Morgunblaðið - 03.04.1977, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. APRÍL 1977
50,000 falla
árlega - auk
svosem 1000
ungbarna
BREZKA rikisstjórnin er nú farin
í herferð gegn tóbaksreykingum.
Er ætlun hennar aö banna smám
saman reykingar i kvikmyndahús-
um, leikhúsum, strætisvögnum,
lestum o.s.frv. í þeirri von, að
reykingamenn gefist upp í stórum
stíl. En nú reykja einar 19
milljónir Breta að staðaldri.
Herferð stjórnarínnar er farin
„í nafni þeirra 1000 brezkra
barna, sem deyja árlega af því, að
mæður þeirra reyktu um með-
göngutimann", svo og þeirra 50
þúsund fullorðinna, sem árlega
deyja fyrir aldur fram sökum
tóbaksreykinga.
David Ennals, forvígiamaður
herferðarinnar, sagði i ræðu, sem
hann hélt í brezka þinginu, að
tóbaksframleiðendur hefðu fallizt
á það, að nú þegar yrðu bannaðar
auglýsingar mjög tjörumettaðra
sigarettna en á næsta ári auglýs-
ingar „meðalmettaðra" sigarettna
og auk þess, að fastar yrði kveðið
að orði i viðvörunum um heilsu-
tjón, sem prentaðar eru á
sígarettupakka. Ennals gat þess
enn fremur, að ríkisstjórnin
mundi leggja að forráðamönnum
hvers kyns samkomustaða að
banna reykingar þar. í fyrra birtu
ASH, brezk samtök gegn reyking-
um, skrá um Evrópuríki í röð
eftir því, hve víða reykingar voru
bannaðar á opinberum stöðum
þar. Var Finnland efst á þeim
lista, ítalía næst og Pólland
þriðja, en Austurríki og Belgía
þar næst. Bretland var hið 17. í
röðinni og aðeins Vestur-
Þýzkaland, Irska lýðveldið og
Júgóslavía fyrir neðan.
Því miður virðist í fljótu bragði,
að brezka stjórnin eigi við ofur-
efli að etja í herferð sinni.
Tóbaksframleiðendur mega sín
mikils I Bretlandi. Þeir greiða rík-
inu mikinn skatt. Auk þess fjár-
magna þeir sundurleitustu fyrir-
tæki — íþróttafélög og dagblöð til
dæmis. Þeir skila tveimur mill-
jörðum sterlingspunda í ríkissjóð
árlega, og hrekkur það langt til
þess að borga heilbrigðisþjónustu
ríkisins. Bretar verja einni
milljón punda árlega til áróðurs
fyrir heilsurækt, þar á meðal til
auglýsinga gegn reykingum.
Tóbaksframleiðendur auglýsa aft-
ur á móti fyrir 90 milljónir á
ári. . .
— JEREMY BUGLER.
PRENTFBELSIÐ
Fr jálsu blöd-
unum f ækkaði
enn í f yrra
HEIMSSAMBAND blaða heitir
stofnun. ( því sambandi eru
blöð í 62 þjóðlöndum. Ekki alls
fyrir löngu gaf sambandið út
skýrslu um könnun á prent-
frelsi í heiminum. Þar kemur
fram, að þau lönd eru sárafá
þar, sem blöð eru frjáls og áháð
ritskoðun stjórnvalda, og enn
fremur. að blaðamenn v!ða um
heim sættu meiri ofsóknum á
síðast liðnu ári en nokkurn tíma
fyrr.
í skýrslunni segir, að mest
hafi verið kreppt að blöðum og
blaðamönnum í Afríku og Mið-
austurlöndum í fyrra. í Suður-
afríku voru 1 1 blaðamenn
handteknir, þeim haldið I ein-
angrun vikum saman en sumir
dæmdir til langrar fangavistar.
Idi Amin, forseti Uganda, er
sagður hafa drepið öll blöð í
Uganda í dróma — nema eitt.
Það er málgagn ríkisins. „Rödd
Uganda” heitir það. En öll er-
lend blöð eru stranglega bönn-
uð og blaðamenn ýmist hand-
teknir og fangelsaðir eða
drepnir. í skýrslu blaðasam-
bandsins er nefnt dæmi af
Jimmy nokkrum Parma, blaða-
Ijósmyndara. Lik hans fannst í
skógi utan við Kampala, höfuð-
borg Uganda. Var það illa leik-
ið og i því fjöldi kúlna. Parma
hafði verið handtekinn um
miðjan október síðast liðinn.
Hann mun hafa fyrirgert lifi
sinu með því að taka myndir af
hálfbrunnu líki Doru Bloch,
aldraðrar ísraelskrar konu, sem
hvarf eftir átökin á Entebbe-
flugvelli i fyrra sumar.
SKOLAMALI
Hin þyrnum stráða menntabraut Japana
IIÚN ER dýrkeypt menntunin í
Japan. Fyrir skömmu framdi
ungur, japanskur stúdent sjálfs-
morð. Ástæðan var sú, að hann
hafði náð inntökuprófi f háskóia.
Nozumu Tsuda hér stúdentinn,
var aðeins 19 ára gamall, og átti
að nema tannlækningar. Hann
hafði ákveðið það, áður en hann
gekk undir inntökuprófið, að
stytta sér aldur ef hann stæðist.
Hann stóðst, og á þeirri stundu er
aðrir voru að fagna úrslitum dró
hann plastpoka á höfuð sér,
hleypti gasi í, og var látinn eftir
smástund.
Það var af cfnahagsástæðum, að
hann tók þetta örþrifaráð. Stæðist
hann inntökuprófið var vfst, að
foreldrar hans yrðu að greiða
jafnvirði 7000 dollara (1.4 millj.
kr.) í skólagjöld — en auk þess
jafnvirði 42000 dollara (8 millj.
kr.) til viðhalds og endurnýjunar
húsakosts og tækja skólans. Var
það fé nefnt þvf virðulega nafni
„framlag", og komst enginn nem-
andi hjá framlagi.
Nozumu Tsuda lét eftir sig
bréf. 1 þvf segir m.a.: „Ég fæ ekki
af mér að baka fjölskyldu minni
frekari vandræði. Ég var ráðinn f
þvf að drepa mig ef ég stæðist
inntökuprófið. Með sjálfsmorði
mínu ákæri ég háskólakerfið, og
mætti það verða til að vekja at-
hygli á ranglætinu f háskólunum.
Foreldrar mfnir hefðu orðið að
steypa sér f skuldir til að standa
straum af námi mínu, og til þess
má ég ekki hugsa. Móðir mfn er
öllum stundum úti að reyna að
kría út lán hér og þar. Hún er að
slíta sér út á þessu. Ég fæ ekki
afborið það. Ég hef því ákveðið að
stytta mér aldur.“ Þetta var úr
bréfi Tsuda. Þegar það var borið
undir forstöðumenn tannlækna-
skólans höfðu þeir þetta eitt að
segja: „Þeir, sem ekki hafa efni á
þvf að fara f einkaskóla geta bara
farið f rfkisskóla". Það var allt og
sumt.
Iláskólar í Japan eru nefnilcga
sumir rfkisreknir en aðrir reknir
á reikning einkaaðila. Ríkisreknu
skólarnir eru flestir f heldur litlu
áliti hjá atvinnurckendum. Menn
fara þess vegna ekki f þá nema
tilneyddir. Einkaskólarnir þykja
ffnni. Þeir eru reknir fyrir skóla-
gjöld og „framlög" stúdenta og
hafa fram að þessu ekki þcgið
rfkisstyrki. Það er til lftils fyrir
stúdenta að standast inntökupróf
f slíkum skóla, ef þeir geta ekki
borgað. Það er nefnilega aðalatr-
iðið. Er almælt, að úr þessum
skólum hafi útskrifazt fjölmargir
TVÆR OBANGNA
GULLLEITARSLÓÐ heitir illfær
leið sem liggur yfir þveran Alaska
skaga og kennd er við gullæðið
mikla. sem hófst þegar gull fannst
I Juneau árið 1880. Á þessum
slóðum eru auðnir miklar. veður
hörð og lífsbaráttan erfiðari en
viðast annars staðar. Það er ekki
nema harðfengasta fólk, sem helzt
þarna við Það er annað hvort að
duga eða drepast — og margir eru
þeir orðnir, sem buguðust.
Þarna norður frá er jöfnuður
karla og kvenna engin ný bóla.
Konurnar hafa sannarlega fengið
að spreyta sig ekki síður en karl-
arnir. Verkaskipting hefur að vlsu
alltaf tíðkazt með þeim. Og er svo
enn. Karlarnir eru á skytterii,
leggja gildrur, fiska, leita málma i
jörðu og fljúga flugvólum mílli
byggða i auðnunum. Konurnar eru
aftur á móti heima við, elda, þvo
þvotta. gera að villibráð, kenna
börnum sínum lestur og skrift og
senda veðurstofunni í Anchorage
veðurlýsingar á nokkurra tima
fresti.
Ég var á ferð þarna norður frá
fyrir nokkru og kom þá að heimili
konu, sem Ann Budzynski heitir.
Það var gestkvaemt hjá Ann þenn-
an dag og hinn næsta. Fyrri dag-
inn kom 31 maður í kvöldmat, en
26 til morgunverðar morguninn
eftir. Ann eldaði ofan i allan þenn-
an mannskap. bar fram matinn og
þvoði upp á eftir. Síðan fór hún út
að huga að hrossunum sinum 12.
Þegar hún kom inn þurfti hún að
sinna ungum syni sínum. Það varð
ekki annað á henni séð en þetta
væru ósköp vanalegir dagar Hún
kvaðst lika eiga fria stund endr-
um og eins. Þá liti hún gjarna i
Time eða Newsweek. Fyrir kæmi.
DINAH — 38 ára og ræður
ekki við ævintýralöngunina
þveran Alaskaskaga. Iditarodslóð
heitir leiðin, sem keppendur fara,
og hún er 1800 kilómetra löng.
Keppni þessi hefur verið nefnd.
„síðasta stóraksturskeppnin ".
Það segir svo sem ekki neitt.
Þetta er enginn leikur; það get
ég borið sjálfur. Þetta er grimmi-
leg þolraun.
Þegar þetta er ritað eru sex
dagar liðnir. Önnur konan í keppn-
inni, Dinah Knight, er næst öftust
keppenda. Dinah Knight er geð-
læknir að mennt og hefur starfað í
háskólanum i Minnesota. Hún er
38 ára gömul. Hún er fráskilin;
eiginmanninum ofbauð ævintýra-
hneigð hennar. Skilnaðurinn virð-
ist sizt hafa dregið úr ævintýra-
hneigðinni. Dinah er komin eina
VARONA — 23 ára og
dauðleið á vinnunni
sporum — og reyndar má telja
vist, að einhver væri steindauður.
Það hafa t.d. ekki allir heilsu til að
sofa úti i 20 stiga frosti til
lengdar.
„Ég þóttist vita, að ferðin yrði
erfið ", sagði Dinah Knight, þegar
ég ræddi við hana. „En mig óraðí
ekki fyrir þvi, að hún yrði jafnerfið
og hún er i rauninni. Það er útilok-
að. að ég verði söm eftir þessa
ferð og óg var áður. Ég trúi þvi
satt að segja varla. að ég komist
nokkum tima á leiðarenda. í hvert
sinn, sem ég kem auga á flugvél
verður mér hugsað sem svo: „Ég
þarf ekki annað en veifa. Þá lendir
hún og ég verð komin til byggða
eftir nokkurn tima. Og þér er
óhætt að trúa þvt, að freistingin er
sterk. Oft munar mjóu. að ég láti
1800 kílómetra
á hundasleðum
að hún brygði sér út með riffil og
skyti svo sem einn elg.
Þær eru margar henni likar,
húsf reyjurnar við Gullleitarslóð-
ina, þennan snævibakta trölla-
veg, sem hlykkjast yfir auðnirnar
frá Anchorage til Nome. Það vakti
þess vegna enga sérstaka athygli,
hvað þá aðdáun, þar norður frá
þegar tvær konur slógust i hóp
keppenda I hundarsleðaakstri yfir
600 kilómetra áleiðis inn i auðnir
Alaska En 1200 á hún eftir.
Hin konan heitir Varona
Thompson, og er 23 ára gömul.
Hún er atvinnulaus. Ógift. Faðir
hennar var lengi flugmaður i
Alaska. Varona er komin heldur
lengra áleiðis en Dinah Knight
Siðast sást til hennar þar, sem
hún var að hverfa inn á öræfi; þar
liggur leiðin 150 kílómetra um
hættulegar fannir og gljúfur og
ekkert að sjá nema fallnir trjá-
stofnar og einstakar indíána-
byggðir. Þar er ömurlegt um að
litast. Varona var 42. i röð kepp-
enda. Fremstur var þá Joe nokkur
Redington; hann var kominn rúma
800 kilómetra áleiðis. Hafði hann
farið svo geyst af stað, að menn
mundu ekki annað eins. Konurnar
láta það ekki á sig fá, að þær eru
aftarlega i lestinni. Þær halda
áfram jafnt og þótt og er engan
bilbug á þeim að finna. Einhver
væri nú orðinn framlágur í þeirra
undan. En ég má það ekki. Það
kemur ekki til mála.
Það er óhugnanlegt að vera
hérna á ferð. Mér stendur enginn
ótti af þvi að frjósa I hel En mig
hryllir við þvi að hrapa niður i
einhverja gjána og drukkna. Þó
nokkrir keppendur eru þegar búnir
að detta i gjár".
Tveimur dögum áður hafði sleði
Dinah farið út af mjórri slóðinni.