Morgunblaðið - 03.04.1977, Qupperneq 24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. APRÍL 1977
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarf ulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingasjóri
Ritstjórn og afgreiSsla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavlk
Haraldur Sveinsson.
Matthlas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
ASalstræti 6. slmi 10100.
ASalstræti 6, slmi 22480
2 1
Iumræðum á Alþingi í
síðustu viku um vega-
áætlun fjallaði Helgi
Seljan alþingismaður um
forystugrein í Morgunblað-
inu sl. sunnudag, þar sem
að því var vikið, að líklega
væri byggðajafnvægið að
raskast á hinn veginn —
nú hallaði á höfuðborgar-
svæðið í atvinnuuppbygg-
ingu og tekjuaukningu.
Viðbrögð Helga Seljans við
þessari forystugrein voru á
þá leið að telja hann lýs-
andi dæmi um samdráttar-
stefnu ríkisstjórnarinnar í
vegamálum og málefnum
landsbyggðarinnar yfir-
leitt, þingmaðurinn taldi
forystugreinina bera þess
vott, að Morgunblaðið teldi
það ,,ægilegt“, að mikil at-
vinnuuppbygging hefði
orðið á landsbyggðinni og
að blaðið væri að býsnast
yfir því, að lífskjörin hefðu
batnað úti á landi.
Málflutningur af því
tagi, sem hér hefur verið
vitnað til úr ræðu Helga
Seljans á Alþingi er sterk-
ur stuðningur við þau öfl á
þéttbýlissvæðinu á suð-
vesturhorni landsins, sem
vissulega eru til og sjá of-
sjónum yfir uppgangi
landsbyggðarinnar. Slíkum
öflum vex fiskur um
hrygg, þegar þingmenn
landsbyggðarkjördæma á
borð við Helga Seljan neita
að ræða málefnalega og af
hófsemi um málefni lands-
byggðar og þéttbýlis. Ræða
þingmannsins var því fyrst
og fremst hvatnig fyrir þau
öfgaöfl, sem vissulega eru
til og sjá ekkert athugavert
við það, að þjóðin hópist öll
saman á suðvesturhorni
landsins.
Morgunblaðið hefur ekki
séð ofsjónum yfir atvinnu-
uppbyggingu, tekjuaukn-
ingu, samgöngubótum og
öðrum framförum á lands-
byggðinni. Þvert á móti
hefur Morgunblaðið alla
tíð veitt raunhæfri byggða-
stefnu öflugan stuðning og
hlotið aðkast fyrir úr
hópum öfgamanna í
byggðamálum. En þær öfg-
ar eru til á báða bóga.
Sjónarmið þeirra sem telja
alltof miklu fjármagni
varið til uppbyggingar úti
á landi og að engin þörf sé
á því að byggja landið allt
eru fráleit og eiga engan
rétt á sér. En jafn fárán-
legt er, þegar þeir sem
telja sig vera sérstaka tals-
menn landsbyggðarinnar
geta með engu móti sett sig
í spor annarra og fjallað af
sanngirni um þeirra vanda-
mál. Ef sá málflutningur er
uppi hafður hlýtur það að
leiða til þess eins, að
almennur stuðningur við
byggðastefnu á þéttbýlis-
svæðinu á suðvesturhorn-
inu verður veikari en áður,
en hann er í raun forsenda
byggðastefnunnar, sem
byggir ekki sízt á fjárfram-
lögum skattgreiðenda á
höfuðborgarsvæðinu og á
Suðurnesjum.
Það er orðið tímabært, að
menn átti sig á því, að það
verður einnig að taka tillit
til sjónarmiða og hags-
muna þess fólks, sem býr á
höfuðborgarsvæðinu og
sunnanlands yfirleitt. Það
er staðreynd að hin síðustu
ár hefur tekjuaukning
orðið mun meiri vfða úti á
landi en á höfuðborgar-
svæðinu. Það er alveg rétt,
sem Helgi Seljan segir, að
sú mikla tekjuaukning er
vafalaust tilkomin vegna
mikillar yfirvinnu. Og það
er líka víst, að fólk verður
tregara og tregara til þess
að vinna mikla yfirvinnu.
En engu að síður er það
svo, að vafalaust mundu
margir launþegar, t.d. á
höfuðborgarsvæðinu,
gjarnan vilja eiga kost á
því að bæta lífskjör sín
með vinnu, sem þeir hafa
ekki tækifæri til að fá. Og
fari svo ár eftir ár, að
tekjuaukning verði mun
meiri í sumum lands-
hlutum en öðrum, hlýtur
það að leiða til óánægju og
stigsmunar á lífskjörum,
sem ekki er viðunandi
fyrir þjóðina í heild.
Helgi Seljan býsnast yfir
því, að lítið fjármagn sé til
framkvæmda í vegamálum.
Vissulega er það alltof lítið.
Svo mikið er ógert í okkar
landi, að alls staðar bíða
verkefni, sem fjármagn
vantar til, einnig í vega-
málum. En við hljótum að
sníða okkur stakk eftir
vexti. Við gerum ekki
meira en við höfum efni á.
Nú um stundir er talað
mikið um þörf á kjara-
bótum fyrir launþega og
lægstlaunaða fólkið hefur
ríka þörf fyrir kjarabætur.
En á sama tíma taka nokkr-
ir landsbyggðarþingmenn
sig til og gera tillögur um
að leggja sérstakan skatt á
bifrelðaeigendur á Reykja-
víkur- og Reykjanes-
svæðinu. Til allrar ham-
ingju er bifreiðaeign nú
orðin svo almenn, að lág-
launafólk á líka bíla. Og þá
er lagt til að auka skatta á
því sama fólki og augljós-
lega þarf á kjarabót að
halda! Það er auðvitað
engin heilbrigð skynsemi í
málflutningi af þessu tagi.
Jafnt í vegamálum sem á
öðrum sviðum verðum við
að sætta okkur við að sníða
okkur stakk eftir vexti.
Forsenda byggðastefnu
er skilningur fólks í mis-
munandi landshlutum á
sjónarmiðum og þörfum
hver annars. Þéttbýlisfólk
verður að skilja þá gífur-
legu þýðingu, sem sam-
göngur hafa fyrir fólk úti á
landi. En með sama hætti
verða landsbyggðarmenn
að skilja, að þéttbýlisfólkið
á líka sinn rétt og á lfka við
sín vandamál að stríða.
Hinir kjörnu fulltrúar
fólksins ættu auðvitað að
ganga á undan með góðu
fordæmi og efla skilning á
milli fólks í þessum efnum.
En því miður er það alltof
algengt, að einmitt hinir
kjörnu fulltrúar gangi á
undan með fordómafulla
afstöðu, sem eflir ekki
skilning heldur hvetur til
sundrungar.
Um byggðastefnu og þéttbýli
Alþýðuflokkurinn
— tveir flokkar?
Hér i Morgunblaðinu hefur ver-
ið rætt um Alþýðuflokkinn
undanfarið og varpað hefur verið
fram til forystumanna hans
nokkrum spurningum í mesta
bróðerni og ekki ástæða til að
gera svör alþýðuflokksmanna að
neinu sérstöku umræðuefni, né
flokkinn að öðru leyti. Hann hefur
sumt tii síns ágætis, eins og kunn-
ugt er, Og þá fyrst og síðast það,
að hann er lýðræðissinnaður
flokkur, sem hefur viljað slá
skjaldborg um islenzkt velferðar-
riki inn á við og öryggi íslands út
á við. Stefnuskrá Alþýðuflokksins
í öryggismálum hefur, eins og
kunnugt er, verið sú, að sjálfstæði
íslands sé bezt tryggt með aðild
að Atlantshafsbandalaginu og
þeim ráðstöfunum í öryggis-
málum, sem gerðar hafa verið,
enda hafa leiðtogar Alþýðuflokks-
ins átt þátt í því að móta utan-
ríkisstefnu landsins og eiga
heiður skilið fyrir þá ábyrgu af-
stöðu, sem þeir hafa oftast nær
tekið — og þá ekki sízt við inn-
göngu íslands í Atlantshafs-
bandalagið og á viðreisnar-
árunum. Þegar ísland gerðist
aðili að NATO, var formaður Al-
þýðuflokksins forsætisráóherra
landsins og utanríkisráðherrar
Aöðreisnarstjórnarinnar voru úr
forystu sama flokks.
Alþýðuflokkurinn er ekki stór á
íslenzkan mælikvarða, hvað þá ef
miðað væri nú við heiminn allan.
En nú hefur komið i ljós, ef
marka má Alþýðublaðið 30. marz
sl., að flokkurinn er svo klofinn í
afstöðunni til öryggismála, að
ekki er unnt lengur að tala um
einn Alþýðuflokk, heldur tvo, þ.e.
þann Alþýðuflokk, sem hefur það
á stefnuskrá sinni aó tryggja
öryggi íslands á þann hátt, sem
gert hefur verið — og þá ekki sízt
undir forystu utanríkisráðherra
Alþýðuflokksins sjálfs — og svo
hins vegar þann „Alþýðuflokk“,
sem nokkrir ungkratar virðast
reka eins og e.k. deild úr Alþýðu-
bandalaginu innan Alþýðuflokks-
jns.
Eins og kunnugt er, áttu leið-
togar Alþýðuflokksins og flokkur-
inn í heild ekki sízt hlut að þvi, að
ísland gerðist aðili að Atlants-
hafsbandalaginu 1949. En nú er
skýrt frá þvi á siðu S.U.J., þ.e.
Sambands ungra jafnaðarmanna,
sem birtist umgetinn dag í
Alþýðublaðinu — og mun vera
gefin út af og á ábyrgð ungra
jafnaðarmanna svonefndra — að
sá dagur, sem ísland ákvað að
tryggja öryggi sitt í nánu sam-
starfi við vestræn lýðræðisriki sé
„einn mesti sorgardagur árs-
ins“(!) Engu er likara, en öll síða
Sambands ungra jafnaðarmanna
hafi lent óvart inni í Alþýðublað-
inu, en hafi í raun og veru verið
skrifuð fyrir Þjóðviljann. Mönn-
um hlýtur að verða virt til vork-
unnar að fullyrða, að klausurnar
úr „leiðara" á þessari síðu séu
skrifaðar í anda þeirrar stefnu og
þá ekki sízt þeirrar söguskoðunar,
sem kommúnistar túlka og boða í
ritum sinum. Á þessari síðu er í
raun og veru sagt, að Alþýðu-
flokkurinn og leiðtogar hans hafi
búið til þennan mikla „sorgar-
dag“, hann er sem sagt sorgar-
dagur af manna völdum — og þá
ekki sizt af völdum leiðtoga
Alþýðuflokksins! Og ekki er nóg
með það, heldur telja þessir ungu
„jafnaðarmenn", að forystumenn
þeirra hafi staðið fyrir „fyrsta
landsölusamningi íslendinga",
svo að vitnað sé í þeirra eigin orð.
Hvernig skyldi nú ástandið vera á
þessu litla alþýðuflokksheimili?
Á hitt er svo að líta, að þetta er
ekkert gamanmál, þvi að það hlýt-
ur að vera lýðræðissinnuðu fólki
á íslandi áhyggjuefni, ef rétt er,
sem vel getur verið, ef marka má
þessi skrif, að kommúnistar séu
að koma sér upp sérstakri deild
innan Alþýðuflokksins. Aó visu
hefur þessi hringlandi alla tíð
loðað við ungkrata suma en þó
hefur orðbragðið aldrei verið með
þeim eindæmum, sem raun ber
vitni upp á siðkastið. Eða hvað
segja menn um þessa klausu:
„Þann 30. marz eru liðin 30 ár frá
því, að fyrsti landsölusamningur
íslendinga fór fram (sie!), frá því
er landið varð sjálfstætt. Þessa
dags mætti því ætla að íslending-
ar upp til hópa minntust með
hrærðu hjarta. Þvi er nú ekki að
heilsa. . . í hugum okkar, sem
andvígir erum veru hersins hér
og aðild íslands að NATO, er
þetta einn mesti sorgardagur árs-
ins. Hann minnir okkur á einhver
óhugnanlegustu mistök „lands-
feðranna", og ekki aðeins það,
heldur alla þá frelsisbaráttu kúg-
aðra og arðrændra þjóða, sem her
og útsendarar „hins frelsisunn-
andi Bandaríkjanna" hafa brotið
á bak aftur.. .Það er því skýlaus
krafa allra frelsisunnandi islend-
inga, að tákn heimsvaldastefnu og
útþenslu hér á landi verði þegar
afmáð. . .“ Þá er fullyrt, að
varnarliðið sé „hér fyrst og
fremst til að vernda hið
kapitalíska hagkerfi á íslandi
þegar að því kemur, að þjóðfélag-
inu verður umbreytt... “ Sem
sagt: „Landsfeður" Alþýðuflokks-
ins kölluðu hingað bandariskan
her til þess að koma i veg fyrir að
hugsjónir Alþýðuflokksins gætu
orðið að veruleika á íslandi! Og
ekki létu þeir þar við sitja heldur
er fullyrt, að „tilgangurinn með
NATO er sá.... að vernda frelsi
auðmagnseigenda til þess að
græða enn meira, vernda þá gegn
hvers konar ásælni, jafnt innan
frá sem utan.. “ Leiðtogar
Alþýðuflokksins hafa þannig
gengið erinda „kapitalista“, þeir
hafa verið „óvinir alþýðunnar“.
Nú er vitað, að áköfustu stuðn-
ingsmenn Atlantshafsbandalags-
ins og þeir, sem mest beittu sér
t.a.m. fyrir aðild Danmerkur og'
Noregs að bandalaginu á sínum
tima, voru helztu leiðtogar jafn-
aðarmanna í þessum löndum og
forystumenn jafnaðarmanna hér
á landi hafa átt hvað ríkastan þátt
í mótun öryggisstefnu sjálfstæðs
lýðveldis hér á landi eins og
kunnugt er. En hvað varðar
vöggustofu ungkrata um það?
Hún heldur því blákalt fram, að
forystumenn jafnaðarmanna á
Norðurlöndum og Alþýðuflokks-
ins hér á landi hafi unnið að
því leynt og ljóst, og raunar gert
það að höfuðatriði stefnu sinnar,
að vernda hagsmuni „kapitalist-
anna“ í þessum löndum. Loks er
svo skorin upp herör fyrir samtök
hernámsandstæðinga, sem hingað
til hafa einna helzt beint spjótum
sínum, ef spjót skyldu kalla, að
Alþýðuflokknum, hugsjónum
hans og stefnumörkun í öryggis-
og sjálfstæðismálum þjóðarinnar
og leiðtogum flokksins ekki sízt
Stefáni Jóhanni Stefánssyni,
Emil Jónssyni, Gylfa Þ. Gislasyni
og Benedikt Gröndal. En hvað
skyldu nú þessir menn segja um
þessa ólátabelgi á vöggustofu
Alþýðuflokksins? Ætli þeir séu
með hýrri há? Eða dettur nokkr-
um i hug, að ekki sé ástæða til
þess, með tilliti til fyrrgreindra
ummæla ,,ungkrata“, að halda því
fram, að Alþýðuflokkurinn sé í
raun og veru tveir flokkar — og
væntanlega hefur hann ekki
stækkað við það. Fruman er farin
að skipta sér.
Nú veit Morgunblaðið ekki, hve
fjölmennur hópur þetta er, þ.e.
innan ungkrata-hreyfingarinnar,
sem hefur þau sjónarmið, sem
fyrr eru nefnd. Hitt er annað mál,
að þessi sjónarmið eru allsráð-
andi á síðum Sambands ungra
jafnaðarmanna í Alþýðublaðinu
og annað andlit snýr ekki að al-
menningi, nema i undantekn-
ingatilfellum. Hitt er vitað,
að margir (kannski flestir?)
ungir alþýðuflokksmenn eru
eldheitir baráttumenn fyrir
öryggisaðild að NATO, hugsjón-
um frelsis og lýðræðis, eins og
þær hafa verið gerðar að veru-
leika i þeim vestrænu löndum,
þar sem kommúnistum hefur ekki
tekizt að kollvarpa þingræði og
því almannavaldi, sem birtist
hvað áþreifanlegast í frjálsum
kosningum. En við eigum eftir að
sjá, hvort þessir ungu jafnaðar-
menn hafa í fullu tré við
kommúnistadeildina í Alþýðu-
flokknum, eða hvort þeir eru þess
megnugir að fylgja fram yfirlýstri
stefnu Alþýðuflokksins í öryggis-
málum þjóðarinnar. Það á einnig
eftir að koma i ljós, hvort leiðtog-
ar Alþýðuflokksins eru i raun og
veru menn til þess að stjórna
vöggustofunni. En það vita þeir
betur en nokkrir aðrir, að ef það
tekst ekki mun fylgið hrynja af
Alþýðuflokknum og allt það lýð-
ræðissinnaða fólk, sem hingað til
hefur stutt hann, m.a. vegna af-
stöðu hans til öryggis- og utan-
ríkismála, mun kjósa aðra flokka
— og þá ekki sizt Sjálfstæðis-
flokkinn. Eða dettur nokkrum lif-
andi manni í hug, að þetta fólk
kjósi flokk, þar sem andi ung-
kratadeildar Alþýðuflokksins
ræður ríkjum? Kanslari V-
Þýzkalands hefur skilið vanda-
málið í sínu landi og tekið á því,
enda er hann enn við völd.