Morgunblaðið - 03.04.1977, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. APRÍL 1977
7
HUG- VEKJA EFTIR 1 SÉRA JÓN AUÐUNS /
Pálmasunnudagur er liðinn,
skírdagskveld og nóttin ægi-
lega, sem á eftirfór. Dapur-
leg fylking þokast út úr borg-
inm. Hinir dauðadæmdu
nálgast aftökustaðinn. Við
hlið mannsins frá Kýrene,
sem krosstréð ber fyrir hann
nemur Jesús eitt andartak
staðar og segir við nokkrar
konur, sem gráta og horfa
társtokknum augum til hans
því að þær hryllir við örlög-
um hins ung'a manns:
„Jerúsalemsdætur, grátiS
ekki yfir mér, en grátið yfir
sjálfum yður og börnum
yðar." Og hann bætir við
spádómsorðum um örlög
borgarmnarog barna henn-
ar, spádómsorðum sem rætt
ust fáum áratugum siðar,
þegar rómverski herinn lagði
borgina i rúst, brenndi hana
til grunna, misþyrmdi
borgarbúum og seldi fjölda
þeirra í ánauð. Upp frá þvi
urðu Gyðingar föðurlands-
lausir og hrepptu örlög, sem
siðan hafa markað djúp spor
í mannkynssöguna.
Þeirri sögu er ekki lokið,
þótt Gyðingum væri gefið
lantí þeirra aftur. Titus keis-
ara og aðra valdhafa Rómar
grunaði ekki, hveráhrif það
átti eftir að hafa á gang
heimsmála, að þeir sviptu
Gyðinga föðurlandi þeirra
tæpum 40 árum eftir dauða
Jesú
GRÁTIÐ EKKI
YFIR MÉR
Síðasta nóttin, hryllileg
nótt var liðin, dagur runnmn
og þyngsta þrautin fram-
undan, en eigin þjáningum
gleymir Jesús þegar hann
sér nokkrar konur tárfella við
veginn, og hann biður þær
að gráta ekki yfir sér
Þau orð geyma i raunmni
kjarna Píslarsögunnar og
kjarna þess, sem Kristur
hafði verið að kenna i þrjú ár.
Hann hafði lifað sjálfselsku-
lausasta lifi, sem á jörðu hefir
verið lifað. Af engum lærum
við eins og honum, að sá
sem gleymir sjálfum sér i
fullkominni sjálfsgjöf til ann-
arra, finnur hncss hinnar dýr-
ustu gæfu, að leiðin til að
gleyma eigin undum er sú,
að binda annarra sár og að
engin bót eigin harma er
betri en sú að mýkja annarra
manna böl.
Höfum við, ég og þú, lært
af honum sem það kunni og
Grátið
ekki yfir
mér
boðaði bezt, að bera svo með
öðrum þeirra byrði að við
gleymum erfiðleikum, sem á
okkar vegi verða? Verður
okkur ekki oftar svo, að vor-
kenna sjálfum okkur hverja
steinvölu á veginum en
gleyma þvi, að aðrir menn
eru að berjast við björg, sem
á þeirra vegi eru?
Við miklum fyrir okkur
eigin erfiðleika, við tölum,
syngjum í sálmum og Ijóðum
um jörðina sem „táradal"
ekki vegna þess, hve margir
aðrirgráta, heldurvegna
þess sjálfum okkur leikur
ekki allt i lyndi. Erfiðleikar,
raunir margskonar verða í
flestra manna vegi i einhverri
mynd, en sjáum við það ekki
stundum eftir á, að í rauninni
voru það steinvölur einar en
ekki björg, sem við vorum að
berjast við, og ekki tára verð-
ar? Og sumir hafa komizt á
þann sjónarhól, þegar þeir
horfðu um öxl yfir sorgir lið-
inna ára, að segja með sra
Matthiasi: „En það sem ég
sárast syrgði fyrr, er sál mina
farið að kæta".
Skoðum myndma, sem
Píslarsaga lausnarans sýnir
okkur, þegar hann segir við
konurnar sem grétu yfir ör-
lögum hans, að gráta ekki
yfir sér. Af þeirri mynd
getum við lært hið guðlega,
stóra, sterka.
Byrðrna sem Kristur bar
þessa hörmulegu nótt, þenn-
an hryggilega dag, hafa ýms-
ir aðrir einnig borið. Með
blóði sinu hafa þeir innsiglað
sannleiksþjónustuna og þol-
að saklausir píslarvættið. Svo
oft hefur jörðin reynzt
Golgata hinum göfugu og
góðu. En sorg alheimsins
hefur enginn borið eins og
hann. Og þegar sú holskefla
reis hæst þoldi hann ekki að
sjá aðra gráta, en grét ekki
sjálfur.
Mér kemur í hug fyrsti
presturinn, sem þjónaði
Dómkirkjunni okkar og siðar
varð biskup, GeirVidalín,
sem samtiðarmenn nefndu
Geir góða, vegna fágætrar
mannelsku hans og miskunn-
semi. Gröf hans i gamla
garðinum við Aðalstræti er
fyrir löngu jöfnuð við jörðu
og gleymd, en við þá gröf
stóð Bjarm Thorarensen og
kvað í erfiljóði:
„—að syrgja Geir biskup,
þú gjöra það mátt
og gráta hann liðinn,
en ekki þó hátt:
Hann þoldi aldrei
hevra neinn aráta."
Þó hlaut Geir biskup góði
margar sorgir og þungar.
„Grátið ekki yfir mér", —
heyrir þú ekki i hljómi þess-
ara orða hjarta Guðs sjálfs
slá, hjartað sem ber sorg al-
heimsins, þekkir sérhvert
barn sitt i milljarðanna mergð
og ber með þvi hverja byrði?
Við skiljum ekki kærleika
Guðs. Við öndum honum
daglega að okkur eins og
lífsloftinu, og þó þekkjum við
hann ekki. Hann vakir yfir
vöggu hinsómálga, bjargar-
vana barns, hann vakir yfir
hverju fótmáli okkar síðar og
vakirenn þegar fæturnir
verða lémagna og öldungur-
inn bíður umskiptanna á
banabeði, og þó er hann þá
enn sá leyndardómur, sem
við grípum aðeins örveik
leifturaf. En nálgast þú ekki
helzt að skilja það eilifa und-
ur, þegar þú horfir á Krist
Hinn víðfrægi erkibiskup
Svía, Nathan Söderblom,
hafði vaxið upp úr jarðvegi
hinnar frjálslyndu guðfræði
sinna tima og öðlazt þann
ávinning síns stórmikla lær-
dóms i sögu og samanburði
trúarbragða heimsins, að
verða glöggskyggnari en
flestir aðrir á verðmæti ekki
— kristinna trúarbragða. En
að dómi hans voru yfirburðir
kristindómsins framar öðru
þeir, að hann túlkaði sjálfs-
gjöf Guðs til mannanna með
háleitara hætti en nokkur
trúarbrögð önnur.
Sjálfsgjöf Guðs, fórnarvilji
hanseilifa kærleika, lausnar-
máttur hans eilifu ástar.
Hámark hennar eigum við að
lesa i boðskapnum sem
næstu dagar bera knstnum
mönnum og fullkomnast á
Golgata. í þeirri kærleiks-
fórn, sem þar var færð og
eins og hún varfærð, blasir
við okkur imynd eilífrar
föðurelsku Guðs, sem yfir
öllu veiku vakir og leiðir að
lokum allar sálir af helvegi
heim.
||| i KÚREKAHUÐ
. - eieet Breiddir: 76, 81 og 91 cm.
EEEE m HURÐIR hf.
Z Skeifan 13
Gunnar Ásgeirsson hf., Akureyri
mm fjjljijllj' Verzl. Brimnes, Vestmannaeyjum
Jakobsdals —
Heklugarn
TRIXI OG BALI
Munstur í Jakobsdals-heklublöðum no. 48 og
49. Selt í flestum hannyrðaverzlunum um land
allt.
camnen
Omissandil
Verð: 18 rúllur 6.995,-
20 rúllur 7.890,-
22 rúllur 10.275,-
Carmen hárbursti 6.730,-
Fæst um allt land
Pantanasími 2B500