Morgunblaðið - 03.04.1977, Side 20

Morgunblaðið - 03.04.1977, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. APRÍL 1977 Brldge umsjóik ARNÓR G. RAGNARSSON Vinsælt keppnis- form hjá BR SL. fimmtudag hófst „butler- tvfmenningur" hjá Bridgefél- agi Reykjavfkur með þátttöku 28 para. Spiluð eru sömu spil á öllum borðum og fá keppendur úrslit strax að loknum fjórum hverjum spilum, sem er sfðan umreiknað f vinningsstig út frá meðalskor hvers spils. 20 stig eru til skiptanna í hverjum leik en fjögur spil eru spiluð milli para. Efstu pör eftir fyrsta kvöld: Þorgeir og Logi 97 Ásmundurog Eínar 95 Sigurður og Jón 93 Daníel og Steinberg 88 Einar og Óli Már 85 Meðalskor eftir fyrsta kvöld- ið er 70. Blómlegt vetrar- starf í Húsavík BLAÐAFULLTRÚI Bridgefél- ags Húsavfkur hafði samband við þáttinn f vikunni er leið og hafði ýmsar fréttir að færa af vetrarstarfi Bridgefélags Húsa- vfkur: F’irmakeppni félagsins hófst 11. nóvember sl. og tóku 83 firmur þátt i keppnninni. Spil- aðar voru fimm umferðir og var spiluð tvær og hálf umferð fyr- ir hvert firma. Úrslit urðu þessi: Sundlaugin (Spilari Björn H. Jónsson) 147 Mb. Ásgeir (Spilari Óli Kristinsson) 144 Bifreiðastöð Húsavíkur (Spil- ari Kristinn Lúðvíkss.) 142 Húsavíkurbær (Spilari Magnús Andrésson) 140 Efnalaugin (Spilari Guð- mundur Hákonarson)139, Mb. Árni (Spilari Ólafur Aðal- steinsson) 137. Sveitakeppni félagsins hófst 6. janúar og tóku hvorki fleiri né færri en 11 sveitir þátt í keppninni. Úrslit urðu þessi: Sveit Stig Guðmundar Hákonarsonar 165 (Með Guðmundi eru í sveit: Þórður Ásgeirsson, Magnús Andrésson og Jóhann Kr. Jóns- son) Hreins Eliiðas. 162 Sveins Kr. Lúðvíkss. 154 Auðar Helgadóttur 125 24. marz sl. hófst þriggja kvölda tvímenningur og eru 16 pör í þeirri keppni. Staða efstu para: Magnús Andrésson — Jóhann Kr. Jónss. 266 Skúli Jónsson — Ólafur Aðalsteinss. 256 Jón Árnason — Björn Þorkelss. 256 Síðasta keppni vetrarins verður einmenningur en vetr- ardagskrá félagsins hefir rask- ast nokkuð miðað við undanfar- in ár vegna hinnar miklu þátt- töku sem verið hefir i vetur. Guðbrandur og Jón Páll efstir í Kópavogi SL. fimmtudag var barometer- keppninni hjá Bridgefélagi Kópavogs haldið áfram. Voru spilaðar 4 umferðir og er keppnin u.þ.b. hálfnuð. Besta árangri kvöldsins náðu þessi pör: Grímur Thorarensen — Guðmundur Pálss. 144 Sævin Bjarnason — Lárus Hermannss. 131 Kári Júliusson — Ragnar Stefánss. 113 Nú hafa Jón og Guðbrandur Framhald á bls. 39 Plötuspilararnir, sem hljóta beztu dómana hjá bandarísku neytendasamtökunum, ár eftir ár. Kynnið yður dóma kröfuhörðustu kaupenda heims. Blöðin eru í verzlunum vorum yður til leiðbeiningar. Verð frá 39.980 til 130.150 Skipholti 19 vi8 Nóatún, 7 sími 23800 BÚÐIRNAR Klapparstlg 26. s(mi 19800 Pöntunarslmi 23500.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.