Morgunblaðið - 11.03.1977, Side 22

Morgunblaðið - 11.03.1977, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1977 Guðríður Sigurbjörns- dóttir - Minningarorð Fædd 11. október 1895 Dáinn 3. mars 1977. Guðriður var fædd að Litlu- Felsöxl í Skilmannahreppi. For- eldrar hennar voru Sigríður Kristjánsdðttir og Sigurbjörn Jónsson, er þar bjuggu. Sigur- björn og Sigríður fluttu siðan að Blómsturvöllum á Akranesi. Börn þeirra hjóna urðu fjögur. Elst þeirra og ein eftir á lífi er Guðrún Kristín, nú 84 ára og býr á Akranesi. Hin voru tvíburarnir Guðriður og Jón, en hann lézt ungur að aldri. Yngstur þeirra var Pétur er alla tíð bjó á Akra- nesi. Einn hálfbróður átti Gudda eins og hún var ávallt kölluð af ættmönnum og kunningjum, er Geir hét Jónsson og lést hann síðast liðið haust, þá 89 ára að aldri. Haustið 1911 réðst Gudda sem vinnukona til afa mins og ömmu, Matthíasar Á Mathiesen skósmiðameistara og konu hans Arnfriðar Jósefsdóttur Mathies- en, þá tæpra 15 ára að aldri. Þau hjón bjuggu þá í Reykjavik. 1911 fluttu þau til Hafnarfjarðar og bjuggu fyrstu árin í húsi þvi er nú er Strandgata 47. 1913 fluttust þau að Austurgötu 30, og bjuggu þau þar alla tíð. Börn þeirra voru ung að árum er Gudda kom þangað, enda fannst þeim alla tið hún ein af systkinun- um. Börnin voru Jón, síðar kaup- maður, 10 ára, Árni, siðar verlzlunarstjóri, 8 ára, Theódór, síðar læknir, 4 ára, og Svava móð- ir min, aðeins á þriðja ári. Afi minn setti upp skóverkstæði á Austurgötunni og gerði þar við skó og smiðaði einnig sjálfur skóna. Var því oft mannmargt á þessu heimili, fyrir utan heima- fólkið. Heyrði ég sem barn, að það hefðu verið 13 manns á verkstæð- inu, bæði nemar og sveinar, og þótti á þeim timum ekki annað sæma en hafa allt í fæði og þjón- ustu. Lá þá Gudda ekki á iiði sinu, þvi allt vildi hún gera fvrir hús- bændur sina, sem hún mat mikils. Enda elskuðu og virtu Guddu all- ir er henni kynntust, bæði börn og fuliorðnir, en var hún barngóð með afbrigðum fram á dánardag. Eftir að heimilisfaðirinn missti heilsuna, vann hún í fiskvinnu, vaski jafnt sem breiðslu, til að létta á heimilinu. Oft fór hún að þvo þvotta seinnihluta nætur, til að hafa lokið honum er hún fór í fiskvinnuna. Var sólarhringurinn vart nógur fyrir þetta stóra heim- ili, og Gudda þvi oft þre.vtt að loknu dagsverki. Er heimilisfaðir- inn lést 1929, bjuggu þær saman Gudda og amma mín, þar til hún lést í desember 1951. Móðir mín giftist 1931 Guðmundi Sigurðsyni vélstjóra og bjuggu þau á Austurgötu alla tíð. Var Gudda hjá þeim alla tíð utan tvö síðustu ár er hún var hjá Matthíasi bróður mínum. Þeim Guðmundi og Svövu varð þriggja barna auðið og er það undir rituð en hin eru Nína Sigur- laug og Matthías Árni. Var hún þeim börnum þeirra sem besta móðir. Vildi hún allt fvrir þau gera og var yndislega gott til hennar að leita hvort sem var að fá ráð hjá henni, eða biðja hana um að þerra tárin, ef eitthvert sundul.vndi hefði orðið Er mér eflaust óhætt að þakka henni öll vndislegu 'arin, sem við barna- börn Arnfríðar og Matthiasar átt- um með henni. Það þótti nefni- lega ekki slæmt í þá daga að eiga tvær ömmur á sama stað, en þá mátti segja að við ættum það. En Gudda var svo barngóð, að hún tók öllum vinum okkar og yngri börnum í kringum sig með góð- mennsku og tókst með þeim vin- átta í gegnum árin. Enda voru fáir Hafnfirðingar í þá daga sem ekki þekktu Guddu í Mathiesen- húsinu. Hún hreykti sér ekki hátt, en smáatvikin leyndu ekki hugar- farinu. Engin metur meir né skil- ur betur hve hvildin er kærkomin eftir 63 ára dygga þjónustu við þessa fjölsk.vldu. Ég votta aldraðri s.vstur og ættingjum á Akranesi innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi þessa elsku- legu vinkonu mína, er horfin er yfir landamærin miklu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk f.vrir allt. Arnfrfður Mathiesen. t Eigmmaður minn og faðir okkar STEINAR ÞORFINNSSON, Skipholti 42 lézt i Borgarspitalanum 10 mar/ Helga Finnbogadóttir og börnin. + Útför eiginmanns míns. föður og afa SIGURÐAR G.S. ÞORLEIESSONAR er lézt 2 marz verður gerð frá Fossvogskirkju í dag föstudaginn 11 marz kl 3 Þeim, sem vildu minnast hans, er vmsamlega bent á Hjálparstofnun kirkjunnar Rós Geirþrúðu Halldórsdóttir Rósa Sigríður Sigurðardóttir Dóra Guðný Sigurðardóttir Halla Sólný Sigurðardóttir Elmar Orn Sigurðsson Þorleifur Már Sigurðsson Krisján Guðni Sigurðsson Bára Rut Sigurðardóttir Kristinn Rúnar Ingason t Þokkum mnilega samúð og vmarhug vegna andláts og jarðarfarar ARNÞÓRS EINARSSONAR Við þökkum bæjarhjúkrunarkonum Kópavogs fyrir frábæra aðstoð í veikmdum hans, einnig hjúkrunarfólki á deildl B Landakotsspítala Fyrir hönd barna, tengdadóttur og systur hins látna Sólveig Kristjánsdóttir Guðrún Jóhannesdótt- ir Akureyri - Minning Mig langar til að minnast með nokkrum orðum, tengdarmóður mlnnar Guðrúnar Jóhannesdóttur frá Akureyri, sem lézt hinn 4. þessa mánaðar og verður jarðsett frá Akureyrarkirkju i dag. Guðrún Jóhannesdóttir var fædd að Auðunarstöðum i Víðidal hinn 14. febrúar 1889. Hún var dóttir hjónanna Ingi- bjargar Eysteinsdóttur frá Orra- stöðum á Ásum og Jóhannesar Guðmundssonar frá Neðri- Fitjum, en þau voru bæði af traustum húnvetnskum stofnum. Guðrún ólst upp með foreldrum sinum og sex systkinum á Auðun- arstöðum þar sem foreldrar henn- ar bjuggu stórbúi. Öll eru þau Auðunarstaðasystkin nú látin’, nema yngsta systirin Herdís sem gift er Eggert Teitssyni frá Víði- dalstungu, en þau bjuggu lengst af á Þorkelshóli í Viðidal. Laust eftir fermingu fór Guð- rún i Kvennaskólann á Blönduósi sem þá var bóknámsskóli og lauk þaðan prófi eftir tveggja vetra nám. Hugur Guðrúnar stóð til frek- ara náms og 1911 sigldi hún til Noregs og var fyrst einn vetur á almennum hússtjórnarskóla i Drammen en siðan í Statens Lær- erinne-skole í hustell á Stabekk. Þaðan Iauk hún húsmæðra- kennaraprófi árið 1914. Hún kom heim um það leyti sem fyrri heimsstyrjöldin braust út og dvaldi þá löngum við matráðs- konustörf i Reykjavík á vetrum en var oftast heima á Auðunar- stöðum á sumrin. Meðal annars var hún matráðs- kona við holdsveikraspitalann i Lauganesi nokkur ár. Einng vr hún ráðskona á Hótel Akureyri (gamla) veturinn 1918 og minnt- ist oft á hve erfitt var þá með eldivið og annað í frosthörkunum sem þá voru. Eftir 1920 var hún nokkur ár ráðskona við sjúkrahúsið á Akur- eyri og dvaldi á þeim árum eitt ár í Kaupmannahöfn við saumaskap. Hinn 11. nóveber 1927 giftist hún Jóni Jósefssyni vélsmíða- meistara. Hann var borinn og barnfæddur Akureyringar, yngsta barn hjónanna Kristinar Einarsdóttur og Jósefs Jónssonar keyrara. Þau bjuggu allan sinn búskap á Akureyri, fyrst að Lundargötu 15, en það hús átti Jósef faðir Jóns, en siðan byggðu þau húsið að Ægisgötu 2. Jón dó 11. maí 1965. Hjónaband þeirra var farsælt og eignuðust þau eina dóttur, Ingibjörgu Kristinu, fædda 26.1.1929, og er hún gift undirrituðum. Jón átti eina dóttur áður en hann kvæntist, Hjördísi sem gift er Bjarka Arngrímssyni bifvéla- virkja og eru þau búsett á Akur- eyri. Var ávallt kært milli þeirra Hjördisar og Guðrúnar. Eftir lát Jóns, bjó hún ein i húsi sinu á Akureyri. Dvaldi fjöl- skylda min þar venjulega á sumr- in og tvö siðustu árin sem hún bjó á Akureyri dvaldi dóttir okkar Guðrún Lára hjá henni þar. Árið 1969 seldi hún hús sitt og fluttist til Reykjavíkur hélt hún þar heimili fyrir dótturdóttur sina Guðrúnu sem þar var við nám. Síðan árið 1972 hefur hún búið hjá okkur hjónunum, nú siðast að Miklubraut 66. Guðrún var mjög hógvær kona, sem treysti handleiðslu guðs. Alla ævi var hún sívinnandi, hún fékkst mikið við saumaskap og alls-konar hannyrðir á yngri ár- um, en eftir að sjónin tók að bila sneri hún sér að prjónaskapnum og prjónaði lopapeysur sem hún seldi. Alla tið var hún fjárhagslega sjálfstæð og miklu fremur veit- andi en þiggjandi. Hún var nýtin og hagsýn, svo henni varð mikið úr litlu. Eitt af því sem hún hafði orð á var, að hún vildi óska að hún yrði ekki öðrum til byrði, þar varð henni að ósk sinni, því hún gat aðstoðað á heimilinu alveg þar til hún veikt- ist af lungnabólgu 20. janúar síð- astliðinn og átti ekki afturkvæmt af sjúkrahúsi. Siðustu vikurnar dvaldi hún á Vifilsstaðaspitala og naut þar góðrar umönnunar. Hún var farin að kröftum, en hélt að fullu andlegri heilsu. Siðasta kvöldið sem hún lifði, hafði hún orð á því við okkur hjónin að hún væri orðin þreytt og langaði til að fara að fá hvild. Ég vil svo að lokum þakka tengdamóður minni fyrir sam- f.vlgdina og allt sem hún var mér og fjölsk.vidu minni. Far þú f friði friður íiuðs þÍK blessi, hafðu þökk fyrir allt allt. Kjartan Steingrfmsson. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar tilboö — útboö ÚTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í lagningu dreifikerfis í Keflavík 2. áfanga. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu suðurnesja, Vesturbraut 10 A, Keflavik og á verkfræðistofunni Fjarhitun h.f. Álftamýri 9, Reykjavík gegn 10.000 kr skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hita- veitu Suðurnesja þriðjudaginn 29. marz kl. 14 00. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar og jeppabifreið er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudag- inn 1 5. marz. kl. 1 2 — 3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5. Sala Varnaliðseigna Varahlutaverzlun til sölu Til sölu er bifreiðavarahlutaverzlun í full- um gangi. Uppl. á skrifstofunni Lúðvík Gizurarson hrl. Bankastræti 6, sími 286 1 1. Keflavík — Bifreiðar Til sölu: Bronco árg. ‘74 8 cyl, beinskipt- ur, klæddur. Bedford sendiferðabíll, diesel, árg. '71 Cortina árg. '74 Sunbeam 1250árg. '73 Bifreiðaverkstæði B. G. Grófin 7 sími 92-1950 og 92-2760. AUííLÝSÍNGASÍMINN ER: / 22480 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU JHor0unblnbU)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.