Morgunblaðið - 03.04.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.04.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. APRÍL 1977 19 ir að ræða áður en hafizt var handa um framkvæmdir, þannig að tryggt væri að hægt væri að ná nægilegri gufu til raforkuframleiðslu, ennfremur að virkjunin sé alitof stðr miðað við orkumarkaðinn á Norðurlandi og að rekstur hennar verði mjög öhagstæður og hljðti að kalla á mikil fjárframlög úr vösum skattgreiðenda, að óeðlilega hafi verið staðið að útboði og framkvæmdum að stöðva hefði átt framkvæmdir, þegar jarðhræringar hófust á svæðinu og margt fleira hefur verið gagnrýnt f sambandi við þessar framkvæmdir. Hvað vilt þú segja um þetta mál? — Vorið 1974 voru samþykkt lög á Alþingi um Kröfluvirkjun. Alger einhugur var um málið. í um- ræðum var lögð mikil áherzla á að flýta virkjuninni eins og kostur væri. Aðaláhyggjuefni þingmanna var langur afgreiðslutimi véla. Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð var ákveðið í stjórnarsáttmálanum að ráðast i virkjun á Norðurlandi til að bæta úr hinum mikla orkuskorti þar. Þótt margir glæsilegir vatnsvirkjunar- möguleikar séu á Norðurlandi var engin vatnsafls- virkjun nægilega undirbúin fyrir ákvarðanatöku né heldur von úm að nokkur slfk virkjun gæti komizt í notkun á næstu árunt. Eina vatnsaflsvirkjunin sem hefði getað leyst orkuvandamál Norðurlands um sinn var lúkning þriðja áfanga í Laxá. En fyrrv. ríkisstjórn og stjórn Laxárvirkjunar voru búnar að gera bindandi samning við landeigendur um að ekki skyldi ráðizt í virkjun Laxár. Með því að halda áfram og leggja áherzlu á framkvæmdir við Kröflu var verið að fram- fylgja einróma vilja Alþingis og ákvæðum stjórnarsátt- málans. Við skulum líta á þá gagnrýni, sem fram hefur komið. Því er haldið fram, að rannsóknir hafi verið litlar sem engar áður en ákvarðanir voru teknar. Þetta er rangt. Rannsóknir höfðu staðið yfir f 5 ár eins og margar skýrslur Orkustofnunar frá þessum árum bera vott um. Að tillögu Orkustofnunar voru þessu til viðbótar borað- ar tvær rannsóknarholur á árinu 1974. Að því loknu var vandinn sá að velja milli tveggja kosta, sem lögin heimiluðu, hvort virkja skyldi í Námafjalli eða við Kröflu. Orkustofnun og Náttúruverndarráð mæltu með Kröflu. Orkustofnun segir í greinargerð sinni, að þau rök séu m.a. fyrir þessu staðarvali, að á Kröflusvæðinu sé gufa miklu meiri, en nægileg gufa muni vera þar fyrir þessa fyrirhuguðu virkjun, 55—60 megavatta, og fyrir stækkun hennar siðar. Orkustofnun valdi þann stað, þar sem stöðvarhúsið skyldi byggt. I rauninni var hér ekki vafi um það, að ráðast skyldi i Kröfluvirkjun, heldur um hitt, hversu margar holur þyrfti að bora og hve langan tíma það tæki. En miðað við rannsóknir og tilraunarboranir á svæðinu og samanburð við Bjarnar- flag og Námafjall áætlaði Orkustofnun að hver hola mundi gefa að meðaltali um 5 megavatta afl. Menn spyrja: var það ekki of mikil áhætta að ráðast I virkjun á þessu virka eldfjallasvæði? Þessi áhætta var rædd og metin i skýrslum Orkustofnunar. Það var alltaf vitað, að hér væri áhætta tekin, en land okkar og auðlindir þess eru með þeim hætti, að mikla áhættu verður að taka. Við höfum reist tvær stærstu virkjanir landsins nálægt Heklu og ákveðið að ráðast í þá þriðju, þó að hér sé um að ræða virkt eldf jallasvæði. Byggð var endurreist i Vestmannaeyjum á virku eldfjalli. Ein mesta auðlind okkar er jarðhitinn á háhitasvæðum, þar sem er meiri og minni ókyrrð, sem menn hafa lítt orðið varir við, fyrr en hin nýju mælitæki voru tekin í notkun, sem nú hafa verið við Kröflu á annað ár. Til dæmis koma annað veifið jarðskjálftahrinur á háhita- svæði á Reykjanesi, svo að skjálftarnir skipta stundum hundruðum eða þúsundum á sólarhring. Þeir koma fram á mælum, en fæstir svo sterkir, að fólk finni. Ef við íslendingar .ætlum að nýta þessar auðlindic, jarð- gufu og vatnsföll, sem mörg eru á eldgosa- og jarð- skjálftasvæðum, verðum við að taka áhættu. En um leið er nú markvisst stefnt að þvi að undirbúa einnig virkjanir utan þessara svæða, s.s. Blöndu og Bessa- staðaárvirkjun. Næsta spurning er þá sú, hvort hefði átt að hætta við Kröfluvirkjun eða fresta henni, þegar Leirhnúksgosið brauzt út 20. des. 1975, öllum að óvörum og án þess að nokkur jarðvisindamaður segði það fyrir. Fjórir jarð- vísindamenn hjá Raunvísindastofnun skrifuðu mér 19. janúar 1976 og töldu óráðlegt, að meðan jarðskjálfta- hrinan, sem hófst 20. des., stæði yfir, yrði haldið áfram framkvæmdum, öðrum en þeim, sem stuðla að verndun mannvirkja á staðnum. Þessum ábendingum var alveg fylgt. Nokkru síðar dró verulega úr jarðskjálftahrin- unni og í febrúar-marz var hún gengin yfir. Upp úr því hófust framkvæmdir að nýju. Varðandi framkvæmdir eða frestun þeirra eftir Leirhnúksgosið hefur jafnan verið leitað álits Orkustofnunar og farið eftir því. Orkustofnun hefur á að skipa fjölmörgum sérfræðing- um á öllum þeim sviðum, sem hér skipta máli. Hún hefur haft með höndum rannsóknir á Kröflusvæðinu frá upphafi og ráðuneytið leitar ekki aðeins álits henn- ar hvenær sem því finnst ástæða til, heldur hefur Orkustofnun fyrirmæli um að gera iðnaðarráðuneytinu þegar aðvart, ef einhverjir þeir atburðir gerast, sem gefa ástæðu til að endurskoða framkvæmdaáætlun. Þá hefur þvi verið haldið fram, að útboð hafi ekki átt sér stað um vélar og rafbúnað i Kröfluvirkjun, að virkjunin hafi verið akveðin of stór og ástæðulaust að festa kaup á tveimur vélum í stað einnar. Það er rangt, aó útboð hafi ekki farið fram. Kröflunefnd valdi sér ráðgjafarverkfræðinga, eitt íslenzkt fyrirtæki og annað bandarískt og hafa þau unnið saman að öllum undirbún- ingi. Ráðgjafarfyrirtækin völdu nokkur stærstu og þekktustu fyrirtæki í heiminum, sem framleiða vélar af þeirri gerð, sem Kröfluvirkjun þarf á að halda og öllum þessum aðilum var gefinn kostur á að senda tilboð. Tilboð bárust frá 5 aðiljum. Þvi tilboði var tekið, sem ráðgjafarnir voru sammála um, að væri hagkvæmast og FRAMLEIÐSLU- KOSTNAÐUR SAM- BÆRILEGUR VIÐ SIGÖLDU 0G HRAUNEYJAFOSS, ÞEGAR BYGGT ER Á SÖMU FORSENDUM segir dr. Gunnar Thoroddsen iónadar- ráðherra í vidtaH irið MorgunUaðið um orkumál Seinni hluti mæltu með. Varðandi stærð virkjunarinnar er það segja, að lögin gerðu ráð fyrir 55 megavatta virkjun. Við nánari undirbúning kom i ljós, að vélar sem henta þeirri stærð voru ekki fáanlegar og var talið, að tvær 30 megawatta samstæður væru hentugastar. Ef miðað hefði verið við minni virkjun, t.d. 12 megawatta eða 16 megawatta eins og sumir hafa rætt um, þá er talið, að framleiðslukostnaður á hverja kilówattsund hefði orðið verulega hærri, orkuverð 40—60% hærra. Þar sem ljóst er, að 60 megawatta virkjun verður fullnýtt á fáum árum er það tæplega áhorfsmál að ráðast I þá virkjun í stað smærri og tiltölulega dýrari virkjunar. En mátti þá ekki undirbúa 60 megawatta virkjun, en fresta kaupum á seinni vélaasamstæðu? Sú leið hefði valdið töluverð- um aukakostnaði. Verðhækkanir á rafvélum eru þegar orðnar verulegar frá þvi að samið var um þessi kaup og hagkvæmir samningar náðust með þvi að festa kaup á þeim báðum samtimis. Þetta er sama sjónarmið og Landsvirkjun hafði við Sigölduvirkjun, þar sem strax i upphafi voru fest kaup á þremur vélum, þótt ekki sé þörf nema á þeirri fyrstu fram á næsta ár. Hinsvegar er um sinn frestað uppsetningu seinni vélar Kröflu. Um áramótin birtust rosafréttir um tæringu i borhol- um, svo alvarlega, að vélar og leiðslur virkjunarinnar væru í hættu og viðbúið að fóðring í borholum eyði- legðist á skömmum tíma, jafnvel nokkrum vikum. Nú er það reynsla okkar tslendinga við nýtingu á heitu vatni og jarðgufu, að upp koma erfiðleikar; stiflur, útfall og tæring. Fyrir alilöngu töldu menn Hitaveitu Reykjavík- ur i yfirvofandi hættu stadda af þessum ástæðum, en öll þessi vandamál tókst að leysa. Sömu sögu er að segja um flestar hitaveitur og nú nýlega Hitaveitu Suóurnesja, en það vandamál er einnig leyst. Nefnd sérfræðinga var strax skipuð til að kanna þessa tæringarhættu af gufunni við Kröflu. Það liggur nú fyrir, að hér eru ekki vandamál á ferðinni, sem sérstak- ar áhyggjur þarf að hafa af. Rannsókn verður haldið áfram og vandlega fylgzt með framvindu mála. t sumum borholum er engin tæring nú. í einni þeirra er tæring, sem gæti eyðilagt fóðurrör i þeirri holu á 40—50 árum, ef ekkert væri að gert. Verður Krafla f jár- hagslegur baggi? — En hvað um kostnaðinn við Kröfluvirkjun, sem sagður er verða svo mikill að virkjunin geti ekki staðið undir sér um margra ára skeið og greiða verði fé úr vösum skattgreiðenda til þess að borga upp tapið af henni framan af? — Himinháar tölur hafa verið nefndar um kostnað við Kröfluvirkjun, segir dr. Gunnar Thoroddsen, þá níðþungu greiðslubyrði, sem hún hafi í för með sér, óheyrilegt orkuverð og greiðsluhalla á ári hverju, sem nemi einum til tveimur milljörðum króna. Þess er fyrst aó geta, að þegar Kröfluvirkjun er borin saman við aðrar virkjanir, t.d. Sigöldu, eða Hrauneyjarfoss, stenzt hún fullkomlega samanburð, þannig að framleiðslu- kostnaður á kilówattsund og þar með heildsöluverð er svipað, þegar byggt er á sömu forsendum. Það er villandi, þegar framleiðslukostnaður Kröfluvirkjunar er borinn beint saman við kerfi Landsvirkjunar i heild. Landsvirkjun á Sogsstöðvar og Búrfellsvirkjun, sem búið er að greiða niður i verulegum mæli og orkuverð frá þessum stöðvum þvi miklu lægra en frá virkjunum, sem nú eru byggðar. Það er hins vegar raunhæfara og réttara að bera Kröfluvirkjun saman við Sigöldu. Báðar eru þær reistar til að forða okkur frá orkuskorti, þær eru báðar við vöxt, þannig að hagkvæmni þess að virkja í stórum áföngum fær þar notið sin. Þessar furðulegu fullyrðingar um orkuverð og greiðslubyrði Kröfuvirkjunar eru byggðar á þeim forsendum, að rafmagnsnotendur eigi að greiða allan stofnkostnað Kröfluvirkjunar á 6—7 árum. Með slíkum fáránlegum talnadæmum geta menn búið sér til alls konar spár, en varla dettur nokkrum manni í hug í alvöru að virkjun, hvort sem er hér á landi aða annars staðar í heiminum, sé greidd að fullu á örfáum árum. Yfirleitt er byggt á því, að stofnkostnaður virkjana sé greiddur á 25—40 árum og að lán séu afborgunarlaus fyrstu árin, þangað til virkjunin fer að skila verulegum tekjum af framleiðslu sinni. í sambandi við Kröflu- virkjun verður að ætlast til þess, að hún njóti hlutfalls- lega svipaðra kjara um eigandaframlag og vikjandi lán og Landsvirkjun hefur notið. Eigendur Landsvirkjunar, ríkið og Reykjavíkurborg, hafa greitt framlög til Landsvirkjunar, sem nema i krónutölu samtals 712 milljónum króna, en sú upphæð samsvarar með verðlagi 1. jan. 1977, miðað við visitöiu byggingarkostnaðar.'tæpum 4 milljörðum króna. í öðru lagi hefur Landsvirkjun fengið svokölluð víkjandi lán, sem eru þess eðlis, að vextir og afborganir af þeim greiðast þá fyrst, þegar afkoma fyrirtækisins leyfir, samkvæmt nánari reglum. Hér er um að ræða tvö lán, annað frá 1967 upp á 200 miiljónir, hitt frá 1974 upp á 350 milljónir, en þessi lán samsvara á núverandi verð- lagi 2365 milljónum króna. Nú eiMtnnið að greiðsluáætlun fyrir Kröfluvirkjun og koma þá til athugunar þau atriði, sem ég hef nú rakið, en því til viðbótar er eðlilegt, að rikið hafi til hliðsjónar að hér er um algert brautryðjendastarf að ræða um virkjun jarðgufu á íslandi og að náttúruhamfarir hafa tafið verkið og aukið kostnað. — Hvenær fer Kröfluvirkjun í gang? — Með vorinu. STG.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.