Morgunblaðið - 03.04.1977, Side 2
-
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. APRÍL 1977
Vigri með 340 tonn
eftir 12 daga veiði
ANNAR skuttogari Ögur-
víkur, Vigri, kom til
Reykjavíkur í gærmorgun
með fullfermi af fiski eða
340 tonn, eftir 12 daga
veiðiferð. Skipstjóri á
Vigra er Steingrímur Þor-
valdsson.
Vigri fékk aflann aðal-
lega á Vestfjarðamiðum og
var síðustu dagana í Víkur-
ál. Stór hluti aflans, eða á
þriðja hundrað tonn, er
þorskur og er hann yfir-
leitt mjög vænn. Upphaf-
lega átti Vigri ekki að
koma inn til löndunar, fyrr
en eftir helgi, en þegar all-
ar lestar voru orðnar fullar
í fyrradag og rúmlega það,
var ekki um annað að ræða
en að halda til hafnar.
30 þúsund manns
hafa séð Morðsögu
ALLS hafa um 30 þúsund
manns séð kvikmyndina
Morðsögu á þeim þremur
vikum, sem liðnar eru
siðan hún var frumsýnd. í
Reykjavík hafa um 26 þús-
und manns séð myndina,
hátt á annað þúsund í
Hafnarfirði og um 2.500 í
Keflavík, en þar er hún
enn sýnd. í Stjörnubíói er
kvikmyndin sýnd við góða
aðsókn enn, en í Keflavík
og Hafnarfiðri, hefur orðið
að sýna hana lengur en til
stóð vegna mikillar að-
sóknar.
í Keflavik hefur myndin slegið
sýningarmet, en áður hafði kvik-
myndin Sound of Music verið
mest sótt þar. Vegna hinnar góðu
aðsóknar í Keflavík verður ekki
af því að myndin verði páska-
mynd á Akureyri. Hún verður
sýnd þar viku seinna. Morðsaga
veröur sýnd í Hveragerði, Hvoli
og víðar á Suöurlandi í næstu
viku.
1 norðanáttinni sfðustu daga hefur verið nokkur fsing á miðunum kringum landið,
eins og þessi mynd ber með sér, sem RAX tók af Ljósafelli frá Fáskrúðsfirði f
Reykjavfkurhöfn um helgina.
Bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs afhent
Helsingfors, 2. aprfl.
Frá Pétri J. Kiríkssyni.
FINNSKA skáldið Bo
Carpelan tók í kvöld við
bókmenntaverðlaunum
Norðurlandaráðs á 25 ára
afmælishátíð ráðsins í Fin-
landiahúsinu í Helsing-
fors. Það var forseti
Norðurlandaráðs, finnski
KVÖLD lýkur íslenzkri mat-
ælakynningu i kjallara húss iðn-
ðarins við Hallveigarstig í
eykjavik. Sýningin hefur staðið
fir síðan á þriðjudag og hafa nú
ímlega 15 þúsund manns skoðað
ana að sögn Péturs Svein-
jarnarsonar framkvæmdastjóra.
- Á fimmtudag var metaðsókn,
á fengum við 6000 gesti, en á
föstudagskvöldið voru þeir orðnir
15 þúsund alls. Sýningin verður
ekki framlengd og henni lýkur í
kvöld kl. 22.00. Eins og greint
hefur verið frá I fréttum hefur
hver dagur verið helgaður einni
tegund matvæla og I dag eru það
gosdrykkirnir, sem eru i sviðsljós-
inu, sagði Pétur Sveinbjarnarson
að lokum.
þingmaðurinn Sukselain-
en, sem afhenti verðlaun-
in, sem nú eru 75000
danskar krónur. Verðlaun-
in eru veitt Carpelan fyrir
sfðustu ljóðabók hans „I de
mörke rummen, i det
Ijusa“, sem kom út 1976,
en hann skrifar á sænsku,
sem er hans móðurmál.
Carpelan þakkaði fyrir sig með
hljómfögrum hexameter, sem er
latneskt ljóðaform. í þakkarræðu
sinni lagði hann m.a. áherzlu á að
Aðsókn að fslenzku matvælakynningunni hefur verið mjög góð að sögn
forráðamanna hennar og meiri en vonir stóðu til.
íslenzkri matvælakynningu lýkur í kvöld:
Rúml. 15 þús. gestir
finnsk-sænsk ljóðagerð fengi nær-
ingu úr sömu mold og hin
finnska. Jafnframt undirstrikaði
hann, að það hefði ýmsa kosti að
hafa tvö tungumál og að Finn-
landssviar gætu tínt „þroskaða
ávexti af þrenns konar trjám,
einu finnsku, einu finnsk-sænsku
og einu ríkissænsku."
Bo Carpelan er fæddur I
Helsingfors 1926. Hann nam bók-
menntir og bókasafnsfræði við
Helsingforsháskóla og lauk
doktorsprófi með ritgerð um
skáldskap Gunnars Björling.
Carpelan gaf út fyrstu ljóðabók
sina, „Som en dunkel værme“,
1946, og síðan hafa fjölmargar
ljóðabækur komið út eftir hann.
En Carpelan er ekki aðeins ljóð-
skáld, heldur hefur hann reynt
sig á fleiri greinum bókmennt-
anna, Hann hefur skrifað skáld-
sögur þá fyrstu, „Rösterna í den
sena timme“, 1971, barnabækur,
„Bagen og Paradiset", og samið
revíuljóð. Carpelan er nú borgar-
bókavörður í Helsingfors. Hann
hefur skrifað bókmenntagagn-
rýni, m.a. i Hufvustadsbladet, og
átt sæti i norrænu menningar-
málanefndinni. Hann hefur
nokkrum sinnum gegnt for-
mennsku í Finnsk-sænsku rithöf-
undasamtökunum.
Færeyskir tog-
arar aftur
á íslandsmid
FÆREYSKI togarinn Froyur var
í gær á leið á íslandmið til veiða.
Er hann fyrsti færeyski togarinn
sem kemur á miðin hér við land á
þessu ári, en þeir fóru af miðun-
um i desember s.l. þegar þeir
voru búnir að veiða upp i umsam-
inn kvóta.
Dufl á reki
í Hvalfirði
SKIPVERJAR á Sandey urðu í
fyrrakvöld varir við ókennilegt
dufl á reki f Hvalfirði. Var Land-
helgisgæzlan látin vita og fóru
starfsmenn hennar í gærmorgun
á þyrlu til að athuga hlutinn. Síð-
degis í gær var ráðgert að sérfróð-
ir tundurdufls menn færu til að
kanna hann nánar.
Að sögn Þrastar Sigtryggssonar
skipherra í stjórnstöð Landhelgis-
gæslunnar er talið að duflið hafi
losnað þegar Saney var að dæla út
af Grundartanga í fyrradag. Er
talið fullvíst að þetta séu leifar
einhvers konar varnarútbúnaðar
frá seinni heimsstyjöldinni, og
gæti duflið því verið virkt ennþá.
Leikritið Þvottakona Napoleons
eða Madame Sans-Cene eins og
það heitir á frummálinu er eftir
franska höfundinn Victorin
Sardou og er flutningur þess hjá
Skagaleikflokknum frumflutn-
ingur þess á íslenzku leiksviði.
sunnudagskvöld kl. 20 verður síð-
asta sýning á „Þvottakonu Napo-
leons“ í Kópavogsbfó.
Starfsemi Skagaleikflokksins
hefur verið öflug þau þrjú ár, sem
félagið hefur starfað og hafa sex
verkefni verið sýnd og undirbún-
ingur næsta verkefnis er þegar í
fullum gangi, en það verður vænt-
anlega nýtt íslenzkt verkefni. |
Leiritið lýsir aðdraganda
frönsku byltingarinnar og hirðlifi
Napoleons keisara eftir valdatöku
hans og koma margar sögufrægar
persónur fram f verkinu. Sýning-
tJr sýningu Skagaleikflokksins á „Þvottakonu Napoleons".
Skagaleikflokkurinn
sýnir í Kópavogi
LEIKFÉLAG Akurnesinga,
Skagaleikflokkurinn, hefur und-
anfarnar vikur sýnt gamanleik-
inn ÞVOTTAKONA NAPO-
LEONS á Akranesi við góðar
undirtektir. Leikstjóri er Sunna
Borg frá Reykjavík.
um á Akranesi er nú lokið og
verða síðustu sýningar Skagaleik-
flokksins hér á Reykjavikursvæð-
inu. í gær sýndi flokkurinn í fél-
agsheimili Seltjarnarness, en á
Skátabod-
hlaup 1 Garda-
bæ með
sauðskinn
í TlLEFNl 10 ára afmælis
skátafélagsins Vífils í Garða-
bæ mun skátafélagið efna til
boðhlaups um bæinn n.k.
mánudag 4. apríl. Hlaupið
hefst á Vífilsstöðum og munu
skátar hlaupa þaðan með sauð-
skinn áritað til bæjarstjórnar.
Verður hlaupið um bæinn og
lýkur hlaupinu á bæjarskrif-
stofunum i Sveinatungu þar
sem skinnið verður afhent.
Boðhlaupið efst um kl. 14 og
um hálftíma siðar veröur kom-
ið að Sveinatungu en alls
hlaupa um 100 skátar í boð-
hlaupinu.
Aukasýning
á „Sand-
kassanum”
LEIKLISTARSVIÐ MT hefur
að undanförnu sýnt „Sand-
kassann“ eftir Kent Anderson
við góðar undirtektir. Vegna
mikillar aðsóknar verður auka-
sýning á leiknum á morgun,
mánudag, í Breiðholtsskóla og
hefst sýningin klukkan 20.30.
Leiðrétting
HEIMILISFANG
FERMINGARDRENGSINS
Haralds Þórs Péturssonar, sem
I dag er meðal fermingarbarna
í Bústaðakirkju kl. 2 síðd. er að
Hjallalandi 38 (ekki
Kjalarlandi eins og stendur í
blaðinu í gær).
Leiðrétting
RANGHERMT var i blaðinu í
gær að samstaða hefði veríð
um það f byggingarnefnd
Reykjavíkur að skora á ríkis-
stjórnina að Bernhöftstorfa
verði endurbyggð. Alyktunin
var samþykkt með þremur
gegn einu atkvæði en þrfr tóku
ekki þátt í atkvæðagreiðsl-
unni.
*
Oðins-bingó
MALFUNDAFÉLAGIÐ Óðinn
heldur bingó á mánudags-
kvöld, 4. apríl. Bingóið verður
að Hótel Borg og hefst kl. 8.30
e.h.
Spilaðar verða 14 umferðir.
Margir eigulegir vinningar eru
í boði, en aðalvinningurinn er
20 þús. kr. vöruúttekt eftir eig-
in vali.
Fridrik
í efstu
sætunum
FRIÐRIK Ólafsson var f 1.—3.
sæti á skákmótinu f Genf f
Sviss að loknum 6 umferðum,
ásamt Timman frá Hollandi og
Dzindzinchasvili frá Israel.
í 6. umferðinni, sem tefld
var í fyrrakvöld, gerði Friðrik
jafntefli við Sosonko í 13 leikj-
um en Guðmundur Sigurjóns-
son sigraði Pachmann f aðeins
27 leikjum. Missti Pachmann
drottninguna og gafst upp.
Önnur úrslit urðu þau að jafn-
tefli varð hjá Andersson og
Timman, Byrne og Dzind-
zinchasvili, Westerinen og
Hug, en skákir Liberzon og
Torre, Larsens og Ivkov fóru í
bið.