þjóna i skotvestum. Yfirvöld hættu við að heilsa James Callaghan, forsætisráðherra Breta, með byssuskotum þegar hann kom i heimsókn til Washington í kvöld af ótta við að skapa taugaveiklun meðal mann- ræningjanna. Ein af siðustu kröfum Khaalis var aó fá :ð tala við sendiherra Arabarikja í Washington og brugðust sendiráðin fljótt við þeirri beiðni. Talsmaður sendi- ráðs írans sagði að sendiherrann, Ardeshir Zahedi, hefði farið til aðalstöðva lögreglunnar til að ræða við Khaalis i sima. Egypski sendiherrann, Asraf Ghorbal, og sendiherra Pakistans, Sahabzada Yaqub-Kahn, fóru einnig þangað. Zahedi er stjórnarformaður múhameðstrúarmiðstöðvarinnar, sem er i höndum mannræningj- anna. Egypska sendiráðið segir að álitið sé að fimm til sjö gíslanna þar séu Egyptar og aó fleiri út- elndingar séu þar. Á fyrstu klukkustundum um- sátursins var ungur útvarps- fréttamaður skotinn til bana og margir aðrir hlutu skotsár, þar á meðal einn borgarfulltrúi. Helzta kveikjan að aðgerðum Hanafimanna virðist vera morðin á sjö félögum þeirra i aðalstöðv- um Hanafi 1973. Morðingjarnir voru úr söfnuði Svartra múhameðstrúarmanna, en mikill fjandskapur er á milli trúarhóp- anna, og afplána þeir nú 140 ára fangelsisdóm. í útvarpsviðtalinu talaði Khaali af biturleik um morðingjana og sagði: „Þeir hlógu og fífluðust i réttinum. Cassius Clay skrillinn hló á meðan við bárum kistur barna okkar.“ Muhammad Ali, sem áður hét Cassius Clay, er félagi í Svörtu múhameðstrúar- samtökunum. r — Isal Framhald af bls. 3 2. Kersmiðja. Gengið verði frá lofthjálmum við massa- hrærivélar til að beina frá heitri tjörugufu. Loftræstibúnaði sem rætt var um fyrst fyrir 2 árum að koma vió kerþjöppun, verði komið í nothæft ástand. 3. Skautsmiðja. Mulningsvél sem mikið ryk stafar frá og er við skautsmiðjudyr svo og hrærivél fyrir kragasalla sem sett var inn í skautsmiðju verði fjarlægðar og byggt yfir sér- staklega sbr. samþ. hollustu- nefndar frá 7. aprfl s.I. 4. Böð og búningsklefar verói þrifin eftir hverja vakt. Það kom fram á blaðamanna- fundinum, að greislur til fólks, sem er fjarverandi frá vinnu vegna atvinnusjúkdómatilfella eða slysa eru miklu lengri hjá ÍSAL en hjá öðrum íslenzkum fyrirtækjum. Fá starfsmenn full laun fyrstu tvo mánuðina, sem þeir eru fjarverandi vegna þessa og síðan 80% af launum næstu 10 mánuðina. Ennfremur kom fram, að for- ráðamenn verkalýðsfélaganna hafa mikinn áhuga á að stytta viðverutima starfsmanna i ál úr 38,50 klst á viku í 35—36 klst á meðan hreinsunartækin eru ekki komin upp. Trúnaðarmenn í álverinu hafa tvisvar sinnum farið til Noregs til að kynna sér aðbúnað í álverum þar. Siðast var farió um áramótin 75—76 og voru þá skoðaðar 3 álverksmiðjur. Sögðu þeir er fóru utan að ástandið hefði hvergi verió verra en hér. Eitt af þeim álverum hefði borið af, og verið líkast hóteli. Hinar tvær hefðu verið svipaðar álverinu i Straumsvík, nema kannski að þær hefðu verið eitthvað skárri. áætlunarflug póstf lug... Suma árstíma er flugþjónusta Vængja hf. einu samgöngumöguleikar fólksins í stórum byggða- lögum. Við fljúgum reglulega til: Hellissands, Stykkishólms, Búöardals, Suöureyrar, Siglufjaröar. Bildudals, Gjögurs. Olafsvikur, Hvammstanga, Reykhóla, Hólmavikur, Blönduóss Flateyrar, Tökum að okkur leiguflug. sjukraf lug.vöruf lug hvert á land sem er. Höfum á að skipa 9 og 19 farþega flugvélum. öryggi • þægindi • hraöi m . VÆNGIR h/f REYKJAVIKURFLUGVELLI — Símar 26066 — 26060

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.