Morgunblaðið - 03.04.1977, Page 23
MORG ]UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. APRÍL 1977
23
gersamlega óhæfir menn, lög-
fræðingar og læknar t.d., sem
sluppu i gegn af þeirri ástæðu
einni, að „framlög" foreldra
þeirra voru nógu rausnarleg.
Samkvæmt tölum frá mennta-
málaráðuneytinu japanska þurfa
tannlæknanemar að greiða jafn-
virði 5500 dollara að meðaltali f
skólagjöld (rúm milljón kr.), en
„sérstakt framlag" hvers og eins
nemur 42000 dollara að meðaltali
(8 millj. kr.). Læknaskólar
reyndust þó enn dýrari. Þar
þurftu 74% stúdenta að greiða
jafnvirði 58000 dollara (rúmar 11
millj. kr.) í aukagjöld. Það er
ekki nema efnafólk, sem getur
siiarað út svona fúlgum. Aðrir
verða að binda sér skuldabagga,
og sumum verður þetta ofviða.
Nozumu Tsuda sá fram á það, að
foreldrar hans mundu ekki rfsa
undir skuldaböggunum — og réði
sér heldur bana.
— MARK MURRAY.
í Angóla hafa mörg blöð ver-
ið bönnuð og margir blaða-
menn reknir úr landi frá því I
febrúar, er MPLA-fylkingin
sigraði í borgarastyrjöldinni og
tók völd í landinu. í ýmsum
miðausturlandanna sæta blöð
og blaðamenn ofsóknum. Verst
er þó ástandið í Líbanon, að þvi
er segir í skýrslu blaðasam-
bandsins. Þá er þess getið, að í
desember siðast liðnum voru
átta sýrlenzk blöð bönnuð „og
þar með síðustu frjálsu blöðin i
miðausturlöndum".
Frjálsum blöðum fer líka
fækkandi i Asíulöndum Er
komizt svo að orði í skýrslunni,
að blöð hvarvetna í Asiu séu
undirorpin stjórnvöldum að
einhverju leyti — nema blöðin
í Japan og Hong Kong. í fyrra
hafi ritskoðun verið sett á i
Thailandi, blöð bönnuð i
Malayslu, en eftirlit hert með
blöðum í Víetnam, Kambódiu,
Laos og á Filippseyjum. Enn
fremur ofsæki Suðurkóreu-
stjórn sjálfstæð blöð og blaða-
menn. Stjórnin í Norður-Kóreu
noti blöðin þar í landi hins
vegar til þess að tigna Kim II
Sung forseta og viðhalda
dýrkun hans.
En óvíða munu blöð og
blaðamenn þó jafnilla stödd og
Suður-ameríku. Nefnd eru til
dæmis Argentína, Brasilia,
Chile og Uruguay. Stjórnvöldin
í öllum þessum löndum hafa
skert tjáningarfrelsi mjög og
ofsótt blaðamenn í stórum stíl
með ýmsu móti. Hefur verið
þaggað niður í fjölmörgum
með hótunum, en sumum ver-
ið rænt, þeir pyntaðir til hlýðni
eða myrtir ef ekki dugði annað.
— JOHN CORNWELL.
rekizt á tró og brotnað að framan.
Hundarnir losnuðu og hlupu burt.
Hún hljóp á eftir þeim. Hún náði
þeim eftir hálfs annars kllómetra
hlaup og batt þá á staðnum. Svo
fór hún að sækja hjálp; það var 11
kílómetra vegur að næsta veiði-
kofa „Þar urðu mér á mikil mis-
tök", sagði hún. Hún komst að
raun um það morguninn eftir. Þá
flaug flugmaðurinn minn, Serge
Amundson, með hana þangað þar
sem hún hafði skilið hundana eft-
ir. Það var erfitt að lenda þar, en
Amundson lætur sér fátt fyrir
brjósti brenna; það hefi ég sjálfur
reynt. Hann renndi vélinni upp
örmjótt gil, svo mjótt að væng-
broddarnir snertu nærri barmana,
og lenti á Isi á stærð við meðal-
sundlaug. Því miður komu þau
fullseint. Einn hundurinn var
dauður; hafði flækt tjóðrinu um
hálsinn og hengzt.
Dinah Knight er þegar mjög
breytt frá þvl sem var áður en
keppnin hófst. Hún virðist hafa
elzt um ein 10 ár, að minnsta
kosti. Er þó ekki nema þriðjungur
leiðarinnar að baki Hún reyndi að
gera mér grein fyrir þvl, hvers
vegna I ósköpunum hún hefði lagt
út I þetta ævintýri. En það vafðist
fyrir henni. Henni var llka stirt um
mál af þreytu; hún var örmagna
eftir dagleiðina. „Ég er haldin
ástrlðu til þess arna". sagði hún.
„Og það er sterk ástríða. Maður-
inn minn þóttist ekki geta búiðvið
hana lengur. Þess vegna fór hann
frá mér.
Ég hef alla tíð haft ástriðu til
þess að reyna mig. Mig langar til
að vita hvað ég get — verð að fá
að vita það. Ég vil reyna mig til
fulls — ganga undir þolraun svo
harða. að ég þurfi aldrei að reyna
aftur, ef ég stenzt hana. Úr sllkum
þolraunum koma menn svo sterk-
ir, að þeir þurfa aldrei framar að
efast um mátt sinn og megin. . .
En nú bið ég þess eins, að ég
gefist ekki upp á leiðinni. Ég verð
að komast á leiðarenda, hvað sem
það kostar. . ."
Varona Thompson velktist I
engum vafa um það, hvers vegna
hún væri komin þarna 600 kiló-
metra inn á Alaskaöræfi. „Það er
einfalt". sagði hún. „Ég fór þetta
út úr leiðindum. Ég var að vinna
og það var nú meiri leiðindavinn-
anl Ég vann t.d. við það að þrífa
skólahús á daginn eftir að krakka-
sóðarnir voru farnir heim. Ég fékk
nóg af þvl. Ég ætla mér ekki að
þrífa skitinn eftir neinn mann
framar. Nii er ég atvinnulaus —
og það liggur mér I léttu rúmi. Ég
veit jafnvel ekki hvort ég þægi
vinnu ef mór byðist hún. Aftur á
móti mundi ég taka rikum biðli
opnum örmum. Þvi miður er
ósennilegt, að rikur biðill verði á
vegi mínum á þessum slóðum.
Hingað kemur enginn maður með
fullu viti".
Og áfram er haldið. Allan dag-
inn aka keppendur sem þeir kom-
ast yfir freðna auðnina. Endrum
og eins verður þó að stanza og
leyfa hundunum að hvílast. En
mönnunum gefst engin hvild. Þeir
verða að tina saman við I eld,
ellegar fara að bjástra við primus,
bræða snjó. hita upp gaddfreðinn
hundamat og fóðra hvern hund
sór, svo að ekki lendi I bardaga
um matinn. Að stundu liðinni er
haldið aftur af stað. Að kvöldi er
svo setzt um kyrrt og menn fara
að búa sig i háttinn. Þeir eru varla
skemur en tvo tima að þvt í
myrkrinu. Svo er lagzt til svefns i
gaddinum undir berum himni. í
býtið um morguninn eftir verður
haldið aftur af stað. Og konurnar
tvær í keppninni njóta engra for-
réttinda. Þarna eru allir jafnir.
— IAN WOOLDRIDGE.
^etta gerdist líke ....
Blessuð sólin
ÞAÐ hefur varla farið fram hjá neinum blaðalesanda. að vlsindamenn
þykjast sjá fyrir, að orkulindir jarðar verði uppumar áður langt Ifði. Mætti
stundum halda, að ekki væru eftir nema fáeinir kolamolar. og örlftill
oliudreitill svo sem á nokkra lampa. Svo slæmt er það nú ekki. en hitt er
vlst. að alltaf gengur á forðann. Og eitthvað verðpr að koma f staðinn. Á
undanfómum árum hafa menn bundið einna mestar vonir við kjamorku
og sólorku. En kjamorfcunni fylgir mikil hætta og vfða um lönd hefur orðið
almennt andóf gegn byggingu kjamorkuvera, hvað svo sem sfðar verður.
Sólorkan mun aftur á móti hættulftil — að minnsta kosti hefur ekki frátzt
um andóf gegn sólinni. Og það væri vissulega vel sloppið, ef hægt væri að
drlfa allt hér á jörðinni með geislum sólar. Reyndar er nokkuð um liðið frá
þvf, að farið var að smfSa og selja „sólorkustöðvar", bæði stórar og
smáar. og hafa þær verið settar upp vfða um heim. I Bretlandi einu eru nú
40 fyrirtæki, er selja sólorfcustöðvar. Fyrir fjórum árum voru þau ekki
nema tvö. Bretar hafa sem sé veriB mjög bjartsýnir f þessu efni. Og
sennilega fullbjartsýnir. Geislar sólar eru sterkir — en þeir eru missterkir
og sjást misoft eftir stöðum á jarðkringlunni. Sólorkustöðvar nýtast sem
sé bezt f hitabeltunum. En Bretland er norSur f kaldtempraða beltinu. Og
nýlega kom þer út opinber skýrsla þar sem menn voru varaðir við
bjartsýni f þessu efni. Fyrirheitin f auglýsingum framleiðenda sólorku-
stöðva ættu þvf miður við takmörkuð rök að styðjast. Vissulega mundu
sólorkustöðvar koma að nokkru gagni f Bretlandi. En þær gætu þó aldrei
séð Bretum fyrir meiru en fimmtungi allrar orku. sem þeir þyrftu. Og
m.a.s. mundi Ifða á löngu þar til afköstin yr8u svo mikil . . .
— NIGEL HAWKES.
Bölvaður þrjóturinn
LÆKNIR nokkur i Frankfurt er nú fyrir
rétti sakaður um það að hafa svikið út
stórfé af einum sjúklingi sfnum og valdið
honum varanlegu heilsutjóni i þokkabót.
Læknir þessi er taugasérfræðingur og
geðlæknir. Hann hafði umræddan sjúk-
ling til meðferSar f 16 mánuði samfleytt
á árunum 1971 og 1972 og mun þá hafa
gefið honum eina 2000 lyfjaskammta og
lyfseðla upp á „hálft apótek". Fyrir
þessa þjónustu þá læknirinn 143 þusund
marka (11.5 millj. kr.). En auk þess
kostaði það sjúklinginn 30 þúsund
marka (2.4 millj. kr.) að leysa út hið
„hálfa apótek", sem læknirinn ávisaði.
Læknum þeim, sem kvaddir hafa verið til vitnis fyrir réttinum ber
saman um það, að læknismeðferðin hafi verið bæði „óþörf og tilgangs
laus". Sjúklingurinn hafði lent I bflslysi og fengið einhvers konar
taugaáfall. Meðferðin, sem hann hlaut var alls ekki fallin til þess að hann
fengi bata. Hann hefur, þvert á móti, beðið varanlegt tjón á heilsu sinni.
Er blóðrás hans öll úr lagi gengin.
Mjög gekk á efni sjúklingsins af læknishjálp þessari. Hann hafði erft
töluvert fé. en það ázt upp, og loks varð hann að selja bilinn sinn til þess
að halda f við lækninn. Sjúklinginn brast loks þolinmæðin, þegar hann var
búinn að greiða hátt á annað hundraS þúsund marka fyrir læknisdóma en
heilsan batnaði ekkert og versnaði þó heldur. . .
—THE GERMAN TRIBUNE.
Snittið á tómatinum
UC—82 nefna Bandarfkjamenn nýjasta vfsindaafrek sitt Nafnið er
dularfullt Jafnvel fskyggilegt. Manni dettur f hug kjarnorkuvopn Svo er
þó ekki. Þetta er ferhymdur tómatur.
Það eru búvfsindamenn f Kalifomfuháskóla. sem eiga heiðurinn af
þessu tækniundri. Vfsindamönnum hefur verið það Ijóst f aldarfjórðung
að náttúrulegir tómatar eru hannaðir af Iftilli framsýni. Það var nefnilega
ekki gert réð fyrir uppskeruvélum. Venjulegir tómatar eru viðkvæmir og
fara illa i vélunum. Það er aukaatriði, að mönnum gengur ágætlega að éta
þá. Það varð að gera þá svo úr garði, að vélunum Ifkaði. Og mikiB er búið
að reyna Eftir margra ára tilraunir tókst vfsindamönnum að rækta
húðseigan tómat, sem þoldi hnjask uppskeruvéla án þess að láta á sjá. Þvf
miður var hann jafnframt nærri óætur. En vfsindamennimir misstu ekki
móðinn. Næst ræktuðu þeir tómatstengur. Þær hentuðu vélunum ág
lega. Mönnum þótti þær hins vegar verri viðureignar. Nú er ekki að vita
hvemig fólki þykir að handfjatla ferhymdu tómatana. En vfsindamennimir
hafa litlar áhyggjur af þvf. Þeir eru sannfærðir um það. að sá ferhyrnd
muni sigra. Þeir hafa aðeins áhyggjur af einu. Það er offramleiðsla. Óttast
þeir mest. að of geyst verði farið I sakimar. Samkvæmt framleiðsluút
reikningum munu bændur f Kalifomfu uppskera 12 milljón tonna
ferhymdum tómötum é érinu 1984. En samkvæmt öðrum útreikningum
er alls óvfst, að fólk verði féanlegt til að éta 12 milljónir tonna af
ferhymdum tómötum á árinu 1984. Þess vegna ætla vfsindamennimir að
hafa vaðið fyrir neðan sig. Eru þegar hafnar tilraunir um „tómatflögur
— „franska tómata" mætti kannski kalla það. Standa miklar vonir til
þess að koma megi einhverjum hinna 12 milljóna tonna onf lýðinn með
þvf móti. . .
— JANEROSEN
Æ, þetta argvítans kóngafólk
JÚLÍANA Hollandsd rottning og
hollenzka rikisstjórnin standa
þessa dagana i stappi um breyt-
ingu á stjórnarskránni. Það er um
það að ræða. hverjir skuli teljast
til fjölskyldu þjóðhöfðingjans.
í stjórnarskránni er ákvæði þess
efnis, að konungur eða drottning
verði ekki sótt til saka. og beri
þing landsins fulla ábyrgð á gerð-
um þeirra. Ekki er getið þess, hver
skuli bera ábyrgð á gerðum ann-
arra úr þjóðhöf ðingjaf jölskyld-
unni. Og það skipti litlu lengst af.
Fjölskyldan var alveg vammlaus, og engum kom til hugar, að neinn úr
henni kynni að verða til vandræða. En svo kom upp Lockheedhneyksl'”
fræga og þá horfði málið allt i einu öðruvisi við. Bernharður Hollands
prins, eiginmaður Júlíönu drottningar, var borinn þeim sökum, að hann
hefði þegið mútur af Lockheed og greitt fyrir flugvélasölu í staðinn. Mikið
uppnám varð i Hollandi: Og forsætisráðherrann tók á sig rögg og hét því
að umræddu stjórnarskrárákvæði skyldi breytt áður en árið væri á enda
En árið tók enda og ekki var stjórnarskránni breytt. Um daginn lýsti
forsætisráðherrann svo yfir þvi í þinginu, að fresta yrði breytingunni um
óákveðinn tíma vegna þess „hve málið væri margþætt".
Framhald á bls. 26
Stækkar allar gerðir
lithausar
35 mm og 6 X 6 cm
framköllunarvélar
RCP 20
allskonar áhöld til
Ijósmyndastækkunar.
Pantanir óskast sóttar
sem fyrst.
j^budfönstonhf.
aayfciovU
3
érmingar
tízkan 77
Fermingargjafir
fyrir hvern sem
er á hvaða verði
sem er.
SiflinBndiMn
Sfórtgrpaviniiii
Iðnaðarhúsið Ingólfsstræti